Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 45
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 45
!"
###$
$
%$
!" &'
(
) * +'
,
-
+ # '
$ .
' .
'. '
//$ + 0 %
-
Í ANDSVARI við grein Svan-
fríðar Jónasdóttur fer Pétur Blöndal
enn og aftur mikinn eins og hann
hefur gert í sambandi við hluta-
fjárvæðingu SPRON og langar mig
að gera nokkrar athugasemdir við
skrif Péturs og koma öðru á fram-
færi. Fyrst vil ég taka fram svo það
valdi ekki misskilningi að ég get ekki
gagnrýnt stofnfjáreigendur í
SPRON því það er ekki hægt að
gagnrýna þá í þessu máli því þeir
hafa ekki enn samþykkt eitt eða
neitt heldur er umræðan um þann
fámenna hóp sem hefur búið til þetta
mál og gert samkomulag við KB-
banka og mun líklega leggja tillögu
fyrir fund stofnfjáreigenda ef málið
kemst svo langt.
„Daylight robbery“ eða ekki
Pétur segir að SPRON hafi verið
metið af óháðum aðila á 7,4 milljarða
en síðan hafi komið tilboð frá KB-
banka upp á 9 milljarða. Ef það hef-
ur komið tilboð upp á 9 milljarða þá
er það að sjáfsögðu verðmæti sjóðs-
ins. Þetta er eins og ef einstaklingur
færi og léti fasteignasölu meta hús-
eign sína og matið hljóðaði upp á 7
milljónir en síðan seldi fasteignasal-
inn eignina á 9 milljónir og þá gæti
fasteignasalinn hirt mismuninn af
því að húsið var ekki metið á meira
en 7 milljónir. Þetta sjá allir að
gengur ekki upp, auðvitað á að
skipta 9 milljörðunum eins og menn
ætla að skipta 7,4 milljörðunum.
Annað er siðlaust og hlýtur að vera
andstætt góðri viðskiptavenju og
mætti því kalla „daylight robbery“
eða eins og einn góður kallaði þetta
„hvítflibba þjófnað“. Það sem er líka
merkilegt við þetta er að minnihluta
eign á að fá meira yfirverð en meiri-
hluta eign, þetta er líka andstætt
góðri viðskiptavenju og held ég að
sjáist hvergi í hinum vestræna
heimi. Hvað hefur verið oft skrifað
um það á viðskiptasíðum dagblaða
og fræðirita að yfirverð sé réttlæt-
anlegt fyrir yfirráð yfir fyrirtækum,
hlutur stofnfjáreiganda í SPRON
skapar ekki þau yfirráð heldur hlut-
ur eigin fjár í sjóðnum og því ætti sá
sjóður að fá hærra verð en stofnfjár-
eigendur eru að fá þ.e.a.s. skv. góðri
viðskiptavenju. Ef þetta eiga að vera
vinnubrögðin, að þeir sem eiga að
ráða yfir hinum nýja sjóði láta aðra
hagsmuni vera ríkari hagsmunum
sjóðsins, hvernig verður þá fram-
haldið? Hvort verða hagsmunir KB-
banka ríkjandi eða sjóðsins þegar
kemur að sölu hlutabréfa sem hlýtur
að koma til einhvern tíma því eins og
öllum er ráðlagt af góðum fjármála-
fyrirtækjum er að hafa ekki öll eggin
í sömu körfunni. Verður stjórn-
arsæti í KB-banka látið ráða?
Framtíð SPRON ekki tryggð
Pétur og fleiri sem staðið hafa að
þessu samkomulagi við KB-banka
tala mikið um að SPRON muni
starfa sem sjálfstæð eining í fram-
tíðinni og framtíð SPRON sé tryggð.
Þetta er barnaskapur að halda! Ef
skoðaðar eru sameiningar hér á Ís-
landi og úti í hinum stóra heimi þá
tala staðreyndirnar sínu máli. Það er
mín skoðun að þessu er ekki hægt að
lofa. Tökum sem dæmi að ef nýir
eigendur nái meirihluta í KB-banka
t.d. erlendir aðilar (nú er KB-banki
ekki bara íslenskur heldur alþjóð-
legur) þá eru þeir ekkert bundnir
þeirri viljayfirlýsingu sem verið er
að gera núna. Hverjir muna ekki eft-
ir orðunum „Guggan verður áfram
gul og gerð út frá Ísafirði“. Hvað er
að gerast með Brim núna í dag!! Til
að ná virkilegri hagræðingu væri
lang skynsamlegast að sameina
stoðdeildir og bakvinnslur hjá
SPRON og KB-banka. Er t.d. skyn-
samlegt að reka tvær viðskipastofur
hjá sama fyrirtæk-
inu? Mun líklegra er
að það verði sameinað
og svona væri lengi
hægt að telja. Ég tek
fram að ég er ekkert
að segja að þetta sé
óskynsamlegt hjá
verðandi eigendum
SPRON heldur er ég
að benda á að það eru
meiri líkur en minni á
því að SPRON verði
ekki til eftir nokkur
ár.
Pétur og útreikn-
ingurinn
Pétur talar um að
hagnaður hjóna sé
meiri ef þau hefðu
keypt íbúð á 6 millj-
ónir króna sem þau
seldu síðan á 12 millj-
ónir (þ.e. 100% ávöxt-
un) heldur en ef keypt hafi verið
stofnbréf fyrir 600 þúsund. Þarna er
Pétur að villa um fyrir fólki, að nota
milljónir í öðru orðinu og hundrað
þúsundir í hinu. Hann á að nota
sömu krónutölu báðum megin til að
sýna rétta niðurstöðu. Ef Pétur hef-
ur keypt stofnbréf í SPRON fyrir
500 þúsund krónur árið 1989 (þá
óbreyttur Pétur en ekki þingmaður)
þá er hann með í dag um 1.300.000 til
1.500.000 ef við tökum uppreiknað
stofnfé frá 1989 til ársloka 2002 og
að SPRON hafi greitt á bilinu 7% til
10% arð á hverju ári en sparisjóðum
hefur verið leyft að borga allt að 15%
arð ofan á uppreiknað stofnfé á
hverju ári. Ef við setjum þetta í
dæmið hans Péturs þá hefði stofn-
fjáreigandi sem hefði eignast 6 millj-
ónir árið 1989 í sparisjóð verið með
verðmæti upp á um18 milljónir í dag
með uppreiknuðu stofnfé og arð-
greiðslum. Á þessu má sjá að eign í
stofnfjárbréfum er góð eign sem
gefur mikið af sér, þó Pétur hafi sagt
í Kastljósþætti um daginn að hann
hefði verið búinn að afskrifa sín bréf
vegna þess að það væru stofnbréf!!
Ég spyr, afhverju keypti svona
skynsamur maður eins og Pétur
stofnfjárbréf ef hann taldi og telur
að þetta sé verðlaus
eign!!
Pétur og menning-
arsjóðurinn
Pétur talar um að hann
sé að greiða 8 milljónir
til menningar- og líkn-
armála. Hverskonar bull
er þetta, Pétur!! Þú
keyptir stofnfé í SPRON
skv. lögum og reglum
sem giltu þá og gilda enn
en ekki skv. útreikningi
eins og verið er að gera í
dag. Samkvæmt út-
reikningum í dag þá
fékkst þú stofnfjárbréfin
þín á útsölu sem allir
höfðu ekki tækifæri á
(útsala er reyndar ekki
nógu sterkt orð í þessu
tilviki). Þú, Pétur, ert
ekkert að greiða til
menningar- og líkn-
armála, þú áttir ekkert og átt ekkert
í þessum peningum. Þetta er svipað
og ef ræningi (ekki hvítflibba) færi
inn í bankastofnun og þar væru 12
milljónir á lausu en ræninginn tæki
einungis 4 milljónir og kæmi daginn
eftir og vildi fá viðurkenningu fyrir
að hafa skilið eftir 8 milljónir.
Sparisjóðirnir og Kaupþing
Pétur hefur líka talað um að eigið fé
sparisjóðanna sé mest fyrir sölu á
Kaupþingi hf. Þetta er rétt að hluta
hjá Pétri. Við skulum fara yfir það
mál. Sparisjóðirnir ásamt Bún-
aðarbankanum keyptu Kaupþing hf.
af Pétri fyrir mörgum árum. Þá var
Kaupþing lítið og frekar veikt fyr-
irtæki. Sparisjóðirnir og Bún-
aðarbankinn létu fé renna í fyr-
irtækið til að byggja það upp.
Nokkrum árum síðar kaupa spari-
sjóðirnir hlut Búnaðarbankans í
Kaupþingi hf. og í stjórn fyrirtæk-
isins sátu fimm sparisjóðsstjórar
sem lögðu línurnar og lögðu grunn
að velgengni Kaupþings. Þetta sýnir
hversu framsýnir og góðir við-
skiptamenn eru í röðum sparisjóð-
anna og sparisjóðirnir uppskáru
samkvæmt sinni vinnu og áhættu.
Núna vill Pétur tala um að eggið hafi
verpt hænunni.
Sparisjóðirnir þjónusta sína
viðskiptamenn best
Ég get fullvissað Pétur um það að
það er ekki öfund sem ræður ríkjum
hjá því fólki sem ofbýður þau vinnu-
brögð sem hann og fleiri viðhafa
þessa dagana. Fólk vill verja spari-
sjóðina. Fólk vill ekki að sparisjóð-
irnir hverfi inn í hina stóru banka.
Bankarnir eru góðir á sínu sviði en
við erum bestir á okkar sviði sam-
kvæmt könnunum sem gerðar hafa
verið undanfarin ár. Sparisjóðirnir
hafa unnið íslensku ánægjuvogina ár
eftir ár. Það er ekki á stefnuskrá
sparisjóðanna að keppa við við-
skiptabankana um stærstu fyr-
irtækin í viðskipti, þar eru bankarnir
betri en við. Sparisjóðirnir hafa og
eru með það á stefnuskrá sinni að
þjónusta millistór og lítil fyrirtæki,
einstaklingana og heimilin í landinu,
þar erum við bestir og höfum verið
samkeppnishæfir við bankana í vöxt-
um og þjónustugjöldum. Sparisjóð-
irnir munu þróast áfram með mark-
aðnum og uppfylla þær kröfur sem
viðskiptamenn gera til okkar á
hverjum tíma.
SPRON ekki
einangrað dæmi
Það má ekki skoða SPRON-söluna
sem einangrað dæmi. Ef sölunni á
SPRON verður hleypt í gegn þá má
búast við að sparisjóðakerfið eigi
erfitt uppdráttar því það munu án
efa koma upp svipuð mál í stærri
sparisjóðunum. Hver vill ekki taka á
móti lottóvinningi ef honum er rétt-
ur hann og því er hætta á að fólk láti
stærri hagsmuni víkja fyrir minni
hagsmunum. Ef þetta verður stað-
reynd þá mun það koma hart niður á
landsbyggðinni því bankarnir munu
ekki hafa nokkurn áhuga á minni
sparisjóðum í hinum dreifðu byggð-
um landsins, „þar er ekki nógur
gróði og þar eru eignir verðlausar“.
Pétur á að skammast sín
Pétur ætlar ekki að víkja sem for-
maður viðskipta- og efnahags-
nefndar þegar þetta mál kemur til
kasta þeirrar nefndar sem er þvílíkt
siðleysi að annað eins hefur ekki
sést. Pétur talar um Ögmund, að
hann þyrfti þá alltaf að víkja ef rætt
er um verkalýðsmál. Pétur, er þér
alvara, trúir þú þessu sjálfur? Ef
einhver mál verkalýðshreyfing-
arinnar koma inn á borð alþingis og
ef verkalýðurinn fær einhverjar
lagabætur þá fær Ögmundur engan
bónus fyrir það í krónum. Pétur, þú
átt bara að skammast þín fyrir svona
málflutning! Ætlar formaður Sjálf-
stæðisflokksins að sitja hjá og láta
Pétur komast upp með þetta? Þetta
dregur álit fólks á Sjálfstæð-
isflokknum niður þegar einn þing-
maður flokksins lætur eins og Pétur
gerir með því að ætla að sitja við
hringborð í þessu máli, trúverð-
ugleikinn minnkar. Ég trúi Pétri al-
veg að þessi peningar sem hann ætl-
ar að hirða skipti ekki sköpum fyrir
hann persónulega, en það skiptir
bara ekki máli. Pétur er að berjast
þarna fyrir persónulegum ávinningi
sínum og hið háa alþingi á ekki að
vera vettvangur manna til að berjast
fyrir sínum eigin þröngu hagsmuna-
málum.
Að lokum hvet ég alla þingmenn
og þá sérstaklega þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, sem lítið hafa látið í
sér heyra, að koma í veg fyrir að
sparisjóðirnir líði undir lok og ef ég
ætti að koma með tillögu væri hún
sú að ákvæðið um hlutafélagavæð-
ingu verði fellt út úr lögunum því
hlutafjárvæðing sparisjóðs er ein-
ungis skynsamleg ef færa á spari-
sjóð inn í viðskiptabanka. Sparisjóð-
ur græðir ekkert á því að
hlutafélagavæðast ef hann ætlar að
starfa sjálfstætt áfram. Ef ekki
verður komið í veg fyrir þetta þá
mun það skaða bankaþjónustu hér á
landi og verða gríðarlegt áfall fyrir
landsbyggðina og má hún nú ekki
við því.
Ég treysti á það að Fjármálaeft-
irlitið komist að réttri niðurstöðu og
komi í veg fyrir þessa atlögu að anda
laganna og vilja alþingis.
Pétur og sparisjóðirnir
Eftir Magnús D. Brandsson
’Eign í stofn-fjárbréfum er
góð eign sem
gefur mikið af
sér.‘
Magnús D. Brandsson
Höfundur er sparisjóðsstjóri
Sparisjóðs Ólafsfjarðar og núverandi
sjálfstæðismaður.