Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 51 ✝ Bertel Hellmanfæddist í Turku í Finnlandi 15. apríl 1911. Hann andaðist 20. desember síðast- liðinn. Hann lauk verk- fræðiprófi 1935 frá Tækniháskólanum í Helsinki, licensiat- prófi í flugvallar- verkfræði 1963 og doktorsprófi 1982. Starfaði við flug- vallagerð í Finn- landi og Svíþjóð á árunum 1935–1952. Hann starfaði síðan hjá Alþjóðaflug- málastofnuninni í Montreal 1954– 1973, að lokum sem yfirverkfræðingur. Eftir að hann lauk störfum þar leysti hann af hendi ýmis sérverkefni, bæði í Finnlandi og er- lendis. Útför Bertels Hellman var gerð 10. janúar. Góður vinur landsins gekk á vit feðranna laust fyrir jólin. Hann fæddist fyrir 92 árum í Túrkú í Finn- landi. Framan af stóð hugur hans til skógræktar en síðar meir sneri hann sér að verkfræðinámi og lauk prófi árið 1935 og vann síðan bæði í Sví- þjóð og á heimaslóðum við flugvalla- gerðir. Þar á meðal var hann bygg- ingarstjóri flugvallarins við Helsinki. Hlaut hann nokkrar heið- ursgráður sem viðurkenningu fyrir störf sín á því sviði. Tók hann þátt í frelsisstríði Finna hvað féll honum seint úr minni. Árið 1952 urðu þáttaskil hjá hon- um því þá réði hann sig til starfa hjá Alþjóðaflugmálastofnunni í Mont- real sem sérfræðingur í flugvallar- gerðum og vann þar til 1973 er hann lét af störfum vegna aldurs. Verkefni hans var einkum að ferðast um heim- inn til að leiðbeina vanþróuðum þjóð- um um þær kröfur sem gerðar eru til flugvalla. Fyrir fjórum áratugum tókst þá- verandi flugmálastjóra okkar með einhverskonar göldrum að fá Hell- man lánaðan hingað til þess að leggja á ráðin um framtíðarlegu flugvallar hér um slóðir. Vann hann hér mikið starf, meðal annars drög að endurbótum á flugvellinum, at- hugaði stæði fyrir flugbrautir á Álftanesi og í Kapelluhrauni. Síðar kom hann aftur hingað og fékkst þá við breytingu á legu brautar á vell- inum, auk annarra smærri verkefna. Hann var afburða duglegur verk- maður, svo skýrslur sem hann gerði nema á annað hundrað blaðsíðum og teikningar af flugbrautum og aðflugi nema tugum. Allt starf hans var unn- ið af miklum velvilja til landsins og ber að þakka honum sérstaklega fyr- ir það. Hér átti hann marga vini og í frí- stundum sínum kunni hann vel við sig meðal þeirra. Í þá daga var heim- urinn mun stærri en nú. Hann var góður sögumaður og gat sagt frá ókunnum löndum og ævintýrum sem hann komst í. En efst í huga hans var landið hans með ótal vötnum og bein- vöxnum grenitrjám. Og ekki gleymdi hann sinni indælu eigin- konu, henni Vappú og dætrunum tveim Marju og Soili, en hún er læknir hér á landi. Austur í Helsinki átti hann vinalegt heimili og þar bjó hann síðustu ævidagana. Í bókahillu geymdi hann skýrslurnar sem hann samdi fyrir þau 44 lönd þar sem hann gaf ráð, en mest fór þar fyrir þeim sem voru héðan. Það segir meir en margt annað. Nú þegar hann er allur, veit ég að hann vitjar sumarshúss síns við vatnið langt inni í landinu þar sem trén slúta fram af bakkanum og ég efast ekki um að fuglarnir þar heima syngja honum fagran söng að skiln- aði. Ólafur Pálsson. BERTEL HELLMAN ✝ Ásta Þorsteins-dóttir fæddist í Reykjavík 3. ágúst 1932. Hún lést 31. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Þor- steinn Jóhann Finnsson, hafnsögu- maður í Reykjavík, f. í Múlakoti í Mýra- sýslu 18. desember 1894, d. 1. júní 1948, og Ólafar Einars- dóttur, f. í Holti við Skólavörðustíg 2. október 1897, d. 16. apríl 1969. Ásta var næstyngst sex systkina. Þau eru Ólafur, Ás- geir, Guðrún, Þór og Aðalsteinn. Þór er einn eftirlifandi systkin- anna. Eiginmaður Ástu var Valdimar Ingiberg Einarsson, f. 19. októ- ber 1932, d. 4. nóv- ember 1996. Þau slitu samvistir 1984. Börn þeirra eru: 1) Þorsteinn, f. 8. júlí 1952, ókvæntur. 2) Stefán Axel, f. 12. september 1955. Sambýliskona hans er Carla Tjon, þau eiga einn son, Ívar Hung Yin. Stefán á son frá fyrra hjóna- bandi með Ericku Voortman, Zoe Ei- rík, og býr hann hjá föður sínum. 3) Lár- us Ingi, f. 13. nóvember 1960, ókvæntur. 4) Róbert Hjálmar, f. 14. apríl 1964, kvæntur Gitte Lykke. Börn þeirra eru Jóhann, Krestine og Laura. Útför Ástu fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 15. janúar. Mamma ólst upp í Reykjavík, unglingsárin í Sörlaskjóli 42 þar sem faðir hennar hafði byggt fjöl- skyldunni stórt og reisulegt hús. Mamma hafði ætíð ríka réttlæt- iskennd og sterkar skoðanir á samtímanum. Hún hafði gaman að því að lesa bókmenntir og ekki síst þær sem fjölluðu um baráttumál og réttlæti. Enda minnumst við synir hennar þess hve hún var réttsýn móðir og uppalandi og nærfærin í daglegri framgöngu. Ennfremur hafði hún góða tónlist- arhæfileika. Um það bil er faðir hennar lést af slysförum sem hafn- sögumaður við Reykjavíkurhöfn hafði mömmu verið boðið til fram- haldsnáms í píanóleik. En við frá- fall föður og fyrirvinnu varð sá draumur að engu. Hins vegar hafði systir hennar Guðrún sem var tíu árum eldri flust til Bandaríkjanna til að stunda nám í píanóleik og náði þar góðum árangri. Mamma missir föður sinn þegar hún er aðeins 16 ára og á milli vita, þar sem fyrstu skrefin eru stigin til sjálfstæðis. Lífið tók á sig aðra stefnu þegar mamma trúlof- aðist föður okkar Valdimari Ingi- berg Einarssyni sem bjó í Sörla- skjóli og voru þau þá bæði aðeins 17 ára gömul. Þau giftust tveimur árum seinna og fæddist þá fyrsti sonur þeirra af fjórum, Þorsteinn, árið 1952. Þau byrjuðu því búskap snemma og oft við lítil efni fyrstu árin. Fyrsta heimili þeirra var á Grundarstíg 11 í Reykjavík. Pabbi var stóran hluta ævi sinnar við verslunarstörf. Hann var líka list- rænn maður, söngelskur og hag- mæltur. Eitt af því sem einkenndi líf fjöl- skyldunnar voru miklir flutningar vegna starfa pabba. Mamma hafði mikla aðlögunarhæfileika og gerði gott úr hlutunum á hverjum stað þrátt fyrir að stundum væri þröngt í búi. Fjölskyldan bjó m.a. á Blönduósi 1960–1964 og á Seyð- isfirði 1966–1969. Eftir síldarhrun- ið 1968 tók fjölskyldan sig upp og flutti alla leið til Kaliforníu í Bandaríkjunum til að leita á ný mið og vera samvistum við Guð- rúnu Rice systur mömmu og fjöl- skyldu hennar. En fjarlægðin ger- ir fjöllin blá og mennina mikla og reyndust aðstæðurnar sem fjöl- skyldan hafði reitt sig á þar ytra aðeins vera gylliboðin ein. Þó átti mamma góðan tíma með fjölskyld- unni þessi tvö ár sem við dvöld- umst þar. Það var farið í margar góðar ferðir og fyrirheitna landið skoðað og auðvitað bar margt fyrir augun sem víkkaði sjóndeildar- hringinn og var ævintýri fyrir okk- ur strákana hennar. Fjölskyldan var aftur komin til Íslands árið 1971 og gerðist pabbi verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík. Mamma sem hafði verið heimavinnandi þar til við drengirnir vorum komnir á legg byrjaði nú að vinna fullan vinnudag í Frystihúsi Húsavíkur. Þrátt fyrir það hélt hún áfram ut- an um heimili sitt og tók ætíð vel á móti ættingjum og gestum. Var til þess tekið hversu vel henni fórust þessi heimilisstörf úr hendi og hversu mikinn hlýhug og alúð hún lagði í þau. Mamma var ekki allra, en þeim sem hún tók inn að hjarta sínu reyndist hún traustur vinur. Við synir hennar minnumst þess hversu hún átti bágt með að þola illt umtal og baknag. Hún var þannig skapi farin að ef hún hafði hlustað á illmælgi hjá samferða- mönnum sínum leitaðist hún við að eiga ekki frekari samskipti við þá. Mamma og pabbi slitu samvist- um árið 1984, en þá var mamma orðin veik af taugasjúkdómnum MS. Það tók langan tíma að greina þennan illvíga og ólæknandi sjúk- dóm sem MS er. Í fyrstu fór mamma til endurhæfingar upp á Reykjalund. Þegar þeim tíma var lokið leigði hún sér íbúð í Iðufelli ásamt sonunum Róberti og Lárusi. En veikindin ágerðust og fljótlega fékk hún húsnæði hjá Sjálfsbjörgu í Hátúni. Í 20 ár hefur þessi fallega og fíngerða kona horfið hljóðlega út úr lífinu, okkur sonunum til mik- illar sorgar. En meðan hún hafði getu til voru samskiptin innihalds- rík og við fengum að finna fyrir væntumþykju hennar. Það fylgir því ótrúlegur sársauki að horfa á ástvin tærast upp og missa alla getu til að lifa lífinu, allt sem manneskjunni er gefið er tekið hægt og rólega frá henni án nokk- urrar miskunnar. Elsku mamma, takk fyrir alla þá umhyggju og ástúð sem þú veittir okkur í æsku og fram á fullorð- insár. Við synirnir viljum nota tækifærið og koma fram þökkum til allra þeirra er komu að hjúkrun móður okkar og þá sérstaklega starfsfólks Sjálfsbjargar fyrir um- hyggjusamt og fórnfúst starf öll þessi ár og allra þeirra vina sem hún eignaðist hjá þeirri góðu stofnun. Laus við krankleik og kvöl en svo köld og föl þú sefur nú róleg í rúminu hvíta. Engin æðaslög tíð engin andvarpan stríð þig ónáða lengur né svefninum slíta. (Hannes Hafstein.) Þínir elskandi synir, tengdadæt- ur og barnabörn biðja Guð að blessa þig og varðveita. Þorsteinn Valdimarsson, Stefán Axel Valdimarsson, Lárus Ingi Valdimarsson, Róbert Hjálmar Valdimarsson. ÁSTA ÞORSTEINSDÓTTIR Ástkær dóttir okkar og systir, LILLI KAREN WDOWIAK, lést í London, sunnudaginn 11. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Valborg Bjarnadóttir, Karl Óskarsson, Lúðvík Wdowiak, Bjarni Veigar Wdowiak. Hjartans þakklæti fyrir vináttu, hlýhug og samúðarkveðjur vegna andláts og útfarar okkar ástkæra sonar, stjúpsonar, bróður, mágs og barnabarns, STEINGRÍMS MÁS EGGERTSSONAR, Smárahlíð 14D, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar 1 á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fyrir ein- staka alúð þeirra til okkar allra. Steinunn Rögnvaldsdóttir, Bjarni Baldursson, Eggert Jónsson, Guðbjörg I. Jónasdóttir, Magnús Þór Eggertsson, Bergþóra St. Stefánsdóttir, Heiðar Ingi Eggertsson, Tinna Brá Þorvaldsdóttir, Rögnvaldur Bergsson, Cecelía Steingrímsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA EMILÍA JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 19. janúar kl. 13.30. Gunnar Rafn Einarsson, Fanney Kristbjarnardóttir, Eygló Sævarsdóttir, Sveinþór Eiríksson, Jón Þór Sævarsson, Guðrún Ásta Björgvinsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir afi og langafi, JÓHANN BESSASON, Ásgarði 21, lést á heimili sínu föstudaginn 2. janúar. Úförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Arnheiður Björgvinsdóttir og fjölskylda. Af innstu hjartans rótum sendum við kveðjur og þakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem hjálp- uðu okkur og styrktu á ýmsan hátt við fráfall og jarðarför ástkærs unnusta og sonar okkar, ÁKA MÁS SIGURÐSSONAR. Sú vinátta og samhugur, sem við höfum fengið á þessum hræðilegu tímum, er ljós í myrkrinu. Guð blessi ykkur öll. Díana, Gróa, Sigurður og Arndís, Brúsastöðum. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR AUÐUNSSON sjómaður, Laugarnesvegi 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánu- daginn 19. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, synir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.