Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 52
MINNINGAR
52 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Okkur langar til í
örfáum orðum að
minnast Þórunnar,
eða Tótu eins og hún
var venjulega kölluð,
og þakka fyrir alla við-
kynningu, frá því að við fyrst
kynntumst henni. Ég, sem bróðir
Bjarna tengdasonar hennar og síð-
ar kona mín Fríða. Okkur fannst
frá fyrstu kynnum, að við hefðum
þekkt hana lengi. Það var kannski
ekki síst vegna hennar persónu.
Hún var ætíð svo hrein og bein,
fróð og hafði svo skemmtilega nær-
veru. Hún hafði gaman af því að
kynnast fólki og ræða málin. Það
var gaman að vera í nánd við hana.
Hún kom í heimsókn til okkar hing-
að á Skútustaði í september 2001
og áttum við þar notalega kvöld-
stund með systur hennar. Þegar við
endurguldum svo heimsóknina í
haust og komum við á Kaðalstöð-
um, var tekið hjartanlega á móti
okkur og áttum við þar skemmti-
legt síðdegi með Tótu. Guð blessi
minningu hennar.
Hvernig sem eilífðar tímarnir tifa,
trúin hún græðir sem vorblærinn hlýr.
Myndin þín, brosið og minningin lifa,
meitluð í huganum svo fögur og skír.
(Friðrik Steingrímsson.)
Örnólfur og Arnfríður
á Skútustöðum í Mývatnssveit.
Elsku Tóta.
Ég skil þetta ekki ennþá; að geta
ekki hringt til þín og fengið að
heyra eina skrítlu eða tvær. Þú
safnaðir öllu skemmtilegu og last
svo fyrir mig þegar ég kom í heim-
sókn. Við gátum hlegið og hlegið
langt fram á nótt – við notuðum
tímann vel þegar við hittumst.
Það eru bráðum sextíu ár síðan
við kynntumst í Reykholtsskóla og
urðum vinkonur. Svo fékk ég að
kynnast fjölskyldunni þinni; for-
eldrum, afa og ömmu á Glitstöðum
og systrum þínum. Síðar kom Óli til
sögunnar og systir hans og bróðir.
Allt þetta fólk hefur sýnt mér og
fjölskyldu minni svo mikla hlýju og
alúð að annað eins hef ég ekki upp-
lifað.
Allar réttarferðirnar með börnin
mín. Fá að hlaupa um í safninu og
hoppa og berja sér á lær og æpa hó
og hviss og hæ og hí. Virðulegir
bændurnir og fjallkóngarnir sem
stýrðu áhlaupinu tókust á loft þeg-
ar kom að þessari athöfn. Við gerð-
um eins og þeir. Við vorum tekin
inn í hópinn, alveg eins og hinir
gemlingarnir, og allir hjálpuðu
okkur að finna réttu rolluna með
góð horn til að stýra inn í rétta dilk-
inn. Rúsínan í pylsuendanum var
svo að fá kannski að fara á hestbak.
Þetta eru ævintýri sem börnin mín
gleyma aldrei.
Ég man líka allar gönguferðirnar
út í skóg, sem þú sýndir mér í hvert
skipti sem ég kom. Þú sýndir mér
hvað hin eða þessi plantan hafði
vaxið frá því síðast. Þú varst svo
stolt af skóginum ykkar Óla. Þið
unnuð bæði af svo miklum áhuga og
alúð. Ég gleymi ekki einu haust-
kvöldi. Margar ungar plöntur höfðu
nýlega verið gróðursettar og nú
gerði norðangarra. Þið fóruð bæði
út, með striga og spýtur til að setja
utan um plönturnar til að skýla
þeim. Svo komuð þið aftur, löngu
seinna, köld og þreytt, en svo
ánægð – höfðuð bjargað litlu plönt-
unum. Þessar litlu plöntur teygja
sig nú hátt til himins og skýla Kað-
alstöðum og fólkinu þínu um ókom-
in ár. Ef Ísland ætti margar dætur
og syni eins og ykkur Óla væri
ÞÓRUNN
EIRÍKSDÓTTIR
✝ Þórunn Eiríks-dóttir fæddist á
Hamri í Þverárhlíð
20. janúar 1928. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 29. desem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Reykholts-
kirkju 10. janúar.
landið okkar hlýrra og
fegurra. Fallegri
minnisvarða hafa fáir
reist sér.
Megi börnin þín öll
njóta þess styrks sem
þú gafst þeim með þín-
um heiðarlega bar-
áttuvilja og lífsgleði.
Guð blessi minningu
þína.
Sólrún
Yngvadóttir.
Fáeinum orðum vil
ég minnast látinnar
heiðurskonu, Þórunnar Eiríksdótt-
ur frá Kaðalstöðum í Borgarfirði.
Ég þekkti til Þórunnar af afspurn
allt frá fyrstu árum mínum í Al-
þýðubandalaginu og kynntist henni
síðan á sama vettvangi og sérstak-
lega gegnum sameiginlegan áhuga
á málefnum landbúnaðarins, fé-
lags- og byggðamálum og fleiri
sameiginlegum hugðarefnum. Þór-
unn naut mikillar virðingar meðal
pólitískra samherja sinna og langt
út fyrir þær raðir. Hún var í for-
ustusveit síns héraðs á mörgum
sviðum; vann mikið að málefnum
kvenna og sinnti almennt félags- og
menningarmálum, umhverfis- og
byggðamálum af miklum dugnaði
og ósérhlífni svo lengi sem kraftar
leyfðu.
Þórunn Eiríksdóttir var eftir því
sem ég veit best fyrsta konan sem
gerði strandhögg í einu hinna gam-
algrónu vígja karlveldisins, sem
voru á þeim tíma bankaráð ríkis-
bankanna. Hún var kjörin aðalmað-
ur í bankaráð Búnaðarbankans fyr-
ir Alþýðubandalagið árið 1985 og
sat þar í fjögur ár, eða svo lengi
sem Alþýðubandalagið átti þar full-
trúa í þeirri lotu. Áður hafði hún
verið þar varamaður um skeið.
Ég kveð Þórunni Eiríksdóttur
með virðingu og þakklæti fyrir
hennar margvíslega og mikla fram-
lag á langri starfsæfi og votta að-
standendum samúð.
Steingrímur J. Sigfússon.
Látin er Þórunn Eiríksdóttir
húsfreyja og félagsmálavera. Sá er
þetta skrifar kynntist Þórunni síð-
ustu tólf ár hennar hér á jarðríki.
Mér var strax ljóst að þar fór kona
sem hafði skoðanir á flestum mál-
um, sama hvort heldur þau til-
heyrðu því samfélagi sem hún lifði
og bjó í eða á þjóð- og alþjóðamál-
um. Ég átti því láni að fagna að
vinna með Þórunni að málefnum
skólans og við þau kynni rann upp
fyrir mér hvað saga Varmalands-
skóla er samtvinnuð lífi hennar sem
nú er gengin. Þórunn sat í skóla-
nefnd fimm kjörtímabil eða 20 ár.
Þegar skólinn nálgaðist 30 ára af-
mæli sitt var Þórunn fengin til þess
að ritstýra afmælisblaði. Það fórst
henni einkar vel úr hendi og ekki
annað að sjá en flest stykki í stóru
púsluspili hafi fundist til þess að
geta skrifað sögu skólans eins heið-
arlega og hægt er. Fyrir þessi störf
og önnur er hér þakkað. Allir sem
leggja samfélagi sínu lið sitt eiga
gott eitt skilið hvort heldur maður
er með eða móti. Umræðan skiptir
máli. Og þannig var Þórunn, hún
lagði sitt af mörkum við ræktun
lands og lýðs.
Fyrir hönd Varmalandsskóla vil
ég þakka Þórunni störf hennar í
þágu skólans.
Dætrum, tengdasonum og barna-
börnum sendum við samúðarkveðj-
ur.
Flemming Jessen, skólastjóri.
Þórunn giftist ung miklum ágæt-
ismanni Ólafi Jónssyni smið frá
Kaðalsstöðum í Stafholtstungum
og þar settu þau saman bú og
byggðu nýbýlið Kaðalsstaði, II. Þar
sem hún bjó þeim indælt heimili, og
þar sem hennar takmarkalausi
áhugi fyrir ræktun kom skýrt í ljós
með nokkurra hektara skógrækt-
argirðingu sem rís á bökkum Þver-
ár, mikil staðarprýði.
Fyrir beiðni þess mikla eldhuga
og félagsmálamanns, Daníels
Kristjánssonar á Hreðavatni, tók
hún sæti í stjórn Skógræktarfélags
Borgarfjarðar, hún var fyrst kosin
varamaður í stjórn 1965 og í að-
alstjórn var hún kosin 1974 og var
þar samfellt ritari til ársins 1986 að
hún baðst undan endurkosningu.
Varð hún þar ásamt fleirum tengi-
liður milli stofnenda og frumherja
skógræktarfélagsins og þeirra sem
á eftir hafa komið að stjórn þess.
Hún var oft fulltrúi á aðalfundum
Skógræktarfélags Íslands, sem
haldnir eru vítt og breitt um landið.
Var oft farið í þessar ferðir í sam-
floti eða hóp. Varð þá oft úr þessum
ferðum skemmtiferð. Voru þá
gjarnan makar með í för.
Komust fulltrúar í gegnum þess-
ar ferðir í kynni við fólk með svip-
aðar hugsjónir allt í kríngum landið
og það sem þar var verið að fram-
kvæma. Það útaf fyrir sig efldi
áhugann og framkvæmdavilja til
frekari átaka í héraði.
Þær hafa verið ófáar ferðirnar til
gróðursetningar og umhirðu í
Grímsstaðagirðingu, Einkunnir,
Daníelslund, Grafarkot, Snaga, og
Leirárgirðingar á vegum félagsins
á undanförnum áratugum.
Þeim sem þetta ritar er ofarlega
í minni skógræktarferð til Noregs
árið 1964, í þeirri ferð voru milli 70
og 80 þátttakendur. Fararstjórar
voru Ísleifur Sumarliðason og Sig-
urður Blöndal, í ferðinni voru 7
Borgfirðingar, 4 af okkur vorum
með Sigurði Blöndal, þar var Þór-
unn ein af ferðafélögum. Var farið í
Þrándheim fyrri vikuna og þá
seinni í Guðbrandsdal, varð þessi
ferð mjög lærdómsrík og hygg eg
að flest af því fólki sem hana fór
hafi komið meira eða minna að
skógrækt eftir ferðina. Tóta ásamt
manni sínum Ólafi fór síðar í fleiri
slíkar ferðir, enda voru þau bæði
mikið útivistar- og ferðafólk.
Það var reisn yfir Þórunni og
tekið eftir því sem hún lagði til
mála. Hún var alltaf tilbúin að
leggja góðum málum lið.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar
vill þakka Þórunni óeigingjörn
störf í þágu félagsins á liðnum ára-
tugum og sendir aðstandendum
hennar samúðarkveðjur.
F.h. Skógræktarfélag Borgar-
fjarðar,
Ragnar Sveinn Olgeirsson.
Nú, þegar heiðurskonan Þórunn
Eiríksdóttir er fallin frá, sest sorg
og söknuður að í huga okkar og til-
veran verður aldrei söm.
Minningar um samverustundir
söngs og ljóða streyma fram og
verða dýrmætar perlur.
„Vísur Íslendinga“ eftir Jónas
Hallgrímsson höfða sterkt til þeirr-
ar myndar sem hún skilur eftir í
huga okkar:
Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur,
er gleðin skín á vonarhýrri brá.
– Á „góðra vina fundum“ í Félagi
aldraðra í Borgarfjarðardölum,
stjórnaði formaðurinn okkar með
skörungsskap og samviskusemi,
eins og öllum þeim fjölmörgu verk-
efnum sem henni voru falin.
Eins og á vori laufi skrýðist lundur,
lifnar og glæðist hugarkætin þá.
– Áhugi og elja við skógrækt,
sést á myndarlegum og velhirtum
trjáreit hjónanna á Kaðalstöðum.
Verður hann ævarandi minnis-
varði verka þeirra.
Og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryl,
– Þegar Ljóðahópurinn okkar
kom að Kaðalstöðum var okkur
fagnað að höfðingjasið, með staupi
af „gullnu tári“ sem ásamt vinar-
þeli og ljóðunum yljaði hjarta og
sál.
þá er það víst, að bestu blómin gróa
í brjóstum sem að geta fundið til.
– Við fundum sannarlega til gleði
og vináttu í brjóstum okkar þegar
Tóta las úr ljóðablómum sínum eins
og henni einni var lagið, þá var
bæði grátið og hlegið. Hún hélt því
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
vottuðu okkur samúð og vináttu vegna
andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
INGIBJARGAR KRISTJÖNU
KRISTJÁNSDÓTTUR,
Tjarnarbraut 5,
Hafnarfirði.
Starfsfólki á 3. h. Sólvangs í Hafnarfirði sendum við sérstakar þakkir fyrir
umönnun og hlýhug sem það ávallt sýndi.
Högni Sigurðsson,
Hermann Sigurðsson.
Af alhug þökkum við auðsýnda samúð og
stuðning vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru
MAGNEU DÓRU MAGNÚSDÓTTUR,
Grandavegi 47.
Guð geymi ykkur öll.
Sigrún Inga Magnúsdóttir,
Ingunn Guðlaug Jónsdóttir,
Kristjana Jónsdóttir,
Elín Sigrún Jónsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GÍSLI HELGASON,
Helgafelli,
Fellahreppi,
sem lést miðvikudaginn 14. janúar, verður
jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugardaginn
24. janúar kl. 14.00.
Helgi Gíslason,
Rafn Óttarr Gíslason,
Dagný Berglind Gísladóttir
og fjölskyldur.
SONJA HÅKANSSON,
Barðaströnd 25,
Seltjarnarnesi.
Kæru vinir og vandamenn, þið eruð svo mörg
sem hafið sýnt okkur samúð og vinarþel við
andlát og útför Sonju. Það styrkir okkur í sorg
okkar. Hjartans þakkir til allra, þökk til starfs-
fólks gjörgæsludeildar Landspítalans, Foss-
vogi, Íslandspósts og Siglingastofnunar.
Megi ykkar Guð um alla framtíð varðveita.
Bragi Óskarsson og aðstandendur.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa,
langafa og langalangafa,
EINARS EINARSSONAR
prentara,
Laugarnesvegi 76,
Reykjavík.
Ragnheiður Jóhannesdóttir,
Ásdís Einarsdóttir, Sigurður Rúnar Gíslason
og fjölskylda.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar systur
minnar og stjúpmóður,
HULDU VALDIMARSDÓTTUR
frá Vopnafirði,
Kleppsvegi 128,
Reykjavík.
Þorsteinn Valdimarsson,
Lárus Guðgeirsson.