Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 17. TBL. 92. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Nýr liðsmaður í 70 mínútur Gott að fá nýjar hugmyndir í þátt sem sífellt tekur breytingum Fólk Tímarit Morgunblaðsins | Táknmál tónskálds  Strákar með lystar- stol  Litadýrðin lifir veturinn af  Menningarpottur í miðborginni Atvinna | Launahlutfall  Iðn- og tæknimenntun  Draumastarfið 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 300 Tímaritið og Atvinna í dag SÝNING Ólafs Elíassonar Frostvirkni var opnuð í Hafnarhúsinu í gær. Í viðtali í Tímariti Morgunblaðsins í dag segir Ólafur list vera virkt afl við mótun sam- félagsins og „þróast með sama hætti og vísindi; hún tekst á við þau vandamál og hugtök sem eru efst á baugi og mik- ilvægust hverju sinni.“ Hann segir hægt að „líta svo á að list, sem verkn- aður eða athöfn, sé ekki knúin áfram af orðum eða tjáningu tengdri tungumáli, heldur sé hún lifandi vettvangur fyrir rýmis- eða hreyfikönnun.“ Í umsögn í blaðinu í dag segir Ragna Sig- urðardóttir m.a.: „Verk Ólafs hafa lag á því að kalla fram margvíslegar vangaveltur og vekja fólk til umhugsunar um leið og þau eru hrein sjónræn upplifun og skemmtun.“ Niðurlagsorð Rögnu eru: „Það er ljóst að ekki aðeins verður þessi sýning til þess að opna augu margra hér á landi fyrir mögu- leikum myndlistarinnar í dag heldur verður hún án efa til þess að hjálpa íslenskum lista- mönnum á einhvern hátt við að koma sér á framfæri. Ólafur er Björk íslenskra mynd- listarmanna.“ Sýnt fram á möguleika myndlistar Ólafur Elíasson  Tímarit Morgunblaðsins  Stendur undir væntingum/36 ATVINNULAUSIR Írakar bíða í röð fyrir framan atvinnuleysisskrifstofu í Samawa í Suð- ur-Írak í gær. Aðsúgur var gerður að starfs- fólki skrifstofunnar fyrr í vikunni en margir eru óánægðir með að ekki skuli hafa verið stað- ið við loforð um að tryggja fólki atvinnu. Reuters Ósáttir við atvinnuleysið í Írak YFIRMENN sænska þjóðminjasafns- ins sáu sig tilneydda að reka sendi- herra Ísraels í Svíþjóð, Zvi Mazel, á dyr sl. föstudag eftir að hann hafði eyðilagt listaverk í safninu. Mazel hafði verið boðið að vera viðstaddur opnun sýningar er tengist ráðstefnu um þjóðarmorð sem halda á í Stokkhólmi. Í anddyrinu gat hins vegar að líta innsetningu; brunn full- an af rauðleitu vatni sem ætlað var að tákna blóð. Á vatninu flaut lítill bátur með ljósmynd af Hanadi Jara- dat, palestínskri konu sem sprengdi sig í loft upp í Haifa í október og drap um leið 21 Ísraela. Er haft eftir safn- stjóranum, Kristian Berg, að Mazel hafi orðið algerlega brjálaður þegar hann sá verkið. „Hann reif ljóskast- ara úr sambandi og henti einum þeirra á brunninn sem olli skamm- hlaupi í innsetningunni og ógnaði lífi nærstaddra,“ sagði Berg. „Fyrir mér var þetta óbærileg sýn og móðgun við ættingja fórnarlamb- anna í Haifa. Sem sendiherra Ísraels gat ég ekki látið sem ég sæi ekki svo grófa mistúlkun á veruleikanum,“ sagði Mazel sendiherra hins vegar. Sendiherra Ísraels vísað á dyr Skemmdi listaverk í sænska þjóðminja- safninu í Stokkhólmi Stokkhólmi. AFP. BANDARÍKJAMENN hyggjast fara fram á það við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að hann sendi starfslið SÞ aftur til Íraks í því skyni að hafa yfirumsjón með valdaframsali í hendur heimamanna sem á að fara fram í sumar. Vonast þeir til að þátttaka SÞ verði til þess að Ajatollah Ali al-Sistani, trúarleið- togi sjíta í Írak, dragi til baka kröf- ur um að haldnar verði beinar kosningar í landinu hið fyrsta. Paul Bremer, landstjóri í Írak, fundaði með embættismönnum í Washington í gær og fyrradag og hittir Annan á morgun, mánudag. „Við myndum vilja að SÞ kæmi að öllum hliðum mála, öllu hinu póli- tíska ferli,“ sagði Bremer við fréttamenn í fyrrakvöld. Ekki er hins vegar talið öruggt að Ann- an samþykki þessar hug- myndir. SÞ drógu allt starfslið sitt frá Írak eftir árás- ina á höfuð- stöðvar samtak- anna í Bagdad í ágúst sem kostaði á þriðja tug manna lífið. Hefur Annan sagt að ekki komi til greina að SÞ hefji aftur starfsemi í Írak nema ástand öryggismála hafi skánað og SÞ fái veigamikið hlut- verk við stjórn mála. Bandaríkjamönnum er mjög umhugað um að ná samkomulagi við Sistani erkiklerk og Bremer segir að hann sé reiðubúinn til að skoða breytingar á áætlunum um valdaframsal í hendur Írökum. Bandaríkjamenn hafa stefnt að því að framselja völdin í hendur bráða- birgðastjórn, sem skipuð yrði Írök- um handgengnum þeim, 1. júlí nk. en Sistani krefst þess að fram fari kosningar þannig að Írakar geti valið eigin fulltrúa í stjórn. Banda- ríkjamenn telja óraunhæft að halda kosningar með svo skömm- um fyrirvara. Olli það áhyggjum þeirra á föstudag er nánasti sam- starfsmaður Sistanis, Sheikh Ab- dul Mahdi, notaði bænastund í hinni helgu borg Karbala til að hóta því að efnt yrði til mótmæla, verkfalla og jafnvel átaka við bandaríska hermenn ef ekki yrði orðið við kröfum um kosningar. Vilja að SÞ komi aft- ur að málum í Írak Washington, Bagdad. AFP, The Washington Post. Paul Bremer PERVEZ Musharraf, forseti Pakistans, hvatti í gær pakist- anska þingið og landsmenn alla til að hefja heilagt stríð gegn hryðjuverk- um. Sagði hann að pak- istanskt sam- félag væri á krossgötum, útrýma yrði öfgunum sem víða fyrirfyndust nú um stundir. Musharraf ávarpaði pakist- anska þingið í fyrsta skipti frá því að herinn í landinu rændi völdum árið 1999. Stjórnar- andstæðingar gerðu hins veg- ar stöðug hróp að forsetanum á meðan á 45 mínútna langri ræðu hans stóð og hvöttu þeir hann til að segja af sér. „Farðu Musharraf, farðu Musharraf,“ hrópuðu þeir. Hrópað að Musharraf Islamabad. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að loka einni end- urhæfingardeild á öldrunarsviði Landspítala – háskólasjúkrahúss á næstu vikum, að sögn Jóns Snædal, varaformanns Læknafélags Ís- lands. Er það hluti af sparnaðaraðgerðum spítalans. Jón tekur þó fram að sjúklingunum verði komið fyrir á öðrum deildum öldr- unarsviðs eða á nýjum hjúkrunarrýmum á Eir eða Vífilsstöðum. Um 20 sjúklingar eru á deildinni sem á að loka. Deildin, sem um ræðir, er til húsa á Landa- koti, en þar eru starfræktar sjö deildir. Þar af eru tvær endurhæfingardeildir, sem opnar eru sjö daga vikunnar og ein endurhæfing- ardeild sem opin er fimm daga vikunnar. Með breytingunni á að loka einni sjö daga deild og breyta annarri sjö daga deild í fimm daga deild. Þar með verða tvær fimm daga end- urhæfingardeildir á Landakoti. Jón segir að sé litið á þessar breytingar, ein- ar og sér, skapi þær ekki stórkostleg vanda- mál. Hann tekur sem dæmi að hingað til hafi vandamál við lokun einnar deildar innan spít- alans verið leyst í samvinnu við aðrar deildir. En í ljósi þess að verið sé að skera niður á fleiri stöðum innan spítalans sé erfiðara að eiga við breytingar sem þessar. „Við erum uggandi því þetta gerist allt á sama tíma,“ seg- ir hann. Jón segir að stjórnendur spítalans séu vissulega að reyna að útfæra sparnaðar- tillögur eftir bestu getu. „En stærðargráðan á verkefninu er slík að það kemur harkalega niður á þjónustu spítalans.“ Endurhæfingardeild lokað á Landa- koti og sjúklingar fluttir annað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.