Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 41 g ð t á ð i g m ð í - ð a n r , g a s u á n n ð m - u u á ð g - - - ð t n - a r ð sækja börnin í gæslu í því sambandi. Til að starfsframi og fjölskyldulíf gætu farið saman töldu flestir að sveigjanleiki í starfi og áreið- anleg dagvistunarúrræði skiptu mestu. Fjölskylduvæn starfsmanna- stefna er allra hagur Á vinnustöðum virð- ist víða skorta skiln- ing á því að starfs- menn eigi sér líf utan vinnunnar. Og innan skólakerfisins virðist sömuleiðis skorta skilning á því að foreldrar þurfi að sinna krefj- andi störfum úti á vinnumarkaðnum auk upp- eldis barna sinna. Niðurstaðan er sú að for- eldrar ungra barna, og einkum og sér í lagi mæður, upplifa sig gjarnan í vörn á öllum víg- stöðvum. Vinnumenningin á Íslandi virðist því miður ennþá miðast að talsverðu leyti við það að fólk vinni langan vinnudag, skili miklum tímafjölda í viðveru á vinnustað, fremur en að áherslan sé á framleiðnina. Það kemur sér augljóslega illa fyrir foreldra ungra barna. Þó eru teikn á lofti um að þetta sé hægt og bítandi að breytast. Stjórnendur fyrirtækja gera sér í auknum mæli grein fyrir því að fjölskylduvæn starfs- mannastefna er bæði til hagsbóta fyrir starfs- menn og vinnuveitendur og á ýmsum vinnu- stöðum gefst starfsfólki nú kostur á sveigjanlegum vinnutíma. Ávinningurinn fyrir starfsmenn er augljós, sérstaklega foreldra ungra barna, og fyrirtækin njóta góðs af auk- inni starfsánægju og tryggð við vinnuveitanda, betri nýtingu tíma og bættum afköstum. Skóla- og dag- vistunarkerfið má bæta Hvað dagvistunar- og skólakerfið áhrærir er augsýnilegt að gera má ýmsar um- bætur sem ættu hvorki að vera ýkja kostnaðarsamar né flóknar í framkvæmd. Foreldrar barna á leikskóla- og grunnskóla- aldri kvarta gjarnan yfir því að skólastarfið miðist fremur við þarfir kennara en við þarfir foreldra. Í því sambandi má nefna svonefnda starfsdaga, vetrarfrí og viðtalsdaga, þegar skólastarf liggur niðri og foreldrar þurfa að taka sér frí í vinnu til að gæta barna sinna eða útvega barnagæslu með öðrum hætti sem iðu- lega er ekki heiglum hent. Og fyrir foreldra sem bæði eiga börn á leikskóla og í grunnskóla er óhagræðið tvöfalt því frídagarnir eru ekki samræmdir sem þó ætti að vera auðvelt í fram- kvæmd. Nú er í flestum skólahverfum boðið upp á heilsdagsskóla, þar sem börn eru í vistun eftir að hefðbundnum skólatíma lýkur, og er það vel. En þann tíma og aðstöðu mætti þó nýta mun betur en nú er gert. Það væri til dæmis til mikils hagræðis fyrir bæði foreldra og börn ef almennt væri boðið upp á aðstoð við heimanám á vistunartímanum þannig að því væri lokið þegar börnin koma þreytt heim til þreyttra foreldra að loknum löngum vinnudegi. Einnig væri til mikilla bóta ef unnt væri að koma því svo fyrir að tómstundastarf barna þar á meðal íþróttaiðkun og tónlistarnám færi að mestu leyti fram innan vébanda heilsdagsskólans. Þá má nefna að víða lýkur vistunartímanum mun fyrr en venjulegum vinnutíma foreldra sem þurfa því að gera ráðstafanir til að brúa bilið. Koma ætti til móts við þarfir foreldra um gæslutíma enda greiði þeir fyrir vistunina. Ekki síður hagsmunamál karla Í stuttu máli sagt er ljóst að barneignir hafa töluverð áhrif á möguleika fólks til að helga sig störfum á vinnumarkaði og komast þar til metorða. Og það er svo sem ekki nema eðlilegt. Fólk velur jú að eignast börn og ætti að gera sér grein fyrir því hvað í því felst. En það er hins vegar ekki eðlilegt að byrð- arnar lendi nær eingöngu á öðru kyninu eins og raunin er. (Nú kunna einhverjir að hugsa sem svo að það sé einfaldlega val mæðra að helga sig börnunum, umfram feður. En þegar litið er til þess að þættir á borð við aldalanga hefð, lífseigar hugmyndir um hlutverk karla og kvenna og umtalsverðan launamun kynjanna hljóta að hafa rík áhrif á það hvort foreldranna dregur úr vinnu til að sinna börnum, sést gjörla að orðið „val“ er í því sambandi býsna innihaldsrýrt.) En vitaskuld snýst málið ekki einvörðungu um konur og jafnréttisbaráttu þeirra. Það er ekki síður hagsmunamál karla að fá tækifæri til að taka virkan þátt í umönnun og uppeldi barna sinna sem og almennum rekstri heimilis- ins. Lögin um fæðingarorlof, sem tóku gildi fyrir þremur árum, eru þar vitaskuld stórt skref í rétta átt. Sem kunnugt er kveða þau á um þriggja mánaða sjálfstæðan rétt hvors for- eldris til töku fæðingarorlofs, auk þriggja mán- aða sem foreldrar geta skipt á milli sín. Að sjálfsögðu eiga feður að hafa sama rétt og mæður á orlofi til að geta annast nýfædd börn sín. Og viðtökurnar sýna að karlar eru svo sannarlega fúsir til þess en um 80% feðra hafa á þessum þremur árum nýtt sér orlofsrétt sinn. Binda má vonir við að aukinn hlutur feðra í umönnun nýfæddra barna sinna leiði til þess að þeir verði virkari uppalendur í framhaldinu, myndi nánari tengsl við börnin og taki meiri þátt í að sinna daglegum þörfum þeirra. Það eru lóð á vogarskálar jafnréttis. Hið gullna jafnvægi En eftir því sem karlar fara að axla meiri ábyrgð á heim- ilisstörfum og barna- uppeldi má jafnframt búast við því að þeir muni í auknum mæli og til jafns við konur finna fyrir því hve fjölskyldulífið og sókn eftir frama á vinnumarkaði rekast á. Það skyldi þó aldrei vera að þá fyrst færu hjólin að snúast og gerð yrði gangskör að því að auðvelda for- eldrum að ná hinu gullna jafnvægi milli vinnu og einkalífs? Morgunblaðið/Ómar Það sem fyrst og fremst ræður því að konur eiga enn langt í land með að ná jafnri stöðu á við karla á vinnumark- aði er sú staðreynd að ábyrgðin á heim- ilishaldi og barna- uppeldi hvílir ennþá aðallega á herðum þeirra. Laugardagur 17. janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.