Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 67
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 67 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Þekkt húsgagnaverslun í miklum vexti.  Spennandi tískuverslun í Kringlunni.  Lítil heildverslun með iðnaðarhráefni.  Söluturn í tengslum við bensínstöð í Grafarvogi. Mikil grillsala.  Lítið en mjög efnilegt plastframleiðslufyrirtæki óskar eftir framkvæmda- stjóra - meðeiganda.  Stór heildverslun með tæki fyrir byggingariðnaðinn.  Lítil efnalaug í Keflavík. Gott atvinnutækifæri.  Sérverslun með eigin innflutning. 200 millj. kr. ársvelta.  Vinsæll kaffistaður í atvinnuhverfi.  Tískuverslun á Akureyri. Ársvelta 25 millj. kr. Eigin innflutningur.  Ein besta lúgusjoppa landsins. Mikil sala í grilli. Góður hagnaður.  Lítil verslun með raftæki o.fl. Tilvalið fyrir rafeindavirkja sem vill fara í eigin rekstur.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 millj. kr. á ári.  Lítil heildverslun með vörur fyrir hárgreiðslustofur. Hentar vel fyrir hár- greiðslufólk sem vill breyta um starfsvettvang.  Kaffi Expresso í Grafarvogi. Nýtt og glæsilegt kaffihús á besta stað í Spönginni. Rekstrarleiga kemur til greina fyrir góðan aðila.  Veitingahús í miðbænum. 120 sæti. Fullkomið eldhús og góðar innrétt- ingar.  Gömul og þekkt bátasmiðja með 6 starfsmenn. Mikil verkefni og góður hagnaður. Gæti hentað til flutnings hvert á land sem er.  Tveir thailenskir skyndibitastaðir ásamt ísbúð. Mikil velta og ört vax- andi.  Foldaskáli, Grafarvogi. Söluturn í sérflokki með videó, grilli og ís. Stöðug velta og góð afkoma.  Raftækjaverslunin Suðurveri auk heildverslunar. Rótgróið fyrirtæki með ágæt umboð. Miklir framtíðarmöguleikar.  Lítil sérverslun með fatnað í mjög góðu húsnæði við Laugaveg. Þekkt umboð.  Tveir pizza „take-out" staðir úr stórri keðju. Vel staðsettir með öllum búnaði.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 millj. kr.  L.A Café Laugavegi. Góður matsölu- og skemmtistaður með 100 sæt- um. Löng og góð rekstrarsaga.  Bílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 HANN mælti þá (Þorvaldur): „Hér er fagurt og hér vildi eg bæ minn reisa“. Ganga síðan til skips og sjá á sand- inum inn frá höfðanum þrjár hæðir og fóru þangað og sjá þar húðkeipa þrjá og þrjá menn undir hverjum. Þá skiptu þeir liði sínu og höfðu hendur á þeim öllum nema einn komst í burt með keip sinn. Þeir drepa hina átta og ganga síðan aftur á höfðann og sjást þar um og sjá inn í fjörðinn hæðir nokkurar og ætluðu þeir þar vera byggðir.“ Úr Grænlendingasögu um fyrstu samskipti innfæddra og Evr- ópubúa í Ameríku. Sæll Björgvin og takk fyrir svarið. Ástæðan fyrir svari mínu er að ég tel umræðuefnið alvarlegt og jafnvel að framtíð Íslands sé í húfi. Í þessari grein ætla ég að fjalla um samskipti Bandaríkjanna við Ísland frá seinni heimsstyrjöldinni og vonandi í fram- tíðinni. Já, saga hvíta mannsins í Vesturheimi er ljót og löng, en þar á móti kemur að saga innfæddra hér er að minnsta kosti eins blóðug og for- feðra okkar sem fannst eðlilegt að læðast að sofandi mönnum og skera þá niður varnarlausa. „Skrælingjarn- ir“ sem Grænlendingarnir rákust á voru víst einnig landnemar á þessu svæði höfðu nýlega útrýmt þjóðflokk- um sem voru fyrir. Fyrst ætla ég að fara yfir örfá atriði svo þau séu ekki að flækjast fyrir okk- ur. Það var meira skrifað um brúð- kaup Britney Spears á Íslandi, hún er þegar orðin rusl gærdagsins í þessu landi, aðrar lágmenningarstjörnur teknar við. Offituvandamálið virðist vera að leysast með nýjum kúrum sem byggjast á kjöti, meira kjöti og ennþá meira kjöti. Kannski að þetta bjargi okkur bændum, ég fékk næst- um því þrefalt verð fyrir lömbin í vik- unni miðað við síðustu árin. Eitthvað gera með „kúariðuna“, eða eins og við segjum á þessum bæ: „The cows might be mad, but the sheep are happy“. Og þá erum við komin að efnamun- inum. Nú er Björgólfur orðinn „billj- óner“, ég þekki engan hér sem á billj- ón dollara, en ég átti einu sinni heima í sömu götu og mamma Björgólfs og var í skóla með bræðum hans. Ég veit ekki hvorum megin við hafið efna- munurinn er meiri, eða kannski eiga flestir billjón dollara á Íslandi? Eitt af vandamálum Bandaríkjanna er að misjafnir þjóðfélagshópar eru uppi- staðan, allt frá þjóðflokkum sem hafa verið hér frá ómunatíð til þeirra sem komu hingað á síðari öldum, flestir vegna þessa að þeir voru að flýja verri lífskjör. Nema auðvitað Afríkubúar sem komu hingað ófrjálsir, en það er önnur saga sem við getum kannski rætt seinna. En svo við höldum okkur við kjarn- ann, þá er ég viss um að þú ert ánægð- ur með O’Neill sem ásakaði Bush um að eiga erfitt með að einbeita sé að hlutunum, og að hann hefði verið bú- inn að ákveða að ganga í skrokk á Saddam eingöngu vegna þess að hann var vondur við pabba hans, en þar sem ég held að allur sannleikurinn sé ekki kominn fram þar, sleppi ég því í bili og gef þér markið, einn fyrir þér. Þá erum við komin að ástæðunni fyrir þessu brambolti okkar, Björg- vin: ræða Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur um varnarmál í síðustu viku. Ég hef ekki séð ræðuna í heild sinni, en það sem ég las var nóg til að ég krossaði mig. Þarna fjallar forsætis- ráðherraefnið(?) um varnar- og ör- yggismál Íslands af þvílíkri vanþekk- ingu og „vinstri skekkju“ að ég held jafnvel að ég geti betur. Fyrst Bandaríkin höfðu lagalega heimild, bæði frá bandaríska þinginu og Sameinuðu þjóðunum til innrásar í Írak, meira segja íslenska ríkisstjórn- in studdi þá innrás. Það er eitt að vera ósammála um þá stefnu, annað að vekja upp drauga kalda stríðsins til að reyna að sverta Bandaríkin í augum Íslendinga, eingöngu til að reyna að koma á stað pólitísku moldroki í von um að það sé hægt að veiða atkvæði með Bandaríkjahatri. Ingibjörg: kalda stríðið er búið, þitt fólk tapaði. Við erum tilbúin að fyrirgefa fyrri glöp, ekkert okkar er fullkomið, en þá verður að viðurkenna mistökin. Við Íslendingar verðum að halda okkur við staðreyndirnar þegar við fjöllum um varnarmál. Hér eru nokkrar: Her Kanada hefur færri hermenn en eru í lögregluliði New York, her Evrópu er ekki mikið stærri. Evrópa er í Evrópu og hags- munir Evrópu munu alltaf mótast af þeirri staðreynd. Ísland myndi aldrei hafa rödd fullvalda ríkis í þeim klúbbi, Danir myndu aldrei líða það. „Gamla“ Evrópa getur ekki gleymt fyrri dýrð, Frakkar líta á sig sem miðpunkt al- heimsins, sólin rísi og setjist hjá þeim (maybe it does) og Danir hafa ekki gleymt að þeir voru heimsveldi. „Nýja“ Evrópa hefur ekki fæðst ennþá og meðgangan virðist ætla að verða erfið. Heillavænlegast í varna- málum Íslands er að breyta sem minnstu að svo stöddu, hugsa til framtíðarinnar og reyna að gera sér grein fyrir hverjar ógnirnar gætu verið þá. Ég held að flestir geti verið sammála um að ógnin frá Rússlandi er í lágmarki, en enginn skyldi halda að hún sé horfin. Ég vil minna á að Rússar tóku upp flug að varnarsvæði Íslands eftir margar ára hlé. Rúss- land er stórveldi með gífurlegar náttúrauðlindir, landflæmi sem erfitt er að ímynda sér og fólksfjölda sem á líklega eftir að ná sér á strik eftir nið- urlægingu tuttugustu aldarinnar. Í þessu sambandi vil ég benda á hug- myndir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta um samvinnu landa Norður- Atlantshafsins, en ég tel að það svið hafi verið vanrækt á Íslandi í áratugi, hefði verið ódýrt að tengjast þessum þjóðum með því að bjóða ungu fólki menntun á Íslandi, allt frá austur- strönd Kanada til norðurhéraða Síb- eríu. Þegar ég var á Hvanneyri sem unglingur voru tveir Grænlendingar á Hólum. Værum við ekki sterkari rödd hjá þessum þjóðum ef við hefð- um gert alvöru átak á því sviði? Staðreyndin er að Bandaríkin eru stórveldi bæði efnahagslega og hern- aðarlega, heppni okkar á stríðsárun- um að komast undir þeirra verndar- væng, næstum því yfirnáttúruleg. Englendingar spurðu ekki um leyfi og þeir voru örfáum dögum á undan Þjóðverjum. Halda nokkrir á Íslandi í dag að við hefðum losnað undan Dön- um án hjálpar Bandaríkjamanna. Bandaríkin eru stór þjóð, eiga jafnvel enga vini, alltaf að hugsa um eigin hagsmuni, en það er eimmitt okkar heppni, Ísland er ekki og mun aldrei verða keppinautur Bandaríkjanna, en við erum í samkeppni við nágranna okkar á mörgum sviðum, sérstaklega landfræðilega. Við höfum lent í landa- mæradeilum bæði við Breta og Norð- menn. Hvernig halda Íslendingar að Evrópa muni líta á þær deilur í fram- tíðinni ef síður upp úr? Hvaða réttindi á 300.000 manna þjóð að hafa gagn- vart milljónum í Evrópu? Hvernig myndi Brussel líta á þau mál? Varnir Íslands verður að skipu- leggja samkvæmt ógnum þeim sem gætu steðjað að okkur, þær eru hern- aðarlegar, efnahagslegar, menning- arlegar, auðlindalegar, veðurfarsleg- ar og jarðfræðilegar. Ég vildi gjarnan fjalla um það mál en þá verður þetta of langt. Með bestu kveðjum til þín, Björg- vin, frá Ingimundi Kjarval í 27 stiga frosti hér í uppsveitum New York. INGIMUNDUR KJARVAL, New York. Ingimundur Kjarval svarar Björgvini G. Sigurðssyni Frá Ingimundi Kjarval: Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.