Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 42
SKOÐUN 42 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fastsali Þórarinn Kópsson sýnir eignina og veitir nánari upplýsingar í síma 820 9505 KÓRSALIR 5 - 119 FM 4RA HERBERGJA Glæsileg 119 fm íbúð ásamt stæði í lok- aðri bílageymslu. Þrjú góð svefnherbergi og mjög stór stofa með góðum svölum. Eld- húsið er með stórum borðkrók. Þvottahús innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum. Verð 18,3 millj. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ Kl. 14-16 Þingholt Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-17.00 Bergþórugata 7 - Fallegt sérbýli. Fallegt sérbýli á tveimur hæðum við Bergþórugötuna í Reykjavík. Húsið er á þremur hæðum og er íbúðin á tveimur neðri hæðunum. Inngangur á efri hæðina er úr næsta húsi þannig að eignin virkar frekar sem einbýlishús. Gengið er inn sérinngang á efri hæðina og inn í hol með lökkuðum furugólfborðum og fatahengi. Stofurnar eru tvær, þar eru lökkuð furugólfborð á gólfi. Eldhúsið er með sama gólfefni. Baðherbergið er með flísum á gólfi. Neðri hæðin er lögð nýlegum furugólfborðum. Verð 18,7 m. Veghús 27 - 5 herb. 140 fm glæsileg íbúð. Glæsileg og vel skipulögð 140 fm 5 herbergja íbúð á tveimur efstu hæðunum sem skiptist í: Neðri hæð: Forstofa, stofa, borðstofa, eldhús, gestasnyrting. Efri hæð: Stigi, gangur, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymsla. Stórar suðursvalir. Gólfefni, parket og flísar. Falleg íbúð í barnvænu umhverfi sem vert er að skoða. Verð 17,9 m. VIÐ ELLIÐAVATN - ÚTSÝNI 60 fm sumarhús sem er nýtt sem heilsársbústaður. Húsið stendur á 5000 lóð rétt fyrri ofan Elliðavatn. Frábært útsýni og einstakt tækifæri. V. 12,9 m. 3839 BRÚNALAND - FOSSVOGUR Vorum að fá í einkasölu mjög fallegt og vandað 191 fm raðhús á pöllum. Húsinu fylgir 30 fm bílskúr. Húsið skiptist m.a. í tvær samliggjandi stofur og fjögur herbergi. Mikil lofthæð í stofum og fallegt útsýni. Gróin lóð til suðurs með timburverönd. V. 29,7 m. 3840 HJARÐARHAGI - RÚMGÓÐ Vorum að fá í sölu mjög fallega 100 fm íbúð í kjallara (lítið niðurgrafin) í góðu 3-býlishúsi. Íbúðin skiptist m.a. í þrjú herbergi og stofu. Eldhús og baðherb. hefur verið standsett. Stór lóð til suðurs. V. 14,1 m. 3835 NÝLENDUGATA - VESTURBÆR Vorum að fá í sölu mjög fallega 3ja herb. íbúð í góðu 2-býlishúsi. Íbúðin er á tveimur hæðum, á 1. hæð og hluta kjallara. Listar og rósettur í loftum. Fulningahurðir. Gróin afgirt lóð til suðurs. V. 10,8 m. 3841 NÖKKVAVOGUR Falleg 64m2 3ja herbergja íbúð á 1. hæð við Nökkvavog í litlu fjölbýlishúsi. Eignin skiptist m.a. hol, baðherbergi, tvö herbergi, stofa og eldhús. Góð íbúð á eftirsóttum stað. V. 10,2 m. 3847 ÆSUFELL - LAUS STRAX Falleg 97,6 fm 3ja herb. falleg íbúð með stórglæsilegu útsýni til vesturs og norðurs. Íbúðin er á 3. hæð í lyftublokk og snýr í vestur og norður. Íbúðin skiptist í n.k. forstofu, sjónvarpshol, stofu og borðstofu, stórt eldhús, 2 herb. og baðherb. Í kjallara fylgir sér geymsla, frystiklefi, sam. hjólag. o.fl. Gervihnattasjónvarp. Lyklar á skrifstofu. V. 10,9 m. 3829 SEILUGRANDI 5 - FALLEG ÍBÚÐ - OPIÐ HÚS Í DAG, SUN., FRÁ KL. 13-16 Stór og glæsileg 123,2 m2 íbúð auk stæðis í bílageymslu. Íbúðin er á 2 hæðum og skiptist m.a. í 4 svefnherb., baðherb., snyrtingu, eldhús og stofur. Sér geymsla fylgir í kjallara svo og sam. þvottaherb. o.fl. Blokkin er nýtekin í gegn að utan og eru leiktæki ný. Eigendur Þórir og Þorbjörg taka vel á móti ykkur.V. 17,2 m. 3594 Á VEGUM Alþingis og rík- isstjórnar er nú sérstaklega fjallað um það hvort reisa beri skorður við samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla. Álitamálin í þessu efni hafa m.a. komið fram í tillögu nokkurra þing- manna til þingsályktunar um skip- un nefndar sem fjalla á um starfs- umgjörð fjölmiðla. Þar er spurt hvort þörf sé á að sporna með laga- ákvæðum eða öðrum hætti gegn óæskilegri samþjöppun á fjölmiðla- markaði. Hvort sporna þurfi gegn því að sömu aðilar geti í senn átt áhrifamikla prent- og ljósvakamiðla. Jafn- framt er spurt hvort ástæða sé til að tak- marka eignarhlut manna í fjölmiðlum sem jafnframt eru voldugir í öðrum greinum viðskipta. Eitt af síðustu verk- um fráfarandi mennta- málaráðherra Tóm- asar Inga Olrich var að skipa nefnd um eignarhald á fjöl- miðlum. Nefndin á að skila greinargerð til núverandi menntamálaráðherra um það hvort tilefni sé til að setja sérstaka lög- gjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndinni er einnig falið að semja frumvarp að slíkri löggjöf verði það niðurstaða ráðherra að hennar sé þörf. Þá hefur viðskiptaráðherra ákveðið að skipa nefnd sem fjalla á um umhverfi íslensks viðskiptalífs og hvernig bregðast megi við auk- inni samþjöppun. Þar eð rekstur fjölmiðla er í engu frábrugðinn venjulegum rekstri fyrirtækja hlýt- ur nefnd viðskiptaráðherra einnig að fjalla um rekstrarumhverfi þeirra. Þótt færa megi rök fyrir því að ástæðulaust sé að skipa tvær nefnd- ir um samþjöppun á fjölmiðlamark- aði og eina um samþjöppun í við- skiptalífinu, (rétt eins og fjölmiðlar séu ekki hluti viðskiptalífsins) er einnig hægt að færa rök fyrir því að taka skuli á málefnum fjölmiðla sér- staklega þar sem þeir gegna lyk- ilhlutverki í þágu þjóðfélagslegrar umræðu, lýðræðis og tjáning- arfrelsis. Hér er sem sagt um þrjár að- skildar nefndir að ræða, þar af tvær sem snúa sérstaklega að eign- arhaldi fjölmiðla. Viðskiptafrelsi, tjáningarfrelsi og lýðræði Árið 1996 skilaði nefnd á vegum menntamálaráðherra skýrslu um endurskoðun á útvarpslögum. Nefndin var skipuð af Birni Bjarna- syni, þáverandi menntamálaráð- herra. Í henni sátu Tómas Ingi Ol- rich (formaður), Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Páll Magnússon og Ásdís Halla Bragadóttir. Tillögur nefndarinnar eru fjöl- margar og snerta að vísu einvörð- ungu ljósvakamiðla. Ein tillagan er svohljóðandi: „Ekki verði sett sérstök lög um takmarkanir á eignarhaldi í ljós- vakamiðlum. Líta skal á útvarps- rekstur sem hvern annan atvinnu- rekstur og skulu almenn samkeppnislög gilda um ljós- vakamiðla eins og aðrar atvinnu- greinar.“ (tillaga 1.11.1., bls. 13 – Skýrsla starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum – 1996) Starfshópurinn vísar til þess að útvarpsréttarnefnd hafi markað þá stefnu að líta beri á útvarpsrekstur sem hvern annan rekstur sem ekki eigi að lúta sértækum reglum – til að mynda um eignarhald – heldur almennum samkeppn- islögum. (Skýrsla starfshóps ... bls. 70) Ástæða er til að benda sérstaklega á rök starfshópsins sem fram koma í kafla um samþjöppun eign- arhalds einkarekinna ljósvakamiðla. Starfs- hópurinn vill varðveita það frelsi sem lögin frá 1985 fólu í sér, en þau kveða á um lýðræð- islegar leikreglur, tján- ingarfrelsi og óhlut- drægni í starfi útvarpsstöðva. „Séu þessi atriði tryggð verður hlutfall eignarhalds síður að alvarlegu vandamáli.“ (bls. 68) Starfshópurinn undirstrikar bein- línis að lög um takmörkun á eign- arhaldi hafi oftar en ekki skapað glundroða. „Það hefur reynst frem- ur auðvelt að fara í kringum slík lög, eftirlit kostnaðarsamt og þó að þeim sé ætlað að vernda athafna- frelsi og hlutleysi, virðast þau stundum hafa skert athafnafrelsið á ósanngjarnan hátt og jafnvel beinst að einstökum aðilum.“ (sama bls. 68) Í Fréttablaðinu 2. janúar 2004 segir Birgir Guðmundsson, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, en hann kennir m.a. fjölmiðlafræði við þann háskóla: „Þessi umræða er ekki sér- íslensk, heldur alþjóðleg. Í hinni al- þjóðlegu umræðu eru það lýðræð- isrökin sem skipta máli, spurningin um að tryggja eðlileg skoðanaskipti og sem mesta fjölbreytni í fjöl- miðlum. Það getur verið mjög flókið mál. Fjölmiðlar eru fyrirtæki og þurfa að hafa tryggar rekstr- arforsendur, sem margir eigendur segja að náist aðeins með sam- þjöppun eignarhalds og hagræð- ingu. Skorður við samþjöppun gætu þannig beinlínis leitt til minni fjöl- breytni.“ Árið 1991 voru íslensk dagblöð 6 að tölu, þ.e. Alþýðublaðið, Dagur, DV, Morgunblaðið, Tíminn og Þjóð- viljinn. Í árslok 2003 voru dagblöðin einungis 3, Morgunblaðið, Frétta- blaðið og DV. Tvö síðarnefndu blöð- in höfðu þá glímt við alvarlega fjár- hagserfiðleika en komist í endurnýjun lífdaga með nýjum eig- endum. Þróunina á dagblaðamark- aði má að miklu leyti rekja til a) breytinga á öðrum sviðum fjölmiðl- unar en dagblaðaútgáfu, b) breyt- inga á sviði stjórnmála og tengslum stjórnmálaflokka við blaðaútgáfu og c) vandkvæða varðandi fjármögnun og rekstur dagblaða (Media Trends 2001, bls. 230). Nú má vitanlega spyrja hvort þessi umskipti á 12 undanförnum árum geti talist þróun í átt til fákeppni og hvort sú þróun hafi dregið úr fjölbreytni. Eru ekki aðrir þróunarstraumar að verki í fjölmiðlun sem vísa í þveröfuga átt, t.d. vaxandi notkun netmiðla og aukið framboð á ljósvakanum? Ragnar Karlsson, Þorbjörn Broddason og Hilmar Thor Bjarna- son segja í greinargerð um íslenska fjölmiðla í Media Trends 2001: „Fall Sovétríkjanna og vaxandi gengi Bandaríkjanna sem heimsveldis í kjölfarið leiddi óhjákvæmilega til endurskoðunar flokkspólitískrar hugmyndafræði. Dagar flokks- pólítískra dagblaða voru þar með taldir. Í ljós kom að hjá tæplega 300 þúsund manna einsleitri þjóð var ekki lengur spurn eftir fimm til sex dagblöðum, sem beittu áþekkum grundvallarreglum faglegrar blaða- mennsku.“ (Media Trends 2001, bls. 230) Eru ríkjandi leikreglur nauð- synlegar en ekki nægjanlegar? Sjálfsagt er að skoða starfsumgjörð og hræringar á fjölmiðlamarkaði nú um stundir. Er þá átt við fjölmiðla- markað í mjög víðum skilningi m.a. framboð og áhrif innlendra og er- lendra fjölmiðla hér á landi m.t.t. áhrifa, eignarhalds, fjölbreytileika, lýðræðis og tjáningarfrelsis. Nauðsynlegt er að halda því til haga að leikreglur ríkja á mörgum sviðum er snerta fjölmiðla og fjöl- miðlun, sumar þeirra lögfestar. Má nefna eftirfarandi:  Atvinnu- og athafnafrelsi í við- skiptum er lögvarið, m.a. í stjórn- arskránni  Í samkeppnislögum eru skorður reistar við fákeppni, einokun og ólögmætum viðskiptaháttum.  ·Tjáningar- og ritfrelsi er tryggt í stjórnarskránni.  ·Upplýsingalög greiða aðgang þegnanna að upplýsingum með formlegum hætti.  Réttur einstaklinga og lögaðila gagnvart meiðandi ummælum er tryggður í almennum hegning- arlögum.  Blaðamannafélag Íslands tekur mið af siðareglum, sem eiga sér m.a. hliðstæðu í reglum RÚV um fréttaflutning.  Ýmis ákvæði útvarpslaga frá 1985 veita nokkrar tryggingar gegn áhrifum samþjöppunar á fjölmiðlamarkaði (á við um ljós- vakamiðla).  Í mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna er kveðið á um rétt manna til að afla og miðla upplýsingum og skoðunum og rétt til að taka við upplýsingum og skoðunum. Spyrja má t.d. hvort unnt sé að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun með nýrri lagasetningu. Er það hægt fremur en að tryggja hagvöxt með lagasetningu? Hvaða hlutverk ætla stjórnvöld Ríkisútvarpinu í því sam- bandi? Er af einhverju viti hægt að tryggja sjálfstæði frétta- og blaða- manna gagnvart eigendum fjöl- miðlanna? 100 ára áhyggjur af ítökum kaupsýslumanna Því fer fjarri að áhyggjur af hugs- anlegum áhrifum fyrirtækja og kaupsýslumanna í fjölmiðlum séu nýjar af nálinni. Fjölmiðlar geta unnið gegn ríkjandi þjóðfélags- skipan, valdakerfi, verðmætamati og heimsmynd. Rannsóknir sýna hins vegar að venjulega er sam- hljómur milli verðmætamats eða heimsmyndar almennings og fjöl- Frelsið og fjölmiðlarnir Eftir Jóhann Hauksson ’Starfshópurinn undir-strikar beinlínis að lög um takmörkun á eign- arhaldi hafi oftar en ekki skapað glundroða.‘ Jóhann Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.