Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 42

Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 42
SKOÐUN 42 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sigurbjörn Skarphéðinsson lögg. fastsali Þórarinn Kópsson sýnir eignina og veitir nánari upplýsingar í síma 820 9505 KÓRSALIR 5 - 119 FM 4RA HERBERGJA Glæsileg 119 fm íbúð ásamt stæði í lok- aðri bílageymslu. Þrjú góð svefnherbergi og mjög stór stofa með góðum svölum. Eld- húsið er með stórum borðkrók. Þvottahús innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum. Verð 18,3 millj. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ Kl. 14-16 Þingholt Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14.00-17.00 Bergþórugata 7 - Fallegt sérbýli. Fallegt sérbýli á tveimur hæðum við Bergþórugötuna í Reykjavík. Húsið er á þremur hæðum og er íbúðin á tveimur neðri hæðunum. Inngangur á efri hæðina er úr næsta húsi þannig að eignin virkar frekar sem einbýlishús. Gengið er inn sérinngang á efri hæðina og inn í hol með lökkuðum furugólfborðum og fatahengi. Stofurnar eru tvær, þar eru lökkuð furugólfborð á gólfi. Eldhúsið er með sama gólfefni. Baðherbergið er með flísum á gólfi. Neðri hæðin er lögð nýlegum furugólfborðum. Verð 18,7 m. Veghús 27 - 5 herb. 140 fm glæsileg íbúð. Glæsileg og vel skipulögð 140 fm 5 herbergja íbúð á tveimur efstu hæðunum sem skiptist í: Neðri hæð: Forstofa, stofa, borðstofa, eldhús, gestasnyrting. Efri hæð: Stigi, gangur, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymsla. Stórar suðursvalir. Gólfefni, parket og flísar. Falleg íbúð í barnvænu umhverfi sem vert er að skoða. Verð 17,9 m. VIÐ ELLIÐAVATN - ÚTSÝNI 60 fm sumarhús sem er nýtt sem heilsársbústaður. Húsið stendur á 5000 lóð rétt fyrri ofan Elliðavatn. Frábært útsýni og einstakt tækifæri. V. 12,9 m. 3839 BRÚNALAND - FOSSVOGUR Vorum að fá í einkasölu mjög fallegt og vandað 191 fm raðhús á pöllum. Húsinu fylgir 30 fm bílskúr. Húsið skiptist m.a. í tvær samliggjandi stofur og fjögur herbergi. Mikil lofthæð í stofum og fallegt útsýni. Gróin lóð til suðurs með timburverönd. V. 29,7 m. 3840 HJARÐARHAGI - RÚMGÓÐ Vorum að fá í sölu mjög fallega 100 fm íbúð í kjallara (lítið niðurgrafin) í góðu 3-býlishúsi. Íbúðin skiptist m.a. í þrjú herbergi og stofu. Eldhús og baðherb. hefur verið standsett. Stór lóð til suðurs. V. 14,1 m. 3835 NÝLENDUGATA - VESTURBÆR Vorum að fá í sölu mjög fallega 3ja herb. íbúð í góðu 2-býlishúsi. Íbúðin er á tveimur hæðum, á 1. hæð og hluta kjallara. Listar og rósettur í loftum. Fulningahurðir. Gróin afgirt lóð til suðurs. V. 10,8 m. 3841 NÖKKVAVOGUR Falleg 64m2 3ja herbergja íbúð á 1. hæð við Nökkvavog í litlu fjölbýlishúsi. Eignin skiptist m.a. hol, baðherbergi, tvö herbergi, stofa og eldhús. Góð íbúð á eftirsóttum stað. V. 10,2 m. 3847 ÆSUFELL - LAUS STRAX Falleg 97,6 fm 3ja herb. falleg íbúð með stórglæsilegu útsýni til vesturs og norðurs. Íbúðin er á 3. hæð í lyftublokk og snýr í vestur og norður. Íbúðin skiptist í n.k. forstofu, sjónvarpshol, stofu og borðstofu, stórt eldhús, 2 herb. og baðherb. Í kjallara fylgir sér geymsla, frystiklefi, sam. hjólag. o.fl. Gervihnattasjónvarp. Lyklar á skrifstofu. V. 10,9 m. 3829 SEILUGRANDI 5 - FALLEG ÍBÚÐ - OPIÐ HÚS Í DAG, SUN., FRÁ KL. 13-16 Stór og glæsileg 123,2 m2 íbúð auk stæðis í bílageymslu. Íbúðin er á 2 hæðum og skiptist m.a. í 4 svefnherb., baðherb., snyrtingu, eldhús og stofur. Sér geymsla fylgir í kjallara svo og sam. þvottaherb. o.fl. Blokkin er nýtekin í gegn að utan og eru leiktæki ný. Eigendur Þórir og Þorbjörg taka vel á móti ykkur.V. 17,2 m. 3594 Á VEGUM Alþingis og rík- isstjórnar er nú sérstaklega fjallað um það hvort reisa beri skorður við samþjöppun á eignarhaldi fjölmiðla. Álitamálin í þessu efni hafa m.a. komið fram í tillögu nokkurra þing- manna til þingsályktunar um skip- un nefndar sem fjalla á um starfs- umgjörð fjölmiðla. Þar er spurt hvort þörf sé á að sporna með laga- ákvæðum eða öðrum hætti gegn óæskilegri samþjöppun á fjölmiðla- markaði. Hvort sporna þurfi gegn því að sömu aðilar geti í senn átt áhrifamikla prent- og ljósvakamiðla. Jafn- framt er spurt hvort ástæða sé til að tak- marka eignarhlut manna í fjölmiðlum sem jafnframt eru voldugir í öðrum greinum viðskipta. Eitt af síðustu verk- um fráfarandi mennta- málaráðherra Tóm- asar Inga Olrich var að skipa nefnd um eignarhald á fjöl- miðlum. Nefndin á að skila greinargerð til núverandi menntamálaráðherra um það hvort tilefni sé til að setja sérstaka lög- gjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Nefndinni er einnig falið að semja frumvarp að slíkri löggjöf verði það niðurstaða ráðherra að hennar sé þörf. Þá hefur viðskiptaráðherra ákveðið að skipa nefnd sem fjalla á um umhverfi íslensks viðskiptalífs og hvernig bregðast megi við auk- inni samþjöppun. Þar eð rekstur fjölmiðla er í engu frábrugðinn venjulegum rekstri fyrirtækja hlýt- ur nefnd viðskiptaráðherra einnig að fjalla um rekstrarumhverfi þeirra. Þótt færa megi rök fyrir því að ástæðulaust sé að skipa tvær nefnd- ir um samþjöppun á fjölmiðlamark- aði og eina um samþjöppun í við- skiptalífinu, (rétt eins og fjölmiðlar séu ekki hluti viðskiptalífsins) er einnig hægt að færa rök fyrir því að taka skuli á málefnum fjölmiðla sér- staklega þar sem þeir gegna lyk- ilhlutverki í þágu þjóðfélagslegrar umræðu, lýðræðis og tjáning- arfrelsis. Hér er sem sagt um þrjár að- skildar nefndir að ræða, þar af tvær sem snúa sérstaklega að eign- arhaldi fjölmiðla. Viðskiptafrelsi, tjáningarfrelsi og lýðræði Árið 1996 skilaði nefnd á vegum menntamálaráðherra skýrslu um endurskoðun á útvarpslögum. Nefndin var skipuð af Birni Bjarna- syni, þáverandi menntamálaráð- herra. Í henni sátu Tómas Ingi Ol- rich (formaður), Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, Páll Magnússon og Ásdís Halla Bragadóttir. Tillögur nefndarinnar eru fjöl- margar og snerta að vísu einvörð- ungu ljósvakamiðla. Ein tillagan er svohljóðandi: „Ekki verði sett sérstök lög um takmarkanir á eignarhaldi í ljós- vakamiðlum. Líta skal á útvarps- rekstur sem hvern annan atvinnu- rekstur og skulu almenn samkeppnislög gilda um ljós- vakamiðla eins og aðrar atvinnu- greinar.“ (tillaga 1.11.1., bls. 13 – Skýrsla starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum – 1996) Starfshópurinn vísar til þess að útvarpsréttarnefnd hafi markað þá stefnu að líta beri á útvarpsrekstur sem hvern annan rekstur sem ekki eigi að lúta sértækum reglum – til að mynda um eignarhald – heldur almennum samkeppn- islögum. (Skýrsla starfshóps ... bls. 70) Ástæða er til að benda sérstaklega á rök starfshópsins sem fram koma í kafla um samþjöppun eign- arhalds einkarekinna ljósvakamiðla. Starfs- hópurinn vill varðveita það frelsi sem lögin frá 1985 fólu í sér, en þau kveða á um lýðræð- islegar leikreglur, tján- ingarfrelsi og óhlut- drægni í starfi útvarpsstöðva. „Séu þessi atriði tryggð verður hlutfall eignarhalds síður að alvarlegu vandamáli.“ (bls. 68) Starfshópurinn undirstrikar bein- línis að lög um takmörkun á eign- arhaldi hafi oftar en ekki skapað glundroða. „Það hefur reynst frem- ur auðvelt að fara í kringum slík lög, eftirlit kostnaðarsamt og þó að þeim sé ætlað að vernda athafna- frelsi og hlutleysi, virðast þau stundum hafa skert athafnafrelsið á ósanngjarnan hátt og jafnvel beinst að einstökum aðilum.“ (sama bls. 68) Í Fréttablaðinu 2. janúar 2004 segir Birgir Guðmundsson, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, en hann kennir m.a. fjölmiðlafræði við þann háskóla: „Þessi umræða er ekki sér- íslensk, heldur alþjóðleg. Í hinni al- þjóðlegu umræðu eru það lýðræð- isrökin sem skipta máli, spurningin um að tryggja eðlileg skoðanaskipti og sem mesta fjölbreytni í fjöl- miðlum. Það getur verið mjög flókið mál. Fjölmiðlar eru fyrirtæki og þurfa að hafa tryggar rekstr- arforsendur, sem margir eigendur segja að náist aðeins með sam- þjöppun eignarhalds og hagræð- ingu. Skorður við samþjöppun gætu þannig beinlínis leitt til minni fjöl- breytni.“ Árið 1991 voru íslensk dagblöð 6 að tölu, þ.e. Alþýðublaðið, Dagur, DV, Morgunblaðið, Tíminn og Þjóð- viljinn. Í árslok 2003 voru dagblöðin einungis 3, Morgunblaðið, Frétta- blaðið og DV. Tvö síðarnefndu blöð- in höfðu þá glímt við alvarlega fjár- hagserfiðleika en komist í endurnýjun lífdaga með nýjum eig- endum. Þróunina á dagblaðamark- aði má að miklu leyti rekja til a) breytinga á öðrum sviðum fjölmiðl- unar en dagblaðaútgáfu, b) breyt- inga á sviði stjórnmála og tengslum stjórnmálaflokka við blaðaútgáfu og c) vandkvæða varðandi fjármögnun og rekstur dagblaða (Media Trends 2001, bls. 230). Nú má vitanlega spyrja hvort þessi umskipti á 12 undanförnum árum geti talist þróun í átt til fákeppni og hvort sú þróun hafi dregið úr fjölbreytni. Eru ekki aðrir þróunarstraumar að verki í fjölmiðlun sem vísa í þveröfuga átt, t.d. vaxandi notkun netmiðla og aukið framboð á ljósvakanum? Ragnar Karlsson, Þorbjörn Broddason og Hilmar Thor Bjarna- son segja í greinargerð um íslenska fjölmiðla í Media Trends 2001: „Fall Sovétríkjanna og vaxandi gengi Bandaríkjanna sem heimsveldis í kjölfarið leiddi óhjákvæmilega til endurskoðunar flokkspólitískrar hugmyndafræði. Dagar flokks- pólítískra dagblaða voru þar með taldir. Í ljós kom að hjá tæplega 300 þúsund manna einsleitri þjóð var ekki lengur spurn eftir fimm til sex dagblöðum, sem beittu áþekkum grundvallarreglum faglegrar blaða- mennsku.“ (Media Trends 2001, bls. 230) Eru ríkjandi leikreglur nauð- synlegar en ekki nægjanlegar? Sjálfsagt er að skoða starfsumgjörð og hræringar á fjölmiðlamarkaði nú um stundir. Er þá átt við fjölmiðla- markað í mjög víðum skilningi m.a. framboð og áhrif innlendra og er- lendra fjölmiðla hér á landi m.t.t. áhrifa, eignarhalds, fjölbreytileika, lýðræðis og tjáningarfrelsis. Nauðsynlegt er að halda því til haga að leikreglur ríkja á mörgum sviðum er snerta fjölmiðla og fjöl- miðlun, sumar þeirra lögfestar. Má nefna eftirfarandi:  Atvinnu- og athafnafrelsi í við- skiptum er lögvarið, m.a. í stjórn- arskránni  Í samkeppnislögum eru skorður reistar við fákeppni, einokun og ólögmætum viðskiptaháttum.  ·Tjáningar- og ritfrelsi er tryggt í stjórnarskránni.  ·Upplýsingalög greiða aðgang þegnanna að upplýsingum með formlegum hætti.  Réttur einstaklinga og lögaðila gagnvart meiðandi ummælum er tryggður í almennum hegning- arlögum.  Blaðamannafélag Íslands tekur mið af siðareglum, sem eiga sér m.a. hliðstæðu í reglum RÚV um fréttaflutning.  Ýmis ákvæði útvarpslaga frá 1985 veita nokkrar tryggingar gegn áhrifum samþjöppunar á fjölmiðlamarkaði (á við um ljós- vakamiðla).  Í mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna er kveðið á um rétt manna til að afla og miðla upplýsingum og skoðunum og rétt til að taka við upplýsingum og skoðunum. Spyrja má t.d. hvort unnt sé að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun með nýrri lagasetningu. Er það hægt fremur en að tryggja hagvöxt með lagasetningu? Hvaða hlutverk ætla stjórnvöld Ríkisútvarpinu í því sam- bandi? Er af einhverju viti hægt að tryggja sjálfstæði frétta- og blaða- manna gagnvart eigendum fjöl- miðlanna? 100 ára áhyggjur af ítökum kaupsýslumanna Því fer fjarri að áhyggjur af hugs- anlegum áhrifum fyrirtækja og kaupsýslumanna í fjölmiðlum séu nýjar af nálinni. Fjölmiðlar geta unnið gegn ríkjandi þjóðfélags- skipan, valdakerfi, verðmætamati og heimsmynd. Rannsóknir sýna hins vegar að venjulega er sam- hljómur milli verðmætamats eða heimsmyndar almennings og fjöl- Frelsið og fjölmiðlarnir Eftir Jóhann Hauksson ’Starfshópurinn undir-strikar beinlínis að lög um takmörkun á eign- arhaldi hafi oftar en ekki skapað glundroða.‘ Jóhann Hauksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.