Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 62
FRÉTTIR 62 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kínversk áramót Miðvikudaginn 21. janúar nk. mun Íslensk-kínverska viðskipta- ráðið halda upp á kínversk áramót en þá gengur í garð ár apans samkvæmt kínversku tímatali. Áramótafagnaðurinn verður haldinn á veitingastaðnum Asíu, Laugavegi 10, Reykjavík, og hefst kl.19:00. Boðið verður upp á sex rétta máltíð. Þátttökugjald er 2.800 kr. Ræðumaður kvöldsins verður Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Mun hann fjalla um nýja möguleika í ferðaþjónustu í Kína. Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna og taka með sér gesti. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu ráðsins sem allra fyrst í síma 588 8910 eða netfang lindabara@fis.is FAGNAÐURINN ER ÖLLUM OPINN. ÍSLENSK KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Námsaðstoð fyrir samræmdu prófin í 10. bekk Nemendaþjónustan Álfabakka 12, Mjódd Stærðfræði - íslenska - danska - enska - náttúrufræði - Íslenskar rannsóknir sýna að nemendur sem eru fyrir neðan 6 á samræmdu prófunum eiga í erfiðleikum með framhaldsnámið. - Það er ennþá tækifæri til að styrkja stöðu sína fyrir vorið. - Hjá okkur starfa kennarar sem náð hafa góðum árangri með nemendur á samræmdum prófum. Einnig námsaðstoð fyrir nemendur framhalds- og háskóla Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga og á vef okkar www.namsadstod.is GAGNGERAR breytingar hafa ver- ið gerðar á veitingastaðnum Múla- kaffi við Hallarmúla og er þetta í raun í fyrsta skipti í 42 ár eða frá stofnun staðarins að umtalsverðar breytingar eru gerðar á honum. „Við erum að breyta og söðla um og ætlum að gera Múlakaffi meira að „restaurant“ en ætlum samt líka að halda áfram að bjóða upp á heim- ilismatinn okkar sem fólk þekkir,“ segir Jóhannes Stefánsson, veit- ingamaður á Múlakaffi. Jóhannes segir að boðið verði upp á huggulegt hlaðborð í hádeginu á virkum dögum þar sem verði salöt, heitir og kaldir réttir og það verði á mjög góðu verði. „Við byrjum form- lega á þessum hlaðborðum með kynningu á rosaglæsilegu þorra- hlaðborði á bóndadag (23. janúar) og keyrum það fyrstu þrjár helg- arnar.“ Jóhannes segir að viðskiptahópur Múlakaffis hafi breyst nokkuð og mörg ár séu síðan staðurinn hætti að vera sérstakur verka- eða iðn- aðarmannastaður. „Það er löngu bú- ið. Hér borðar alþýðan, viðskipta- menn, tölvugúrúar og einfaldlega allir sem vilja borða góðan mat og annað en ruslfæði. Kúnnahópurinn er orðinn gerbreyttur, við erum ein- faldlega restaurant og erum nú að fá leyfi til þess að selja léttvín. Og svo verður þetta líka huggulegt kaffihús. Þannig að Múlakaffi er orðið allt annar staður í dag en mat- urinn verður áfram á mjög sann- gjörnu verði.“ Elsti veitingastaðurinn Jóhannes segir afgreiðslutímann hafa verið lengdan fram til níu á kvöldin og opið sé frá hálfátta alla daga vikunnar. „Þá bjóðum við upp á morgunkaffi og beikon og egg. En á kvöldin dempum við ljósin og setj- um kerti og höfum þetta huggulegt þannig að við sækjumst eftir að fá fjölskyldurnar á kvöldin og um helg- ar og þá er matseðillinn svona í betri kantinum. En við komum til með að halda áfram að keyra á okk- ar heimilismat en kannski með meiri metnaði og meiri íburði en bætum við okkur hlaðborðinu í hádeginu. Við erum áfram gamla góða Múla- kaffi sem er elsti veitingastaðurinn á Íslandi í dag. Fólk getur komið hingað og fengið saltfisk, plokkfisk, pönnusteikta ýsu, saltkjöt og baun- ir, fiskbollur, hvítkálsböggla og hakkað nautabuff með spæleggi og lauk. Þetta verður bara huggulegar fram borið en menn geta gengið að því sem þeir hafa fengið í gegnum öll árin. Það geta menn hvergi ann- ars staðar en hjá okkur,“ segir Jó- hannes. Fyrstu breytingarnar á Múlakaffi í 42 ár Áfram verður boðið upp á hefð- bundinn íslensk- an heimilismat Morgunblaðið/Þorkell Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi: „Komum til með að halda áfram að keyra á okkar heimilismat.“ FÉLAGI hjartasjúklinga á Eyja- fjarðarsvæðinu barst á dögunum vegleg gjöf frá systkinum í Eyja- firði sem ekki vilja láta nafns síns getið. Þau færðu félaginu eina milljón króna. „Við færum þeim auðvitað hjart- ans þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf,“ sagði Gísli Eyland, formaður félagsins, í samtali við Morgun- blaðið. „Það er á stefnuskrá félagsins að Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri sé búið fullkomnustu tækjum í sambandi við hjartalækningar og höfðingleg gjöf sem þessi er félag- inu mikils virði.“ Félagið var stofnað 1990 og hef- ur frá þeim tíma gefið tæki að verðmæti rúmlega 40 milljónir króna. Síðastliðið vor gaf félagið FSA t.d. nýtt hjartaómtæki af full- komnustu gerð að verðmæti 20 milljónir, og bætti um betur nú áramótin þegar það gaf ungbarna- nema við ómtækið, tæki sem kem- ur að góðum notun við skoðun ungbarna. Gáfu félagi hjartasjúk- linga eina milljón Útsala - Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.