Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 36
LISTIR 36 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það er nú í annað sinn ástuttum tíma sem einn afeftirsóttustu listamönnumsamtímans sýnir verk sín hér í Reykjavík en stutt er síðan Matthew Barney sýndi í Nýlista- safninu. Nú er það okkar eigin Ólaf- ur Elíasson sem fer létt með að fylla eitt Hafnarhús með verkum sínum en sýning hans var opnuð þar í gær. Á ótrúlega skömmum tíma hefur Ólafur náð langt í myndlistinni en hann hefur sýnt list sína um heim allan, haldið einkasýningar í stórum söfnum eins og til dæmis Nútíma- listasafninu í París, hann var fulltrúi Dana á Feneyjatvíæringnum síðasta og nýjasta afrek hans á listabraut- inni hefur áreiðanlega ekki farið fram hjá mörgum, gríðarstór inn- setning hans, The Weather Project, í túrbínusal Tate-listasafnsins í London. Ólafur er íslenskur að ætt en alinn upp í Danmörku og gekk þar á skóla. Hann hefur lengi búið í Berlín og segist kalla þessa þrjá staði heimili sín. Ísland er honum hugleikið og hann sækir mikið til náttúru landsins, bæði til náttúruafl- anna og landslagsins eins og sjá má í Hafnarhúsinu nú. Frægð og frami En hvers vegna skyldi Ólafur hafa náð þessum skjóta frama og það á svona skömmum tíma? Hér hljóta að koma saman margir þættir sem allir vinna saman og leiða til bestu mögu- legrar útkomu. Ólafur er metnaðar- fullur listamaður, það fer ekki milli mála enda er það ein grunnforsenda þess að ná langt. Á þeim tíma þegar hann fór að þróa list sína í þann far- veg sem hann vinnur að í dag var hann í sambandi við gott gallerí í Berlín. Annað lykilatriði og ástæða þess að marga íslenska listamenn dagar uppi hér á skerinu með list sína – þá vantar gallerí. Enginn kemst neitt án þess að hafa góðan bakhjarl, gott nafn, góðan stuðning og kynningu. Eins og fleiri hefur Ólafi orðið tíðrætt um aðstöðuleysi íslenskra listamanna, skort á kynn- ingu á list þeirra o.s.frv. og verður ekki frekar farið út í það hér en kannski verður sýning Ólafs nú til að efla þessa umræðu enn og aftur. Ekki má svo gleyma list Ólafs þegar talað er um feril hans, en án hennar kæmist hann ekki langt! Verk Ólafs eru nefnilega oftar en ekki einföld en sláandi, aðgengileg öllum en um leið brunnur ýmissa vangaveltna og umræðu. Þau eru sjónrænt afar sterk og án bakhjarlsins í Berlín hefði Ólafur alltaf komist áfram þó það hefði kannski tekið hann lengri tíma. Í hans tilfelli er velgengnin óhjákvæmileg og hann er vel að henni kominn. Hvernig eru þessi margumtöluðu listaverk? Eins og margir listamenn hafa gert síðustu áratugi vinnur Ólafur verk sín á staðnum, þau eru það sem kallað er „site specific“. Slík vinnu- brögð komu fram á síðari hluta 20. aldar og af ýmsum ástæðum. Lengi hafði sú hugsun verið ráðandi í myndlistinni að listaverk væru al- gild, að allir áhorfendur ættu að skilja þau, sama hver bakgrunnur þeirra væri. Listaverkin lifðu í eins konar menningarlegu ósnertanlegu tómarúmi, umhverfi þeirra skipti ekki máli. Samfara breyttum áherslum í samfélaginu breyttist þessi hugsunarháttur. Listamenn leituðust við að taka listina niður af stöplunum, úr gylltu römmunum og færa hana til fólksins, inn í rými áhorfandans. Um leið fór áhorfand- inn og bakgrunnur hans að skipta máli og í Ameríku kom t.d. fram stefna sem öllu tröllreið um tíma, svokölluð „political correctness“ stefna þar sem áhersla var lögð á vægi minnihlutahópa, hinn hvíti vestræni karlmaður varð óvinur númer eitt. Þessi áhersla á umhverf- ið og aukin samfélagsvitund leiddi til þess að magir listamenn fóru að vinna verk sín í samræmi við sýn- ingarstaðinn, annaðhvort á pólitísk- um nótum eða í samræmi við arki- tektúr sýningarstaðanna. Einn þeirra frægustu sem unnu á þennan hátt var t.d. listamaðurinn Daniel Buren sem málaði allt röndótt hvar sem hann kom. Rendurnar voru verk hans, út af fyrir sig hafa þær ekkert efnislegt form en þær um- breyta sýningarstaðnum. Síðan þetta gerðist hafa ótal listamenn unnið „site specific“ og engin ný- lunda að slíkum vinnubrögðum í dag. Allnokkur ár eru síðan okkar tímar hafa verið skilgreindir sem „post studio“, og er þá átt við að listamenn vinni ekki lengur verk sín í vinnustofunni heldur utan hennar, þeir laga verk sín að umhverfinu og leitast við að birta umhverfi sitt og mismunandi þætti í því frekar en að búa til sjálfstæða hluti sem áhorf- andinn skoðar. Þessi vinnubrögð einkenna einnig verk Ólafs, en efnistök hans eru þó margs konar og mismunandi. Hann hefur t.d. notað þoku, vatn, ljós og gufu – efni sem laga form sitt að staðnum. Útlit verka hans er jafnan einfalt og gerð þeirra auðskilin enda leitast við að hafa hana sem auðskilj- anlegasta. Áhorfandinn, skynjun, skráning, rannsókn, leikur. Þetta eru nokkur lykilatriði í verkum Ólafs Elíassonar og á sýningunni í Hafnarhúsinu koma þau öll við sögu. Ólafur hefur kosið að setja upp sýningu hér sem inniheldur eins konar sýnishorn af því helsta sem hann fæst við í verk- um sínum, hann skiptir henni í fimm hluta sem hver fyrir sig leggur áherslu á ákveðna þætti. Hann hef- ur greinilega hugsað sér að kynna sem flestar hliðar listar sinnar fyrir Íslendingum en hann hefur jú ekki sýnt mikið hér á landi undanfarin ár. Hann sýndi þó á Kjarvalsstöðum 1998 og hefur sýnt verk á samsýn- ingum, m.a. í Hafnarhúsi, á Safni og hann hefur einnig sýnt í Galleríi i8. Ekki má gleyma útilistaverki hans, Mýrargarður, við hús Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Þetta er þó fyrsta stóra sýningin hans hérlendis og því eðlilegt að taka þennan pól í hæðina. Verkin sem hann sýnir hér eru ólík að gerð og krefjast mismunandi nálgunar af áhorfandanum um leið og þau bjóða upp á fjölbreytta upplifun. Stendur undir væntingum Eftir alla þá umfjöllun sem verk Ólafs, ekki síst The Weather Proj- ect, hafa fengið fer ekki hjá því að maður sé fullur eftirvæntingar þeg- ar maður gengur inn í Hafnarhúsið. Hástemmdar lýsingar á sólinni í Tate-safninu og lýsingar forráða- manna Hafnarhúss á umfangi sýn- ingarinnar hér gerðu það að verkum að ég átti eiginlega von á að ganga inn í annan heim, að Hafnarhúsið yrði óþekkjanlegt, ég myndi týnast í þoku og falla í stafi við hvert fótmál. Sem betur fer féll Ólafur þó ekki í þá gryfju að búa til það tívolíska draugahús sem ég hafði búist við, þess í stað hefur hann sett upp fjöl- breytta og margræða sýningu sem einnig er skemmtileg og hrífandi upplifun. Hann skiptir sýningu sinni í fimm hluta og það má segja að hver um sig fáist við ákveðna hlið verka hans um leið og verkin skarast einn- ig að nokkru leyti. Frost activity Stærsta verkið á sýningunni ber nafnið Frost activity. Eftir að hafa séð mörg listaverk fara halloka í baráttu sinni við arkitektúr Hafn- arhússins er ánægjulegt að sjá hvernig Ólafur tekur stóra salinn á jarðhæð með trompi. Hann hefur hellulagt gólfið horn í horn með ís- lenskum steintegundum, gulbleiku líparíti, gráu grágrýti og dekkra blá- grýti. Loftið er klætt speglum svo klunnalegar súlurnar virðast tvöfalt hærri en þær eru í raun. Hér er áhorfandinn í aðalhlutverki, í gegn- um hann verður þetta verk til. Mynstrið í gólfinu og þrívíddarsjón- blekkingin sem í því felst kemur betur fram þegar horft er í spegilinn í loftinu. Um leið sér áhorfandinn sjálfan sig inni í verkinu og hér kem- ur fram það sem Ólafur leggur einna mesta áherslu á í list sinni – hún er ekki til án áhorfandans. Fyrst og síðast er það áhorfandinn sem skap- ar verkið og það er samspil hinnar persónulegu og sammannlegu reynslu sem Ólafur hefur mikinn áhuga á. Hreyfingar áhorfandans í þessum sal eru þær athafnir sem tit- ill verksins vísar til. Í stærra sam- hengi má segja að það að fara á sýn- inguna sé eins konar „frost activity“ hér í janúarfrostinu, eins og fram hefur komið í viðtölum við lista- manninn. Hellulagt gólfið er fallegt og minnir á marmaragólf í höll eða mósaíkgólf í kirkju. Að vissu leyti má tengja list Ólafs við kirkju- skreytingar fyrri alda, eða ætli sólin hans í Tate-galleríinu hafi ekki heill- að fólk á svipaðan hátt og freskur í kirkjuloftum fyrri alda. Það hefur verið sagt um Ólaf að hann sé end- urreisnarmaður 21. aldarinnar (Auður Ólafsdóttir í grein í Skírni haustið 2002), að því leyti að hann dragi rannsóknir vísinda- og fræði- manna inn í listina við gerð verka sinna sem sum hver byggjast á há- tækni. En að vissu leyti er eins og áhorfandinn á sýningum hans lendi líka í sama hlutverki og áhorfendur að list endurreisnartímans, hann fellur í stafi, gleymir sér, heillast og hrífst á barnslegan hátt líkt og við- brögð fólks í Tate-safninu sýna vel. List Ólafs býður upp á rómantíska, tilfinningalega upplifun. Jafnvel þó að ávallt sé ljóst hvernig verk hans eru gerð gleymir áhorfandinn sér við skoðun þeirra, sem betur fer, því annars væri leiðinlegt að lifa. Ólafur fetar oft þröngan og vand- rataðan veg hvað varðar útfærslu verka sinna, hann teflir á tæpasta vað hvað varðar sjónarspil þeirra. Samhengi það sem verkin eru hluti af bjargar þeim stundum frá því að verða hreinn leikur, frá því að verða eins og barnaleikfang, kaleidóskóp sem allir þekkja, fyrrnefnt tívolí- draugahús. Samhengið, samtímalist- in, gerir það að verkum að ávallt vakna margar vangaveltur við skoð- un verkanna, með fram því að áhorf- andinn fær tækifæri til að njóta í fölskvalausri barnslegri gleði, nokk- uð sem er ótrúlega kærkomið. Sjón- ræn hlið verka Ólafs er alltaf sterk og svo er líka hér, það má lengi njóta þess að ganga um þetta hellu- lagða gólf og horfa á spegilmynd þess í loftinu, það er skemmtilegt. Úps, hvað var nú þetta? Á annarri hæð er m.a. að finna innsetninguna Sjóndeildarhringur athafna þinna, Your activity horizon. Hér kemur ljóslega fram hvernig Ólafur leikur sér með eiginleika sjónar okkar og tímann, þetta er af- ar fallegt verk sem kemur á óvart. Það virkar mjög skemmtilega, í fyrstu veit maður ekki hvort það sem gerist er sjónblekking sem staf- ar af því að augu manns aðlaga sig einhvern veginn að birtunni, eða hvort litabreytingin kemur utan frá. Hér tekst honum að kristalla á flott- an hátt þá hugsun að á endanum er það alltaf eigin sýn sem litar sýn okkar á raunveruleikann. Ólafur heldur áfram með sjón- deildarhringinn sem þema í ljós- myndaverkunum sem hann sýnir einnig á annarri hæð. Í viðtali hefur hann lýst gönguferð sinni í íslensku landslagi, hann sagðist þar hafa gert sér grein fyrir því að það sem hann sá var fyrst og fremst hans eigin skynjun, nokkuð sem hafa má í huga þegar myndirnar eru skoðaðar. Hér er um eins konar skrásetningu að ræða, líkt og hægt væri að safna sjóndeildarhringjum. Sjóndeildar- Stendur undir væntingum MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús Til 14. mars. Hafnarhúsið er opið alla daga vikunnar frá kl. 11–17 og á fimmtu- dögum frá 11–18. FROST ACTIVITY, BLÖNDUÐ TÆKNI, ÓLAFUR ELÍASSON Morgunblaðið/Einar Falur Innsetningin Frost activity eftir Ólaf Elíasson í Hafnarhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.