Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 47
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 47 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Til leigu húsnæði við Ármúla Til leigu ca 720 fm. Hentar fyrir ýmiskonar starfsemi s.s. framleiðslu, verslun, þjónustu og/eða lager. Allur aðbúnaður og aðkoma er til fyr- irmyndar. Mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Húsnæðið er laust nú þegar. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. Að fylgjast með barnisínu koma í heiminn erógleymanleg lífs-reynsla, upplifun semekkert jafnast á við. Eftirvænting og spenna foreldr- anna er mikil allar 40 vikur með- göngunnar, og á lokametrunum blönduð þjáningum og ótta móð- urinnar, sem er ekkert til að blygð- ast sín fyrir, heldur í samræmi við og eðlileg afleiðing þess sem ég einhvern tíma las, að ekkert væri sársaukafyllra en barnsfæðing. En hitt er líka víst, að fljótt er það að gleymast, hið erfiða og vonda, þeg- ar allt er afstaðið og hefur gengið eins og best má verða í slíkum kringumstæðum. Því launin eru svo ríkuleg: ómæld gleði í hjarta yfir að sjá þessa nýju, agnarsmáu mannveru birtast í fyrsta sinn, ósjálfbjarga, grátandi og ráðvillta, með útréttar hendur og spyrjandi augnaráð, og geta á móti opnað faðm sinn og boðið hana velkomna í skjól og hlýju. Þetta verður samt ekki bara dans á rósum á komandi árum, því við lifum á óróatímum og ekki er útlitið bjart framundan. Hinn 12. janúar síðastliðinn, daginn eftir að sonur minn fæddist, var t.d. frétt í Morgunblaðinu þess efnis, að sam- kvæmt nýrri rannsókn Heims- viðskiptastofnunarinnar, sem lét kanna viðhorf fólks til öryggis- og efnahagsmála í 51 landi, teldi næst- um helmingur jarðarbúa að börn sín myndu koma til með að búa í óöruggari heimi en þeim, sem við nú dveljum í. Þar voru Evrópubúar reyndar svartsýnni en aðrar þjóðir, með 64% á hinni dökku línu. En Íslendingar eru heppnari en flestir aðrir að svo mörgu leyti, og fyrir það ber að þakka. Hinn 10. maí árið 2002 kom fram í þessu sama blaði, að 5.500 börn önduðust á degi hverjum sökum mengaðs vatns og matar. Næst á eftir komu dauðsföll af völdum öndunarfæra- sýkinga, og þar á eftir var nið- urgangur algengasta dánarorsökin (um tvær milljónir barna á ári). Langstærstur hluti þeirra er í fá- tækustu ríkjum heims. En þótt við séum ekki að glíma við erfiðleika af þessum toga, í sjö- unda ríkasta landi jarðar, er nóg samt. Á árinu 2003 voru upplýst fíkniefnabrot hér 1.340 talsins, en árið 2002 höfðu þau verið 990, sem þá var met. Mest fjölgaði brotum sem falla undir sölu og dreifingu. Þau voru 116 í fyrra, en 70 í hitteð- fyrra. Vörslu- og neyslubrot fóru úr 630 í 917. Þetta er raunveruleik- inn sem blasir við okkur, og jafn- framt mesta ógnin sem íslenskir foreldrar munu þurfa að takast á við á 21. öldinni. Annað þessu líkt, og ekki skárra viðureignar, er trú- leysið, fýsnin og græðgin. Biskup Íslands gerði það að umtalsefni í nýársprédikun í Dómkirkjunni fyr- ir skemmstu, og hvatti til þjóð- arvakningar gegn öllu slíku, með heill barnanna að leiðarljósi. M.a. sagði hann þetta: Hvað er mikilvægast í lífinu? Svarið skín við okkur af barnsins augum, jólabarnsins. Lífið er besta gjöfin. Barnið, jólabarnið, gaf líf sitt heiminum til lífs og gerði hag og kjör barnanna að sínum. Og þegar hann var spurður hver væri mestur þá benti hann á barnið, það er mest og mikilvægast alls. Barnið er ekki bara undursamleg gjöf. Það er krafa á hendur okkur sem eldri erum. Ekkert hefur eins áhrif á samskipti fólks, verðmæta- mat og lífsviðhorf, eins og það að eignast og ala upp barn. Barnið minnir okkur á varn- arleysi lífsins. Það vekur þakklætið, auð- mýktina, og tilfinninguna fyrir þeirri ábyrgð sem okkur er lögð á herðar: Að vaka yfir vel- ferð þess til lífs og sálar. Að beina því á gæfu- vegu og heilla sér og öðrum. Tæru augun barnsins bera birtu af ljóma barnsins í jötunni, frelsara heimsins. Hvort tveggja á í vök að verjast í heiminum í dag, börnin okkar og Jesúbarnið, Jesútrú. Svo virðist sem mat okkar yfirleitt á því hvað mik- ilvægast er hafi farið afvega. Græðgin og fýsnin grúfa yfir … Það staðfestir reynsla kynslóðanna að sá sem hefur ekki lært að kveða að stafrófi trú- arinnar, né þekkja grundvallarmynstur sagn- anna um „upphaf og endinn, Guð og mann og lífsins og dauðans djúpin“, verður ólæs og orðvana og áttavilltur gagnvart mótlæti, áföllum og auðnubrigðum sem óhjákvæmi- lega fylgja öllu lífi. Það er einmitt grundvall- aratriði kristinnar trúar og siðar að við þurf- um ekki að standa ein og bera okkur sjálf. Hönd Guðs leiðir, englar hans vaka yfir, sam- félag kirkju hans á himni og jörðu umvefur og ber á örmum sínum. Kvöldbæn barnsins, bænaversin, sálmarnir, sögurnar um Jesú, iðkun og athöfn sem greiðir helginni og birt- unni veg að barnshjartanu, er og verður öflug forvörn og farvegur blessunar. Rúmlega 4.000 börn fæðast hér á landi ár hvert núorðið. Hvernig mun þeim reiða af, börnum ársins 2004, hvernig munu þau ná að fóta sig á brautinni hálu eða veginum grýtta? Enginn veit, en uppeldið kemur til með að hafa úrslitaáhrif, það er næsta víst, eins og fram kemur í orðum biskups. Og hvað verður um Mikael? Mun okkur, foreldrum hans, takast að halda ósóma og villu frá honum, og kenna góða siði, í líkingu við það sem að framan má lesa? Ég veit það ekki. En vonandi. Við komum a.m.k. til með að reyna það af fremsta megni, allt hvað við getum. Það er svo mikið í húfi. Mikael Hvort munu augu hins nýfædda barns einblína á ljósið eða myrkrið í komandi framtíð? Og hvað munu litlar hendurnar snerta, ávexti hins fagra og góða, eða kannski afsprengi dauðans, fíkniefnin? Sigurður Ægisson lætur hugann reika um þær slóðir í dag. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson HUGVEKJA FYRSTA æðruleysismessa ársins verður að kvöldi sunnudagsins 18. janúar kl. 20. Æðruleysismessan hefur fengið góðan hljómgrunn þar sem fólki fellur vel hið óþvingaða form þar sem léttleiki og djúp trú- areinlægni fara saman. Einkum er messan sniðin að þörfum þeirra sem leita sér hjálp- ar eftir 12 spora kerfi AA- samtakanna. Hún er samt sem áð- ur ekki einskorðuð við þann hluta þjóðarinnar. Fyrst og fremst er hún nútímalegt messuform með fögru innihaldi glaðra sálma- söngva, Guðs orðs og bæna. Í messulok er síðan boðið til þess að ganga inn í kór kirkjunnar, krjúpa við altarið og þiggja sér- staka fyrirbæn. Bræðurnir Hörður og Birgir Bragasynir og Hjörleifur Valsson leika á píanó, fiðlu og kontra- bassa. Söngstjóri er Anna Sigríð- ur Helgadóttir. Sr. Hjálmar Jóns- son predikar, sr. Karl V. Matthíasson fer með bæn og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir messuna. Allir hjartanlega velkomnir. Dómkirkjan. Ljósamessa í Laugarneskirkju Í DAG, sunnudaginn 18. janúar, eiga sunnudagaskólabörnin í Laugarneskirkju stund með okk- ur sem eldri erum kl. 11. Rebbi refur mun heimsækja okkur til að fá aðstoð krakkanna við að bæta sig og læra að hugsa fallega, mikið verður sungið og m.a.s. mun fimm ára kórinn í Laugaborg taka lagið. Það eru þau Hildur Eir Bolladóttir guð- fræðinemi, Heimir Haraldsson kennari og Þorvaldur Þorvalds- son söngvari sem leiða stundina ásamt sr. Bjarna Karlssyni og Sigurbirni Þorkelssyni fram- kvæmdastjóra safnaðarins. Kór Laugarneskirkju leiðir sönginn undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista. Börn á öllum aldri velkomin. Morgunblaðið/Ómar Dómkirkjan í Reykjavík. Æðruleysis- messa í Dómkirkjunni Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æskulýðs- félag Árbæjarsafnaðar, með fundi í safn- aðarheimilinu. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20. Bessastaðasókn. Sunnudagaskólinn er í sal Álftanesskóla kl. 11. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Kristjana og Ás- geir Páll. Allir velkomnir. Ath. byrjar aftur 11. janúar Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu- dag, kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í dag er samkoma kl. 14. Helga R. Ár- mannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára börn á samkomutíma. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Allir velkomnir. Alfa- námskeiðið hefst 22. janúar kl. 19. Um er að ræða 10 vikna námskeið, einu sinni í viku. Upplýsingar og skráning í síma 554 3708 eða 896 3637 (Helga) eða 865 7901 (Björg). Nánari upplýsingar á www.kefas.is. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Jón Þór Eyjólfsson. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðumaður Snorri Ósk- arsson. Mikil lofgjörð í umsjón Gospelkórs Fíladelfíu. Frirbænir. Allir velkomnir. Bæna- stundir alla virka morgna kl. 6. www.gosp- el.is. Dagskrá bænaviku: Sunnudagur: Útvarpsmessa í Dómkirkj- unni. Sr. María Ágústsdóttir og sr. Jakob Á. Hjálmarsson þjóna fyrir altari, major Anne Marie Reinholdtsen, forstöðukona Hjálp- ræðishersins á Íslandi, predikar. Fulltrúar annarra trúfélaga lesa ritningarlestur. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir messu. Safnaðarstarf Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.