Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 23 Við bjóðum upp á spennandi námskeið í nútímaforritun (Delphi og ASP.net). Að margra mati er nú rétti tíminn til að hefja nám á þessu sviði. Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa góða undirstöðu- menntun (stúdentspróf æskilegt), góða almenna tölvukunnáttu og góða enskukunnáttu. Lengd: 264 stundir Verð: 198.000 kr. Tími: Kvöldnámskeið hefst 29. janúar Morgunnámskeið hefst 16. febrúar Delphi forritun Kerfisgreining Gagnasafnsfræði ASP.net forritun Lokaverkefni Námsgreinar FLJÓTAÁ í Fljótum er nú í útboði og hafa bændur nýverið opnað til- boð í ána. Alls bárust sex tilboð, en Jóhannes Ríkharðsson, formað- ur Veiðifélags Fljótaár, sagði í samtali við Morgunblaðið að enn ætti eftir að taka afstöðu til tilboð- anna. Tvö tilboð eru svo að segja jöfn, annað frá Trausta Sveinssyni á Bjarnargili í Fljótum, hitt frá Veiðiklúbbi Íslands, sem er uppá- skrifað af Orra Vigfússyni. Er Trausti með boð upp á 3.660.000 krónur, en VÍ upp á 3.600.000. Auk þess var Stangaveiðifélag Siglufjarðar með tvö tilboð, Lax-á með eitt og Trausti Sveinsson eitt. Blæbrigðamunur er á tveimur hæstu tilboðunum, t.d. mun það lægra gera ráð fyrir 70 daga veiði- tíma. Öllum laxi verður sleppt í ánni, sem var í lægð í fyrra að sögn Jóhannesar en þá veiddust aðeins örfáir tugir laxa á móti 130 sumarið 2002. Þá var laxi sleppt og mikill lax í ánni um haustið, en í klakveiði í fyrra náðist aðeins einn hængur og lítið gagn í því! Jóhannes sagði það auka á tregðu síðustu vertíða að bleikjuveiði hrundi eftir að Miklavatn varð að saltvatni vegna breytingar á ósi árinnar. Fyrir tveimur árum hefði ósinn breyst aftur í sitt gamla horf og því von til þess að bleikjan næði sér aftur upp. Teikn væru á lofti um það, talsvert var af bleikju í ánni í fyrrahaust, en mest af henni var gamall og stór hrygn- ingarfiskur. Salan komin á fullt Sala á veiðileyfum er nú hafin af fullum krafti. Mest áberandi eru söluherferðir Stangaveiðifélags Reykjavíkur, Strengja og Lax-ár, sem eru stærstu söluaðilar veiði- leyfa í landinu. Hugsanlega má setja agn.is þar einnig inn, en mjög vaxandi framboð veiðileyfa hefur verið á þeim vef, en hann er í nánu sambandi við Lax-á. Bergur Steingrímsson hjá SVFR sagði í samtali við Morgunblaðið að þar á bær væru menn ánægðir með umsóknarfjölda, sem væri heldur meiri en í fyrra og miðað við umræður um hækkað verðlag væri útkoman góð. „Það eru nátt- úrlega svæði sem seljast verr en við hefðum vonað, en önnur seljast betur og enn er mikil hreyfing þannig að ekki er útséð um hvern- ig þetta endar. Dæmi um vel seld- ar ár hjá okkur eru Stóra-Laxá og Hítará, sem báðar hækkuðu þó verulega í verði af ástæðum sem við höfum áður getið um og eru óviðráðanlegar. Dæmi um verr seldar ár eru Gljúfurá sem fór illa í þurrkum í fyrra, Alviðra, sem líð- ur kannski fyrir húsakost sem gef- ur nú eftir því sem býðst á öðrum svæðum Sogsins og Fnjóská, sem stafar kannski af því að áin hefur svo lengi verið vettvangur norð- lenskra stangaveiðimanna og því illa kynnt hér syðra. Það stendur til bóta og þá vonumst við til þess að leyfin seljist betur. Þá var prentvilla í verðskrá okkar sem fældi menn örugglega frá ánni.“ Mest útjafnanir Strengir bjóða upp á sömu svæði og í fyrra auk Nesveiða í Laxá í Aðaldal. Þröstur Elliðason sagðist ánægður með eftirspurn og að hafa getað boðið svipuð verð og í fyrra. „Það eru einhverjar útjafn- anir milli tímabila, en ekki mikið annað og það er sérstaklega gleði- legt í ljósi þess að mikil rækt- unarátök eiga að skila mun betri veiði í mörgum af svæðum okkar,“ sagði Þröstur. Innlenda verðskráin hjá Lax-á er enn ekki komin út, en sala veiðileyfa eigi að síður hafin af krafti. Í gögnum sem Stefán Sig- urðsson, sölufulltrúi hjá Lax-á, hefur sent frá sér má glöggt sjá að þar er það sama uppi á teningnum og hjá Strengjum, verð eru svipuð og í fyrra, helst að einhverjar út- jafnanir séu á milli tímabila. Dæmi eru þó um hækkanir, t.d. í Hörðu- dalsá í Dölum. Þá hefur Lax-á far- ið inn á nýjar slóðir í veiðileyfa- sölu, t.d. með samvinnu við bæði Ármenn og hið nýstofnaða Stanga- veiðifélag Akureyrar. Bjóðast nú félagsmönnum beggja félaga veiði- leyfi á svæðum Lax-ár á afslætti sem er í bestu tilvikum 35% af listaverði, t.d. á svæðinu Blanda 2, en eitthvað minna í öðrum til- vikum. Lax-á er ennfremur komin í samvinnu við Stangaveiðifélag Keflavíkur um nýtingu Reykja- dalsár í Borgarfirði. Fyrsta verðskrá SVAK Hið nýja Stangaveiðifélag Ak- ureyrar hefur látið frá sér sína fyrstu verðskrá. Ber þar hæst samvinna við SVFR um veiðileyfi í Fnjóská og samvinna við Lax-á um veiðileyfi á öllum svæðum Blöndu, Múlatorfu og Staðartorfu í Laxá í Aðaldal og á silungasvæði Mið- fjarðarár. SVAK hefur enn fremur sett upp dagskrá til vors til að koma á fót félagslífi í félaginu. Pálmi Gunnarsson ríður á vaðið með Grænlandskynningu 29. jan- úar nk. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Ætlunin er að koma aftur á því fyrirkomulagi í Fljótaá að sleppa laxi, eins og hér er gert í Laxá í Aðaldal. Ýmsir vilja leigja Fljótaá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.