Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 23
Við bjóðum upp á spennandi námskeið í
nútímaforritun (Delphi og ASP.net). Að
margra mati er nú rétti tíminn til að hefja
nám á þessu sviði. Þeir sem hyggja á þetta
nám þurfa að hafa góða undirstöðu-
menntun (stúdentspróf æskilegt), góða
almenna tölvukunnáttu og góða
enskukunnáttu.
Lengd: 264 stundir Verð: 198.000 kr.
Tími: Kvöldnámskeið hefst 29. janúar
Morgunnámskeið hefst 16. febrúar
Delphi forritun
Kerfisgreining
Gagnasafnsfræði
ASP.net forritun
Lokaverkefni
Námsgreinar
FLJÓTAÁ í Fljótum er nú í útboði
og hafa bændur nýverið opnað til-
boð í ána. Alls bárust sex tilboð,
en Jóhannes Ríkharðsson, formað-
ur Veiðifélags Fljótaár, sagði í
samtali við Morgunblaðið að enn
ætti eftir að taka afstöðu til tilboð-
anna.
Tvö tilboð eru svo að segja jöfn,
annað frá Trausta Sveinssyni á
Bjarnargili í Fljótum, hitt frá
Veiðiklúbbi Íslands, sem er uppá-
skrifað af Orra Vigfússyni. Er
Trausti með boð upp á 3.660.000
krónur, en VÍ upp á 3.600.000.
Auk þess var Stangaveiðifélag
Siglufjarðar með tvö tilboð, Lax-á
með eitt og Trausti Sveinsson eitt.
Blæbrigðamunur er á tveimur
hæstu tilboðunum, t.d. mun það
lægra gera ráð fyrir 70 daga veiði-
tíma. Öllum laxi verður sleppt í
ánni, sem var í lægð í fyrra að
sögn Jóhannesar en þá veiddust
aðeins örfáir tugir laxa á móti 130
sumarið 2002. Þá var laxi sleppt
og mikill lax í ánni um haustið, en
í klakveiði í fyrra náðist aðeins
einn hængur og lítið gagn í því!
Jóhannes sagði það auka á tregðu
síðustu vertíða að bleikjuveiði
hrundi eftir að Miklavatn varð að
saltvatni vegna breytingar á ósi
árinnar. Fyrir tveimur árum hefði
ósinn breyst aftur í sitt gamla horf
og því von til þess að bleikjan
næði sér aftur upp. Teikn væru á
lofti um það, talsvert var af bleikju
í ánni í fyrrahaust, en mest af
henni var gamall og stór hrygn-
ingarfiskur.
Salan komin á fullt
Sala á veiðileyfum er nú hafin af
fullum krafti. Mest áberandi eru
söluherferðir Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, Strengja og Lax-ár,
sem eru stærstu söluaðilar veiði-
leyfa í landinu. Hugsanlega má
setja agn.is þar einnig inn, en
mjög vaxandi framboð veiðileyfa
hefur verið á þeim vef, en hann er
í nánu sambandi við Lax-á.
Bergur Steingrímsson hjá SVFR
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þar á bær væru menn ánægðir
með umsóknarfjölda, sem væri
heldur meiri en í fyrra og miðað
við umræður um hækkað verðlag
væri útkoman góð. „Það eru nátt-
úrlega svæði sem seljast verr en
við hefðum vonað, en önnur seljast
betur og enn er mikil hreyfing
þannig að ekki er útséð um hvern-
ig þetta endar. Dæmi um vel seld-
ar ár hjá okkur eru Stóra-Laxá og
Hítará, sem báðar hækkuðu þó
verulega í verði af ástæðum sem
við höfum áður getið um og eru
óviðráðanlegar. Dæmi um verr
seldar ár eru Gljúfurá sem fór illa
í þurrkum í fyrra, Alviðra, sem líð-
ur kannski fyrir húsakost sem gef-
ur nú eftir því sem býðst á öðrum
svæðum Sogsins og Fnjóská, sem
stafar kannski af því að áin hefur
svo lengi verið vettvangur norð-
lenskra stangaveiðimanna og því
illa kynnt hér syðra. Það stendur
til bóta og þá vonumst við til þess
að leyfin seljist betur. Þá var
prentvilla í verðskrá okkar sem
fældi menn örugglega frá ánni.“
Mest útjafnanir
Strengir bjóða upp á sömu svæði
og í fyrra auk Nesveiða í Laxá í
Aðaldal. Þröstur Elliðason sagðist
ánægður með eftirspurn og að
hafa getað boðið svipuð verð og í
fyrra. „Það eru einhverjar útjafn-
anir milli tímabila, en ekki mikið
annað og það er sérstaklega gleði-
legt í ljósi þess að mikil rækt-
unarátök eiga að skila mun betri
veiði í mörgum af svæðum okkar,“
sagði Þröstur.
Innlenda verðskráin hjá Lax-á
er enn ekki komin út, en sala
veiðileyfa eigi að síður hafin af
krafti. Í gögnum sem Stefán Sig-
urðsson, sölufulltrúi hjá Lax-á,
hefur sent frá sér má glöggt sjá að
þar er það sama uppi á teningnum
og hjá Strengjum, verð eru svipuð
og í fyrra, helst að einhverjar út-
jafnanir séu á milli tímabila. Dæmi
eru þó um hækkanir, t.d. í Hörðu-
dalsá í Dölum. Þá hefur Lax-á far-
ið inn á nýjar slóðir í veiðileyfa-
sölu, t.d. með samvinnu við bæði
Ármenn og hið nýstofnaða Stanga-
veiðifélag Akureyrar. Bjóðast nú
félagsmönnum beggja félaga veiði-
leyfi á svæðum Lax-ár á afslætti
sem er í bestu tilvikum 35% af
listaverði, t.d. á svæðinu Blanda 2,
en eitthvað minna í öðrum til-
vikum. Lax-á er ennfremur komin
í samvinnu við Stangaveiðifélag
Keflavíkur um nýtingu Reykja-
dalsár í Borgarfirði.
Fyrsta verðskrá SVAK
Hið nýja Stangaveiðifélag Ak-
ureyrar hefur látið frá sér sína
fyrstu verðskrá. Ber þar hæst
samvinna við SVFR um veiðileyfi í
Fnjóská og samvinna við Lax-á um
veiðileyfi á öllum svæðum Blöndu,
Múlatorfu og Staðartorfu í Laxá í
Aðaldal og á silungasvæði Mið-
fjarðarár. SVAK hefur enn fremur
sett upp dagskrá til vors til að
koma á fót félagslífi í félaginu.
Pálmi Gunnarsson ríður á vaðið
með Grænlandskynningu 29. jan-
úar nk.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Ætlunin er að koma aftur á því fyrirkomulagi í Fljótaá að sleppa laxi, eins
og hér er gert í Laxá í Aðaldal.
Ýmsir vilja
leigja Fljótaá