Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Nokkrir framtakssamir Ís-lendingar, þar á meðal Vil-hjálmur Stefánsson land-könnuður, Vilhjálmur Þór,
um skeið aðalræðismaður Íslands í
Bandaríkjunum, og Thor Thors,
sendiherra Íslands í Bandaríkjunum,
höfðu í óformlegum viðræðum kann-
að hug Bandaríkjastjórnar til þess að
annast varnir Ísland, bæði fyrir og
eftir hernám Englendinga í maí 1940.
Slík ráðstöfun var einnig hugleikin
ýmsum Bandaríkjamönnum, þar á
meðal Bertel H. Kuniholm, ræðis-
manni Bandaríkjanna á Íslandi, sem
kannaði hug ráðamanna hérlendis
ítrekað, með og án vitundar yfirboð-
ara sinna. Umfram allt voru þó Bret-
ar orðnir langeygir eftir þátttöku
frænda sinna í ófriðinum í Evrópu og
ákváðu að herða róðurinn.
Skömmu fyrir ársafmæli hernáms
Íslands, nánar tiltekið hinn 6. maí
1941, var Halifax lávarði, sendiherra
Breta í Bandaríkjunum, falið að til-
kynna Bandaríkjastjórn að margt
benti til þess að í bígerð væri árás
Þjóðverja á Ísland frá Norður-Nor-
egi í nánustu framtíð. Honum var
jafnframt gert að spyrja, í ljósi þeirra
alvarlegu afleiðinga sem jafnvel tíma-
bundin herseta Þjóðverja á Íslandi
hefði á orrustuna um Atlantshafið,
hvort að ríkisstjórn Bandaríkjanna
gæti gefið til kynna með einhverjum
hætti að hún hefði áhuga á örlögum
Íslands? Myndi hún bregðast einarð-
lega við landnámi Þjóðverja þar?
Þarna lá háll fiskur undir steini:
Einsog áður hefur komið fram vildu
Bretar ekkert heitar en að tryggja
þátttöku Bandaríkjamanna í styrjöld-
inni við þýsku ógnina. Þeim þótti því
til mikils að vinna, tækist þeim að
sannfæra þá um ágæti þeirrar hug-
myndar að taka að sér hervernd Ís-
lands og færa þá þannig, að mati
Breta, enn einu skrefi nær stríðsþátt-
töku. En Bretar höfðu sömuleiðis þá
þegar haft talsverð útgjöld af herset-
unni, því auk kostnaðar við að halda
menn og búnað á Íslandi, var dýrt
spaug að friða Íslendinga. Þessar
fjárhagsáhyggjur voru kannski engin
nýlunda í röðum breskra stjórnmála-
manna, ef marka má fyrirspurn eins
þingmanns Verkamannsflokksins í
neðri deild breska þingsins hálfu ári
fyrr, eða í lok nóvember 1940. Þing-
maðurinn vildi fá svör frá hermála-
ráðherra um hvað varnir Íslands
kostuðu og hvort að ekki kæmi til
greina að Bandaríkjamenn tækju
annaðhvort þátt í hervörnum Íslands
eða önnuðust þær að öllu leyti. Með
síðarnefnda kostinum væri bæði
hægt að draga úr kostnaði Breta og
losa breskan her frá Íslandi.
Þessar kostnaðaráhyggjur voru
viðvarandi og hinn 26. maí 1941 skrif-
aði Sir John Dashwood, sem hafði yf-
irumsjón með málefnum Íslands í
breska utanríkisráðuneytinu, minnis-
blað til yfirboðara sinna þar sem hann
gat þess að frá hernámi hefðu Bretar
greitt 500 þúsund pund í vasa Íslend-
inga, í líki styrkja til að „þeim þætti
hernámið ekki eins ógeðfellt“, og þar
að auki greitt um 2,5 milljónir punda
fyrir fisk frá Íslandi. Afleiðingin væri
sú að Ísland hefði yfirfyllst af sterl-
ingspundum og sjá mætti merki um
verðbólgu. Honum blöskraði stríðs-
gróðinn með öðrum orðum og þótti
Íslendingar seilast of djúpt ofan í
buddu Breta, skoðun sem hann deildi
með mörgum öðrum ráðamönnum í
Lundúnum.
En geð þeirra varð brátt léttara. Í
þekktu útvarpsávarpi Roosevelts til
þjóðar sinnar 27. maí, þar sem hann
lýsti yfir „ótakmörkuðu neyðar-
ástandi,“ ítrekaði hann fyrri afstöðu
sína og lét þau orð falla að Þjóðverjar
sæktust eftir heimsyfirráðum. Hann
sakaði þá um yfirgangssemi á höfun-
um, meðal annars á hagsmunasvæði
Bandaríkjanna. „Ef nasistum tækist
að hernema Ísland, eða fá bækistöðv-
ar á Grænlandi, þá væri stríðið þar
með komið í næsta nágrenni við
strendur hins ameríska meginlands,“
sagði hann og bætti því við að þessi
tvö lönd væru einsog stiklur á leiðinni
þangað. Skömmu áður höfðu Bretar
óskað þess að bandarískur tundur-
spillir færi til Íslands til að efla varnir
þar og niðurstaða mun hafa verið inn-
an seilingar í viðræðum ráðgjafa
Roosevelts og Thors Thors.
„Gæti ekki komið á hentugri tíma“
Næsta dag tilkynni Halifax lávarð-
ur bresku ríkisstjórninni, að Roose-
velt segðist geta leyst Englendinga af
hólmi á Íslandi, ef þeir vildu og hægt
væri að koma því í kring hjá íslensk-
um stjórnvöldum. Taldi forsetinn að
hægt væri að hrinda slíkum aðgerð-
um í framkvæmd á þremur eða fjór-
um vikum. Þrítugasta og fyrsta maí
voru viðbrögð Winston Churchill þau
að senda Bandaríkjaforseta skilaboð
þar sem hann kvaðst þeirrar skoð-
unar að „sérhver opinber aðgerð af
yðar hálfu, svo sem að senda fjöl-
mennt herlið til Íslands, gæti ekki
komið á hentugri tíma.“
Raunar hafði Roosevelt og ráðgjaf-
ar hans sömuleiðis velt fyrir sér
möguleikanum á að senda fremur
herlið til Azoreyja en að sögn Corgan
hugðust Portúgalar, sem þar réðu
ríkjum, ekki „fara fram á bandaríska
vernd en Roosevelt gat reitt sig á að
íslensk stjórnvöld mundu leggja fram
slíka beiðni“. Corgan skýrir þessa
fullyrðingu ekki nánar, en nærtækast
er að telja að þar eigi hann við að við-
ræðurnar við Thor Thors hafi veitt
Bandaríkjamönnum fullvissu um að
íslensk stjórnvöld myndu ekki streit-
ast á móti þegar á hólminn væri kom-
ið. En þrátt fyrir að Bandaríkja-
mennn væru augljóslega áhugasamir
um að fá bækistöðvar á Íslandi, þótti
Bretum ekki nóg gert. Þeir voru við-
þolslausir af óþolinmæði í ljósi þess
hvernig stríðið hafði þróast og vildu
fá skýr svör hið fyrsta. Í byrjun júní
var ákveðið að koma til Bandaríkj-
anna frekari fregnum um liðssafnað
Beðið eftir
boðskorti
frá Íslandi
Óvissa ríkir um áframhaldandi veru bandaríska varnarliðsins hérlendis, þótt framtíðarskipun þeirra mála skýrist vart fyrr en á næstu mán-
uðum eða misserum. Þegar Bandaríkjamenn ákváðu að taka að sér hervernd Íslands sumarið 1941 var að baki flókið ferli í þremur löndum,
óformlegar málaleitanir og margvíslegur pólitískur þrýstingur beggja vegna Atlantshafsins. Vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp varð-
andi framtíð herstöðvar í Keflavík rifjar Sindri Freysson upp aðdragandann að upphaflegri komu bandarísks herliðs hingað til lands.
Bandaríkjaher skundar í land: Bandaríkjamenn tóku við stjórn land- og loftvarna á Íslandi af Bretum er herlið þeirra var orðið fjölmennara vorið 1942. Bandarískir
hermenn ganga frá borði herflutningaskips við Ægisgarð í Reykjavík sumarið 1942.
Bandarískur hermaður og íslensk börn á hálum ís á Reykjavíkurtjörn í febrúar 1943.
’ Skipin sem fluttu bandaríska landgöngu-liða fyrsta spölinn áleiðis til Íslands lögðu
úr höfn 22. júní 1941 – sama dag og Þjóð-
verjar réðust inn í Sovétríkin – en eitt smá-
vægilegt mál var þó óafgreitt; ekkert boðs-
kort hafði borist frá Íslendingum. ‘