Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ frestun þessarar skipunar hafa stafað af því að aðmírállinn velktist ekki í vafa um að viðbrögð bandarísku þjóð- arinnar gætu orðið blendin: „Það kann að leynast svo mikið sprengiefni í þessari skipun,“ skrifaði hann [Stark] til Harry Hopkins, „að það þurfi samþykki Roosevelts sjálfs til að gefa hana.“ Hann fullvissaði Hopkins um að allt yrði til reiðu hinn 22. júní, en tók fram að enn hefði ekki borist neitt boð frá íslenskum stjórn- völdum.“ (Einhverjum kann að finn- ast það skemmtileg tilviljun að sama dag og Stark ritaði bréf sitt, þ.e. 17. júní 1941, hófu Þjóðverjar fyrstu út- varpssendingar sínar á íslensku, m.a. í því skyni að „minna“ Íslendinga á að þeir væru hluti Norðurlandanna og reyna þannig að hindra að landið teld- ist til áhrifasvæðis Bandaríkja- manna). Stark stóð við loforð sín og skipin, sem fluttu landgönguliða fyrsta her- fylkisins fyrsta spölinn áleiðis til Ís- lands og þar af leiðandi í átt að þátt- töku í styrjöldinni, lögðu úr höfn í Charleston hinn 22. júní 1941 – eða fyrir kaldhæðni örlaganna sama dag og Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin. En sem fyrr var eitt mál óafgreitt í sambandi við yfirvofandi komu Bandaríkjamanna, þ.e. sá þáttur sem sneri að gestgjöfunum. Howard Smith, sendiherra Breta á Íslandi, gekk því á fund Hermanns Jónasson- ar forsætisráðherra (hinn 24. júní skv. sumum heimildum en aðrar heimildir segja að fundur þessi hafi farið fram 27. júní; trúlega er fyrri dagsetningin líklegri) og tjáði honum að Bretar ættu engra annarra kosta völ en að fara í burtu með allt sitt lið og hafurtask. Þróun styrjaldarinnar hefði breyst – Bretar vildu á þessum tíma efla liðsstyrk sinn í Norður-Afr- íku þar sem þeir höfðu átt í vök að verjast – og stríðsreksturinn krefðist þess herafla sem sæti á Íslandi. Ís- lendingar þyrftu af þeim sökum vernd úr annarri átt – frá Bandaríkja- mönnum. Á því væri aðeins einn hængur; þeir vildu að frumkvæðið kæmi frá Íslandi. Hermann tók er- indinu fálega. Svar hans olli fjaðra- foki bæði í Lundúnum og Wash- ington, enda Bandaríkjamenn þegar lagðir af stað, þess fullvissir að boðs- bréfið væri aðeins einfalt formsatriði. Smith gekk aftur á fund Hermanns næsta dag og lagði hart að honum að breyta afstöðu sinni. Ríkisstjórnin yrði að veita fullnaðarsvar hið fyrsta og það án vitundar Alþingis. Krafan um þagnarskyldu var skýlaus. For- sætisráðherra var tregur sem fyrr, en öðru máli gegndi um samráðherra hans í ríkisstjórn og þegar á leið við- ræður innan hennar sannfærðist Hermann um að ráðstafanir í þessa veru þjónuðu hagsmunum Íslands. Stefán Hjartarson, sagnfræðingur, kemst að þeirri niðurstöðu, að áhugi Íslendinga á að skipta Bretum út fyr- ir Bandaríkjamenn, hafi verið ná- tengdur helsta hugðarefni þeirra, þ.e. að Ísland yrði lýðveldi. „Íslendingum fannst að með vinsamlegum stuðningi Bandaríkjanna hefðu þeir aukið frelsi til að stíga hið langþráða skref, sem fólst í að taka upp stjórnskipan lýð- veldis,“ segir Stefán. Að hans mati hafa Íslendingar sjaldan haft jafn- sterka samningsstöðu og á þessum tíma í sögunni. Það er því raunar at- hyglisvert að þegar kom síðan að við- skilnaðinum við Dani þremur árum síðar, reyndu Bandaríkjamenn frem- ur að tefja gang mála en hitt. Ríkisstjórnin fundaði stíft næstu dagana ásamt trúnaðarmönnum úr hverjum þeirra þriggja stjórnmála- flokka sem að þjóðstjórninni stóðu, þ.e. Sjálfstæðisflokki, Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki. Ákveðið var að ríkisstjórnin setti átta skilyrði fyr- ir samþykki sínu, hvað Bandaríkin snerti, (og höfðu það tangarhald á viðsemjendum sínum að 267 foringjar og 5.966 aðrir bandarískir hermenn voru þá þegar á leiðinni) og fimm skil- yrði hvað Bretland varðaði. Semsagt; þrettán skilyrði fyrir hernámi Íslands og virtust menn ekki vera hjátrúar- fullur í því sambandi. Í fjórða skilyrð- inu var tekið fram að vegna fólksfæð- ar Íslands yrði að „gæta þess vandlega, að einungis úrvalslið verði sent hingað,“ og hafa síðari tíma menn gjarnan viljað skilja þessa ósk svo að blökkumenn stæðu ekki í röð- um þeirra Bandaríkjamanna sem hingað kæmu. Ekki síst vegna hugs- anlegs samneytis við íslenskar konur. Báðar þjóðirnar samþykktu þessi skilyrði í öllum atriðum og hinn 1. júlí 1941 var ljóst að málið væri komið í höfn. Herlið Bandaríkjanna hafði haft viðdvöl í Argentia við Placentia-flóa á Nýfundnalandi, á meðan boðsbréfs- ins var beðið, og hélt nú samstundis af stað á 25 skipum. Þremur dögum síðar sagði Berlín- arútvarpið frá því að hernám Banda- ríkjanna á Íslandi væri yfirvofandi og Bretar jafnframt á förum. Heimild þessa „skúbbs“ var sennilega um- mæli tveggja bandarískra öldunga- deildarþingmanna skömmu áður, þess efnis að ætlun Bandaríkjanna væri að taka Ísland undir sín yfirráð með því að senda þangað herlið 23. júlí. Einu sinni sem oftar hafði „við- arher Göbbels“ rétt fyrir sér eða því sem næst. (Annar öldungadeildar- þingmannanna var B. Wheeler, póli- tískur andstæðingur forsetans og baráttumaður þess að Bandaríkja- menn létu átök Evrópuríkja afskipta- laus. Kenningar hafa hins vegar heyrst þess efnis að hann hafi vísvit- andi nefnt ranga dagsetningu vænt- anlegrar komu Bandaríkjamanna, í því skyni að blekkja Þjóðverja). „Örlagaríkasta skrefið í utanríkismálum“ Fyrsta skilyrði íslensku ríkis- stjórnarinnar sem laut að Bandaríkj- unum var að „Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af Íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núverandi ófriði er lokið.“ Í næstu skilyrðum var m.a. kveðið á um að Bandaríkin viðurkenndu al- gert frelsi og fullveldi Íslands, lofuðu að hlutast ekki til um stjórn landsins, hvorki meðan herafli þeirra væri í landinu né síðar, að varnirnar væru Íslendingum að kostnaðarlausu og Bandaríkin styddu hagsmuni Íslend- inga á allan hátt og var þá aðallega horft til verslunar og viðskipta. Í lokakilyrðinu segir m.a. svo: „Af hálfu Íslands er það talið sjálfsagt, að ef Bandaríkin takast á hendur varnir landsins, þá hljóti þær að verða eins öflugar og nauðsyn getur frekast krafist [...] Íslenska ríkisstjórnin leggur sérstaka áherslu á, að nægar flugvélar séu til varnar, hvar sem þörf krefur og hægt er að koma við, jafnskjótt og ákvörðun er tekin um, að Bandaríkin takist á hendur varnir landsins.“ Í svarskeyti Bandaríkjaforseta var gengið að skilyrðum Íslendinga og frá því greint að ríkisstjórn Banda- ríkjanna teldi „mikilvægt að varðveitt sé frelsi og sjálfstæði Íslands, vegna þess að hernám Íslands af hálfu ríkis, sem sýnt hefur að það hefur á stefnu- skrá sinni augljós áform um að ná heimsyfirráðum og þar með einnig yfirráðum yfir þjóðum nýja heimsins, myndi strax beinlínis ógna öryggi allra þjóða á vesturhvelinu. Það er af þessari ástæðu að ríkisstjórn Banda- ríkjanna mun, samkvæmt orðsend- ingu yðar, strax senda herafla til að auka og síðar koma í stað herliðsins, sem þar nú er. Þær ráðstafanir, sem þannig eru gerðar af hálfu ríkis- stjórnar Bandaríkjanna, eru gerðar með fullri viðurkenningu á fullveldi og sjálfstæði Íslands og með þeim fulla skilningi að amerískt herlið eða sjóher, sem sendur er til Íslands, skuli ekki á nokkurn hinn minnsta hátt hlutast til um innanlandsmálefni íslensku þjóðarinnar, og ennfremur með skilningi, að strax og núverandi hættuástand í milliríkjaviðskiptum er lokið, skuli allur slíkur herafli og sjó- her hverfa á brott þaðan, svo að ís- lenska þjóðin og ríkisstjórn hennar ráði algerlega fyrir eigin landi.“ Corgan kveðst þeirrar skoðunar að í þeim orðsendingum sem fóru á milli þjóðanna sé aðeins tvennt sem vert er að gefa gaum: „Annað er að forsætis- ráðherrann „bauð“ í rauninni ekki Bandaríkjamönnum að koma og hitt að Roosevelt lofaði einungis að „fyrr eða síðar“ kæmu bandarískar her- sveitir í stað breskra.“ Mánudaginn 7. júlí, sama dag og fyrstu bandarísku hermennirnir stigu fæti á íslenska jörð, tilkynnti ríkis- stjórn Íslands þjóðinni að Bandaríkin hefðu tekið að sér hervernd Íslands, „meðan stórveldastyrjöldin varir.“ Með landgöngu breska heraflans ári áður hafði hin rómantíska hugmynd Breskur hermaður heilsar bandarískum landgönguliða á Reykjavíkurhöfn við komu fyrstu liðssveita Bandaríkjanna til landsins 7. júlí 1941. Bretar fögnuðu mjög komu Bandaríkjahers sem markaði þáttaskil í baráttu þeirra í styrjöldinni. Churchill forsætisráðherra notaði tækifærið til að sýna heims- byggðinni að Bandaríkjamenn væru komnir í stríðið með Bretum með við- komu sinni í Reykjavík á leið austur um haf eftir fund með Roosevelt Bandaríkjaforseta í ágúst 1941. 1. Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burt af Íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núverandi ófriði er lokið. 2. Bandaríkin skuldbinda sig ennfremur til að viðurkenna algert frelsi og fullveldi Íslands og að beita öllum áhrif- um sínum við þau ríki, er standa að friðarsamning- unum, að loknum núverandi ófriði, til þess, að frið- arsamningarnir viðurkenni einnig algert frelsi og fullveldi Íslands. 3. Bandaríkin lofa að hlutast ekki til um stjórn Íslands, hvorki meðan herafli þeirra er í landinu né síðar. 4. Bandaríkin skuldbinda sig til að haga vörnum landsins þannig, að þær veiti íbúum þess eins mikið öryggi og frekast er unnt, og að þeir verði fyrir sem minnstum truflunum af völdum hernaðaraðgerða, og séu þær gerðar í samráði við íslensk stjórnvöld, að svo miklu leyti, sem mögulegt er. Vegna fólksfæðar Íslands og hættu þeirrar, sem þjóðinni stafar af návist fjölmenns herafla, verður einnig að gæta þess vandlega, að ein- ungis úrvalslið verði sent hingað. Hernaðaryfirvöld- unum ætti einnig að vera gefin fyrirmæli um að hafa í huga, að Íslendingar hafa ekki vanist vopnaburði öld- um saman og að þeir eru með öllu óvanir heraga, og skal umgengni herliðsins gagnvart íbúum landsins hagað í samræmi við það. 5. Bandaríkin taka að sér varnir landsins, Íslandi að kostnaðarlausu, og lofa að bæta hvert það tjón, sem íbúarnir verða fyrir af völdum hernaðaraðgerða þeirra. 6. Bandaríkin skuldbinda sig til að styðja að hagsmunum Íslands á allan hátt, sem í þeirra valdi stendur, þar með talið að sjá landinu fyrir nægum nauðsynjavörum, tryggja nauðsynlegar siglingar til landsins og frá því og að gera í öðru tilliti hagstæða verslunar- og við- skiptasamninga við það. 7. Íslenska ríkisstjórnin væntir þess, að yfirlýsing sú, sem forseti Bandaríkjanna gefur út í þessu sambandi, verði í samræmi við þessar forsendur af hálfu Íslands, og þætti ríkisstjórninni það mikils virði að vera gefið tæki- færi til að kynna sér orðalag yfirlýsingar þessarar, áð- ur en hún er gefin út opinberlega. 8. Af hálfu Íslands er það talið sjálfsagt, að ef Bandaríkin takast á hendur varnir landsins, þá hljóti þær að verða eins öflugar og nauðsyn getur frekar krafist, og eink- um er þess vænst, að þegar í upphafi verði, að svo miklu leyti sem unnt er, gerðar ráðstafanir til að forð- ast allar sérstakar hættur í sambandi við skiptin. Ís- lenska ríkisstjórnin leggur sérstaka áherslu á, að næg- ar flugvélar séu til varnar, hvar sem þörf krefur og hægt er að koma þeim við, jafnskjótt og ákvörðun er tekin um, að Bandaríkin takist á hendur varnir lands- ins. Þessi ákvörðun er tekin af Íslands hálfu sem algerlega frjálsu og fullvalda ríki, og það er álitið sjálfsagt, að Bandaríkin viðurkenni þegar frá upphafi þessa rétt- arstöðu Íslands, enda skiptist bæði ríkin strax á diplo- matískum sendimönnum. gagnvart Bandaríkjunum: vekja athygli á því, að hinar breyttu aðstæður hljóti óhjá- kvæmilega að leiða til endurskoðunar á bresk-íslenska verslunarsamningnum og að breytt verði ýmsum skuld- bindingum af Íslands hálfu samkvæmt þessum samningi, einkum greinunum um eftirlit með innflutningi og gjald- eyri. 4. Það eru ákveðin tilmæli íslensku ríkisstjórnarinnar, að rík- isstjórn Bretlands láti undir eins lausa og sendi heim til Íslands alla þá íslensku ríkisborgara, sem eru í haldi í Bretlandi og teknir hafa verið höndum og fluttir þangað. 5. Í öðru tilliti er það álitið sjálfsagt, að Bretland breyti ekki að neinu leyti yfirlýsingu þeirri um frelsi og fullveldi Ís- lands, sem það hefur þegar gefið, og að bæði ríkin haldi áfram að skiptast á diplómatískum sendimönnum, enda álítur íslenska ríkisstjórnin það best, að þeir sendimenn, sem nú eru, verði látnir vera áfram að svo stöddu. 1. Bretland skuldbindur sig til að viðurkenna algert frelsi og fullveldi Íslands og sjá til þess, að ekki verði gengið á rétt þess í friðarsamningunum né á nokkurn annan hátt að ófriðnum loknum. 2. Bretland skuldbindur sig til að hverfa burtu héðan af landinu með allan herafla sinn jafnskjótt og flutningi Bandaríkjaliðsins er svo langt komið, að hernaðarlegur styrkur þess er nægilegur til að verja landið, enda verði vörnum landsins þannig hagað meðan á skiptunum stendur, að þær verði aldrei minni en þær eru nú. 3. Að því er snertir verslunar- og viðskiptasamband Bret- lands og Íslands, þá þiggur ríkisstjórn Íslands þakk- samlega það boð bresku ríkisstjórnarinnar, að hún muni ekki draga úr, heldur fremur auka stuðning sinn við við- skipti Íslands jafnframt því, sem hún muni styðja hags- muni þess að öðru leyti. Íslenska ríkisstjórnin vill um leið Skilyrði íslensku ríkisstjórnarinnar fyrir hernámi Íslands gagnvart Bretlandi: ’ Það eina sem skiptir máli er að Banda-ríkjamenn komi til Íslands – eins fljótt og auðið er og eins margir og hægt er. Hvort að við verðum um kyrrt eða förum, að hluta til eða í heild, er algjört aukaatriði. ‘ ’ Frá hernámi hafa Bretar greitt 500 þús-und pund í vasa Íslendinga, í líki styrkja til að „þeim þyki hernámið ekki eins ógeðfellt“, og þar að auki greitt um 2,5 milljónir punda fyrir fisk frá Íslandi. Landið hefur yfirfyllst af sterlingspundum. ‘ (Winston Churchill, forsætisráðherra Breta) (John Dashwood, 26. maí 1941)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.