Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son var kosinn í borg-arstjórn Reykjavíkur1982 og settist í borg-arráð 1986. Hann var kjörinn formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga 1990, en for- maður þess verður að vera starfandi sveitarstjórnarmaður. Þrátt fyrir langt starf að borgarmálefnum segir Vilhjálmur fjarri því að hann sé orð- inn leiður á viðfangsefninu: „Þetta hefur verið mjög áhuga- verður tími, krefjandi starf en mjög skemmtilegt á margan hátt. Engir tveir dagar eru eins. Ég hef sem borgarfulltrúi og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga kynnst mörgum málaflokkum og tekist á við fjölda mála. Eins hef ég kynnst fjölda manns vítt og breitt um landið. Það hefur verið mjög ánægjulegt að kynnast öllu því góða fólki sem ég hef unnið með á þessum vettvangi.“ Fljótlega eftir að Vilhjálmur varð borgarfulltrúi fór hann að bjóða upp á viðtalstíma, en það gerðu borg- arfulltrúar ekki almennt á þeim ár- um. Hann segir að þúsundir einstak- linga hafi leitað til sín, allt frá 1983, að hann byrjaði með viðtalstímana. Fólk hafi komið með ótrúlega fjöl- breytt mál. Verið að kanna rétt sinn gagnvart borgarkerfinu og leita að- stoðar og ráða. Oddviti borgarstjórnarflokks Vilhjálmur varð forystumaður sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn í júní í fyrra, þegar Björn Bjarnason varð dóms- og kirkjumálaráðherra, og er Vilhjálmur. Hvað felst í því að vera oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn? „Ég er formaður borgarstjórnar- flokks sjálfstæðismanna. Það er hlutverk mitt að leiða borgarstjórn- arflokkinn og skipuleggja vinnu Sjálfstæðisflokksins á vettvangi borgarstjórnar; stýra fundum okk- ar, undirbúa borgarráðsfundi og borgarstjórnarfundi, undirbúa mál og stýra stefnumótunarvinnu. Það vilja margir ræða við mig sem odd- vita sjálfstæðismanna og kynna sín mál, viðhorf og viðfangsefni fyrir mér og borgarstjórnarflokki sjálf- stæðismanna.“ Vilhjálmur segir að eftir að hann tók við formennsku borgarstjórnar- flokksins hafi borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins heimsótt um 40 vinnustaði í borginni. „Við ákváðum að gera það til þess að kynnast starfsemi þessara stofn- ana, fyrirtækja og skóla. Hlusta á viðhorf, fá ábendingar og ræða við starfsfólkið. Þetta hefur verið mjög fróðlegt. Fólk er óneitanlega svolítið hissa að sjá okkur og sumir spyrja hvort það séu að koma kosningar! Við göngum um og reynum að hitta hvern starfsmann. Þetta er ekki eins og hefðbundnir skyndifundir sem haldnir eru á vinnustöðum skömmu fyrir kosningar, þar sem menn lýsa öllu því stórkostlega sem þeir ætla að gera á kjörtímabilinu og eru svo farnir eftir hálftíma. Við ætlum að halda þessum heimsókn- um áfram af fullum krafti og erum mjög ánægð með þær.“ Vilhjálmur segir að í Reykjavík starfi átján sjálfstæðisfélög og öfl- ugt starf í þeim. Það er í hans verka- hring og annarra borgarfulltrúa sjálfstæðismanna að kynna mál sem eru til umfjöllunar innan borgar- kerfisins fyrir trúnaðarmönnum og stjórnarmönnum í sjálfstæðisfélög- unum. Borgarstjóraefni Þegar nær dregur kosningum verður áberandi umræðan um borg- arstjóraefni stjórnmálaflokkanna. Vilhjálmur var að því spurður hvort hann væri borgarstjóraefni sjálf- stæðismanna fyrir næstu kosningar. „Það er rétt að gjarnan er spurt um borgarstjóraefni fyrir kosning- ar. En það vissi nú enginn að Þór- ólfur Árnason yrði borgarstjóri! Það var ákveðið í bakherbergjum hjá R- listanum. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru það flokksmenn sem ákveða í gegnum prófkjör, og síðan fulltrúa- ráð, hvernig framboðslistinn lítur út. Það stendur ekkert til að breyta því.“ En liggur ekki beint við að ef þú, formaður borgarstjórnarflokksins, gefur kost á þér sem borgarstjóra- efni að þú verðir það? „Ég hef fullan hug á því og mun sækjast eftir stuðningi sjálfstæðis- manna til þess. Ég tel mig hafa mjög víðtæka þekkingu á borgar- málum og reynslu af félagsmálum og borgarmálum almennt. Eins hef ég átt mikil samskipti við fólk, sem er mikilvægt að borgarstjóri hafi. Ég tel mig geta gert þetta ágætlega. Meðan ég er heilsuhraustur og áhugasamur er mér ekkert að van- búnaði að takast á við þetta starf. En hver sem verður borgarstjóri þá verður hann að hafa í huga að hann er í þjónustuhlutverki fyrir fólkið í borginni, en ekki bara einhver topp- fígúra.“ Ósáttir við minnihlutastöðu Í vor verða tíu ár liðin frá því Sjálfstæðisflokkurinn missti meiri- hluta í borgarstjórn. Sætta sjálf- stæðismenn sig við að sitja í minni- hluta? „Nei, við sættum okkur alls ekki við að vera í minnihluta og ætlum okkur ekki að vera það mikið leng- ur. Það er töluvert ólíkt að vera í meirihluta og minnihluta. Þegar þú ert í meirihluta hvílir á þér að þoka málum áfram og stýra því hvernig þau eru unnin. Taka ákvarðanir í einstaka málum og leiða þau til lykta. Það er fyrst og fremst hlut- verk minnihlutans að halda fram sínum viðhorfum og skoðunum eftir föngum. Síðan að benda á og gagn- rýna það sem miður fer í stjórnkerfi borgarinnar. Að undanförnu hafa verið fjölmörg mál sem eru afskap- lega gagnrýnisverð. Bæði meðferð þeirra og eins aðgerðar- og stefnu- leysi á sumum sviðum. Síðan er það meðferð fjármuna sem hefur verið á margan hátt með ólíkindum.“ Þörf fyrir félagslega þjónustu Þótt Sjálfstæðisflokkurinn berjist fyrir einkaframtaki þá stóð hann að uppbyggingu félagslegrar þjónustu í borginni. Hefur afstaðan eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, síður en svo. Undir forystu sjálfstæðismanna var byggt upp mjög öflugt félagsþjónustukerfi og á þeim grunni starfar félagsþjónustan í dag. Við sjálfstæðismenn höfum lagt mikið af mörkum til að efla fé- lags- og velferðarkerfið í borginni. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á fé- lags- og velferðarmálum og hef starfað mikið á þeim vettvangi. Ég hef sérstaklega beitt mér í þágu málefna aldraðra, er m.a. stjórnar- formaður hjúkrunarheimilisins Eir- ar í Grafarvogi og var í bygginga- nefnd stofnana í þágu aldraðra. Eins hef ég setið í félagsmálaráði í ein átta ár. Það má segja að í störfum mínum hafi ég ætíð lagt mikla áherslu á félags- og velferðarmálin í borginni. Ég mun beita mér fyrir því enn frekar sem oddviti og standa dyggan vörð um þennan mikilvæga þátt.“ Vilhjálmur segir að sá vandi sem félags- og velferðarkerfið reynir að mæta sé að aukast. Bæði hafi fjár- hagsaðstoð við einstaklinga aukist gríðarlega á undanförnum 3–4 ár- um. Biðlistar eftir félagslegu leigu- húsnæði hafi lengst mikið og í raun tvöfaldast á síðustu 3–4 árum svo nú séu um 1.100 manns á biðlista. Bið eftir plássi á vist- og hjúkrunar- heimilum hefur líka lengst. Vil- hjálmur minnir á að borgin beri ekki ábyrgð á byggingu hjúkrunarheim- ila, en þykir samt að aðgerðarleysi R-listans í að koma slíkum fram- kvæmdum í gang hafi verið mikið. „Það var rétt fyrir síðustu kosning- ar að þeir virtust vakna til lífsins. Það var eftir gríðarlega baráttu okkar sjálfstæðismanna fyrir því að borgin sýndi meira frumkvæði og áhuga á þessum málum,“ segir Vil- hjálmur. Gjörbreytt stefna í skipulags- og lóðamálum En hver eru helstu baráttumál sjálfstæðismanna í borgarmálum? „Við höfum lagt áherslu á gjör- breytta stefnu í skipulags- og lóða- málum. Við teljum að það eigi að halda áfram að byggja með strönd- inni, í stað þess að stýra byggðinni upp til heiða og fjalla eins og nú er gert. Við eigum að byggja íbúðir í Geldinganesi. Þar má koma fyrir 7- 10 þúsund manna byggð. Það á ekki að koma stórfelldum hafnarmann- virkjum fyrir á þessari fallegu eyju. Það á að afnema lóðauppboðin. Við eigum að hafa á boðstólum næg- ar lóðir og innheimta eðlileg gatna- gerðargjöld, en ekki að selja þær takmörkuðu lóðir, sem borgin hefur á boðstólum hverju sinni, á upp- sprengdu verði. Það gerir ekkert annað en að hækka byggingarkostn- að, söluverð og síðan fasteignamat og fasteignaskatta. Fasteignaskatt- ar hafa hækkað gríðarlega, ekki síst síðan R-listinn byrjaði með lóðaupp- boðin beint ofan í lóðaskortinn á árinu 2000. Við teljum einnig að það verði að stöðva skuldasöfnun borgarsjóðs. Það er með ólíkindum hve skuldir hans hafa vaxið þrátt fyrir að tekjur borgarinnar hafi hækkað verulega að raungildi á undanförnum árum. Líka þrátt fyrir að arðgreiðslur frá Orkuveitunni í borgarsjóð hafi nán- ast verið tvöfaldaðar í tíð R-listans. Þessa skuldasöfnun verður að stöðva. Þetta getur ekki gengið svona endalaust. Það er löngu ljóst að R-listinn getur ekki tekist á við vandasöm og erfið úrlausnarefni. Óleyst mál hrannast upp og mikilvæg verkefni sitja á hakanum. Stjórnsýsla borg- arinnar, fjármálstjórnin og stefnu- leysi í skipulags- og lóðamálum sýna glögg þreytumerki og getuleysi til að takast á við nauðsynleg viðfangs- efni. Mörg kosningaloforð þeirra eru gleymd og grafin og samskipti við íbúana á mörgum sviðum ein- kennast af tillitsleysi.“ Er Sundabraut ekki forsenda frekari byggðar með ströndinni? „Við sjálfstæðismenn höfum und- anfarið ár verið stöðugt að spyrja um Sundabrautina. Það er orðið mjög mikilvægt að taka ákvörðun um staðsetningu hennar, hvort farin verður svokölluð leið 1, hábrú yfir Kleppsvík norðan Holtagarða og yf- ir í Gufunes, eða leið 3, landmót- unarleið í framhaldi af Skeiðarvogi. Ég er þeirrar skoðunar að R-listinn Í tengslum við fólkið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi sjálfstæð- ismanna og formaður Sam- bands íslenskra sveitarfé- laga, á að baki langa setu í borgarstjórn og borgarráði Reykjavíkur. Guðni Ein- arsson ræddi við Vilhjálm um borgarmálin og muninn á því að sitja í meirihluta og minnihluta. Morgunblaðið/Þorkell Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi á að baki langt starf að sveitastjórnarmálum. ’ Við teljum að það eigi að halda áfram aðbyggja með ströndinni, í stað þess að stýra byggðinni upp til heiða og fjalla. ‘ ’ Við verðum einnig að halda uppi traustu félags- og velferðarkerfi til stuðnings þeim sem minna mega sín í ölduróti samfélagsins. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.