Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 1
Bílar í dag
STOFNAÐ 1913 62. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Formúla 1 hefst á ný Ferr-
ari að dala? Metnaður hjá
Toyota Renault á uppleið?
Ástin er í
loftinu
Mynd Ragnars Bragasonar um Rómeó
og Júlíu í London Fólk í fréttum
Spilað á þeffærin
og lyktarskynið
Réttur ilmur örvar sölu og lykt í nýjum
bílum er úr brúsa | Daglegt líf
ÞINGMENN úr öllum flokkum
lögðu í gær fram tvö frumvörp á
Alþingi um breytingar á lögum um
verðbréfaviðskipti og hlutafélög.
Er markmiðið að treysta hagsmuni
smærri fjárfesta í fyrirtækjum.
Lögð er m.a. til sú lagabreyting að
hlutafélögum verði óheimilt að
kaupa eignir af hluthöfum, stjórn-
armönnum eða framkvæmdastjór-
um félagsins eða móðurfélags þess
eða aðilum sem eru þeim tengdir,
nema fram hafi farið mat óháðra
aðila á verðmæti eignanna.
„Borið hefur á gagnrýni á að
stærri hluthafar geti þvingað félög
til þess að kaupa eignir af þeim á
yfirverði, án þess að smærri hlut-
hafar fái nokkuð við því gert. Er
breytingunni stefnt gegn þessu
ójafnvægi,“ segir í greinargerð.
Leggja þingmennirnir einnig til
að skylt verði skv. lögum að taka
tillit til tengsla aðila við ákvörðun
um það hvort myndast hefur
skylda til að gera yfirtökutilboð.
Hugtökin „skyldir aðilar“ eru skil-
greind þannig að maki og börn
verða talin skyld viðkomandi ein-
staklingi og lagt er til að tveir lög-
aðilar verði taldir skyldir í þessu
sambandi ef eigendur 30% hluta-
fjár hið minnsta eru hinir sömu eða
ef annar á að minnsta kosti 30%
hlutafjár í hinum.
„Hægt hefur verið að nýta sér
orðalag núgildandi reglna og koma
sér hjá yfirtökutilboðsskyldu með
því að skipta eignarhaldi niður á
fleiri aðila,“ segir m.a. í greinar-
gerð.
Tryggja á betur skv. tillögunum
að verð sem boðið er í yfirtökutil-
boði sé sem næst raunvirði félags
sem um ræðir. Þegar veltuhraði
bréfa í félagi er takmarkaður verði
það falið dómkvöddum matsmönn-
um að ákvarða hvaða verð skuli
boðið í yfirtökutilboði.
Þá er kveðið á um að samþykki
eins tíunda hluta hluthafa í stað
fjórðungs hluthafa nægi til þess að
fram fari sérstök rannsókn, t.d. „ef
grunur vaknar um að stærri hlut-
hafar hafi nýtt sér stöðu sína í fé-
lagi til þess að áskilja sér fjárhags-
lega hagsmuni á kostnað smærri
hluthafa.“
Flutningsmenn eru Einar K.
Guðfinnsson og Halldór Blöndal,
Sjálfstæðisflokki, Jóhanna Sigurð-
ardóttir, Samfylkingu, Hjálmar
Árnason, Framsóknarflokki,
Steingrímur J. Sigfússon, VG, og
Guðjón A. Kristjánsson, Frjáls-
lynda flokknum.
Þingmenn úr öllum flokkum sameinast um tvö lagafrumvörp á Alþingi
Markmiðið að styrkja
stöðu smærri hluthafa
Íraskir embættismenn sögðu í gær-
kvöldi að a.m.k. 112 hefðu farist í
Karbala og 70 í Bagdad. Hundruð
til viðbótar særðust. Talið er að
árásirnar hafi verið þaulskipulagð-
ar, þær áttu sér allar stað á sama
tíma og beindust gegn sjítum á loka-
degi helgustu trúarhátíðar þeirra.
Bandaríkjamönnum kennt um
Bandaríkjamenn greindu frá því í
síðasta mánuði að þeir hefðu komist
yfir bréf sem þeir sögðu Zarqawi
hafa skrifað en þar var hvatt til
árása gegn sjítum í Írak, með það í
huga að valda borgarastríði í land-
inu milli sjíta og súnníta.
Til að reyna að koma í veg fyrir að
tilræðin í gær yrðu til þess að öfga-
mennirnir næðu þessu markmiði
sínu komu forystumenn íraska
framkvæmdaráðsins, sem skipað er
bæði sjítum og súnnítum, auk
Kúrda, fram opinberlega og hvöttu
Íraka til að „sýna samstöðu“ og
„hafa af óvinum okkar tækifærið til
að leiða hörmungar yfir þjóðina“. Í
yfirlýsingu sinni hvatti Sistani erki-
klerkur fólk einnig til að sameinast
gegn hinum illu öflum, sem valda
vildu upplausn í Írak.
Mikil reiði ríkti þó í röðum sjíta í
garð Bandaríkjamanna og m.a. var
grjóti kastað í bandaríska hermenn
og sjúkraliða er þeir reyndu að veita
særðum aðhlynningu og aðstoð eftir
tilræðin í Bagdad í gær. Sistani
sagði Bandaríkjamenn ekki hafa
hirt nægilega vel um að verja landa-
mæri Íraks fyrir því að inn í landið
streymdu erlendir öfgamenn og
hann gagnrýndi þá einnig fyrir að
hafa ekki styrkt innlend varnarlið
og löggæslusveitir nægilega mikið.
Ódæðin í gær voru fordæmd af
öllum helstu leiðtogum heims og
varaði George W. Bush Bandaríkja-
forseti landa sína við því að tilræðin
sýndu að alþjóðlegir hryðjuverka-
menn vildu enn skaða Bandaríkin.
Þeir myndu þó ljúka því verki, sem
þeir hefðu hafið í Írak.
Þriggja daga þjóðar-
sorg lýst yfir í Írak
Næstum 200 biðu bana í árásum Líklegt að Abu Mussab al-Zarqawi
hafi skipulagt ódæðin Íraska framkvæmdaráðið hvetur til samstöðu
Bagdad. AP, AFP.
Mesta mannfall/28
Reuters
Írakar bera á brott menn sem særðust í árásunum í Karbala, helgustu
borg sjíta. Að minnsta kosti 182 biðu bana í ódæðisverkunum í gær.
LÝST hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Írak eftir ódæðisverk í
borgunum Bagdad og Karbala í gær sem kostuðu a.m.k. 182 sjía-múslíma
lífið. Dagurinn í gær er sá blóðugasti frá því að meiriháttar hernaðarátök-
um lauk í Írak í fyrra. Bandaríkjamenn kenna Abu Mussab al-Zarqawi,
sem sagður er hafa tengsl við al-Qaeda-hryðjuverkasamtökin, um ódæðin
en Ayatollah Ali al-Sistani, helsti trúarleiðtogi sjíta í Írak, gagnrýndi hins
vegar bandarísk stjórnvöld og sagði þau ekki hafa hugað nægilega vel að
því að vernda líf og limi Íraka gegn öfgamönnum.
YFIRMENN bandarísku geimferðastofn-
unarinnar (NASA) sögðu í gær að enginn
vafi léki á því að vatn hafi einu sinni verið að
finna á yfirborði Mars og að aðstæður hafi
verið með þeim hætti að hugsanlegt sé að líf
hefði getað þrifist þar.
Ed Weiler, fulltrúi NASA, sagði á frétta-
mannafundi að könnunarfarið Opportunity,
sem lenti á Mars 24. janúar sl., hefði komið
niður „á stað á Mars þar sem eitt sinn var
svo mikið af fljótandi vatni að yfirborð plán-
etunnar var rennandi blautt“. Bætti hann
því við að „um drjúgan tíma“ hefði líf vel
getað dafnað á þessum stað.
Enn engin merki um líf
Weiler sagði að rannsóknir Opportunity
og annars könnunarfars, Spirit, sem lenti á
Mars 3. janúar, mörkuðu „risastórt skref“ í
þá átt að svara spurningunni um það hvort
líf hefði einhvern tíma þrifist á Rauðu plán-
etunni, sem svo er kölluð. Steve Squyres,
yfirmaður vísindasviðs NASA, lagði hins
vegar áherslu á að enn hefðu engin merki
fundist um að líf hefði verið á Mars.
Mikið er um grjót á þeim stað þar sem
Opportunity lenti. Þykir ljóst að vatn lék
eitt sinn um þetta grjót. „Þetta grjót mót-
aðist í fljótandi vatni,“ sagði Squyres.
Reuters
NASA segir að á þessari mynd megi sjá
merki um að vatn hafi þakið hluta Mars.
Augljós
merki um
vatn á Mars
NASA segir að líf hafi
getað þrifist á Mars
Washington. AFP.
Uppreisnar-
menn vilja ekki
afvopnast
Port-au-Prince, Washington. AFP.
GUY Philippe, leiðtogi uppreisnarmanna á
Haítí, vísaði í gær á bug kröfum Banda-
ríkjamanna um að sveit-
ir hans afvopnuðust.
„Ég mun ekki leggja
niður vopn, hvað sem
líður þrýstingi erlendra
ríkja,“ sagði hann.
Áður hafði Paul Arc-
elin, ráðgjafi Philippes
sagt hópi fólks, sem
saman var komið í Port-
au-Prince til að fagna
brotthvarfi Jean-Bertr-
ands Aristides forseta, sem sagði af sér um
helgina, að Yvon Neptune forsætisráðherra
yrði handtekinn og sóttur til saka. Yfir-
menn bandarísku landgönguliðanna, sem
komnir eru til Haítí, taka þessi orð alvar-
lega og sendu lið á skrifstofur Neptunes til
að tryggja öryggi hans.
Aristide/15
Guy Philippe
♦♦♦
„FYRIR okkur
vakir að styrkja
stöðu minni hlut-
hafa. Við sjáum
að það eru mikil
umsvif á hluta-
bréfamark-
aðinum og sam-
einingar og til-
færslur á hlutabréfum sem gera að
verkum að við teljum ástæðu til þess
að skýra betur stöðu hinna minni
hluthafa í þessum miklu umbreyt-
ingum,“ segir Einar K. Guðfinnsson,
fyrsti flutningsmaður frumvarp-
anna tveggja.
„Það er sérstaklega ánægjulegt
að svo breið pólitísk samstaða er um
þetta mál eins og flutningsmenn-
irnir eru vitni um,“ segir Einar.
Breið samstaða