Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
STAÐAN á stórskákmóti
Hróksins og Fjölnis í Rima-
skóla er gríðarlega jöfn eft-
ir sex umferðir, en franski
stórmeistarinn Joel Lautier
stal toppsætinu af Ivan
Sokolov þegar hann sigraði
ofurstórmeistarann í
hörkuviðureign í gær. Laut-
ier leiðir nú mótið með hálf-
um vinningi og eru tíu aðrir
skákmenn hálfum vinningi
á eftir honum.
Íslenskir skákmenn gera
það mjög gott á mótinu, en
Bragi Þorfinnsson kom
þægilega á óvart þegar
hann sigraði Pavel Tregu-
bov með svörtu mönnunum.
Bróðir Braga, Björn, vann
ekki minna afrek þegar
hann sigraði Tomas Oral.
Íslendingar eru nú í fimm af
ellefu efstu sætunum.
Á meðal yngri keppenda í
mótinu náði Hjörvar Steinn
Grétarsson góðum úrslitum
gegn Sigurði Páli Stein-
dórssyni en skák þeirra
endaði með jafntefli. Hjörv-
ar Steinn og Ingvar Ás-
björnsson hafa náð bestum
árangri ungra skákmanna á
mótinu og eru með þrjá og
hálfan vinning.
Íslendingar sigursælir á
stórmóti Hróksins og Fjölnis
Morgunblaðið/Ómar
Nýbakaður Norðurlandameistari í skák 10 ára og yngri, Hjörvar Steinn Grét-
arsson, hefur staðið sig vel á Stórmóti Hróksins og Fjölnis. Hefur hann hlotið þrjá
og hálfan vinning eftir fyrstu sex umferðirnar. Skákmótinu lýkur í dag.
DAGFORELDRAR í Reykjavík
eru óánægðir með þær breytingar
sem félagsmálaráðuneyti hefur
lagt til að gerðar verði á reglugerð
um daggæslu í heimahúsum og
gera ráð fyrir að börnum verði
fækkað úr fimm í fjögur. Á fundi
dagforeldra af öllu landinu, sem
haldinn var í Gerðubergi í gær-
kvöldi, voru drögin kynnt.
Í drögum að nýrri reglugerð
sem ráðuneytið sendi sveitarfélög-
um og félögum dagforeldra til um-
sagnar hinn 9. febrúar sl. kemur
fram að hvert dagforeldri, eða dag-
móðir eins og segir í reglugerðinni,
megi ekki hafa fleiri en fjögur
börn. Þetta nýja ákvæði eru dag-
foreldrar ósáttir við og telja að með
þessu sé verið að kippa stoðum
undan rekstri daggæslu í heima-
húsum. Samkvæmt reglugerðinni
sem hefur verið í gildi frá árinu
1992 má dagforeldri með a.m.k.
eins árs starfsreynslu hafa fimm
börn í sinni umsjá. Þær dagmæður
sem Morgunblaðið ræddi við í gær
voru afar ósáttar enda yrðu breyt-
ingarnar til þess að tekjur þeirra
myndu skerðast um 20%.
Ráðuneytið leysir ekki
tekjuvanda dagforeldra
Þorgerður Benediktsdóttir, lög-
fræðingur í félagsmálaráðuneyti,
segir helstu ástæðu þess að í nýrri
reglugerð er gert ráð fyrir fjórum
börnum á hvert dagforeldri en ekki
fimm eins og nú er vera þá að börn
í daggæslu í heimahúsum eru yngri
en áður var. Hún segir flest börn
sem eru í umsjá dagforeldra vera
undir tveggja ára aldri. Þegar nú-
gildandi reglugerð var tekin í notk-
un, árið 1992, hafi staðan hins veg-
ar verið önnur og meira um að eldri
börn væru í daggæslu í heimahús-
um. Leikskólaplássum hafi hins
vegar aukist síðan þá og því hafi
eldri börnum fækkað í daggæslu.
Að sögn Þorgerðar er það ekki
hlutverk félagsmálaráðuneytisins
að taka ákvarðanir um hækkanir á
niðurgreiðslum vegna daggæslu í
heimahúsum til að vega upp á móti
fækkun barna sem reglugerðar-
drögin fela í sér. Sveitarfélögin í
samvinnu við dagmæður verði að
leysa þau atriði. Hlutverk ráðu-
neytisins sé að setja dagforeldrum
fagleg skilyrði.
Dagforeldrar frá fasta niður-
greiðslu frá sveitarfélagi fyrir
hvert barn sem þeir annast um, en
greiðslan nemur 14 þúsund krón-
um á mánuði fyrir hvert barn sem
er allan daginn hjá dagforeldri í
Reykjavík. Miðað við fimm börn í
gæslu nemur niðurgreiðslan því 70
þúsund krónum en lækkar í 56 þús-
und krónur verði dagforeldrum
gert að fækka í fjögur börn. Ofan á
þessar greiðslur til dagforeldra
bætist svo taxti sem ákveðinn er af
viðkomandi dagforeldri.
Algengt gjald sem foreldrar
þurfa að greiða fyrir barn sem er
hjá dagforeldri allan daginn er 39–
43 þúsund krónur á mánuði. Á móti
því gjaldi kemur svo niðurgreiðsla
sveitarfélagsins.
Þær upplýsingar fengust hjá
Leikskólum Reykjavíkur að gert
er ráð fyrir að hver starfsmaður á
leikskóla geti haft fjögur börn
yngri en tveggja ára í sinni umsjá.
Fjöldi barna á hvern starfsmann
hækki með aldri þeirra og við fimm
ára aldur sé miðað við að hver
starfsmaður ráði við að hafa tíu
börn í sinni umsjá. Yfirgnæfandi
meirihluti barna í daggæslu í
heimahúsum er undir tveggja ára
aldri. Í drögum að reglugerð fé-
lagsmálaráðuneytisins um dag-
gæslu í heimahúsum er ekki gerð-
ur greinarmunur á aldri barna í
umsjá dagforeldra að öðru leyti en
því að þar kemur fram að hvert
dagforeldri má hafa fjögur börn í
sinni umsjá undir sex ára aldri að
meðtöldum þeim börnum sem fyrir
eru á heimilinu, þó aldrei fleiri en
tvö börn undir eins árs aldri.
Ný reglugerð um
daggæslu umdeild
NÝTT bankaráð Íslandsbanka er
sjálfkjörið á aðalfundi félagsins nk.
mánudag. Orri Vigfússon og Karl
Wernersson taka þá sæti í banka-
ráðinu en tveir núverandi banka-
ráðsmenn gefa ekki kost á sér, þau
Kristján Ragnarsson, formaður
bankaráðs, og Guðrún Helga Lárus-
dóttir.
Frestur til að tilkynna um áhuga á
bankaráðssæti í Íslandsbanka rann
út í gær og höfðu þá eftirtaldir menn
gefið kost á sér:
Einar Sveinsson, Guðmundur B.
Ólafsson, Helgi Magnússon, Jón
Snorrason, Karl Wernersson, Orri
Vigfússon og Víglundur Þorsteins-
son. Þeir sem gefa kost á sér sem
varamenn eru: Bjarni Finnsson,
Guðmundur Ásgeirsson, Halldór
Björnsson, Halldóra Þórðardóttir,
Hilmar Pálsson, Jón Bjarni Gunn-
arsson og Vilmundur Jósefsson.
Þeir Bjarni og Jón Bjarni eru nýir
varamenn en Friðrik Jóhannsson
gaf ekki kost á sér.
Karl og Orri nýir í
bankaráð Íslandsbanka
LAUNAKOSTNAÐUR nokkurra
heilbrigðisstofnana á landsbyggð-
inni jókst um 30,2% á árunum 2000-
2002 að frátöldum launatengdum
gjöldum og var hækkunin u.þ.b. tvö-
falt meiri en hækkun launavísitöl-
unnar á sama tímabili. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um niðurstöður könnunar
á launaþróun starfsmanna nokkurra
heilbrigðisstofnana á árunum 2000–
2002.
Ríkisendurskoðun telur að skýr-
ingarnar á þessari hækkun launa-
kostnaðar séu einkum þrjár. Í fyrsta
lagi miklar umsamdar launahækk-
anir til sumra starfshópa, í öðru lagi
launaskrið og í þriðja lagi aukið
vinnuafl.
Hæstu launagreiðslur til lækn-
is námu 20 milljónum 2002
Í skýrslunni er vakin athygli á því
hversu mikill munur er á heildar-
greiðslum til lækna á heilbrigðis-
stofnunum á landsbyggðinni og
hversu háar þær geta orðið þar sem
þær eru hæstar. Árið 2002 námu
hæstu heildargreiðslur til einstaks
læknis tæpum 20 milljónum króna
en tæpum 14 milljónum króna þar
sem þær voru lægstar. Meðalárs-
laun hjúkrunarfræðinga á lands-
byggðinni voru á bilinu 4,1–5,7 millj-
ónir króna.
Í skýrslunni kemur einnig fram að
laun og aðrar greiðslur til lækna á
landsbyggðinni eru verulega hærri
en tíðkast á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi. Árið 2002 námu meðal-
laun lækna sem þar vinna í fullu
starfi um 9,5 milljónum króna.
Fram kemur í skýrslunni að
kjarasamningar sjúkrahúslækna á
tímabilinu fólu í sér tæplega 26%
hækkun launa en við úrskurð kjara-
nefndar um laun heilsugæslulækna
frá nóvember 2002 hækkuðu laun
þeirra um 28–55% hjá þeim stofn-
unum sem könnun Ríkisendurskoð-
unar nær til og réðst hækkunin m.a.
af samsetningu læknahóps. Fram
kemur að fjármálaráðuneytið hefði
metið kostnaðaráhrif kjarasamn-
inga við starfsmenn stofnananna til
18–21% launahækkunar, allt eftir
samsetningu starfsmannahóps, en í
raun óx launakostnaðurinn um
30,2%.
Sumir hópar fengu miklar
umsamdar launahækkanir
Stofnunin telur að einstakir
starfshópar hafi fengið miklar um-
samdar launahækkanir á tímabilinu
2000–2002, t.d. hafa laun lækna
hækkað um 25,5% samkvæmt mati á
kostnaðaráhrifum kjarasamninga
og laun sjúkraliða um 31,5%. Laun á
ársverk hjúkrunarfræðinga hækk-
uðu að jafnaði um 18,5% á tímabilinu
en fjármálaráðuneytið taldi að
kostnaður við kjarasamninga þeirra
ætti að leiða til 15% hækkunar.
„Laun hjúkrunarfræðinga hafa því
hækkað lítillega umfram kjara-
samninga. Meðallaun þeirra á þeim
stofnunum sem skoðaðar voru námu
frá 4,1–5,7 [millj. kr.] árið 2002.
Laun hjúkrunarfræðinga hjá LSH
voru um 4,2 m.kr. og því lægri en á
flestum þeirra sjúkrastofnana sem
hér voru til skoðunar,“ segir í
skýrslunni.
Ríkisendurskoðun bendir einnig á
að talsvert launaskrið hafi átt sér
stað innan sumra starfshópa um-
fram kjarasamninga. Þetta launa-
skrið er mismikið eftir hópum en
mest hjá starfsfólki í rekstri og um-
sýslu og hjúkrunarfræðingum.
Launaskrið
Ástæður launaskriðsins eru m.a.
staðbundnir samningar einstakra
starfshópa um launahækkanir og
samanburður þeirra við laun sam-
bærilegra hópa á öðrum stofnunum.
Í þriðja lagi hefur vinnumagn á um-
ræddum heilbrigðisstofnunum auk-
ist nokkuð á tímabilinu 2000–2002
eða að meðaltali um 4,9%. Þyngst
vegur fjölgun ársverka lækna,
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða.
Ósamræmi milli launakerfis
og fjárlagakerfis
Ríkisendurskoðun bendir á að
nýtt launakerfi ríkisins og launa-
kerfi sjúkrahúslækna gefi stjórn-
endum nú meiri möguleika en áður á
að taka ákvarðanir um laun starfs-
manna. Þetta krefst styrkrar stjórn-
unar og aðgangs að upplýsingum
sem ekki liggja alltaf fyrir á smærri
stofnunum.
Bent er á að á skorti samræmi
milli launakerfisins og fjárlagakerf-
isins. Með stofnanasamningum hafi
myndast talsverður þrýstingur til
hækkunar launa án þess að fjármun-
ir væru fyrir hendi. „Í framgangs-
samningum hjúkrunarfræðinga eru
ákvæði um launaflokkatilfærslur
vegna framþróunar starfsmanns og
koma þær til viðbótar umsömdum
launahækkunum. Ekki eru hins veg-
ar fjárveitingar til að mæta þessum
hækkunum og veldur það oft vand-
kvæðum við að halda stofnunum inn-
an fjárheimilda. Þetta er eitt skýr-
asta dæmið um skort á samræmi
milli launakerfisins og fjárlagakerf-
isins,“ segi í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar.
Launakostnaður heilbrigðisstofnana óx tvöfalt meira en
launavísitala samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar
Læknar úti á landi á
mun hærri launum
!"
#
$ %
&'()
&*(&
&'()
&)(+
&,(-
&.(,
&+()