Morgunblaðið - 03.03.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DEILA hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða sem starfa hjá Miðstöð
heimahjúkrunar í Reykjavík við
stjórnendur Heilsugæslunnar í
Reykjavík snýst, eins og margoft
hefur komið fram, um greiðslur til
starfsmanna fyrir akstur. Frá árinu
1990 hafa starfsmenn fengið greidd-
ar 450 krónur fyrir hverja vitjun sem
þeir fara í, en samningi um þær
greiðslur var sagt upp af forsvars-
mönnum heilsugæslunnar í nóvem-
ber síðastliðnum.
Forsvarsmenn heilsugæslunnar
líta ekki á málið sem kjaradeilu og
telja að með uppsagnarbréfum, sem
40 starfsmenn lögðu fram í kjölfar
uppsagnar heilsugæslunnar á akst-
urssamningum, hafi starfsmennirnir
löglega sagt störfum sínum lausum.
Uppsagnirnar tóku gildi hinn 1.
mars síðastliðinn, en þrír drógu upp-
sagnir til baka fyrir þann tíma og
hefur því fækkað um 37 í starfsliði
heimahjúkrunar.
Enginn sótt um störf
þeirra sem hættu
Ekki hefur verið ráðið í stöður
þeirra sem hættu og engar umsóknir
um störfin hafa borist.
Ágreiningur milli Heilsugæslunn-
ar annars vegar og hjúkrunarfræð-
inga og sjúkraliða sem starfa, eða
störfuðu, við heimahjúkrun í
Reykjavík snýst m.a. um hvers kyns
aksturssamningarnir eru. Þ.e. hvort
líta beri á samningana sem hluta af
tekjum starfsmanns, og þar með
hluta af kjarasamningi, eða hvort
aksturssamningarnir eru sérsamn-
ingar sem hægt sé að segja upp án
þess að það hafi áhrif á kjarasamn-
inga.
Þær greiðslur sem starfsmenn fá
fyrir akstur í vinnu eru skattfrjáls
hlunnindi, og þau rök telja forsvars-
menn heilsugæslunnar sýna fram á
að ekki sé verið að segja upp kjara-
samningi með því að gera breytingar
á akstursfyrirkomulagi.
Talsmenn fyrrverandi starfs-
manna segjast hins vegar líta svo á
að þeim hafi verið sagt upp, þrátt
fyrir að allir 37 hafi lagt fram upp-
sagnarbréf til Heilsugæslunnar.
Sextán starfsmenn með yfir
milljón á ári fyrir akstur
Akstursgreiðslur til einstakra
starfsmanna eru afar mismunandi.
Þeir starfsmenn sem mest frá greitt
fyrir akstur fá yfir eina milljón króna
á ári og allt upp í eina og hálfa millj-
ón. Mánaðarlegar greiðslur til þeirra
sem keyra mest nema þannig á
bilinu 80–125 þúsund krónum á mán-
uði, miðað við tölur frá árinu 2003
sem fengnar eru frá Heilsugæslunni
í Reykjavík. Alls höfðu sextán starfs-
menn yfir eina milljón króna í akst-
ursgreiðslur allt árið í fyrra, eins og
sjá má í meðfylgjandi töflu.
Ekki er tekið tillit til starfshlut-
falls í tölunum en starfsmenn eru að
meðaltali í 70–80% starfshlutfalli. Þá
er það ekki algilt að starfsmenn sem
séu í hærra starfshlutfalli séu með
hærri akstursgreiðslur. Þeir starfs-
menn sem t.d. vinna mikið á kvöld-
vöktum, sem eru styttri en dagvakt-
ir, fara í margar vitjanir á stuttum
tíma þar sem kvöldvitjanir krefjast
ekki eins langrar viðveru og þær
sem er farið í á morgnana.
Vilja óbreytt kjör
Nýtt fyrirkomulag aksturs-
greiðslna var tekið í notkun hinn 1.
maí 2003 og hafa 8–10 starfsmenn
verið ráðnir í heimahjúkrun frá þeim
tíma samkvæmt því. Fyrirkomulagið
felur í sér að starfsmaður hefur um
tvennt að velja: annar kosturinn er
að vinna sína vinnu á rekstrarleigu-
bíl sem heilsugæslan leggur til og
hinn kosturinn er að nýta eigin bíl, fá
greiddan kílómetrafjölda skv. akst-
ursdagbók, þ.e. miðað við raunakst-
ur en ekki ákveðinn fjölda kílómetra,
og 1.200 kílómetra árlega að auki.
Forsvarsmenn heilsugæslunnar
telja núverandi fyrirkomulag akst-
ursgreiðslna vera úrelt og segja það
barn síns tíma. Starfsmenn skuli fá
greitt fyrir akstur í samræmi við
þann kostnað sem aksturinn út-
heimtir, líkt og aðrir starfsmenn rík-
isins fái.
Þegar aksturssamningum var
sagt upp í nóvember voru starfs-
mönnum boðnir þessir skilmálar
einnig en að þeim hafa starfsmenn
ekki viljað ganga.
Talsmenn fyrrverandi starfs-
manna hafa sagt að þeir vilji einung-
is halda þeim kjörum sem verið hafa
í boði síðastliðin fjórtán ár. Þær séu
ekki að fara fram á bætt kjör heldur
það að kjörin verði ekki skert.
Upphafið að þeim aksturssamn-
ingum sem nú gilda og miða við 450
krónur, eða 8 kílómetra, má rekja til
þess að heimahjúkrun var færð yfir
til ríkisins frá Reykjavíkurborg. Þá,
árið 1990, kom upp óánægja meðal
starfsmanna þar sem launataxti rík-
isins var lægri en sá sem hafði gilt
hjá borginni. Þá var ákveðið að
hækka greiðslur fyrir akstur um
sem nemur einum kílómetra fyrir
hverja vitjun, úr sjö í átta, í stað þess
að gera breytingar á launataxta.
Samningurinn var þannig gerður til
að koma í veg fyrir að starfsfólk í
heimhjúkrun væri látið gjalda flutn-
ingsins frá sveitarfélögunum.
Breytingu frestað
rétt fyrir kosningar
Síðastliðið vor stóð til að samning-
um þáverandi starfsfólks um akst-
ursgreiðslur yrði breytt. Það gekk
hins vegar ekki eftir og nýtt fyrir-
komulag einungis látið ná til nýrra
starfsmanna.
Fulltrúar stéttarfélaga starfs-
manna og talsmenn starfsmanna
segjast ekki hafa vitað að til stæði að
keyra breytingarnar í gegn, þar sem
hætt hefði verið við þær í fyrravor,
stuttu fyrir kosningar. Hefðu starfs-
menn því talið að í framhaldi af því
væru breytingarnar fallnar út af
borðinu. Forsvarsmenn heilsugæsl-
unnar segja hins vegar að starfs-
mönnum hefði átt að vera ljóst að
breytingar stæðu fyrir dyrum, þeim
hefði aðeins verið frestað.
Til að bæta starfsmönnum þá
tekjuskerðingu sem þeir verða fyrir
vegna breytinga á aksturssamning-
um hefur heilsugæslan boðið starfs-
mönnum tveggja launaflokka hækk-
un. Þessu hafa starfsmenn ekki
viljað ganga að og vilja óbreytta
aksturssamninga.
Stéttarfélög starfsmanna, Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga og
Sjúkraliðafélag Íslands, hafa reynt
að ná sáttum og lagt fram tillögur
um svokallað sólarlagsákvæði. Í því
felst að þeir starfsmenn sem nú búa
við aksturssamningana sem gerðir
voru 1990 fái að halda þeim í nokkur
ár til viðbótar en að þeirra samning-
ar verði smám saman felldir að nýju
fyrirkomulagi.
Enginn fundur hefur verið boðað-
ur milli talsmanna fyrrverandi
starfsmanna og stéttarfélaga þeirra
og heilsugæslunnar. Ekkert nýtt
hefur komið fram undanfarna daga
sem líklegt er til að leysa málið. Tals-
verð röskun hefur orðið á þjónustu
við skjólstæðinga heimahjúkrunar,
mest hjá þeim sem njóta þjónust-
unnar vikulega eða sjaldnar.
Starfsmenn við heimahjúkrun í
Reykjavík eru nú 47 talsins en voru
83 í 68 stöðugildum áður en uppsagn-
ir tóku gildi.
Engin lausn er í sjónmáli í deilunni um akstursgreiðslur vegna heimahjúkrunar í Reykjavík
Heimahjúkr-
un í járnum
Morgunblaðið/Ásdís
Markmiðið með heimahjúkrun er að gefa öldruðum og fötluðum færi á að dveljast á eigin heimili.
/
0
1
2
1!
,
/03/
45
6
/
* (.
*,(-
.)
)&
7$$1
8
9
6
0
1
-- :!
Starfsmenn heimahjúkrunar í Reykjavík
vilja óbreytt fyrirkomulag aksturs-
greiðslna. Heilsugæslan knýr á um breyt-
ingar á fjórtán ára gömlu kerfi. Ekki hefur
verið ráðið í stöður þeirra sem hættu og
engar umsóknir um störfin hafa borist.
Í KJÖLFAR fundar fyrrverandi
starfsmanna heimahjúkrunar 29.
febrúar sl. var fyrirtækinu Alhjúkr-
un ehf., sem hugðist útvega starfs-
fólk til heimahjúkrunar í stað þeirra
sem hættu, sent bréf hinn 1. mars
þar sem fram kemur áskorun til fyr-
irtækisins um að ganga ekki í þau
störf sem eru laus. Undir bréfið rita
14 starfsmenn af þeim 37 sem hætt
hafa störfum við heimahjúkrun í
Reykjavík.
Í niðurlagi bréfsins segir: „Sé það
hins vegar rétt að fyrirtæki yðar hafi
eða hyggist ganga til samninga við
Heilsugæsluna um að ganga inn í
störf starfsmanna heimahjúkrunar,
sem eiga í kjaradeilu við vinnuveit-
anda sinn, var á fundinum ákveðið að
beina þeim eindregnu tilmælum til
yðar að hverfa hið fyrsta frá slíkri
fyrirætlan. Reynist það svo að
starfsmenn á vegum fyrirtækis yðar
gangi í störf starfsmanna heima-
hjúkrunar munu starfsmenn grípa
til allra löglegra ráða til að hindra
síkt, m.a. með því að kæra slíkt at-
hæfi til siðanefndar Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga.“
Forstjóri heilsugæslunnar segir
„hótanir“ að engu hafandi
Í bréfi sem undirritað er af Guð-
mundi Einarssyni, forstjóra Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík, koma fram
athugasemndir við bréf fyrrverandi
starfsmanna til Alhjúkrunar. Bréfið,
sem ritað er í gær, 2. mars, var sent
þeim fyrrverandi starfsmönnum
sem undirrituðu fyrrnefnt bréf til Al-
hjúkrunar, núverandi starfsmönnum
við heimahjúkrun, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra svo og land-
lækni.
Fyrst er það tekið fram að ekki
standi yfir deila milli fyrrverandi
starfsmanna og heilsugæslu þar sem
ráðningarsamningar hlutaðeigandi
starfsmanna við heilsugæsluna séu
fallnir úr gildi og þar með einnig
gagnkvæmar skyldur sömu aðila.
Ennfremur segir að enginn
ágreiningur sé um það á milli Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík annars vegar
og Sjúkraliðafélags Íslands og Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga
hins vegar að ekki sé um kjaradeilu
að ræða í skilningi laga og kjara-
samninga. „Samkvæmt því er starfs-
mönnum, bæði núverandi starfs-
mönnum og fyrrverandi starfs-
mönnum, með öllu óheimilt að hafa
afskipti af starfsemi heimahjúkrun-
ar á þann hátt sem um ræðir í áð-
urnefndu bréfi til Alhjúkrunar ehf.,“
segir í bréfi forstjórans.
Þá kemur fram að Heilsugæslan
telji umfjöllun í bréfinu til Alhjúkr-
unar vera villandi og alvarlega, fyrr-
verandi starfsmenn heimahjúkrunar
hafi í reynd ekki yfir neinum lögleg-
um úrræðum að ráða til að hindra að
aðrir starfsmenn hefji störf hjá
heilsugæslunni við heimahjúkrun.
Í niðurlagi bréfsins segir: „Að lok-
um skal áréttað að hótanir, sem fram
koma í bréfi fyrrverandi starfs-
manna heimahjúkrunar, þess efnis,
að starfsmenn sem gangi í störf
þeirra verði kærðir til siðanefndar
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga, eru alvarlegar, marklausar,
löglausar og að engu hafandi. Allur
málatilbúnaður ber þess glöggt
merki að hlutaðeigandi fyrrverandi
starfsmenn heimahjúkrunar hafi
ekki í hyggju að virða gildandi lög í
þessu landi.“
Sögðust myndu kæra
athæfið til siðanefndar
Morgunblaðið/Golli
Heimahjúkruninni er stýrt frá Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg.
Fyrrverandi starfsmenn í heimahjúkrun skora á Alhjúkrun að ganga ekki í störfin hjá heilsugæslunni