Morgunblaðið - 03.03.2004, Side 12

Morgunblaðið - 03.03.2004, Side 12
ÚR VERINU 12 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Brúðkaupssýningin Já Ljósmyndaverið Skugginn Tékk kristall Svefn og heilsa Egils Austurbakki Unika Gunni Magg - Úr og skartgripir Stúdíó Sissu Völusteinn Nordica spa Sigga og Timo Baðhúsið Pell & purpuri Secret Skútan Kristall og postulín Sandholtsbakarí Brilliant Langferðir Village candle Duka Tivoli Audio Brúðkaupsvefur.is Skraddarahúsið Konditori Kobenhagen Myndaalbúm Líf og list Radisson SAS Hótel Saga Áfram veginn Grafíklistamenn Hreyfing Brúðarkjólaleiga Katrínar Carat - Haukur gullsmiður Didrix spa Mosfellsbakarí Seating concept Brúðkaupsvefurinn.is Tvö Hjörtu VolksWagen Habitat Brúðurin.is Veislan Salka Anna S. Björnsdóttir Morgunblaðið Akkúrat Icelandair Gréta Ljósmyndari Skjár 1 Mæja Ég og þú Isis Biskupsstofa Já.is Minningar & meira Kokkar án bumbu Rs vín Komdu og upplifðu brúðkaupsævintýrið í Vetrargarði Smáralindar helgina 5.-7. mars. Allt sem þarf til að fullkomna brúðkaupið þitt Fatnaður • blóm • gjafavörur • matur vín • kökur • ferðir • dekur SKIPASKOÐUN hefur verið flutt til einkarekinna skoðunarstofa. Með setn- ingu nýrra laga um eftirlit með skipum var Siglinga- stofnun Íslands heimilað að fela aðilum á almennum markaði framkvæmd skipaskoðunar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og kom sú breyting til framkvæmda 1. mars síðastliðinn. „Með þessu nýja fyrirkomulagi verða stjórnvaldslegar aðgerðir að- skildar frá tæknilegu eftirliti og er markmið breytinganna meðal ann- ars að ná fram hagkvæmni, betra og árangursríkara eftirliti og einfaldari þjónustu. Tæknilegt eftirlit með skipum verður framvegis í höndum viðurkenndra skoðunarstofa og flokkunarfélaga sem starfa í sam- ræmi við reglugerðir nr. 94/2004 og 142/2004,“ segir meðal annars í frétt frá Siglingastofnun. Hlutverk Siglingastofn- unar Íslands verður að annast útgáfu skipsskír- teina, hafa eftirlit með starfsemi skoðunarstofa skipa og búnaðar og vinna að samstarfsverkefnum með skoðunarstofum, meðhöndla og skrá ágreiningsmál sem upp kunna að koma, hafa eft- irlit með flokkunarfélögum, hafa eftirlit með starfsleyfum fyrir hvers konar atvinnustarfsemi, hafa mark- aðseftirlit með skemmtibátum, framkvæma skyndiskoðanir (átaks- verkefni) og gera úttektir á öryggis- stjórnun (ISM-úttektir). Auk þess mun stofnunin hafa með höndum lokaúttekt á allri nýsmíði, eftirlit með nýsmíði fiskiskipa 15–24 metra að lengd, eftirlit með innflutningi á skipum og flutningi á hættulegum varningi, sinna hafnarríkiseftirliti og sjá um útgáfu allra skírteina sem varða skip. Skipaskoðun til einkarekinna skoðunarstofa „ÞAÐ má segja að við séum að drukkna í hráefni í augnablikinu,“ segir Ásgrímur Kárason, verkstjóri hjá Laugafiski á Akranesi, í frétt á heimasíðu ÚA „Það hefur verið mjög gott fiskirí að undanförnu, sérstak- lega á netunum, og það skilar sér til okkar.“ Þurrkunarverksmiðja Laugafisks á Akranesi er afar fullkomin og af- kastamikil. Ásgrímur segir að góð vikuafköst séu um 170 tonn af hrá- efni, miðað við vinnu frá kl. 7 til 15 virka daga. Í síðustu viku, sem reyndar var metvika hjá Laugafiski á Akranesi, var unnið úr 203 tonnum. Fyrirliggjandi hráefni var einfald- lega svo mikið að til þess að ná því öllu í gegn var unnið frá kl. 7 til 17. Ásgrímur segir að ekki aðeins hafi mikið fiskirí mikið að segja í auknu flæði í gegnum vinnsluna, fyrirtækið hafi einnig verið að tryggja sér við- skipti við fleiri öfluga aðila. Þannig taki það nú á móti hausum frá Guð- mundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði og í kjölfar aukinnar samvinnu Granda og HB hafi stóraukist hrá- efnisflæði frá HB til Laugafisks. Þorskurinn er nú unninn á Skagan- um og sömuleiðis bróðurpartur ufs- ans og Laugafiskur nýtur góðs af. „Ég hugsa að við fáum allt að þrjátíu tonn á viku af hráefni frá HB, sem er veruleg aukning,“ segir Ásgrímur. Hráefni til Laugafisks á Akranesi kemur víða að – þó mest af Suður- nesjum, höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi. Einnig fær verksmiðj- an töluvert af hryggjum af Vest- fjörðum. Tilraunir með heilan fisk Auk þurrkunar á hausum og hryggjum hefur Laugafiskur á Akranesi verið að þreifa sig áfram með þurrkun á heilum fiski, skorn- um niður í bita. Fyrst og fremst er um að ræða undirmálsýsu og smáufsa, sem einnig er pakkað í 30 kílóa pakkningar fyrir Nígeríumark- að. Þá hefur Laugafiskur einnig þurrkað tindabikkju með góðum ár- angri. Hjá Laugafiski á Akranesi vinna um 30 manns. Mest er þetta heima- fólk á Skaganum, en einnig vinna þar nokkrir Pólverjar og Víetnamar sem fluttu sig upp á Akranes þegar verk- smiðju Laugafisks í Njarðvíkum var lokað á síðasta ári. Eru að drukkna í hráefni Unnið úr 203 tonnum hjá Lauga- fiski á Akranesi í síðustu viku Morgunblaðið/Jim Smart Margir þættir valda því að metvinnsla er nú hjá Laugafiski á Akranesi. RÚMLEGA 20 þúsund tonnum af loðnu var landað á mánudag, sam- kvæmt upplýsingum frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Loðnuaflinn frá áramótum var þá kominn í tæplega 270 þúsund tonn og þar af hafa er- lend skip landað 20 þúsund tonn- um. Heildarkvóti íslensku skipanna er 737 þúsund tonn og á því eftir að veiða um 394 þúsund tonn af út- gefnum kvóta. Mestum loðnuafla hefur verið landað hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað, tæplega 50 þúsund tonnum. Næsthæsta löndunarstöð er Eskifjörður með rúmlega 45 þúsund tonn. Þá hefur tæplega 43.000 tonnum verið land- að hjá Síldarvinnslunni á Seyðis- firði og 32.000 tonnum hjá HB á Akranesi. Miklu landað af loðnu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.