Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 18
Hafnarfjörður | Reglum um greiðslu gatna-
gerðargjalda verður hugsanlega breytt til
samræmingar við reglur í nágrannasveit-
arfélaginu á næsta fundi bæjarstjórnar Hafn-
arfjarðar. Skipulags- og byggingarráð leggur
til að framvegis verði gjaldið greitt um tveimur
mánuðum eftir að lóð er úthlutað. Í dag er
reikningurinn ekki gefinn út fyrr en eftir að
byggingarleyfi hefur verið gefið út, sem gerist
oft ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir að lóð-
inni var úthlutað, segir Gunnar Svavarsson,
formaður skipulags- og byggingarráðs.
Reglum breytt
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Bókabíll | Vegna nýs bókasafns í Árbæ
verða gerðar breytingar á akstursáætlun
bókabíls safnsins, Höfðingja. Bíllinn hættir
að hafa viðkomu í Árseli en þess í stað bæt-
ast við tveir nýjir staðir, að Bakkastöðum 77
og Maríuborg í Grafarholti. Einnig munu
tímasetningar sumra viðkomustaða breyt-
ast. Nýju áætlunina má nálgast á í söfnum
Borgarbókasafns, og á www.borgarboka-
safn.is.
Höfðingi hefur viðkomu á um 40 stöðum
víðs vegar um borgina, allt frá vest-
urbænum upp á Kjalarnes.
Nýtt hringtorg | Skipulagsyfirvöld í Hafn-
arfirði ætla að leggja hringtorg á gatnamótum
Reykjavíkurvegar og Arnarhrauns í sumar.
Gatnamótin eru álitin hættuleg eins og þau eru
í dag, sér í lagi fyrir þá sem taka vinstribeygju,
segir Gunnar Svavarsson, formaður skipulags-
og byggingarráðs Hafnarfjarðar. Til að koma
hringtorginu fyrir verður hluti af lóð sem ligg-
ur að Reykjavíkurvegi keyptur, en ekki hefur
verið gengið frá samningum við eigendur.
Bessastaðahreppur | Staða jafnréttismála hjá
starfsfólki Bessastaðahrepps er almennt góð
og kynjahlutfall í stjórnunarstöðum nokkuð
jafnt, ef undan er skilin þátttaka í nefndum á
vegum hreppsins.
Félagsmálanefnd hreppsins gerði nýlega
könnun meðal forstöðumanna í hreppnum þar
sem m.a. var spurt um kynjahlutfall starfs-
manna í stofnunum sveitarfélagsins, hlutföll
karla og kvenna í stjórnunarstöðum og í
nefndum á vegum sveitarfélagsins o.fl. segir
Ásta K. Benediktsdóttir, félagsmálastjóri
Bessastaðahrepps.
Ásta segir jafnréttismál í hreppnum í góðum
farvegi. Hún segir að sem dæmi sé alltaf aug-
lýst eftir bæði körlum og konum í skólum og
leikskólum. Stjórnendur séu nokkuð jafnt kon-
ur og karlar og menn séu almennt meðvitaðir
um jafnrétti. „Ég held að það sé samt þannig
þegar valið er í störf að það sé alltaf hæfasti
einstaklingurinn sem er ráðinn, burtséð frá því
hvort það er kona eða karl,“ segir Ásta.
75% starfsmanna konur
Í ljós kom að mikill meirihluti starfsfólks
sveitarfélagins, um 75%, er konur, en starfs-
menn eru alls um 126. Í leikskólanum Krakka-
koti eru eingöngu starfandi konur og í Álfta-
nesskóla eru þær í meirihluta. Jafnt hlutfall
karla og kvenna er starfandi í tónlistarskól-
anum og í íþróttahúsinu, og einnig er hlutfallið
nokkuð jafnt á skrifstofu hreppsins. Hjá fé-
lagsþjónustunni og á bókasafninu eru ein-
göngu starfandi konur og í áhaldahúsinu
starfa einungis karlar.
Hlutfall kynjanna í stjórnunarstöðum er
nokkuð jafnt, fjórar konur og fjórir karlar eru
forstöðumenn stofnana. Þrír millistjórnendur,
allt konur, eru í störfum hjá sveitarfélaginu.
Ásta segir að í nefndum á vegum Bessa-
staðahrepps sé alls 61 sæti. Þar eru karlar í
meirihluta og eru þeir 64% nefndarmanna, en
konur 36%. Í formennsku nefnda eru fjórar
konur sitjandi og fimm karlar.
„Maður getur að sjálfsögðu aldrei þvingað
konur til að taka þátt í stjórnmálum, en af
þessu sést að þó að konur séu þetta miklu
færri en karlar í nefndunum eru þær samt
settar í formennsku í fjórum af níu nefndum.
Ég held að við hljótum að vera ánægð með
það,“ segir Ásta.
Aðspurð hvað mætti helst bæta þegar kem-
ur að jafnréttismálum í hreppnum segir Ásta
það helst vera mál tengd aðgengi fyrir fatlaða.
„Það mætti bæta til muna aðgengi fatlaðra að
opinberum stofnunum.“ Sem dæmi nefnir Ásta
að planið fyrir framan bæjarskrifstofurnar,
þar sem félagsþjónustan er til húsa, sé ekki
malbikað og hurðir séu víða erfiðar fyrir fólk í
hjólastól, sem mætti bæta með sjálfvirkum
hurðaopnurum. Hún segir þó að víða sé að-
gengið gott, bókasafnið sé til fyrirmyndar og í
skólanum, sem og inni í leikskólanum og inni í
íþróttamiðstöðinni.
Kynjahlutfall í stjórnunarstöðum jafnt
Breiðholt | Staða skólastjóra við
Hólabrekkuskóla var auglýst laus
til umsóknar á sunnudag en Sig-
urjón Fjeldsted hefur gegnt starf-
inu frá því skólinn var stofnaður.
Sigurjón lætur af störfum í haust,
en þá verða rúmir fjórir áratugir
liðnir frá því hann byrjaði að
kenna. Sigurjón er 62 ára að aldri
og segist vera kominn á aldur. Í
haust verða liðin þrjátíu ár frá því
Sigurjón var ráðinn skólastjóri
við Hólabrekkuskóla.
„Ég byrjaði að kenna tvítugur
og ég held að það sé komið nóg af
þessu. Ég er kominn að starfs-
lokum, búinn með minn skammt,“
segir Sigurjón í samtali við Morg-
unblaðið.
Sigurjón steig sín fyrstu skref í
kennslu árið 1962 við Hlíðaskóla.
Eftir nokkurra ára starf hélt
hann utan til frekara náms en á
árunum 1967–72 var hann skóla-
stjóri grunnskólans á Egils-
stöðum. Sigurjón hefur verið
skólastjóri við Hólabrekkuskóla
frá árinu 1974 sem jafnframt er
stofnár skólans.
Spurður að því hvað taki við
eftir starfslok í haust segist Sig-
urjón ekki vera farinn að skipu-
leggja það nákvæmlega. Kveðst
láta hverjum degi næga sitt.
Hefur áhuga á að taka saman
sögu Hólabrekkuskóla
Sigurjón hefur nóg fyrir stafni
fram á haust en hann gerir ráð
fyrir að láta af störfum 1. ágúst
þegar nýr skólastjóri tekur við.
Sigurjón hefur ýmislegt í poka-
horninu og hefur til að mynda
áhuga á að kanna hvort hægt sé
að púsla saman sögu Hólabrekku-
skóla. „Þetta hef ég nú bara svona
bak við eyrað. Það væri gaman að
athuga með gamla muni og
punkta niður eitthvað úr sögu
skólans, hvort sem það verð ég
eða einhver annar sem skrifar
hana.“
Að fara á eftirlaun aðeins 62 ár
að aldri telst tiltölulega snemmt,
en Sigurjón segir það ekkert aðal-
atriði í sínum huga að vera í
skipulagðri launavinnu langt
fram eftir aldri til að geta haft
nóg fyrir stafni. „Við hjónin eig-
um smá landspildu sem við höfum
aldrei haft nægilega góðan tíma
til að sinna. Ég hlakka til þess að
fá tíma í að gróðursetja, laga til
og þvíumlíkt. Svo verður annað
bara að koma í ljós.“ Sigurjón
kveður Hólabrekkuskóla sáttur
en segist helst munu koma til með
að sakna góðra vinnufélaga.
Búinn með sinn skammt
Sigurjón Fjeldsted
skólastjóri Hóla-
brekkuskóla til
þriggja áratuga læt-
ur af störfum í haust.
Morgunblaðið/Þorkell
Nóg komið: Sigurjón Fjeldsted er búinn að vera skólastjóri í bráðum 30
ár, frá stofnun skólans, og hefur sinnt kennslu í rúmlega fjóra áratugi.
Seltjarnarnes | Stefnt er að því að öll
hús á Seltjarnarnesi verði tengd ljós-
leiðarakerfi á næstu árum, og munu
framkvæmdir við lagningu ljósleiðara
hefjast á næsta ári. Ef sett markmið
nást verður Seltjarnarnes fyrsta bæj-
arfélagið þar sem allir íbúar eru
tengdir kerfinu.
„Verkefni bæjarstjórnar er eink-
um að skapa umgjörð um aukin lífs-
gæði íbúanna og við viljum vera í far-
arbroddi á þessu spennandi sviði.
Með því að kanna kosti ljósleiðara-
væðingar viljum við opna á nýja
möguleika fyrir Seltirninga bæði í
leik og starfi. Jafnframt reynum við
treysta og auka við verðgildi fast-
eigna bæjarbúa. Í því augnamiði sýn-
ist okkur að ljósleiðaratenging heim-
ila á Seltjarnarnesi sé afskaplega
skemmtilegur kostur sem býður upp
á marga möguleika,“ segir Jónmund-
ur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarn-
arnesbæjar.
Fasteignaverð
hækkar um 2–5%
Jónmundur segir reynsluna af ljós-
leiðaravæðingu bæjarfélaga frá ná-
grannalöndunum góða, en um helm-
ingur sænskra bæjarfélaga eru
ljósleiðaravædd. „Ljósleiðaravæðing-
in hefur auðvitað bæði áhrif á lífsgæði
íbúa og skapar nýja möguleika á sviði
menntunar, stjórnsýslu, fjarvinnu og
afþreyingar svo dæmi séu tekin. Að
auki virðist reynsla annarra þjóða
sýna að fasteignaverð hækki um 2 til
5% eftir atvikum í kjölfar tengingar
og seljanleiki fasteigna vaxi til muna
vegna aukinnar eftirspurnar.“ Ekki
hefur verið tekin ákvörðun um hvern-
ig verður staðið að framkvæmdinni,
en ljóst er að kostnaður við lagningu
ljósleiðara fyrir bæjarfélagið gæti
verið um 200 milljónir króna. Jón-
mundur segir það þó gera ráð fyrir
því að allt þurfi að grafa sérstaklega
til að leggja leiðarann, en líklegt sé að
hægt sé að samræma skurðgröft öðr-
um verkefnum.
Stefnt er á að hefja lagningu leið-
aranna á næsta ári. „Við stefnum á
það að nota næstu mánuði til þess að
undirbúa verkefnið og sjá hvaða leiðir
eru vænlegastar, með það fyrir aug-
um að hefja verkefnið eigi síðar en á
árinu 2005, og ná því á næstu 12 til 18
mánuðum þar á eftir ef allt gengur
upp,“ segir Jónmundur.
Öll hús tengd ljós-
leiðara á næstu árum
Morgunblaðið/Golli
Skurðir: Um 90% af kostnaði við
lagningu ljósleiðara eru fólgin í því
að opna gangstéttir og götur.
Bessastaðahreppur | Idol-stjarnan Jón Sigurðsson kom og tók lagið
fyrir nemendur í Álftanesskóla í Íþróttamiðstöð Bessastaðahrepps á
öskudag.
Nemendur voru að vonum ánægðir með tiltækið, sungu hástöfum
með og skemmtu sér konunglega. Þau hópuðust svo að Jóni eftir sýn-
inguna og fengu eiginhandaráritanir.
Idol-stjarna vinsæl hjá krökkunum