Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 19
Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900
poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is
Talíur og hlaupakettir
SÍMI 530 1500
Frá39.895kr.
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
www.heimsferdir.is
Rimini
Glæsileg ströndin á Rimini, sem teygir sig kílómetrum saman eftir
fallegri strandlengjunni, á gífurlegum vinsældum a› fagna. fiar er
a› finna ótrúlega stemningu yfir sumartímann enda i›ar bærinn af
mannlífi, jafnt daga sem nætur. Til Rimini hópast innlendir sem
erlendir fer›amenn til a› njóta hins besta sem sumardvöl á Ítalíu
hefur a› bjó›a.
Frá 39.895 kr.
M.v. hjón me› 2 börn, 21.maí,
Residence Divina, vikufer›,
24. júní. Sjá ver›skrá
Frá 49.990 kr.
M.v. 2 í studio, 24. júní,
Residence Divina, vikuferð,
24. júní. Sjá verðskrá
Topp gististaðir
Heimsferðir bjóða góða gististaði í
hjarta Rimini, frábærlega staðsetta í
göngufæri við ströndina, veitingastaði
og verslanir.
Vinsælasti áfangastaður
Ítalíu
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
IY
D
D
A
•
N
M
1
1
1
8
1
/s
ia
.is
Fáðu
8.000 kr. afslátt
Þeir sem bóka strax,
geta tryggt sér 8.000 kr.
afslátt í valdar
brottfarir.
Beint flug alla
fimmtudaga í sumar
Astoria
UMFANGSMIKLUM endurbótum á
Samkomuhúsinu er að ljúka og af
því tilefni var félögum í Leikfélagi
Akureyrar boðið í heimsókn í vik-
unni til að skoða þær framkvæmdar
sem þar hafa verið gerðar á und-
anförnum mánuðum. Fram-
kvæmdum innanhúss er lokið og
vinna utanhúss á síðustu metr-
unum. Samkomuhúsið verður tekið
formlega í notkun á ný næstkom-
andi laugadag en þá verður fyrsta
verkið eftir breytingar frumsýnt.
Það er leikritið Draumalandið, eftir
Ingibjörgu Hjartardóttur, í leik-
stjórn Þorsteins Bachmanns leik-
hússtjóra LA.
Félagsmenn
skoða fram-
kvæmdir
Morgunblaðið/Kristján
Gestir í heimsókn: Pétur Jósefsson fasteignasali, Valgarður Baldvinsson,
fyrrverandi bæjarritari, og dótturdætur hans, Sigrún Mary og Bryndís
Ann, skoða nýja búningsaðstöðu Sögu Jónsdóttur, leikara og formanns LA,
en t.v. er Linda Björk Óladóttir, förðunarmeistari félagsins.
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ G.V.
gröfur ehf. hefur sent Samkeppnis-
stofnun kvörtun vegna samnings-
gerðar Akureyrarbæjar og G. Hjálm-
arssonar hf. um nýtingu
námuréttinda í landi Glerár ofan Ak-
ureyrar. Með samningnum telja for-
svarsmenn G.V. grafna að bærinn
hafi brotið gegn ákvæðum Sam-
keppnislaga og að með þessum samn-
ingi hafi G. Hjálmarsson náð umtals-
verðu forskoti á önnur
verktakafyrirtæki við gerð tilboða á
næstunni.
Forsaga málsins er sú að landar-
eign úr landi Glerár var boðin til sölu
en þar eru malarnámur sem fyrir-
tækið Möl og sandur hefur nýtt und-
anfarin ár. Fjórum verktakafyrir-
tækjum á Akureyri var boðið að
senda inn tilboð í landareignina. Tvö
tilboð bárust og áttu G.V. gröfur
hærra tilboðið, upp á 15,2 milljónir
króna en hitt tilboð var frá G. Hjálm-
arssyni, upp á 14 milljónir króna.
Guðmundur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri G.V. grafna, sagði að
Akureyrarbær hefði síðan nýtt sér
forkaupsrétt að landinu. Hann sagð-
ist ekki vera að amast við því að bær-
inn keypti landið, heldur einungis því
að gerður var námuréttarsamningur
við G. Hjálmarsson og þeim afleið-
ingum sem hann ótvírætt kæmi til
með að valda í samkeppni verktaka í
bænum.
Guðmundur sagði að með þessum
samningi hefði verið gengið á svig við
eðlilegar reglur um jafnræði. Um
mjög takmarkaða auðlind svo nærri
bænum væri að ræða og ekki hefði
verið fallist á að veita G.V. gröfum
viðlíka kjör og aðstöðu, hvað þá öðr-
um fyrirtækjum í greininni. Guð-
mundur sagði að Akureyrarbær og
stofnanir hans væru líklega stærsti
kaupandi slíkrar verktakaþjónustu
sem hér um ræddi en að jafnan væru
það nokkur fyrirtæki sem byðu í slík
verk. Í útreikningum sem einnig voru
sendir Samkeppnisstofnun er sýnt
fram á hvernig þessi samningsgerð
við G. Hjálmarsson skekkir sam-
keppnisstöðu fyrirtækja á verktaka-
markaðnum í bænum.
Eðlilegra að bjóða
námuréttinn út
„Í lok október á síðasta ári hafði
Ármann Jóhannesson, sviðsstjóri
tækni- og umhverfissviðs, samband
við mig og lagði fram þá hugmynd að
fyrirtæki mitt nýtti umræddar nám-
ur í þrjú ár ef bærinn keypti landið.
Ég var ekki tilbúinn að gefa ákveðið
svar á þeim tímapunkti og í byrjun
nóvember hafði sviðsstjórinn sam-
band við mig aftur og gekk hart eftir
svari. Ég taldi nauðsynlegt að fá tíma
til að gera athuganir á hversu mikil
möl væri vinnanleg úr námunni. Ég
benti sviðsstjóra bæjarins á að ég
hefði efasemdir um réttmæti þess að
gera svona samning af samkeppnis-
ástæðum og nefndi að það væri ef til
vill eðlilegra að bjóða námuréttindin
út eða að bærinn legði til efni úr nám-
unni í þeim verkum sem bærinn byði
út eða léti vinna fyrir sig. Með báðum
þessum aðferðum væri jafnræðis
gætt.“
Guðmundur sagðist ekki hafa
heyrt frekar af málinu fyrr en upp úr
miðjum síðasta mánuði og að þá hefði
verið búið að ganga frá áðurnefndum
samningi við G. Hjálmarsson. Hann
sagðist hafa reynt að koma sínum
sjónarmiðum og frekari upplýsingum
á framfæri við bæjaryfirvöld en án
árangurs. Samningurinn hefði verið
staðfestur í bæjarráði og bæjar-
stjórn. „Í kjölfarið sendi ég inn erindi
til bæjarráðs þar sem þess var farið á
leit að bærinn gerði sambærilegan
námuréttarsamning við G.V. gröfur
en því erindi var hafnað á fundi bæj-
arráðs í byrjun febrúar.“
Bærinn kostar færslu
á vatnslögn
Guðmundur sagði að Akureyrar-
bær hefði tekið að sér að færa vatns-
lögn sem liggur um umrætt svæði en
undir lögninni er þónokkurt magn af
nýtanlegri möl sem ekki var reiknað
með að hægt yrði að nýta. Á það atriði
hefði aldrei verið minnst í viðræðum
sínum við bæjaryfirvöld. „Kostnaður
bæjarins við færslu lagnarinnar er
6,7 milljónir króna en greiðsla G.
Hjálmarssonar fyrir námuréttindin
er 4 milljónir króna. Ekki verður því
annað séð en að forráðamenn Akur-
eyrarbæjar séu að eyða 2,7 milljónum
króna af skattpeningum bæjarbúa til
þess að G. Hjálmarsson geti nýtt um-
rædda möl. Ég tel að þessu máli hafi
verið ýtt áfram af Ármanni Jóhann-
essyni og Jakobi Björnssyni, for-
manni bæjarráðs, og með stuðningi
meirihlutans í bæjarráði. Það er því
umhugsunarefni fyrir bæjarbúa
hvort hægt sé að treysta þessum
mönnum, sem þannig standa að mál-
um, fyrir stjórnun peningamála bæj-
arins,“ sagði Guðmundur.
Ármann Jóhannesson, sviðsstjóri
tækni- og umhverfissviðs, sagðist
ekki hafa séð þessa kvörtun til Sam-
keppnisstofnunar og hann kannast
ekki við að verið væri að mismuna
verktakafyrirtækjum í bænum. „Það
er Samkeppnisstofnunar að skera úr
um það hvort við höfum brotið sam-
keppnisreglur en ekki brjótum við af
okkur vísvitandi,“ sagði Ármann.
Kvartað til Samkeppnisstofnunar
vegna samnings um námuréttindi
Gengið á svig við
eðlilegar reglur
um jafnræði
Fjölbreytni í fjölmiðlun | Birgir
Guðmundsson, aðjunkt við Háskól-
ann á Akureyri, flytur
fyrirlestur á fé-
lagsvísindatorgi í dag,
miðvikudaginn 3.
mars, kl. 16.30 í Þing-
vallastræti 23, stofu
25. Hann nefnist: „Fjölbreytni í fjöl-
miðlun – líka á landsbyggðinni?“
Í erindi sínu mun Birgir fjalla um
stöðu fjölmiðla á landsbyggðinni og
tengir hana við umræðuna um fjöl-
breytni í fjölmiðlum og ótta manna
við samþjöppun á eignarhaldi á fjöl-
miðlum. Birgir mun koma inn á
breytt viðhorf í fjölmiðlun og starf-
semi fjölmiðlamanna sem m.a. birt-
ast í kennslu í fjölmiðlafræði á há-
skólastigi við Háskólann á Akureyri.
Slökkvibíll keyptur á Selfossi | Á
fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar
nýlega var kynntur kaupsamningur
um kaup á slökkvibifreið fyrir
slökkvilið Dalvíkur. Hann er á milli
SUT ehf. á Selfossi annars vegar og
Dalvíkurbyggðar hins vegar um
kaup á slökkvibifreið fyrir slökkvilið
Dalvíkur. Um er að ræða bifreið að
tegundinni Iveco, framleiðsluár
1991. Áætluð afhending er 2. apríl
næstkomandi.
Bæjarstjóri gerði á fundinum
grein fyrir þeim breytingum sem
samið hefur verið um við seljanda
hvað varðar liðina aukahlutir og
ábyrgðarskilmálar.
Bæjarráð gerði ekki athugasemd-
ir við samninginn eins og hann ligg-
ur fyrir með áorðnum breytingum
og vísaði honum til afgreiðslu í bæj-
arstjórn.
Góður árangur | Liðsmenn Skák-
félags Akureyrar voru á ferð og flugi í
síðustu viku. Ólafur Kristjánsson náði
næstbestum árangri liðsmanna ís-
lenska öldungalandsliðsins sem
keppti á HM öldungasveita í Þýska-
landi. Sveitin hafnaði í 20. sæti og
fékk Ólafur 3½ vinning af 6 mögu-
legum. Halldór Brynjar Halldórsson
keppti fyrir Íslands hönd á Norð-
urlandamóti ungmenna í Svíþjóð.
Honum gekk mjög vel, fékk 4 vinn-
inga af 6 mögulegum og hafnaði í
öðru sæti í flokki 18–20 ára. Þá keppti
Stefán Bergsson á opnu alþjóðamóti í
Moskvu og gekk ágætlega. Fékk 5
vinninga af 9 mögulegum í C-flokki.