Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur að tillögu Leiklistarráðs út-
hlutað styrkjum til atvinnu-
leikhópa árið 2004. Til úthlutnar í
ár voru samtals 40 milljónir króna
og er það fimm milljónum krónum
hærri upphæð en í fyrra. Alls bár-
ust umsóknir frá 79 aðilum til 105
verkefna, þar af sjö umsóknir um
starfsstyrki eða til leikstarfsemi.
Er þetta nokkur fjölgun á um-
sóknum milli ára því í fyrra bárust
umsóknir frá 47 aðilum til 70
verkefna, en þá var úthlutað 35
milljónum króna, og árið 2002 bár-
ust umsóknir frá 39 aðilum til 58
verkefna, en þá var úthlutað rúm-
um 36,5 milljónum króna.
Úthlutun er sem hér segir:
Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður
og Háðvör 11.230.000 kr. vegna
starfssamnings. Leikhópurinn Á
senunni 4.000.000 kr. til leik-
starfsemi. Möguleikhúsið
4.000.000 kr. til leikstarfsemi.
Vesturport 4.000.000 kr. til leik-
starfsemi. Himnaríki ehf.
3.300.000 kr. til uppsetningar á Er
einhver heima. Loftkastalinn
3.000.000 kr. til uppsetningar á
Grímsævintýri. Annað svið
3.000.000 kr. vegna uppsetningar
á Úlfhamssögu. Sokkabandið
2.900.000 kr. vegna Elskulegur
faðir okkar. Pars Pro Toto
2.300.000 kr. vegna uppsetningar
á Von. Sögusvuntan ehf. 1.270.000
kr. vegna uppsetningar á Egla í
nýjum spegli. Stoppleikhópurinn
1.000.000 kr. vegna uppsetningar
á Sámur og Keli.
Stjórn starfslauna listamanna
hefur að tillögu Leiklistarráðs
ákveðið að veita eftirtöldum leik-
hópum starfslaun úr Listasjóði
sem hér segir: Hafnarfjarðarleik-
húsið Hermóður og Háðvör tólf
mánuðir. Nútímadanshátíð í
Reykjavík tólf mánuðir. Himnaríki
ehf. ellefu mánuðir. Vesturport tíu
mánuðir. Sokkabandið tíu mán-
uðir. Loftkastalinn átta mánuðir.
Annað svið sjö mánuðir. Leik-
húskórinn, Leikfélag Akureyrar
sex mánuðir. Hið Lifandi leikhús
sex mánuðir. Möguleikhúsið sex
mánuðir. Thalamus, leikfélag sex
mánuðir. Stoppleikhópurinn fjórir
mánuðir. Warera tveir mánuðir.
Í Leiklistarráði sitja Björn G.
Björnsson, formaður, Hjálmar
Hjálmarsson og Þórdís Arnljóts-
dóttir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Fulltrúar leikhópanna sem fengu styrk frá menntamálaráðuneytinu vegna verkefna þetta árið.
40 milljónir til atvinnuleikhópa
Á RÁÐSTEFNU SÍM og Listahátíðar á sunnu-
dag, þar sem meðal annars voru ræddar hug-
myndir um myndlistartvíæring í Reykjavík,
luku Jessica Morgan og Ólafur Elíasson fram-
sögu sinni með því að segja frá dæmum um vel
heppnaða og illa heppnaða tvíæringa. Þar sagði
Ólafur frá reynslu sinni af tvíæringnum í Jó-
hannesarborg, þar sem ekkert var gert til að
skapa dýnamíska samræðu milli listamannanna
og þess ólgandi samfélags sem þar var þá.
Ólafur sagði að tvíæringar víðs vegar væru í
ríkari mæli farnir að þróast frá því að vera hefð-
bundnar sýningar til þess að hafa eitthvað að
segja fyrir það samfélag þar sem þeir væru
haldnir. „Nú er þróunin sú að þeir leita í sam-
félagið sjálft á ýmsan máta. Vegna þessa vil ég
tala um landakort myndlistarinnar og nauðsyn
þess að kortleggja myndlistarumhverfið. Ef við
gerum það ekki getum getum við misst sjónar á
heildarmyndinni og tapað okkur í samræðu um
minniháttar atriðin. Ég held að hvort sem við
erum sammála um mikilvægi þess að efna til
tvíærings eða ekki, þá verðum við að gera okk-
ur grein fyrir því að það að halda slíka hátíð
kallar á ábyrgð á framhaldinu. Það þarf hóp
fólks til að axla þá ábyrgð og til að skilgreina
hvernig uppbygging slíks tvíærings eigi að
vera. Þessi hópur getur aldrei orðið lið einráðra
skipuleggjenda. Hann þarf stöðugt að spyrja
spurninganna hvers vegna – hvað hann vilji
með listina og hvers vegna hún sé mikilvæg fyr-
ir samfélagið. […] Hugmyndin um tvíæring
ætti að skapa umræðu innávið milli ólíkra fag-
félaga, listamanna og stofnana myndlist-
arinnar. En umræðan ætti þó aldrei að vera ein-
göngu innávið. Vel skipulagður tvíæringur, vel
saman settur, með góðum efnivið, ætti líka að
skapa umræðu í alþjóðlega umhverfinu. Ef
tvíæringur heppnast vel hér verður hann um
leið tilefni enn stærri umræðu á alþjóðlegum
vettvangi, hvort sem það er í Mexíkó, New
York, á næsta Manifesta-tvíæringi eða annars
staðar. Tvíæringur þarf að skapa þessa al-
þjóðlegu umræðu utan um staðbundnu um-
ræðuna, ef hann gerir það ekki verður hann að
teljast mislukkaður. Viðburðir af þessu tagi
næra hver annan. Þetta snýst ekki bara um að
íslenskur tvíæringur verði alþjóðlegur, heldur
líka að alþjóðlegi myndlistarheimurinn þurfi á
Íslandi að halda.“
Útlendingur stýri KÍM
Tumi Magnússon myndlistarmaður hafði Ís-
land að útgangspunkti í framsögu sinni og
tengsl íslenskrar myndlistar við umheiminn
voru honum jafnframt hugleikin. Hann sagði
nauðsyn á að íslensk myndlist næði til stærra
menningarsvæðis. Tengslin í dag væru bæði til-
viljanakennd og illa skipulögð og þótt það væri
gott að vera myndlistarmaður á Íslandi, þá
vantaði mun meiri fagmennsku og kröfur hvar-
vetna. „Ef okkur tekst að brjótast frá þeim tak-
mörkuðu sýningarmöguleikum sem í boði eru í
dag, hér heima, og halda einhverri framvindu
og framhaldi í því sem við erum að gera – hvort
sem það er hér eða erlendis – mun skapast hér
allt annars konar andrúmsloft. Fleiri tækifæri
geta af sér meiri eftirspurn og eftirspurnin kall-
ar bæði á meiri gæði og örvun. […] Því betur
sem íslenskt listalíf er kynnt erlendis, því auð-
veldara er fyrir fólk þar að meta íslenska list.“
Tumi sagði Íslendinga í dag ekki virka þátt-
takendur í því að móta alþjóðlegt listalíf, jafnvel
þótt íslensk list hefði fulla möguleika á því að
gera sig gildandi í því samhengi. Hann sagði
reglulegt og óreglulegt sýningahald, auk ný-
legrar stofnunar KÍM, Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar, geta breytt miklu um
þetta. „Íslenskir listamenn verða að geta búið á
Íslandi, en samt látið rödd sína hljóma á alþjóð-
legum vettvangi,“ sagði Tumi.
Augljóst er að miklar vonir eru bundnar við
starfsemi KÍM, eins og Tumi Magnússon ítrek-
aði. „Þetta verður vonandi sú stofnun sem hefur
yfirsýn og þekkingu til að vinna af hlutlægni að
því að bæta stöðu íslenskrar myndlistar bæði
hér heima og erlendis.“ Markmið KÍM ætti í
grundvallaratriðum að vera það, að mati Tuma,
að auðvelda samgang íslenskrar listar og er-
lendrar. Hann sagði nafn miðstöðvarinnar ekki
endurspegla það sem þyrfti að felast í mark-
miðum hennar, að samskiptin væru gagnvirk, –
að við nytum góðs af annarra list jafnt og aðrir
nytu góðs af okkar list. „Við verðum því að sjá
til þess að KÍM verði ekki eingöngu markaðs-
setningarfyrirtæki. Hlutverk þess ætti ekki að
vera að kynna eingöngu örfáa listamenn. Hlut-
verk þess ætti frekar að vera að miðla íslensku
myndlistarlífi og myndlistarlífi annarra staða
heiman og heim á gagnvirkan hátt.“
Tumi sagði það skoðun sína að ráða bæri út-
lending sem forstöðumann KÍM. Fyrir stofnun
sem ætlaði sér að starfa á alþjóðlegum vett-
vangi væri nauðsynlegt að í það minnsta hluti
starfskrafta kæmi þaðan. Hann sagði það sér-
stakt, að í þeim hugmyndum sem nú væru uppi
um starf forstöðumanns væri ekki gert ráð fyrir
því að hann hefði mikil listræn völd. „Þetta
kemur sérkennilega fyrir sjónir. Það virðist
enginn tilgangur með því að fá forstöðumann
erlendis frá, ef þetta á eingöngu að vera fram-
kvæmdastjórastarf.“
Nauðsyn að leita innávið
Tumi þakkaði Listahátíð það frumkvæði að
beina sviðsljósinu að samtímalist árið 1005 og
ráða til sín sérstakan og mjög hæfan sýning-
arstjóra af því tilefni. Tumi sagði að nú þyrfti að
fara að ræða hvað kæmi í framhaldi af þeim við-
burði; hvort það yrði listahátíð með áherslu á
myndlist, eða annars konar alþjóðlegur list-
viðburður, stakur eða áframhaldandi; tvíær-
ingur, þríæringur, – eða bara viðburður sem
kæmi með óreglulegu millibili.
Elísabet Gunnarsdóttir er forstöðumaður
vinnustofusetursins í Dalsåsen, sjálfseign-
arstofnunar norður af Bergen á vesturströnd
Noregs, og kynnti starfsemi þess í framsögu
sinni.
Elísabet sagði að á Íslandi væri sú tilhneig-
ing sterk, að upphefja alþjóðlega hugsun. Í
besta falli leitaði hún gæða hvar sem þau væri
að finna, en í versta falli gæti hún orðið með-
almennsku að bráð. Hún sagðist persónulega
fremur kjósa það sem væri einstakt, og taldi
myndlistarheiminn frekar þurfa á slíku að
halda en meginstraumunum. „Listamaðurinn
þarf að vinna út frá eigin hugarheimi, sem mót-
aður var í bernsku, af landslagi, loftslagi,
tungumáli, hefðum og menningu þess umhverf-
is sem hann er sprottinn úr. Þetta er eitthvað
sem hann ber með sér allt sitt líf, mótar hann
sem manneskju og listamann og hefur afger-
andi áhrif á verk hans.“
Elísabet sagði að þrátt fyrir að kjarni list-
sköpunarinnar væri í kringum höfuðborg-
arsvæðið væri mikilvægt að hlúa að metn-
aðarfullu starfi um allt land, og slíkt væri hægt
að efla með hvers konar vinnusetrum.
Elísabet varaði við því að útlendingur yrði
ráðinn til að veita KÍM forstöðu. „Það er ekki
einfalt mál að skynja samfélagssál, hvað þá ein-
staklingana sem hafa mótast af henni og tekið
þátt í að móta hana og tjá sig á þeim grunni,
eins og myndlistarmenn. [Útlendingur] skilur
hana ekki einu sinni, þótt [hann] sé hluti af
henni sjálfur. [Hann] nær í besta falli að skynja
hana en skilur hana ekki til hlítar. Það er fínt að
fá utanaðkomandi sýn á hlutina af og til, en þeg-
ar á að taka ákvarðanir og framkvæma eitthvað
sem skiptir verulegu máli, og byggist á innri
þekkingu, verður að leita innávið. Það verður að
taka áhættuna af því að sækja innávið, hvað
sem það kostar.“
Af heimslist
og heimalist
Morgunblaðið/Þorkell
Myndlistarráðstefnan í Hafnarhúsinu síðastliðinn sunnudag var fjölsótt.
Hér fer úttekt á síðari hluta framsagna á ráðstefnu
SÍM og Listahátíðar á sunnudag. Bergþóra Jónsdóttir
sat ráðstefnuna og fylgdist með.
begga@mbl.is
FJÓRÐU tónleikarnir í Tónleika-
röð kennara Tónlistarskóla Kópa-
vogs á þessu starfsári verða í
Salnum kl. 20 í kvöld. Fimm af
kennurum skólans leika Píanó-
kvintett op. 87 í Es-dúr eftir Hum-
mel, Bagatelle fyrir kontrabassa
eftir Óliver Kentish, Kvartett fyr-
ir kontrabassa, fiðlu, víólu og selló
eftir Hoffmeister o.fl. Flytjendur
eru Arnþór Jónsson, selló, Guð-
rún Þórarinsdóttir, víóla, Margrét
Kristjánsdóttir, fiðla, Nína Mar-
grét Grímsdóttir, píanó, og Þórir
Jóhannsson, kontrabassi.
Þetta er fjórða árið sem kenn-
arar skólans halda tónleika í Saln-
um í samvinnu við Kópavogsbæ.
Tónleikar þessir hafa verið fernir
til fimm ár hvert og á þessum
vettvangi hefur nemendum og að-
standendum þeirra gefist kostur á
að hlusta á kennara skólans og
kynnast þeim betur sem lista-
mönnum, en tónleikarnir eru ann-
ars opnir öllum.
Tónlistar-
kennarar flytja
kammertónlist
Morgunblaðið/Ásdís
Þau leika í Salnum: Guðrún Þórarinsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir,
Þórir Jóhannsson, Arnþór Jónsson og Nína Margrét Grímsdóttir.