Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 26

Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 26
UMRÆÐAN 26 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRUMVARP dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um lögmenn nr. 77/1998 (lögml.) hefur vakið nokkra athygli og hrint af stað umræðu um gildi laganáms og hvaða mennt- unarkröfur gera eigi til lögmanna. Í núgildandi lögml. er eitt af skil- yrðum þess að öðlast réttindi sem héraðs- dómslögmaður að um- sækjandi hafi lokið „embættisprófi í lög- fræði við Háskóla Ís- lands“. Í frumvarpinu er lagt til að í stað þessa ákvæðis komi „hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistarapróf við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneytinu skv. lögum um háskóla“. Á þetta að vera orðalagsbreyting vegna þess að lagadeild Háskóla Íslands er ekki lengur eina lagadeildin sem kennir lögfræði. Jafnræðissjónarmið vegna samkeppni í lagakennslu kalli á þessa breytingu. Við fyrstu sýn virð- ist ekki um neitt tiltökumál að ræða en eðli lögmannsréttinda gera það að verkum að svo er ekki. Lögmenn hafa einkarétt á mál- flutningi fyrir einstaklinga og lög- aðila hér á landi, sbr. 1. mgr. 2. gr. lögml. og réttur til þess að kalla sig lögmann er lögverndað starfsheiti. Þeim ber í hvívetna að rækja þau störf sem þeim er trúað fyrir af alúð og neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna um- bjóðenda sinna, sbr. 18. gr. lögml. Í lögunum koma þau skilyrði, sem að- ilar þurfa að uppfylla, fram í 6. gr. Í 4. tl. 6. gr. segir að aðili skal hafa embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands eða sambærilegt próf að mati prófnefndar, auk þess að hafa staðist sérstakt próf skv. 5. tl. 6. gr. Prófið reynir á afmarkaða þætti og gert er ráð fyrir að grundvallarþekk- ing í lögfræði liggi fyrir hjá próf- tökum. Er því ekki um að ræða sam- ræmt próf til að reyna á heildarþekkingu lögfræðinga á lög- um, eins og tíðkast t.d. í Bandaríkj- unum í svokölluðu „bar exam“, held- ur er aðallega verið að þjálfa verðandi lögmenn í þeim þáttum sem snúa að málflutningi og rekstri lögmannsstofu. Kostur núgildandi laga er að ákveðið viðmið, embættispróf, er fyrir hendi. Öðrum sem hafa sam- bærilegt próf er heimilt að afla sömu starfsréttinda. Prófnefnd skv. 7. gr. lögml. metur hvort skil- yrðum laganna er full- nægt. Ókostur þeirra breytingartillagna sem fyrir liggja er sá að óljóst er hvað felst í þeim skilyrðum sem sett eru. Stuttorðaðar athugasemdir í grein- argerð frumvarpsins tilgreina skilyrðin ekki á fullnægjandi hátt. Verði tillagan að lögum verður hvergi að finna skilgreiningu á því hvaða greinar í lög- fræði skulu lagðar til grundvallar og hvert inntak þeirra skuli vera við mat á því hvort skilyrði 4. tl. 1. mgr. 6. gr. lögml. teljist uppfyllt. Í lögum um háskóla nr. 146/1997 er ekki heldur að finna lágmarksskilgrein- ingu á inntaki laganáms eða hvaða greinar umfram aðrar beri að leggja til grundvallar í laganámi til emb- ættis- eða meistaraprófs. Önnur lönd sem Íslendingar vilja gjarnan bera sig saman við gæta sín á þessu atriði. Í Danmörku og Svíþjóð er skilgreint fyrirfram hvaða menntun er tæk til öflunar lögmannsréttinda og metið síðan hverju sinni hvort skilyrðum sé uppfyllt. Þar eru grunnskilyrðin um tilhögun laganáms sett í reglu- gerð með stoð í viðeigandi há- skólalögum. Í lögmannsréttindum felst að um er að ræða löggildingu af hálfu hins opinbera sem veitir aðilum einkarétt til að starfa á ákveðnu sviði, enda er meðal annars tekið fram í 2. mgr. 1. gr. lögml. að lögmenn eru opinberir sýslunarmenn í ákveðnum störfum. Með hliðsjón af því verður hið op- inbera að meta hvaða mennt- unarskilyrði lögmenn þurfi að upp- fylla. Í lögum um endurskoðendur, nr. 18/1997, kemur fram að veiting rétt- inda til að verða endurskoðandi er á ábyrgð hins opinbera. Í 3. gr. reglu- gerðar nr. 475/1998, um próf til lög- gildingar til endurskoðunarstarfa, er ítarlega kveðið á um hvaða greinar skulu liggja til grundvallar prófinu. Á sama hátt er um að ræða opinbera löggildingu og persónulegan rétt til aksturs á ökutæki. Þar fer kennsla fram skv. námsskrá sem Umferð- arráð setur, sbr. 26. gr. reglugerðar nr. 501/1997 um ökuskírteini. Nám til embættis- eða meist- araprófs í lögfræði hlýtur að eiga að vera sambærilegt. Í því felst þó ekki að námið þurfi að vera eins. Sú leið að skilgreina grunn námsins, líkt og Danir og Svíar hafa gert, og fela það háskólunum að kenna þessi fög, verður að teljast heppileg. Enda var slíkt fyrirkomulag við lýði hér á landi í 90 ár, fyrst með reglugerð Hann- esar Hafsteins frá 1908 um hvað kenna skuli í lögfræði. Sjálfstæði há- skólanna væri ekki skert á nokkurn hátt, enda væri um að ræða lág- markskröfur til menntunar lög- manna, ákveðin grundvallarfög sem talin eru nauðsynleg til að afla um- ræddra starfsréttinda. Skólar ættu ekki að eiga í erfiðleikum með að uppfylla kröfur á þessu sviði ef þeir kenna lögfræði til lögmennsku á há- skólastigi. Eðlilegt er að háskólar fengju síðan svigrúm til þess að meta hvernig þeir vilja ná þeim markmiðum sem sett eru og hvernig viðkomandi skóli hyggst móta eigin sérstöðu innan ramma laga og þeirra skilyrða sem sett yrðu. Þannig gæti t.d. verið innan skólanna sérstakar brautir til menntunar lögmanna og dómara og svo aðrar sem leggja meiri áherslu á samþættingu laga- náms og annarra greina s.s. við- skiptafræði. Fagna ber samkeppni milli laga- deilda og þeim jákvæðu breytingum sem orðið hafa á umhverfi laganáms undanfarin misseri. Má líta svo á að mikil eftirspurn sé eftir fólki með lögfræðimenntun innan íslensks at- vinnulífs. Hvað snertir menntun lög- manna er aðalatriðið að fyrst veiting lögmannsréttinda er á ábyrgð hins opinbera er eðlilegt að það kveði á um hvaða lágmarkskröfur eigi að gera til kunnáttu lögmanna en eft- irláti ekki hverri lagadeild um sig sjálfsvald í þeim efnum. Lögmenn og laganám Teitur Björn Einarsson skrifar um breytingar á lögum um lögmenn ’Í lögmannsréttindumfelst að um er að ræða löggildingu af hálfu hins opinbera…‘ Teitur Björn Einarsson Höfundur er formaður Orators, félags laganema. EIGNARRÉTTUR bænda á af- réttum er ágreiningsefni, þó bænd- ur hafi átt jarðir í aldir. Sett var á laggirnar „óbyggðanefnd“ sem á að kveða upp úrskurði um eignamörk land- eiganda og almenn- ings. Landeigandi get- ur skotið úrskurði til dómstóla. Deilur urðu um drulluna á botni Mý- vatns, þegar Kísiliðjan hóf starfsemi. Bændur gerðu kröfu um eign- arrétt – en töpuðu málinu fyrir Hæsta- rétti. Bændur áttu engan eignarrrétt í formi nýtingarréttar. Kísiliðjan vann málið, hélt nýtingarréttinum. Bændur við Mývatn eiga fasteignir, lóðir, tún, afgirt lönd, beit- arrétt og veiðirétt í Mývatni. Veiðiréttur og beitarréttur er eignarréttur í formi nýtingarréttar – eins og í útgerð. Fiskistofnar eru sameign þjóðarinnar – en útgerðarmenn eiga eignarrétt í formi nýt- ingarréttar til veiða skv. veiði- reynslu. En hvar eru mörk á t.d. eignarrétti útgerðar og fisk- vinnslu? Ég minni á álitsgerð sem prófessor Viðar Már Matthíasson gerði fyrir sjávarútvegsráðuneytið, 15. des.1997, um að fiskvinnsla eigi eignarréttindi í formi atvinnurétt- inda um vinnslu sjávarfangs. Sam- kvæmt álitsgerð VMM njóta eign- arréttindi fiskvinnslu verndar 72. gr. stjórnarskrár. Þá er álitaefni hvort selja eða leigja megi allan kvóta – kvaðalaust – úr sjáv- arbyggð og rýra þannig stjórn- arskrárvarinn eignarrétt fisk- vinnslu – án bótagreiðslu. Er ekki ríkissjóður bótaskyldur? Á ekki stjórnarskrá að vernda eignarrétt í þessu tilfelli? Til að úrskurða um slík álitaefni mætti skipa sérstaka úrskurð- arnefnd. Fyrsta verkefni slíkrar nefndar gæti t.d. verið að úrskurða um stjórnarskrárvarin atvinnurétt- indi fiskvinnslu. Hvort eða hvernig lagabreytingar gera þurfi þannig að ekki sé gengið á stjórnarskrár- varin eignarréttindi fiskvinnslu við framsal eða leigu aflaheimilda. Slík úrskurðarnefnd gæti einnig tekið við rökstuddum kröfum um bætur vegna eignatjóns sem kann að hafa orðið af sömu ástæðum. Rík- issjóður er bóta- skyldur ef lög frá Al- þingi valda eignatjóni. Réttarríki „svælir“ ekki íbúa sjáv- arbyggða frá heim- ilum sínum – eigna- lausa. Réttarríki greiðir tjónþolum lagasetningar fullar bætur. Breytingar á fisk- veiðistjórn yrðu varla stórvægilegar með slíkri úrskurðarnefnd. Slík fagleg úrlausn ágreiningsefna myndi hins vegar skapa fisk- veiðistjórninni og stjórnvöldum verulega aukið traust. Þá kem- ur meiri sátt – því vönduð og fagleg vinna er góður grunn- ur að varanlegri sátt um fiskveiðistjórn. Það er misskilningur að „auðlindagjald“ skapi sátt í sjávar- útvegi. Merkingin „sátt um auðlinda- gjald“ er varla sú að það megi sniðganga stjórnarskrárvarin eign- arréttindi fiskvinnslu og gera eigur almennings í sjávarbyggðum verð- lausar – bara ef ríkissjóður fær „gjald“ af aflaheimildum árlega? Gjaldtaka á auðlindagjaldi er ófor- svaranleg ef slík úrskurðarnefnd verður skipuð til að fjalla um álita- efni – þar sem niðurstaðan er ekki vituð fyrirfram. Við skipun slíkrar úrskurðarnefndar væri því eðlilegt að fresta gjaldtöku um auðlinda- gjald. Úrskurðarnefnd er fagleg leið réttarríkis til að úrskurða um álita- efni þau sem hér eru tilgreind. Verði einhver ósáttur við úrskurð nefndarinnar, getur sá hinn sami vísað málinu til dómstóla eins og hjá óbyggðanefnd. Svona er fag- lega best unnið – til sjós og lands – í réttarríki eins við viljum hafa lýð- veldið okkar, Ísland. Úrskurðarnefnd til sjós Kristinn Pétursson skrifar um eignarrétt ’Fyrsta verk-efni slíkrar nefndar gæti t.d. verið að úr- skurða um stjórnar- skrárvarin at- vinnuréttindi fiskvinnslu.‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. ENN á ný hefur fangelsisum- ræðan skotið upp kollinum og í þetta sinnið af ærlegu tilefni. Nú hefur dómsmálaráðherra lagt fram nýtt lagafrumvarp um fullnustu refsinga. Hafi fangar og aðstandendur áður verið uggandi er nú ástæða til ótta. Hið nýja frumvarp er samið af Þor- steini A. Jónssyni, forstjóra Fangels- ismálastofnunar, og inniheldur reglur sem hann ætlar sjálfur að starfa eftir. Þessar reglur, sem Þorsteinn semur handa sjálfum sér en eftirlætur Al- þingi að lögfesta, lýsa hugmyndum fordóma og refsigleði. Frumvarpið heggur af handahófi án þess þó að þyrma af sama hófi. Frumvarp Þor- steins er fullt af blekkingum og rang- færslum sem fluttar eru inn á borð Alþingis án þess að tekið sé tillit til viðurkenndra viðhorfa þeirra sem þekkingu hafa. Það færir Þorsteini og stofnun hans ofurmannlegt vald til að misþyrma mannlegum þörfum, jafnt sekra sem saklausra. Ekkert skiptir máli Það sem helst einkennir hið nýja fangelsisfrumvarp eru hörkuleg ákvæði sem niðurlægja og einangra fanga frá fjölskyldum sínum og um- heiminum langt umfram það sem þörf er á. Ætlunin er að setja fanga í geymslu eins fjarri samfélaginu og frekast er unnt. Engar tilraunir munu verða gerðar til að betra fanga á meðan fangavistin varir, draga úr fíknum þeirra eða aðlaga þá að nýju lífi að lokinni fangavist. Þvert á móti verður til fangelsi þar sem ekkert skiptir máli og ekki verður að neinu að vinna í lífinu. Þau eru skilaboðin sem föngum og fjölskyldum þeirra eru send með frumvarpinu. Bandarískt öryggisfangelsi Ekki verður látið við það sitja að nið- urlægja fanga. Ástvinir þeirra eiga von á sínum skammti ef þeir dirfast að koma í heimsókn. Frumvarpið heimilar hvers kyns líkamsleit og rannsókn á heimsóknargestum og það þrátt fyrir að heimsóknir fari fram í sérstökum heimsóknarher- bergjum þar sem fangi og gestur ganga inn og út um sömu dyr. Það verður einfaldlega til þess að heim- sóknir til fanga leggjast niður. Síma- tími verður alfarið háður hentugleika fangelsisstjóra sem hæglega getur orðið enginn. Reglubundin dagsleyfi langtímafanga eru lögð niður í stað þess að auka vægi þeirra eins og aðr- ar þjóðir hafa gert. Fangelsisstjóra er fengið gífurlegt vald en samt eru engar kröfur gerðar til hæfni hans. Þá er ekki gert ráð fyrir óháðu eft- irliti af nokkru tagi. Verði frumvarpið að lögum er ein- faldlega verið að segja að fangar séu vont fólk sem á sér engan tilverurétt. Aðstandendum er gefið langt nef og bent á að best sé að gleyma sínum manni og snúa sér að öðru. Árang- urinn verður bandarískt öryggisfang- elsi líkt og þau sem þekkjast helst í kvikmyndum. Skilaboð yfirvalda munu að sjálfsögðu skila sér inn í fangelsin og verða að veruleika. Með tímanum verða fangar líklega al- mennt líkir þeim sem frumvarpið lýs- ir, hættulegir, óþolandi og einskis verðir. Við svo búið skila þeir sér út á götu! Forneskjulegar hugmyndir Ástandið á Litla-Hrauni er í raun skelfilegt. Neysla er í hámarki og til- gangsleysið endalaust. Vonir deyja í stórum stíl og engir slóðar liggja til upphefðar eða endurreisnar. Og enn mun syrta í álinn verði hið nýja fang- elsisfrumvarp að veruleika. Fangels- isyfirvöld virðast halda að einhver önnur lögmál gildi um menn í fangelsi en menn á götum úti. Hugmyndin virðist vera sú að hægt sé að berja fanga til hlýðni með aðferðum sem aldrei hafa gagnast – hvergi! Og hvað er það eiginlega sem hvetur fangels- isyfirvöld til dáða? Ekki er það reynslan eða viðurkennd viðmið þeirra sem best til þekkja. Og ekki er það virðingin fyrir mannfólkinu, hvorki hinu fangelsaða eða frjálsa. Ef skynsemin væri höfð með í för lægi slíkt frumvarp sem hér um ræðir ekki á glámbekk. Slíkar hugmyndir sem það boðar tilheyra fortíð liðinna alda. Fangar framtíðarinnar Hið nýja frumvarp um fullnustu refs- inga er líklega einsdæmi í hinum vestræna heimi, einkum hvað varðar réttarstöðu fanga og möguleika þeirra til farsællar endurkomu í þjóð- félagið. Það stangast í flestu á við fyr- irmæli Evrópuráðsins sem það hefur sett fram í hinum evrópsku fangels- isreglum. Það er andstætt þeirri framkvæmd sem norrænar þjóðir hafa tileinkað sér. Hið nýja frumvarp boðar harða hefnd og þjáningafulla fangavist. Það boðar tilhögun sem aðra þjóðir hafa lagt á hilluna. Örygg- isfangelsi á borð við Litla-Hraun eru óðum að hverfa og sífellt fleiri þjóðir kjósa að leggja þau niður. Þau borga sig ekki og eru hreinlega hættuleg samfélaginu. Á Íslandi er ætlunin að allir fangar séu vistaðir í slíkum fang- elsum án tillits til aðstæðna þeirra að öðru leyti. Allir verða meðhöndlaðir sem erfiðasta tilfellið. Vilji Alþingi bera ábyrgð á því frumvarpi sem það nú hefur til meðferðar verður það líka að bera ábyrgð á því sem það fæðir af sér. Þeir fangar sem stíga út í frelsið á næstu árum munu varla þekkja annað en þann heim sem þeir hafa hrærst í, heim hörku, einangrunar, niðurlægingar, tilfinningaleysis og fé- lagslegrar ófullnægju. Fangelsi – legsteinn hinna ljótu Þór Sigurðsson skrifar um fangelsismál ’Hið nýja frumvarp umfullnustu refsinga er lík- lega einsdæmi í hinum vestræna heimi.‘ Höfundur er langtímafangi á Litla-Hrauni.www.thjodmenning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.