Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við andlát Sigur- finns Einarssonar vin- ar okkar frá Fagradal í Vestmannaeyjum er okkur efst í huga þakk- læti. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þessum trúaða jákvæða manni sem sá alltaf góðu, jákvæðu og fallegu hlutina í kringum sig. Þakklæti fyrir allt það sem Finnur kenndi mér ung- um þegar hann var verkstjóri í Ís- félaginu. Þakklæti fyrir margar notalegar stundir sem við áttum með honum og fjölskyldu Sigurfinns sonar hans. Síðast hittumst við ein- mitt 2. febrúar í afmælisboði hjá Þorbjörgu tengdadóttur hans, þar var hann mættur brosandi og glaður með blik í augum þegar talað var um SIGURFINNUR EINARSSON ✝ Sigurfinnur Ein-arsson fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 3. desem- ber 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 23. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju 28. febrúar. sveitina hans Biskups- tungur þar sem hann ólst upp. Finnur, eins og við kölluðum hann jafnan og iðulega var kenndur við Fagradal hér í bæ, féll frá sl. mánudag. Finnur hefur átt við veikindi að stríða und- anfarið ár og nokkuð ljóst í hvað stefndi fyrir um mánuði. Hann var tilbúinn að kveðja en þakkaði samt Guði sínum fyrir hverja stund sem hann átti með fjölskyldunni. Sérstaklega þakkaði hann fyrir að fá að vera með Önnu Ester barnabarni sínu og miklum augasteini á fermingardegi hennar síðastliðið vor. En lífið kvaddi hann einmitt á afmælisdegi hennar. Fjölskylda mín minnist Finns fyr- ir mjúka þétta handabandið hans og alla hlýjuna sem frá honum streymdi ávall í okkar garð. Einnig fannst okkur alltaf svo skemmtilegt þegar hann og tengdamóðir mín Ágústa Guðjónsdóttir frá Eiríksbakka í Biskupstungum hittust og rifjuðu upp gamla tímann úr Tungunum þar sem þau ólust upp sem nágrannar. Lengst af starfaði Finnur fyrir Ís- félag Vestmannaeyja hf. og þar kynntist ég honum sem ungur mað- ur. Finnur var þar verkstjóri og var alltaf gott að hlusta og taka eftir hverjar óskir hans voru. Góður verk- stjóri og góður leiðbeinandi. Alltaf með hugann við vinnuna og að starfsfólkinu liði vel með því að öll- um var raðað niður þar sem hentaði. Mörg sumur vann ég undir stjórn Finns og var það góður lærdómur fyrir lífsstarfið að láta að hans stjórn. Finnur var alltaf hress og kátur og einstaklega gefandi maður, sem gott var að vera í návistum við. Já- kvæðnin sem Finnur sá náði langt yfir allt. Var nánast sama hvað um var fjallað í spjallinu, alltaf sá hann fallegu hliðina á því og það sem gott var. Biðjum við góðan Guð fyrir sam- úðarkveðjur til fjölskyldunnar og allra sem sakna sómamannsins. Einnig biðjum við um góða heim- komu fyrir Sigurfinn vin okkar í ei- lífðarlandinu fyrir handan. Við þökk- um honum fyrir allt sem hann gaf okkur og okkar og biðjum Guð fyrir von og gleði lífsins. Guð blessi og huggi alla ástvini Finnsa frá Fagra- dal. Lóa og Magnús Kristinsson. Elsku amma mín er nú farin til himna og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Það var alltaf jafn gaman að fara í heim- sókn til ömmu, fá að máta alla hatt- ana hennar, heyra skemmtilegar sögur frá því að hún var ung og alltaf var amma til í að spila ólsen ólsen. Það var svo frábært að vera lítil stelpa og eiga ömmu sem var sam- mála manni að fallegustu litirnir væru bleikur og fjólublár og alltaf var ég jafn stolt af að heyra: „Þú ert með svo falleg brún augu, alveg eins og amma þín.“ Amma var alltaf hress og til í hvað sem var, til dæmis að spila krikket úti í garði eða kenna manni nokkur vel valin dansspor. Hún hafði líka tröllatrú á mér og var alltaf jafn áhugasöm um það sem ég var að gera. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú munt ávallt eiga stóran stað í hjarta mínu. Þín Þóra Katrín. Það var alltaf fjör í kringum ömmu, því hún var langoftast hress og gaman að vera með henni. Til dæmis fyrir mörgum árum þá var hún hérna heima að passa okkur Kötu, og við vorum að horfa á hand- boltaleik í sjónvarpinu og við munum bæði hvað hún var rosalega hress. Alltaf þegar við komum í heimsókn til ömmu þá lék ég mér á stofugólf- inu í bílaleik og notaði mynstrið í teppinu fyrir götur. Amma átti líka sumarbústað, sem hún og afi byggðu áður en mamma fæddist og við skruppum oft þangað svona til að slaka á. Þar rann ekkert heitt vatn þannig að amma fór sjálf í lækinn og sótti vatn og hitaði svo. Og amma NANNA ÞORMÓÐS ✝ Nanna Þormóðsfæddist á Siglu- firði 28. maí 1915. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 27. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð í kyrr- þey 6. febrúar. dvaldi þar löngum stundum, ég man reyndar ekki sjálfur eftir að hafa sofið þar, en amma sagði mér oft að hún og afi hefðu nú mikið dvalið þar áður en ég fæddist. Amma átti líka skemmtilegan brúnan Citroën-bíl sem henni þótti mjög vænt um. Seinna seldi amma svo bílinn sinn og bú- staðinn og dundaði sér bara heima við í Ból- staðarhlíðinni. Þar var alltaf notalegt að vera og það sem amma hafði fram yfir aðra íbúa blokkarinnar var það að hún hafði yfirbyggðar svalir, fínt pláss til að leika. Amma var víst dug- leg að passa mig og systu þegar við vorum yngri og kom stundum keyr- andi í leikskólann og sótti mig, fyrir svona ellefu eða tólf árum. Amma kom mjög oft í heimsókn til okkar eða skrapp með okkur í bæinn og hún var alltaf hjá okkur á jólum og áramótum. Hún hafði gaman af tón- list, og sló oft takt lagsins í borðið og kunni öll gömlu lögin. Síðan árið 1998 flutti amma svo úr blokkinni í fínasta hús í Logafold í Grafarvogi og bjó þar við bestu aðstæður sem völ var á. Amma kom nú oft á sunnu- dagskvöldum, borðaði með okkur og eyddi kvöldinu hjá okkur. Það var alltaf svo gaman og ég man hvað amma talaði alltaf um að hún væri bara eins og ný manneskja eftir að hafa verið hjá okkur. Þetta er nú svona það helsta sem ég man eftir í fljótu bragði um hana ömmu. Ég kveð ömmu með söknuði, en á allar dýrmætu minningarnar og augnablikin hjá mér. Það gleymist aldrei. Megirðu hvíla í friði, elsku amma mín, og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þitt barnabarn Tómas K. Kristinsson. Okkur systkinin langar að minn- ast ömmu okkar í örfáum orðum. Hún var fædd á Siglufirði 1915 og var níunda í fimmtán systkina hópi. Þriggja ára gömul var hún ásamt Sigrúnu alsystur sinni ættleidd til Þormóðs Eyjólfssonar og frú Guð- rúnar Björnsdóttur. Þar bjuggu þær systur, ásamt Þráni Sigurðssyni, uppeldisbróður þeirra, við gott at- læti til fullorðinsára. Nanna amma varð þeirrar gæfu aðnjótandi að geta gengið menntaveginn. Hún fór til Danmerkur vorið 1934 í nám í íþróttafræðum og útskrifaðist síðar með íþrótta- og danskennarapróf. Eftir heimkomuna fór hún í Íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni og lauk íþróttakennaraprófi um vorið 1936. Amma starfaði síðan sem íþrótta- og danskennari á ýmsum stöðum. Amma giftist fyrri manni sínum, Sveini Alberti Sigfússyni, sumarið 1938. Þau eignuðust saman börnin Sigfús, f. 1941, og Guðrúnu Ólöfu, f. 1951. Sveinn afi lést svip- lega, langt fyrir aldur fram, aðeins 41 árs gamall. Það hefur án efa verið ömmu og börnunum erfiður tími. Amma hélt samt ótrauð áfram og þrátt fyrir ýmsa erfiðleika tókst henni af miklum dugnaði og eljusemi að búa sér og börnunum gott líf. Seinni maður ömmu var Hafsteinn Þorsteinsson (afi). Þau giftu sig 15. október 1960. Afi lést eftir langa sjúkdómslegu í apríl 1985. Sá missir var ömmu þungbær, þau höfðu séð fram á að geta virkilega notið eft- irlaunaáranna og hlökkuðu til að geta ferðast áfram vítt og breitt um heiminn. Amma var glæsileg kona og alls staðar var eftir henni tekið. Hún lifði alltaf mjög heilbrigðu lífi og lagði mikið upp úr því að kenna okkur barnabörnunum slíkt hið sama. Heimili ömmu og afa var einstaklega fallegt og þangað var gott að koma. Alltaf var einhverju gaukað að manni, sem kom sér vel, og alltaf lærði maður eitthvað nýtt. Þær voru margar stundirnar í stofunni hennar ömmu, þar sem við æfðum stepp- dans eða fótatökin fyrir næsta sund- tíma. Á sumrin var haldið í sumarbú- staðinn, það var skemmtilegur tími og ótrúlega margt brallað. Þar sem amma var mikill náttúruunnandi lét hún ekki sitt eftir liggja við að kenna okkur ýmislegt um náttúruna og dýraríkið. Fyrir níu árum greindist amma með Alzheimer-sjúkdóminn. Þá tók líf hennar að breytast. Smám saman hætti hún að treysta sér út í göngu- túra sem annars höfðu verið svo stór þáttur í lífi hennar. Þegar hún svo gat ekki séð um sig lengur sjálf flutti hún á Foldabæ. Þar vinnur einstakt starfsfólk frábært starf og sér um að öllum líði vel þar. Í byrjun desember veiktist amma og þá fór verulega að halla undan fæti, hún var send hvað eftir annað á sjúkrahús þar sem hún lést síðan 27. janúar síðastliðinn. Elsku pabbi og Hrannar, Gunna, Kiddi, Þóra Kata og Tómas, Guð leiði ykkur og gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir okkur, elsku amma. Hvíldu í friði Þórdís, Sveinn, Vigdís og langömmubörnin. ✝ Árný Kolbeins-dóttir fæddist að Alviðru í Árnessýslu 8. sept. 1930. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kapitóla Sigur- jónsdóttir, f. 21. októ- ber 1909, d. 16. febr- úar 1984 og Kolbeinn Guðmundsson, f. 2. júní 1906, d. 8. des- ember 1989. Þau bjuggu að Auðnum í Vatnsleysuströnd. Systkin Árnýjar eru: Rósa, f. 3. apríl 1932, d. 11. mars 1989, Eng- ilbert, f. 7. september 1938, d. 11. febrúar 1973, og Magnús, f. 10. apríl 1950. Árný giftist 1. ágúst 1953, Ás- geiri Guðjóni Ingvarssyni, f. 29. janúar 1919, d. 27. september 1989. Foreldrar hans voru Sal- björg Jóhannsdóttir, f. 30. sept- ember 1896, d. 27. desember 1991 og Ingvar Ásgeirsson, f. 15. ágúst 1886, d. 11. apríl 1956. Þau bjuggu á Lyngholti á Snæfjalla- strönd. Árný og Ásgeir eiga tvö börn. Þau eru: 1) Rósa Björk, f. 18. febrúar 1955, var í sambúð með Magn- úsi J. Magnússyni. Þau slitu samvistir. Dóttir þeirra er Íris Árný, f. 30. janúar 1979, sonur hennar er Davíð Örn, f. 9. desember 1998. 2) Ingvar, f. 29. janúar 1958, var giftur Kristínu Hjartar- dóttur, f. 3. nóvem- ber 1958. Þau skildu. Börn þeirra eru: Andvana fædd dóttir, 20. maí 1980, Ásgeir Guð- jón, f. 15. júní 1981, Arnór Ingi, f. 30. maí 1985 og Sandra Ósk, f. 2. september 1988. Sonur Ingvars og Sigríðar Valdimarsdóttur er Kristófer Ingi, f. 18. júlí 2000. Árný útskrifaðist sem þroska- þjálfi 1964. Hún starfaði á Kópa- vogshæli, Lyngási og síðast á Heyrnar- og talmeinastöð Ís- lands. Útför Árnýjar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hugur minn leitar skýringa á ótímabæru fráfalli elskulegrar vin- konu og fyrrverandi tengdamóður minnar Árnýja Kolbeinsdóttur eða Öddu eins og hún var jafnan kölluð. Hún andaðist í kjölfar bruna sem varð á heimili hennar 20. febrúar sl. Hún Adda mín var trú og trygg sínum, það sýndi sig best þegar við Ingi sonur hennar slitum samvistum. Hún hélt sambandi við mig og börnin mín af einskærri prýði, vissi hún af einhverjum veikum á heim- ilinu hringdi hún til að vita um heilsu- farið næstu daga á eftir, þar til við- komandi hafði öðlast bata. Ekki lét hún sig vanta í afmælis- veislur barnabarnanna og þegar þau fermdust tók hún virkan þátt í því. Þegar ég hóf búskap með Kjartani og varð svo ófrísk af Lindu Sól var eins og hún ætti von á barnabarni, slík var eftirvæntingin. Já, hún var partur af fjölskyldulífi okkar, þar átti hún sinn sess, var bara Adda amma allra barnana minna, það var öllum ljóst. Já, hún fylgdist vel með upp- vexti þeirra og framtíðarplönum. Nú að leiðarlokum vil ég þakka henni þau 29 ár sem við höfum þekkst, þakka henni umhyggju henn- ar og vináttu öll þessi ár. Ég stend mig enn að því að vonast eftir símtali og heyra rödd hennar á línunni, er ekki allt gott að frétta, allir frískir, gengur ekki vel hjá krökkunum? Þú lést mig finna að ég væri einstök, mitt í því vanabundna og hversdagslega. Hvað sem gerist í lífi mínu veit ég að ég er einhvers virði, vegna þín. (Pam Brown.) Guð blessi minningu Öddu minnar. Hvíli hún í friði. Saknaðarkveðja. Kristín Hjartardóttir (Kidda.) Æ, hvar ertu amma? já ansaðu mér. Ég er að gráta og leita að þér. Fórstu út úr bænum, eða fórstu út á hlað? eða fórstu til Jesú í sælunnar stað? (Höf. óþ.) Elsku Adda amma. Takk fyrir alla þína umhyggju og hlýju í okkar garð. Takk fyrir að gefa okkur af þér, við söknum þín. Guð geymi þig og megi ljósið og minning þin lifa. Hinsta kveðja. Þín ömmubörn. Ásgeir Guðjón, Arnór Ingi, Sandra Ósk og Linda Sól. Óþarflega oft heyrir maður í frétt- um fjölmiðla um slys ýmiskonar og hugsar með sér, aumingja fólkið. Í morgunfréttum föstudaginn 20. febr- úar sl. var í fréttum að eldur hefði komið upp í húsi í Kópavogi, og mað- ur hugsaði, aumingja fólkið. Skömmu seinna hringir síminn, eldur hafði komið upp í húsi Öddu ömmu, eins og hún var alltaf kölluð á mínu heimili. Adda amma var sannarlega amma fósturbarna minna og stóð vaktina í þeim efnum af stakri prýði. Það var alltaf hægt að sjá það fyr- irfram hvenær hennar var vænst, á afmælisdögum barnanna var það ávallt Adda amma sem bankaði fyrst allra, með glaðning fyrir afmælis- barn dagsins. Svo eftir að Linda Sól dóttir okkar Kristínar fæddist, þá fjölgaði bara heimsóknum Öddu ömmu. Já, við kveðjum í dag konu ein- staka sem vildi öllum vel, konu sem ég vildi að fengið hefði meiri tíma og tækifæri til að blómstra sem hún sjálf. Það var ýmislegt sem fór ekki eins og best verður kosið á, þó vissulega fenni yfir flest miður gott. En við eigum mun fleirri þó, ljúfar minningar, um góðu stundirnar. (Stefán Hilmarsson.) Blessuð sé minning um konu góða. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Kjartan Pálmarsson. ÁRNÝ KOLBEINSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Árnýju Kolbeinsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.