Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 37
✝ Elínborg Krist-ófersdóttir
fæddist á Þvottá í
Álftafirði 10. nóvem-
ber 1916. Hún lést á
elliheimilinu Grund
22. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Krist-
ófer Eiríksson, f. 1.
mars 1874, d. 1.
október 1957, frá
Hólmi í Einholts-
sókn á Mýrum, A-
Skaft. og Sigurbjörg
Sigurðardóttir, f. 1.
maí 1887, d. 29.
september 1971, frá Þvottá, Geit-
hellnahr., S-Múl. Systkini Elín-
borgar eru: 1) Sigurður, f. 1912,
17. nóvember 1963, Böðvar Örn, f.
23. október 1970, og Dóra Birna,
f. 20. janúar 1969. Sambýliskona
Kristins er Sigríður Herdís Leós-
dóttir, f. 7. júní 1950. 2) Marta
María, f. 26. ágúst 1951, d. 17.
ágúst 1998, gift Tryggva
Tryggvasyni, f. 21. maí 1949.
Börn þeirra eru: Tryggvi Gunnar,
f. 16. september 1972, Helga, f.
29. nóvember 1974, og Hildur
Tryggvadóttir, f. 7. maí 1984. 3)
Helgi Rafn, f. 26. október 1948, d.
7. september 1973. Elínborg bjó á
Djúpavogi til tvítugs og fluttist þá
til Reykjavíkur. Skömmu síðar
kynnist hún eiginmanni sínum og
hóf með honum búskap. Árið 1980
fluttist Elínborg að Suðurhólum 1
í Reykjavík og bjó þar fram í jan-
úar 2004. Lengst af vann Elínborg
hjá Mjólkursamsölunni í Reykja-
vík eða í um 14 ár.
Útför Elínborgar fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
d. 1989, 2) Kristín
Guðlaug, f. 1913, d.
1999, 3) Ragnar Héð-
inn, f. 1915, d. 2000,
4) Guðný, f. 1917, 5)
Kristbjörg, f. 1920, d.
2003, og 6) Hulda, f.
1925.
Árið 1941 giftist El-
ínborg Magnúsi Snæ-
björnssyni, 1918, d.
1992, þau slitu sam-
vistum árið 1959.
Magnús og Elínborg
eignuðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Kristinn,
f. 18. jan. 1942, fyrr-
verandi eiginkona hans er Guðrún
Auður Böðvarsdóttir, f. 11. júlí
1946. Börn þeirra eru: Magnús, f.
Jæja, amma mín, þá ertu farin.
Dauðinn gerir ekki boð á undan sér
og þar var engin undantekning á í
þetta skipti. En þú fórst í svefni, elsku
amma mín, og ég er viss um að það
hefur verið vel tekið á móti þér hinum
megin. Ég veit að þú ert komin á góð-
an stað núna, til Guðs og sennilega
komin í faðm hennar mömmu og
Helga sonar þíns.
Þú varst alltaf svo trúuð og talaðir
svo oft um Guð og Jesú við okkur
barnabörnin og ég bý að því enn þann
dag í dag, elsku amma mín.
Ég á margar ljúfar minningar frá
samverustundum okkar, bæði frá
Suðurhólunum og Garðabænum og
eins frá því að við vorum stundum á
þvælingi að versla og útrétta og end-
uðum svo á því að fá okkur kaffi
heima hjá þér.
Ég á þér svo margt að þakka, þú
kenndir mér svo margt og hvattir mig
svo mikið til að mennta mig meira og
það á ég þér einnig að þakka.
Þér var ýmislegt til lista lagt, þú
málaðir afskaplega fallegar myndir.
Svo man ég að þú settist á skólabekk
á ný á gamals aldri og fórst að læra
ensku. Ég man hvað þú varst ánægð
þegar þú þuldir upp enskar setningar
fyrir mig upp úr skólabókunum.
Ég er einnig þakklát fyrir þær
stundir sem við áttum saman núna
undir það síðasta. Leikritið sem okk-
ur var boðið að koma sjá um daginn
og söguna sem þú sagðir mér frá
mömmu þegar hún var ung og fór til
Englands að vinna og það ævintýri
sem því fylgdi. Það var svo skemmti-
legt að alltaf þegar þú talaðir um
mömmu, að þá ljómaðir þú, amma
mín. Þess vegna finnst mér gott að
hugsa til þess að nú séuð þið mæðg-
urnar sameinaðar á ný. Þú varst alltaf
svo sæt og ljúf við mig amma mín og
þannig mun ég alltaf minnast þín.
Helga.
ELÍNBORG KRIST-
ÓFERSDÓTTIR
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur,
og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
✝ Þorsteinn Hjálm-arsson Diego
fæddist í Reykjavík 4.
ágúst 1932. Hann lést
á hjúkrunarheimilinu
í Víðinesi 25. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Hjálmar
Jónsson Diego, f. á
Þingeyri 26. febrúar
1891, d. 15. septem-
ber 1970, og Halldóra
Friðgerður Sigurðar-
dóttir, f. í Grunnavík-
urhreppi 16. maí
1893, d. 27. janúar
1951. Systkini Þorsteins eru Frið-
rik, f. 1913, d. 1985, Þorkell, f.
1916, d. 1968, Sigríður, f. 1920,
Arnór, f. 1922, d. 1983, Sigurður, f.
1923, d. 1923, Uni, f. 1926, d. 2004,
Jón, f. 1927, d. 1975, og Guðrún, f.
1931, auk uppeldissystkinanna
Valgerðar Jakobsdóttur, f. 1929,
og Eggerts Sigurðssonar, f. 1944.
Þorsteinn kvæntist 12. febrúar
1955 Sigurrósu Margréti Sigur-
jónsdóttur, f. 1. október 1934. Þau
skildu. Hinn 1. desember 1973
kvæntist hann eftirlifandi eigin-
konu sinni Æsku
Björk Birkiland, f.
21. febrúar 1941,
dóttur Jóhannesar
Birkilands, f. 10.
ágúst 1886, d. 9. júlí
1961, og Ragnhildar
Sumarlínu Magnús-
dóttur, f. 22. október
1902, d. 4. júlí 1967.
Sonur þeirra er Þor-
steinn, f. 28. mars
1967, kvæntur Þór-
dísi Björk Sigur-
gestsdóttur, f. 27.
janúar 1963. Sonur
hennar er Sigurgestur Jóhann
Rúnarsson, f. 25. júlí 1983.
Þorsteinn ólst upp og bjó framan
af á Steinhólum við Kleppsveg en
búskapur þeirra Æsku Bjarkar var
lengst af á Hjaltabakka 14 en síð-
ustu árin í Hátúni 10b. Hann vann
m.a. í Fiskimjölsverksmiðjunni
Kletti, hjá Vélamiðstöð Reykjavík-
urborgar, við akstur á greiðabíl og
á Múlalundi.
Útför Þorsteins fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Fimmtudagsmorgunninn hinn 26.
febrúar heilsaði með yndislegu veðri
og heiðríkum himni, sennilega falleg-
asti dagur vetrarins. Snemma þenn-
an sama morgun fengum við systk-
inin hringingu um að móðurbróðir
okkar hafði látist kvöldinu áður. Þessi
dagur, sem byrjaði svo yndislega,
breyttist á svipstundu í drunga og
sorg.
Þorsteinn, eða Steini, eins og hann
var ávallt kallaður, var síungur í anda
og hrókur alls fagnaðar. Hvernig
mátti þetta vera? En eins og máltæk-
ið segir: „Enginn veit sína ævi fyrr en
öll er.“
Steini bjó fyrstu búskaparár sín á
ættaróðalinu Steinhólum v/Klepps-
veg sem afi okkar byggði. Þar var
ávallt margt um manninn, margir í
heimili og engum úthýst. Við eigum
þaðan yndislegar minningar sem
börn og Steini var fastur punktur í til-
veru okkar. Þegar við eltumst og fór-
um sjálf að stofna heimili leið ekki sú
vika að við hittumst ekki heima hjá
móður okkar á Steinhólum. Steini,
þessi eilífðarunglingur, sem aldrei
virtist eldast, var hress og ræðinn og
skaut oft inn í samræðurnar gaman-
sögum, sem bæði voru sannar og
skáldaðar. Hann gat á sinn einstaka
hátt fengið alla til þess að hlusta á sig,
þótt þessar sögur væri nú ekki neitt
ýkja merkilegar, en allir gátu þó
hlegið sig máttlausa, þegar hann lauk
máli sínu.
Við systkinin gátum alltaf leitað til
Steina, þegar okkur vanhagaði um
eitthvað, þar á meðal verkfæri, en
hann átti flest þau verkfæri sem til
eru í stórri byggingarvöruverslun.
Handlaginn var hann með afbrigðum
og smíðaði marga hluti, bæði stóra og
smáa. Steini gat verið tímunum sam-
an við að skapa einhvern hlut, hvort
sem hann var gagnlegur eða bara það
sem honum datt í hug í það sinnið.
Þessar stundir voru honum dýrmæt-
ar þar sem hann var einn með sjálfum
sér, og bæði hugurinn og sköpunar-
gleðin fóru á flug.
Steini gekk ekki alltaf heill til skóg-
ar. Á hernámsárunum, þegar Steini
var barn að aldri, keyrði herbíll yfir
fætur hans. Hann náði sér aldrei af
þessum meiðslum en lét það þó ekki
aftra sér og fór allra sinna ferða. Síð-
ustu árin í lífi Steina voru honum erf-
ið en alltaf var stutt í brosið og gam-
ansemina. Við systkinin sendum
aðstandendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð blessi minn-
ingu Þorsteins Hjálmarssonar Diego.
Sigrún, Eggert, Soffía
og Halldór.
Kæri Steini frændi.
Mig langar til þess að minnast þín í
fáum orðum. Þó svo ég hafi ekki hald-
ið sambandi við þig á seinni árum þá
hitti ég þig oft þegar ég var smá-
stelpa. Þú varst tíður gestur á Stein-
hólunum hjá ömmu og þú komst líka
oft í heimsókn til okkar á Víghólastíg-
inn.
Mér fannst alltaf gaman að hitta
þig, þú varst alltaf svo góður við okk-
ur krakkana, gafst þér tíma til þess
að gantast og spjalla. Áhugasamur,
afslappaður og léttur í lund. Þá var
oft glatt á hjalla. Þú lagðir fyrir okkur
þrautir, settir andlitið í hnút og þú
gast talað dularfullt tungumál sem
enginn skildi nema sárafáir fullorðn-
ir. Ég eyddi löngum stundum í það að
reyna að fá botn í p-málið sem þú tal-
aðir við ömmu og mömmu þegar við
krakkarnir máttum ekki vita um hvað
verið var að ræða. Þegar ég óx úr
grasi fækkaði þeim stundum þegar
við hittumst. Þú komst samt nokkr-
um sinnum í heimsókn til mín út á
Álftanes, alltaf jafn afslappaður og
léttur í lund.
Guð geymi þig.
Helga Dóra.
ÞORSTEINN
HJÁLMARSSON
DIEGO
Fleiri minningargreinar um
Þorstein Hjálmarsson Diego bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Útför mannsins míns, föður, tengdaföður og
afa,
ÞORSTEINS HJÁLMARSSONAR DIEGO,
Hátúni 10B,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju í dag, miðviku-
daginn 3. mars, kl. 13.30.
Æska Björk Birkiland,
Þorsteinn Þorsteinsson, Þórdís Björk Sigurgestsdóttir,
Sigurgestur Jóhann Rúnarsson.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu.
BIRNU EGGERTSDÓTTUR NORÐDAHL
frá Hólmi.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á
dvalarheimilinu Barmahlíð.
Guð blessi ykkur öll.
Eggert N. Bjarnason, Berta G. Rafnsdóttir,
Inga Vala Ólafsdóttir, Hörður Garðarsson,
Þórarinn Ólafsson, Ann Andreasen,
Indíana S. Ólafsdóttir, Erlingur Jónsson,
Anna M. Ólafsdóttir, Guðni Sigurðsson,
Vaka H. Ólafsdóttir, Björgvin Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg systir okkar og mágkona,
KRISTRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 28. febrúar, verður jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 5. mars nk.
kl. 14.00.
Sesselja Þórðardóttir,
Sigrún Þórðardóttir, Jón Ásmundsson
og aðstandendur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
HLYNUR JÚLÍUSSON,
Þórðarsveig 5,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 1. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Helga Hlynsdóttir,
Júlíus Hlynsson, Hulda Gunnarsdóttir,
Sævar Arnarson, Ingibjörg Gestsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og systkini.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegws föður okkar, tengdaföður, afa
og bróður,
HERMANNS GUÐJÓNSSONAR,
Fornhaga 22,
Reykjavík.
Gústaf H. Hermannsson,
Guðríður Hermannsdóttir, Þráinn Ingólfsson
Baldur Freyr Gústafsson,
Laufey Helga Gústafsdóttir,
Gústaf Halldór Gústafsson,
Hermann Þór Þráinsson,
Ingólfur Þráinsson,
Ingveldur Guðjónsdóttir.