Morgunblaðið - 03.03.2004, Side 38

Morgunblaðið - 03.03.2004, Side 38
MINNINGAR 38 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Allt stanzaði: orðin í miðri fregn … (Þorsteinn frá Hamri.) Mér er til efs að ég hafi komið oftar í nokkurt hús en í Hátún á Norðfirði, bernskuheimili mömmu. Þangað er stutt að fara úr foreldra- húsum mínum. Í bernsku minni var leiðin grasivaxin að mestu. Farið var yfir lækjarsytru, þá framhjá gamla fjósinu þeirra í Hinrikshúsi og svo að lokum örlítinn spöl upp í móti og þá inn í garðinn. Kannski tók ferðin eina mínútu, alls ekki tvær. Í Hátúni áttu heima Svein- hildur móðursystir mín og Jónas og börn þeirra þrjú. Þegar ég man fyrst eftir mér voru þeir bræður Eysteinn og Vilhjálmur, Eydi og Villi, að mestu farnir að heiman og Hedda því ein eftir með foreldrum sínum. Hún var yngst og mikið eft- irlæti þeirra, sannkallað ljós í húsi, sérlega fallegt barn með ljósa lokka og hlýtt bros; það minnti mig alltaf á brosið hans Jónasar. Hún var líka í miklu eftirlæti hjá Friðriki, Frissa, móðurbróður okkar beggja sem lengi taldist til heimilismanna. Nú eru þau öll sem áttu heima í Hátúni bernsku minnar látin, nema Villi. Hún var þremur árum eldri en ég. Aldursmunurinn var þó ekki meiri en svo að við lékum okkur mikið saman. Margt leitar á hug- ann. Leikir úti og inni, óteljandi berjaferðir, ferðir upp á klöpp með mjólk á flösku og kremkex. Eft- irminnilegast er kannski þegar við fengum að skúra baðherbergisgólfið í Hátúni. Sveinu leist þó ekki meira HERBORG JÓNASDÓTTIR ✝ Herborg Jónas-dóttir fæddist í Hátúni á Nesi í Norð- firði 7. júlí 1948. Hún lést á Borgarspítal- anum í Reykjavík þriðjudaginn 17. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seljakirkju í Breiðholti 27. febr- úar. en svo á enda töluvert vatn eftir á gólfinu þegar við töldum verki lokið. Síðar meir skúr- uðum við saman á netagerðinni. Það gerðum við pening- anna vegna enda borg- aði Frissi okkur vel. Fermingardaginn hennar man ég glöggt og fermingarkjóllinn er mér minnisstæður: hann var rósóttur með grænum grunni. Þá varð mér best ljóst að hún var orðin glæsileg dama en ég var bara lítil stúlka. Síðar meir söltuðum við síld hlið við hlið og sumarlangt unnum við sam- an í gamla kaupfélaginu. Og í hug- ann kemur líka berjaferð beggja fjölskyldnanna þegar tjaldað var til einnar nætur. Mamma bar fram kaldan búðing sem þá var nýlunda og okkur þótti taka öðru fram. Þetta rifjuðum við Hedda oft upp. Bernsku- og unglingsárin liðu. Hedda fór í skóla að Eiðum og þar kynnast þau Guðjón og tvítug að aldri var hún orðin móðir tveggja drengja. Þau flytjast til Reykjavík- ur og stofna sitt heimili þar. Þar var fallegt um að litast og allt með sér- stökum myndarbrag; með fjölskyld- unni átti ég margar gleðistundir þar sem veitt var af rausn og hlýju. Lengi vel vann Hedda sem skólarit- ari en síðar hjá Guðjóni. Hún var harðdugleg og útsjónarsöm til allra verka. En svo fór heilsan að gefa sig og smám saman varð ekkert sem áður. Við frænkur hittumst síðast í nóvember þegar ég heimsótti hana á sjúkrahús. Þá áttum við góða stund og rifjuðum upp gömlu dag- ana og hlógum stundum dátt; það var sem eitthvað gamalt og gott gægðist fram. Okkur mörgum þótti vænt um hana og við hefðum viljað verða að liði. Nú er þess ekki leng- ur kostur og öllu er lokið. En hana Heddu ætla ég að muna sem bros- mildu og fallegu frænkuna sem kvaddi því miður svo allt of, allt of snemma. Hvíli moldin létt á elsku hjartans frænku minni. Margrét Jónsdóttir. Í minningu minni er Hátún höf- uðból. Húsið stendur hátt yfir aðal- götunni. Þeir sem eru fæddir í Há- túni virðast ekki allir fæddir á sama stað. Sumir eru fæddir í Hátúni á Nesi í Norðfirði, en þeir sem síðast fæddust í Hátúni eru fæddir í Há- túni í Neskaupstað. Vera má að símafyrirtæki telji sig vera í sam- bandi við Hlíðarveg 44. Allt er þetta þó sama húsið. Í dag kveðjum við frænku mína, Herborgu Jónasdóttur. Hún er síð- asta barnið sem fæddist í Hátúni. Afi okkar og amma reistu húsið á fyrsta áratug síðustu aldar og bjuggu þar allan sinn búskap. For- eldrar Herborgar, þau Sveinhildur og Jónas, bjuggu einnig þar allan sinn búskap. Herborg var yngst þriggja systkina sem upp komust. Fyrir mig var það mikil spenna að eiga allar mínar frænkur og frændur jafnaldra í öðrum lands- hluta. Herborg var lítið eitt eldri en ég; þegar ég hugsa til baka þá finnst mér að Hedda hafi verið Hið ljósa man eða Álfakroppurinn mjói, svo vitnað sé í þá kæru bók Íslands- klukkuna. Kannski var hún líka Hedda Gabler. Seinna varð hún mér nákomnari þegar kærastinn hennar bjó á æskuheimili mínu í hálfan vetur á menntaskólaárum sínum. Mér fannst að Herborg ætti glæsta framtíð í vændum. Herborg og Guðjón Ármann eignuðust tvo efnispilta að sonum. Þeir eignuðust sín heimili, konur og börn. En eng- inn veit hvað í annars huga býr. Þegar hugað er að æskuárum Her- borgar minnist ég erfiðra veikinda Eysteins bróður hennar. Eysteinn var mikill efnismaður, loftskeyta- maður að mennt. Hann veiktist af berklum og sykursýki og lést aðeins 27 ára gamall. Þá var Herborg að- eins 10 ára gömul. Veikindi Ey- steins greyptust svo í sál Herborg- ar að þegar aldurinn færðist yfir hana gat hún ekki hlustað á dæg- urlög, sem leikin voru í Óskalögum sjúklinga á þeim árum er Eysteinn lá á Vífilsstöðum. Hugur Herborgar varð þungur og leit hún vart glaðan dag hin síðari ár. Eigi dugðu nein læknisráð við meinum Herborgar. Smám saman fjaraði líf hennar út án þess að við væri ráðið. Á kveðjustund vil ég geyma í minningu minni mynd af glæsilegri stúlku, Herborgu frænku minni, og hennar góðu foreldrum, þeim Svein- hildi föðursystur minni og Jónasi manni hennar, sem voru föður mín- um og systkinum hans sem aðrir foreldrar. Góð stúlka er fallin, fari hún vel. Guð geymi Herborgu Jónasdóttur. Vilhjálmur Bjarnason. Hún Hedda er dáin.Leiðir okkar Heddu lágu fyrst saman í Alþýðu- skólanum á Eiðum laust eftir miðj- an sjöunda áratuginn. Mér koma einkunnarorð skólans okkar í hug þegar ég hugsa um Heddu; menn- ing, menntun, máttur. Á léttasta skeiði ævinnar áttu þessi orð sam- hljóm í henni. Hedda var af mjög dugmiklu fólki komin og þann arf bar hún með sér. Því kynntust hennar nánustu og þeir sem voru svo heppnir að kynn- ast henni í blóma lífsins. Það var gott fyrir sveitapilt í stórborginni að eiga Heddu og Guðjón frænda minn að. Það var oft fjör á heimilinu þegar synirnir Jónas og Jón Ár- mann tóku á því. Móðir þeirra naut þess að horfa á þá vaxa úr grasi og gamansemin og grallaraskapurinn í snáðunum ekki langt frá hennar skaplyndi. Þegar frá leið, námi var lokið hjá þeim hjónum, drengirnir fulltíða menn og lífið komið í fastar skorður eins og gengur í mannlífinu, þá var ég af og til á ferðalagi í Reykjavík og tók þá oftast hús á þessu vina- og frændfólki mínu. Hjá þeim hjón- um einkenndist allt af austfirskri gestrisni. Það var sama hve fjöl- mennur ég var, það var ekkert vandamál hjá húsmóðurinni. Það má segja, að henni lét mun betur að gefa en þiggja. Hedda vann bæði úti og inni á heimilinu, í garðinum og naut samvista við ættingja og góða vini. Barnabörnin voru aufúsu- gestir á heimilinu og henni líkaði vel sá ferski andblær sem fylgir ungviðinu. Hún var söngvin og hrókur alls fagnaðar í samkvæmum með hnyttilegum athugasemdum og glaðværð. Þetta eru minningar sem gott er að geyma með sér. Á þessum árum varð einhver vendipunktur í lífi hennar. Sjúk- dómar af ýmsum toga fóru að gera vart við sig. En þegar kom að því að leita sér hjálpar kom það í ljós, að það lá ekki í hennar eðli að þiggja. Hún gekk nauðug á milli lækna til að fá bót þeirra meina sem ekki þoldu bið en önnur átti hún erfitt með að meðhöndla bæði ein og sér eða í samvinnu við fjöl- skyldu, vini og lækna. Því fór svo að þessi gjörvilega kona varð sífellt meiri sjúklingur og andaðist södd lífdaga á miðjum aldri. Guð geymi Herborgu Jónasdótt- ur. Þórður Júlíusson. Austurland skartaði sínu feg- ursta, ég var stödd heima í mat og var að ganga út aftur til vinnu þeg- ar síminn hringdi. Herborg er dáin. Kannski kom þetta ekki á óvart en samt er það nú þannig að svona fréttir eru alltaf reiðarslag. Mörg minningabrot hafa skotist upp í kollinn síðustu daga. Ein af mínum fyrstu minningum er þegar ég fékk að fara með þeim Heddu og Ginna bróður eitthvað út að keyra í græna Land Rovernum, þá var nú ekki leiðinlegt fyrir svona sjö ára stelpuskott eins og mig að vera til, ekki ólíklegt að mér hafi litist vel á að fá stelpu í fjölskylduna. Margar fjölskylduferðir ýmist þar sem farið var með foreldrum Heddu eða þá fjölskyldunni minni eða báðar fjöl- skyldurnar saman, Breiðdalshring- urinn keyrður eða farin lautarferð í Hallormsstað. Ferðir saman í sveit- ina til ömmu og afa á Hamri og svo fleiri ferðir. Ekki var farið svo til Reykjavíkur að ekki væri troðist inn til þeirra Heddu og Ginna og þótti mér sjálfsagt að dveljast þar um lengri eða skemmri tíma og var þá öll þjónusta innifalin. Hedda var mjög greiðvikin kona og meðan heilsan leyfði taldi hún ekki eftir sér að skjótast með Aust- firðinga út og suður þegar þeir voru í Reykjavíkurferð. Þegar mamma greindist með krabba og þurfti að dvelja í meðferð fyrir sunnan sum- arlangt tók Hedda að sér rekstur heimilisins á Eskifirði, tuttugu og þriggja ára gömul, með tvo unga stráka í fullri vinnu, auk fimm ann- arra heimilismanna, sem voru góðu vanir. Ekki minnist ég þess að mig hafi skort nokkuð á þessum tíma. Fyrir rúmum tíu árum fór heilsu Heddu að hraka, henni gekk erf- iðlega að sætta sig við það og gekk erfiðlega að taka á sínum málum eins og oft er með fólk sem hefur alltaf verið fullt af krafti og getað tekist á við alla hluti að mér virtist fyrirhafnarlítið. Ég er þakklát fyrir það að hafa getað dvalið í Ljárskógunum hjá þeim Heddu og Ginna um síðustu jól og haldið jól með þeim og fjöl- skyldum okkar. Auk þess dvaldi ég þó nokkurn tíma síðastliðið haust hjá þeim og þá var oft gaman að rifja upp liðna tíma með Heddu. Heilsan var léleg og ekki laust við að ég renndi grun í að ljósið hennar væri að brenna upp. Grænanes- þrjóskan var til staðar fram til síð- asta dags, spurningin er hvort hún hafi unnið til góðs eða ills? Nú er komið að ótímabærri kveðjustund en það er ekki spurt að því. Fyrir margt er að þakka. Eftir stendur fjölskyldan, þreytt eftir harða bar- áttu, þarf að játa sig sigraða, ég vona að „Guð gefi þeim æðruleysi til að sætta sig við það sem þau fá ekki breytt, kjark til að breyta því sem þau geta breytt og vit til að greina þar á milli“. Ég óska þess að Herborg mág- kona mín eigi greiða leið með ljós- inu inn í sumarlandið og ég veit að þar verður vel tekið á móti henni. Þóra Sólveig. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (Matthías Jochumsson.) Þakklæti er okkur efst í huga er við í dag kveðjum vinkonu okkar Herborgu Jónasdóttur. Við vorum tengd fjölskylduböndum og höfum átt margar ánægjulegar stundir saman, bæði á heimili þeirra hjóna Guðjóns Ármanns og hennar og eins á heimili okkar og við Álfta- vatn. Sumarið 2000 fórum við í fjöl- skylduferð til Austfjarða. Austfirð- irnir skörtuðu sínu fegursta. Há og brött fjöllin, hlíðarnar, sjórinn, fjar- an og hinir mörgu litir sem fyrir augu bar. Skyldfólk Guðjóns á Eskifirði tók á móti okkur með þeirri hlýju og vinsemd sem við höfðum áður kynnst. Herborg eða Hedda eins og hún var kölluð af sínum nánustu var fædd á Norðfirði. Hátún heitir hús- ið sem hún ólst upp í, mjög hlýlegt, ekki stórt en rúmaði marga, enda gistum við þar öll. Sagði Herborg okkur frá æsku sinni, foreldrum sínum og vinum. Eitt kvöldið var efnt til grillveislu og mörgum boðið, varð það frábært kvöld. Herborg var traustur vinur vina sinna og sést það best á vina- Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Takk fyrir allt Hedda mín og Guð blessi þig og varð- veiti. Jón Matthías. HINSTA KVEÐJA Elsku afi Júlli. Núna ertu farinn frá okkur, farinn til himna að passa englana. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu í heimsókn, þú varst allt- af svo duglegur að leika við okkur bræðurna. Þú sast með okkur og sýndir okkur dótið og bækurnar sem amma var búin að taka til í grind. Manstu til dæmis, afi, þegar við notuðum lampaskermana saman sem hatta, það var svo gaman. Við gerðum það einu sinni og eftir það gerðum við það alltaf í langan tíma, jafnvel þó að annar brotnaði. Okkur finnst sárt að kveðja þig, elsku afi, og söknum þín mikið. Við skulum passa ömmu fyrir þig. Þínir langafastrákar Haukur Orri og Hörður Ingi. Látinn er á Sjúkrahúsi Siglufjarð- ar Júlíus Júlíusson kennari, 77 ára að aldri. Þegar ég frétti lát Júlíusar komu í huga minn ótal samveru- stundir frá yngri árum þegar við störfuðum saman að félagsmálum á Siglufirði, einkum þó leikstarfsem- inni. Þær voru margar stundirnar sem fórnað var í sýningar á sviði JÚLÍUS JÚLÍUSSON ✝ Júlíus Júlíussonfæddist í Hafnar- firði 18. janúar 1927. Hann lést á Sjúkra- húsi Siglufjarðar 23. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Siglufjarð- arkirkju 2. mars. gamla Sjómannaheimil- isins. Júlli Júll., eins og okkur var tamt að kalla hann í daglegu tali, var einkar ljúfur og þægi- legur maður í allri um- gengni. Hann var einkar áhugasamur um velferð bæjarfélagsins, enda fórnaði hann mörgum stundum í þágu þess og ekki hvað síst samborgara sinna. Auk kennslu sinnar við Grunnskóla Siglu- fjarðar, allt frá árinu 1962 til þess tíma er kennsluskyldu hans lauk, tók hann þátt í margvís- legri félags- og æskulýðsstarfsemi, má þar til nefna, auk stofnunar og starfs fyrir Leikfélag Siglufjarðar ár- um saman, var hann formaður Nor- ræna félagsins og formaður Íþrótta- bandalags Siglufjarðar. Hann sat í sóknarnefnd Siglufjarðarkirkju um árabil og var safnaðarfulltrúi um skeið. Júlíus var mikill áhugamaður um ljósmyndun og prýða margar fallegar myndir eftir hann t.d. jólakort Systrafélags kirkjunnar. Það sem hér er upptalið er aðeins lítið brot af allri hans félagsstarfsemi á Siglufirði. Júl- íus var eins og sjá má af framantöldu einstaklega fórnfús maður og vildi samborgurum sínum og bæjarfélag- inu allt það besta. Hans mun sárt saknað af fjölmörgum vinum og kunningjum nú þegar hann er allur. Júlíus var listamaður af guðs náð, það mátti glöggt sjá í þeim fjölmörgu leikritum sem hann tók þátt í á sínum yngri árum. Listamannseðlið varð líka arfleifð til afkomenda hans, þannig er Theódór sonur hans frá- bær leikari. Nú þegar lífsbók Júlíusar Júl- íussonar hefur verið lokað sé ég sem þessar fátæklegu línur rita fyrir mér hvernig siglfirsku fjöllin drúpa höfði í hljóðri bæn og þökk fyrir samveruna gegnum árin. Tengsl Júlíusar við Siglufjörð voru sterk enda lifði hann þar sín bestu ár með fjölskyldu sinni sem ætíð stóð þétt við bak hans í blíðu og stríðu. Sendi ég Svövu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa. Hulda Steinsdóttir. Látinn er Júlíus Júlíusson, einn af traustustu liðsmönnum í Landssam- tökum hjartasjúklinga. Júlíus var einn af stofnendum Fé- lags hjartasjúklinga á Norðurlandi vestra, hann sat í fyrstu stjórn félags- ins sem meðstjórnandi en síðan gerð- ist hann formaður í mörg ár eða þar til fyrir tveimur árum, er hann óskaði eftir að fá frí eins og eðlilegt var. Hann sótti mörg landsþing Lands- samtaka hjartasjúklinga og var mik- ilvægur fulltrúi síns félags, enda bjó hann yfir mikilli reynslu í félagsmál- um. Júlíus var afar þægilegur í öllum samskiptum og mikið snyrtimenni, það var alltaf ánægjulegt að hitta hann og eiga við hann orð. Landssamtök hjartasjúklinga minnast góðs félaga og senda eftirlif- andi eiginkonu og sonum hans inni- legar samúðarkveðjur. F.h. Landssamtaka hjartasjúkl- inga Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, formaður, Ásgeir Þór Árna- son, framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.