Morgunblaðið - 03.03.2004, Qupperneq 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 43
ÓDÝRT
Stálhillur
í fyrirtæki
og heimili
Stálhillur
Stærð:
D: 40 cm
B: 100 cm
H: 200 cm
5 hillur
kr. 8.765,-
Næsta bil
kr. 6.125,-
HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
en gott
Við bjóðum
14
34
/
TA
K
T
ÍK
n
r.
4
0
A
FJÓRIR nemendur frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri urðu í fimm efstu sætunum í úrslitakeppni
í 21. landskeppni í eðlisfræði sem fór fram í Há-
skóla Íslands um sl. helgi.
234 keppendur tóku þátt í forkeppninni sem
fram fór í ellefu framhaldsskólum víðs vegar um
landið. Til úrslitakeppninnar um helgina var boð-
ið fjórtán nemendum úr fimm skólum að teknu
tilliti til árangurs og aldurs. Á laugardeginum
glímdu keppendur í þrjár klukkustundir við sex
fræðileg verkefni sem spönnuðu námsefni fram-
haldsskólans frá aflfræði til stjörnufræði og
höfðu keppendur ekki áður glímt við svo erfið
verkefni. Á sunnudeginum framkvæmdu þeir til-
raunir um pendúl og bylgjuvíxl og skiluðu
skýrslum úr þeim, einnig á þremur klukkustund-
um.
Sigurvegari keppninnar var Finnur Dellsén,
nemandi við MA, með 64 stig af 100 mögulegum. Í
öðru sæti var nemandi frá MR, Höskuldur Pétur
Halldórsson, en í 3.–5. sæti voru Haukur Sigurð-
arson, Ásgeir Alexandersson og Sigurður Ægir
Jónsson, allir nemendur í MA. Þessum fimm pilt-
um býðst nú að fara á Ólympíuleikana í eðlisfræði
sem haldnir verða í Suður-Kóreu 15.–23. júlí nk.
Ingibjörg Haraldsdóttir, deildarstjóri í eðl-
isfræði við MK, er formaður landskeppni í eðl-
isfræði sem fulltrúi Félags raungreinakennara
og vakti hún í ræðu sinni athygli á því að fyrrver-
andi keppendur í eðlisfræðikeppninni eru nú höf-
undar fræðilegu verkefnanna, bæði í forkeppn-
inni og úrslitakeppninni, og semja þeir síst léttari
dæmi en prófessorar við raunvísindadeild gerðu
áður. Ari Ólafsson, dósent við raunvísindadeild
Háskólans, var aðalhöfundur verklegu verkefn-
anna en nemendur hans prófuðu tilraunirnar og
settu tilraunatækin upp. Hann er einnig hugs-
uðurinn á bak við risapendúlinn sem vígður verð-
ur á næstunni í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Við-
ar Ágústsson, framkvæmdastjóri Hugfangs og
framkvæmdastjóri landskeppninnar sem fulltrúi
Eðlisfræðifélagsins, afhenti sextán efstu nemend-
unum úr forkeppninni bókarverðlaun fyrir góðan
árangur en sigurvegari þar var Haukur Sigurð-
arson. Kristján Rúnar Kristjánsson, nemandi í
doktorsnámi við HÍ og formaður dómnefndar, af-
henti peningaverðlaun fimm efstu keppendunum
í úrslitakeppninni.
Keppendur og verkefnahöfundar. Frá vinstri, Kristján Rúnar Kristjánsson, aðalhöfundur fræðilegu
verkefnanna, Haukur Sigurðarson, MA, Ásgeir Alexandersson, MA, Sigurður Ægir Jónsson, MA,
Höskuldur Pétur Halldórsson, MR, og Ari Ólafsson, aðalhöfundur verklegu verkefnanna. Á myndina
vantar Finn Dellsén, MA.
MA sigursæll
í úrslitum í lands-
keppni í eðlisfræði
SAMTÖK verslunar og þjónustu
(SVÞ) hafa sent Jóni Kristjánssyni
heilbrigðisráðherra bréf þar sem
gerðar eru athugasemdir við saman-
burð Tryggingastofnunar ríkisins
(TR) á verði lyfja í smásölu. Fullyrt er
í frétt TR að verð á algengum lyfjum
sé rúmlega 20% hærra hér á landi en í
Danmörku. SVÞ segir þennan sam-
anburð ekki réttan og benda á að ekki
sé tekið tillit til afsláttar apóteka á Ís-
landi til viðskiptavina. Þá sé saman-
burður TR á lyfinu Sivacor við sam-
heitalyfið Simvastatin Alternova ekki
eðlilegur þar sem þessi lyf fáist ekki í
báðum löndunum.
SVÞ segjast hafa gert verðkönnun
dagana 20.–23. febrúar í apótekum á
höfuðborgarsvæðinu. Niðurstaða
könnunarinnar hafi verið sú að mis-
munurinn á verði lyfjanna hafi verið
7,6% en ekki 20% eins og TR héldi
fram. Eitt lyf, Efexor Depot, hafi t.d.
reynst 8,2% ódýrara en á Íslandi. Í
könnun SVÞ er samanburði á verði
Sivacor við samheitalyfið Simvastatin
Alternova sleppt því að lyfin séu ekki
samanburðarhæf.
SVÞ mót-
mæla lyfja-
könnun TR
MENNINGAR- og safnanefnd
Garðabæjar stendur fyrir samsýn-
ingu myndlistarmanna í samvinnu
við Sparisjóðinn í Garðabæ og verð-
ur sýningin opnuð í sýningarsal
bankans í dag, miðvikudag, kl.
17.30. Tuttugu og tveir listamenn
taka þátt í sýningunni, bæði reyndir
listamenn sem hafa tekið þátt í
mörgum sýningum og aðrir sem eru
að sýna í fyrsta sinn. Á sýningunni
gefur m.a. að líta landslagsmálverk,
abstraktmálverk, fantasíumálverk,
ljósmyndir, glerlistaverk og leir-
listaverk. Sýningin stendur til 30.
apríl.
Samsýning
í Garðabæ
Samfélagsþjónusta
RANGLEGA sagði í frétt blaðsins
sl. föstudag að 738 einstaklingar
hefðu hafið samfélagsþjónustu hér á
landi 2002 í stað óskilorðsbundinnar
refsingar eða vararefsingar fésekta.
Hið rétta er að 738 hófu samfélags-
þjónustu á tímabilinu frá 1995–2002.
Þá mátti skilja fyrirsögn fréttarinn-
ar á þá leið að 78 hefðu tekið út refs-
ingu í samfélagsþjónustu á árinu
2002 en eins og fram kom í fréttinni
voru þeir 78 í árslok það ár. Leiðrétt-
ist þetta hér með.
Tröllkrabbi en
ekki töskukrabbi
Í frétt í Morgunblaðinu í gær á
Austurlandssíðu er birt mynd af
stórum krabba og fullyrt að um sé að
ræða svokallaðan töskukrabba. Sól-
mundur Einarsson fiskifræðingur
segir að myndin sé ekki af tösku-
krabba heldur af tröllkrabba. Leið-
réttist það hér með.
LEIÐRÉTT
MÍMIR – símenntun ehf. hefur opnað vef þar sem
fjallað er um starfsemina. Slóðin á vefinn er
www.mimir.is. Það var Grétar Þorsteinsson, for-
seti ASÍ, sem opnaði vefinn.
Mímir – símenntun ehf. starfar á sviði fullorð-
insfræðslu, starfsmenntunar og tómstundanám-
skeiða.
Á sviði fullorðinsfræðslu er lögð áhersla á að
skipuleggja markvissa fræðslu fyrir fólk á vinnu-
markaði sem minnstu menntunina hefur. Í flestum
tilfellum er fræðslustarfið skipulagt í samstarfi við
stéttarfélög, fræðslusjóði eða fyrirtæki. Land-
nemar eða nýir Íslendingar eru einnig vaxandi
hópur viðskiptavina Mímis, en í einu stærsta stétt-
arfélagi landsins, Eflingu, eru um 12% félags-
manna af erlendu bergi brotnir.
Mikil fjölbreytni hefur ávallt einkennt tóm-
stundanámskeið Mímis. Veturinn 2003–2004 voru/
eru alls í boði 438 námskeið, og eru þau boðin í
flokkunum tómstundanámskeið, myndlistarnám-
skeið, menning, tölvunámskeið, hagnýt námskeið,
matur og vín, tungumál, fatahönnun, mannrækt
og barna- og unglinganámskeið.
Auk lengri og styttri námskeiða er einnig unnið
að ýmsum þróunarverkefnum. Dæmi um slík eru
námsráðgjöf á vinnustað og verkefnið Aftur í nám
sem er ætlað lesblindum. Bæði þessi verkefni hafa
hlotið afar góðar viðtökur.
Fyrirtækið varð eins árs síðastliðin áramót, en
það tók formlega til starfa 1. janúar 2003 og er í
eigu Alþýðusambands Íslands.
Mímir –
símenntun
opnar nýtt
vefsvæði
Morgunblaðið/Sverrir
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Hulda Ólafs-
dóttir, framkvæmdastjóri Mímis símenntunar.
Stuðningshópur um krabbamein í
blöðruhálskirtli verður með mán-
aðarlegan rabbfund sinn í húsi
Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð
8 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn
3. mars, kl. 17. Gestur fundarins
verður Guðmundur Vikar Einarsson
þvagfæraskurðlæknir og ræðir
hann um sjúkdóma í blöðruháls-
kirtli.
Fundurinn er einkum ætlaður þeim
sem greinst hafa með krabbamein í
blöðruhálskirtli og aðstandendum
þeirra. Kaffi verður á könnunni.
Málstofa um verðsamkeppni við
skilyrði leitar- og skiptikostn-
aðar er yfirskrift málstofu sem
verður í dag, miðvikudaginn 3.
mars, kl. 12.15, í Odda, stofu 101.
Erindi heldur Jón Þór Sturluson,
sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun.
Fjallað verður um einfalt leikja-
fræðilíkan af fákeppni við aðstæður
sem eru einkennandi fyrir smásölu
með raforku og símþjónustu sem
áður voru í einokun. Skoðuð eru ým-
is möguleg markaðsjafnvægi að gef-
inni dreifingu slíks kostnaðar o.fl.
Borgarneskirkja kl. 21 Samkór
Mýramanna heldur tónleika. Ein-
söngvari er Ólafur Kjartan Sigurð-
arson baríton.
Í DAG
Afríka 20:20 stendur fyrir mál-
stofu á morgun, fimmtudaginn 4.
mars, kl. 18–19.30 í Reykjavík-
urakademíunni, Hringbraut 121, 4.
hæð (JL-húsinu).
Jean-Francois Rischard, varaforseti
Alþjóðabankans í Evrópu, mun halda
erindi sem hann kallar „Dealing with
world poverty: towards a more bal-
anced planet“. Í erindinu verður
fjallað um baráttuna gegn fátækt í
Afríku. Að loknu erindinu verður tími
fyrir umræður.
Fundarstjóri verður Jón Þór Sturlu-
son sérfræðingur hjá Hagfræðistofn-
un Háskóla Íslands.
Félagið AUÐUR boðar til aðal-
fundar á morgun, fimmtudaginn 4.
mars, kl. 20 í Háskólanum í Reykja-
vík. Markmið félagsins eru að efla fé-
lagsmenn til dáða og viðhalda AUÐ-
AR-kraftinum.
Félagið AUÐUR var stofnað 18.
mars 2003 í Háskólanum í Reykjavík.
Stjórn félagsins var kosin og heið-
ursfélagar kynntir, en þeir eru; Guð-
finna S. Bjarnadóttir, Guðrún Péturs-
dóttir og Halla Tómasdóttir. Félagið
er afsprengi verkefnisins AUÐUR í
krafti kvenna sem Háskólinn í
Reykjavík átti veg og vanda af. Fé-
lagið er opið öllum þeim konum sem
sóttu námskeiðið FrumkvöðlaAUÐ-
UR hjá Háskólanum í Reykjavík.
FrumkvöðlaAUÐUR var ætlað kon-
um em vildu stofna og/eða reka fyr-
irtæki. Markmiðið var að gera kon-
urnar færar um að reka fyrirtæki,
móta viðskiptahugmynd og semja
viðskiptaáætlun, sem kynnt var í lok
námskeiðsins. Haldin voru 6 nám-
skeið og stóð hvert þeirra í 16 vikur.
Þátttakendur voru 163 og unnu að
meira en 90 viðskiptahugmyndum.
Við verklok AUÐAR höfðu þátttak-
endur í FrumkvöðlaAUÐI stofnað 51
fyrirtæki sem veittu 217 ný störf.
Ráðstefna um framfarir og þróun í
hrossarækt og hestamennsku
Ráðstefna á vegum landbún-
aðarráðuneytisins um framfarir og
þróun í hrossarækt og hestamennsku
verður á morgun, fimmtudaginn 4.
mars kl. 13–17.30, í Ársal á Hótel
Sögu.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra setur ráðstefnuna. Erindi
halda: Sveinbjörn Eyjólfsson stjórn-
arform. HmÍ, Ingimar Ingimarsson,
framkvæmdastjóri HmÍ, Björn
Kristjánsson, forstöðumaður Sögu-
seturs ísl. hestsins á Hólum, Anna
Karolína Vilhjálmsdóttir frá Íþrótta-
sambandi fatlaðra, Árni Gunnarsson,
framkvæmdastj., Ágúst Sigurðsson,
formaður verkefnisstjórnar, Jón
Baldur Lorange, forstöðumaður
tölvudeildar BÍ, Jónas Kristjánsson
ritstjóri, Víkingur Gunnarsson, deild-
arstjóri hrossaræktarbrautar við
Hólaskóla, Jónas R. Jónsson, Skúli
Skúlason skólameistari og Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra. Ráð-
stefnustjóri er Níels Árni Lund.
Stofnfundur VG í Garðabæ Á morg-
un, fimmtudaginn 4. mars, verður
stofnað svæðisfélag Vinstri grænna í
Garðabæ. Fundurinn hefst kl. 20, í
Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í
Garðabæ.
Á MORGUN
Málþing um uppbyggingu
háskólastigsins á Vestfjörðum
verður laugardaginn 6. mars kl. 11–
15.30, í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði,
á 4. hæð. Tilgangur málþingsins er
að varpa ljósi á stöðu háskólastigsins
á Vestfjörðum og velta upp þeim
leiðum sem færar eru í náinni fram-
tíð.
Fundarstjórar verða Birna Lár-
usdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísa-
fjarðarbæjar, og Elías Jónatansson,
forseti bæjarstjórnar Bolungarvík-
urkaupstaðar. Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, setur
málþingið. Erindi halda: Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra, Smári Haraldsson,
forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar
Vestfjarða, Grétar Þór Eyþórsson,
Byggðarannsóknastofnun Íslands á
Akureyri, Sigurjón Kr. Sigurjónsson
háskólanemi, Ólína Þorvarðardóttir,
skólameistari Menntaskólans á Ísa-
firði, Líneik Anna Sævarsdóttir,
framkvæmdastjóri Fræðslunets
Austurlands, Kristinn H. Gunn-
arsson alþingismaður, Rögnvaldur
Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar
fræðasetra Háskóla Íslands, og
Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla.
Að málþinginu standa Atvinnuþró-
unarfélag Vestfjarða, Fjórðungs-
samband Vestfirðinga, Fræðslu-
miðstöð Vestfjarða og
Ísafjarðarbær.
Slitgigtarnámskeið er að hefjast
hjá Gigtarfélagi Íslands þar sem
áhersla er lögð á þætti sem tengjast
því að lifa með slitgigt. Um er að
ræða þrjú kvöld, einu sinni í viku og
byrjar námskeiðið mánudaginn 8.
mars kl. 19.30, í húsnæði félagsins í
Ármúla 5, annarri hæð. Á námskeið-
inu verður fjallað um sjúkdóminn,
einkenni hans, meðferðarmöguleika
og áhrif á daglegt líf, mikilvægi
þjálfunar, slökun, aðlögun að breytt-
um aðstæðum í tengslum við dagleg
störf. o.fl.
Leiðbeinendur verða Helgi Jónsson
gigtarsérfræðingur, Erna J. Arn-
þórsdóttir sjúkraþjálfari, Annetta A.
Ingimundardóttir iðjuþjálfi, og
Svala Björgvinsdóttir félagsráðgjafi.
Upplýsingar og skráning á nám-
skeiðið er á skrifstofu félagsins.
Á NÆSTUNNI
♦♦♦
♦♦♦