Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 46
ÍÞRÓTTIR
46 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGUR Sigurðsson er ennþá að
glíma við meiðsli og gat þess vegna
ekki leikið með lærisveinum sínum í
Bregenz þegar þeir unnu Aon
Fivers, 26:23, á heimavelli um liðna
helgi í austurrísku 1. deildinni í
handknattleik. Bregenz er í efsta
sæti deildarinnar.
RÓBERT Gunnarsson, línumaður
Århus GF, er þriðji markahæsti
leikmaður dönsku úrvalsdeildarinn-
ar í handknattleik um þessar mund-
ir. Róbert hefur skorað 96 mörk í 18
leikjum. Micke Næsby, leikmaður
Fredericia HK, er langmarkahæst-
ur með 129 mörk. Næstur er
Kasper Nielsen, leikmaður GOG og
ein helsta stjarna danska landsliðs-
ins á EM í Slóveníu. Nielsen hefur
skorað 100 mörk, fjórum fleiri en
Róbert.
ÓLAFUR Sigurjónsson skoraði 9
mörk fyrir Tres de Mayo um
helgina þegar lið hans og Hlyns Jó-
hannessonar, markvarðar, tapaði á
heimavelli, 37:38, fyrir Summa Hot-
eles í spænsku 2. deildinni í hand-
knattleik. Þetta var lykilleikur í
fallbaráttunni og Tres de Mayo,
sem var yfir nær allan leikinn, er nú
illa statt á botni deildarinnar, átta
stigum frá því að komast úr fallsæti
þegar níu umferðum er ólokið.
DANSKA knattspyrnufélagið FC
Köbenhavn hyggst draga enska fé-
lagið Leicester City fyrir dómstóla
vegna skuldar sem nemur um 35
milljónum íslenskra króna. Leicest-
er keypti Jacob Laursen af FC
Köbenhavn fyrir tveimur árum en
hefur ekki staðið í skilum.
FLEMMING Östergaaard, for-
maður FC Köbenhavn, segir að fé-
lagið hafi enga hjálp fengið frá
UEFA og FIFA, sem hafi vísað í
enskar reglur um félög sem sett eru
í fjárhagslega gjörgæslu. Þolin-
mæðin sé nú á þrotum og því verði
farið í mál. „Slíkar reglur standast
ekki fyrir dönskum dómstólum, og
að áliti hérlendra lögfræðinga
standast þær heldur ekki á alþjóða-
vísu,“ sagði framkvæmdastjóri
danska knattspyrnusambandsins,
Jim Stjerne Hansen, við Politiken í
gær.
FLEIRI dönsk félög telja sig eiga
svipaðar kröfur á hendum enskum
félögum. Ipswich hefur ekki greitt
AaB um 12 milljónir íslenskra
króna fyrir Thomas Gaardsöe sem
var seldur þangað á sínum tíma, og
hefur Álaborgarfélagið fengið sömu
svör og FC Köbenhavn hjá UEFA
og FIFA.
HOLLENSKA knattspyrnusam-
bandið hefur ákveðið að rannsaka
nánar kaup enska liðsins Fulham á
táningnum Collins John frá hol-
lenska liðinu Twente. Umboðsmað-
ur hins 18 ára gamla stráks, sem
fæddur er í Lýbíu, er ekki með til-
skilin réttindi og því verður málið
rannsakað.
FÓLK
DANSKA knattspyrnufélagið AGF, þar sem Helgi Sigurðsson
er leikmaður og Ólafur H. Kristjánsson aðstoðarþjálfari, á yfir
höfði sér að vera útilokað frá þátttöku í Evrópukeppni á þessu
ári.
Samkvæmt leyfiskerfi UEFA verður eiginfjárstaða félag-
anna að nema minnst fjórðungi af launagreiðslum á árs-
grundvelli en samkvæmt reikningum fyrir síðustu sex mánuði
sem AGF lagði fram fyrir helgina er eiginfjárstaða félagsins
neikvæð um sem nemur 27 milljónum íslenskra króna.
Forráðamenn AGF segja að þessar tölur verði komnar í lag í
lok júní en það er ekki nóg til þess að fá keppnisrétt í Evr-
ópumótunum á þessu ári. Þær verða að liggja fyrir hinn 1. apr-
íl, annars er Evrópudraumurinn úr sögunni í ár.
AGF er í sjöunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar og þarf að
taka góðan kipp á síðasta þriðjungi tímabilsins til að eiga
möguleika á Evrópusæti. Sá endasprettur yrði hins vegar til
einskis ef fjármál félagsins verða ekki lagfærð áður en þessi
mánuður er úti.
AGF í vandræðum
með leyfiskerfið
„ÉG tel að íslenska liðið eigi ágæta mögu-
leika á að komast áfram í lokakeppnina,“
sagði Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri Handknattleikssambands
Íslands, en einn riðill af átta í und-
ankeppni Evrópumóts 19 ára kvenna-
landsliða fer fram hér á landi 9.–11. apríl.
Leikið verður í íþróttahúsinu á Seltjarn-
arnesi en auk Íslendinga eru Danir, Slóv-
akar og Úkraína í riðlinum. Tvær efstu
þjóðirnar komast áfram í lokakeppni
Evrópumótsins sem fram fer í Tékklandi
30. júlí til 8. ágúst sem er talið auka mjög
möguleika íslenska liðsins sem verður
undir stjórn Gunnars Magnússonar og
Ágústs Jóhannssonar.
Einar segir að HSÍ taki öðru hverju að
sér að halda riðlakeppni undanmóta EM
en huga verði vel að kostnaði í hvert
skiptið. „Það er alltaf nokkuð umfangs-
mikið verk að taka að sér mótshald af
þessu tagi. Það þarf að hugsa alla hluti til
enda en við teljum það nauðsynlegt að
taka þetta að okkur öðru hverju,“ sagði
Einar.
Karlaliðið beint úr úrslitakeppni EM
Í sumar fer fram Evrópumót 20 ára
landsliða karla og hefur íslenska lands-
liðið þegar tryggt sér sæti í henni sem
fram fer í Lettlandi 6.–14. ágúst vegna
sigurs sama árgangs á EM 19 ára lands-
liða á síðasta ári. Ísland, Þýskaland, sem
varð í öðru sæti á EM 19 ára liða í fyrra
og gestgjafarnir Lettar, þurfa því ekki að
taka þátt í undankeppni í apríl.
Riðlakeppni EM verður
á Seltjarnarnesi
Bikarmót SKÍ er mótaröð þarsem keppendur safna sér bik-
arstigum og þeir sem eru með flest
stig þegar keppnistímabilinu lýkur
eru Bikarmeistarar sambandsins.
Gefin eru stig fyrir 30 efstu sætin í
hverju móti og keppt er í svigi og
stórsvigi. Um helgina voru í raun
haldin þrjú mót, tvö stórsvigsmót og
eitt svigmót. Fyrir fyrsta sætið eru
gefin 100 stig, 80 fyrir annað, 60 fyrir
þriðja, 50 fyrir fjórða og síðan er talið
niður þannig að fyrir 30. sætið fæst
eitt stig.
Elín Arnarsdóttir frá Akureyri átti
góða helgi á Dalvík, sigraði í báðum
stórsvigsmótunum og varð í öðru
sæti í sviginu og er því með 280 stig í
efsta sæti stigakeppninnar í kvenna-
flokki.
Hrefna Dagbjartsdóttir, einnig frá
Akureyri, er í öðru sæti með 204 stig,
hún sigraði í sviginu, varð önnur í
stórsviginu á laugardaginn en
hlekktist eitthvað á í stórsviginu á
sunnudaginn þar sem hún varð í 11.
sæti og fékk aðeins 24 stig fyrir þann
árangur.
Í þriðja sæti í kvennaflokki er Sal-
ome Tómasdóttir, sem einnig er frá
Akureyri, en hún keppir einnig í
flokki 15–16 ára og er þar með for-
ystu. Í kvennaflokki er Salome hins
vegar í þriðja sæti með 170 stig fyrir
þriðja sætið í báðum stórsvigsmót-
unum og fjórða sætið í sviginu.
Hjá körlunum er Steinn Sigurðs-
son úr Ármanni með forystu með 280
stig, varð annar í stórsviginu fyrri
daginn og sigraði þá í sviginu og
hann kom einnig á besta tímanum í
mark í stórsviginu á sunnudaginn.
Keppnin um annað sætið er hörð
því þar er Kópavogsbúinn Andri Þór
Kjartanssson nú með 200 stig eftir
þriðja sætið í stórsviginu og sviginu á
laugardeginum og annað sætið í stór-
sviginu á sunnudaginn. Fast á hæla
honum kemur Orri Pétursson úr Ár-
manni með 196 stig en hann varð
þriðji í svigi og stórsvigi á laugardeg-
inum og annar í stórsviginu á sunnu-
deginum.
Snorri Páll Guðbjörnsson frá Dal-
vík er ekki langt þar undan í fjórða
sæti með 180 stig, en hann er fjórði í
báðum stórsvigsmótunum og annar í
svigmótinu.
Eins og áður segir er Salome Tóm-
asdóttir með forystu í flokki 15–16
ára stúlkna, en þar er hún með 280
stig, sigraði í báðum greinunum á
laugardaginn en varð að játa sig sigr-
aða í stórsvigi sunnudagsins.
Agla G. Björnsdóttir úr Ármanni
sigraði í þeirri keppni, varð önnur í
stórsviginu daginn áður en fékk bara
26 stig í svigkeppninni og er því með
206 stig. Birta Helgadóttir úr Ár-
manni er þriðja með 175 stig og Nína
Björk Valdimarsdóttir, Reykjavík, er
í fjórða sæti, fimm stigum þar á eftir.
Guðjón Ólafur Guðjónsson, Ár-
manni, er með 280 stig í flokki 15–16
ára drengja en hann sigraði í svig-
keppninni og stórsviginu á laugar-
deginum en varð annar í stórsviginu
á sunnudaginn. Kári Brynjólfsson
frá Dalvík kemur næstur með 240
stig eftir sigur í stórsviginu á sunnu-
daginn, annað sætið í sviginu og það
þriðja í síðara stórsvigsmótinu. Þor-
steinn Ingason frá Akureyri er þriðji
með 180 stig og Ingi Már Kjartans-
son úr Kópavogi fjórði, tíu stigum
þar á eftir.
Elín og Steinn fögnuðu á Dalvík
FYRSTA bikarmót Skíðasambandsins var haldið á Dalvík um liðna
helgi. Þar var keppt í fullorðinsflokki og í flokki 15–16 ára. Ágætur
árangur náðist og athygli vekur að nokkrir keppendur í yngri flokki
blanda sér í baráttuna hjá þeim eldri einnig.
Steinn Hrefna
ALEX Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester Unit-
ed, hefur verið gagnrýndur
fyrir að hafa Ruud van
Nistelrooy á varamanna-
bekknum í leik við Fulham,
sem endaði 1:1. Ferguson seg-
ir að kappinn hafi ekki verið
hress eftir leikinn við Porto í
Meistaradeildinni og því hafi
hann hvílt hann. „Ég hef áður
sagt að Ruud hefur dregið
vagninn fyrir okkur lengi og
við ættum ef til vill að skoða
það aðeins og huga að því
hvað er að gerast. Mér finnst
ég sjá merki þess að hann sé
að brenna út og ein af ástæð-
unum fyrir því að ég keypti
Louis Saha var að létta aðeins
á Nistelrooy,“ segir Ferguson.
Nistelrooy hefur verið í
byrjunarliði United í 25 af 27
leikjum þess í deildinni í vetur
og sex af sjö leikjum í Meist-
aradeildinni.
Nistelrooy
útbrunninn?Talsmaður PSV, Pedro SalazarHewitt, staðfesti í gær að
Robben hefði farið til London ásamt
tveimur fulltrúum félagsins, Frank
Arnesen og Peter Fossen. Auk þess
að ganga frá sölunni á Robben væru
þeir í viðræðum við forráðamenn
Chelsea um náið samstarf á milli fé-
laganna tveggja. Robben gekkst
undir læknisskoðun hjá Chelsea á
mánudaginn og í kjölfarið var geng-
ið frá samningum.
Arjen Robben varð tvítugur í jan-
úar og þykir einn efnilegasti knatt-
spyrnumaður í Evrópu. Hann hóf
ferilinn með Groningen en gekk til
liðs við PSV fyrir tveimur árum.
Hann lék sinn fyrsta A-landsleik á
síðasta ári og þeir eru nú fjórir tals-
ins. Robben skoraði sigurmark Hol-
lendinga í vináttulandsleik gegn
Bandaríkjamönnum í síðasta mán-
uði. Litlu munaði að hann gengi til
liðs við Manchester United fyrr í
vetur en ensku meistararnir náðu
ekki samkomulagi við PSV um kaup
á honum. Robben hafði þá komið í
heimsókn á Old Trafford en forráða-
menn PSV lýstu yfir óánægju með
Manchester United og sögðu að
enska félagið hefði fyrst boðið 1.300
milljónir í Robben en síðan lækkað
boð sitt um helming.
„Manchester United var fyrst í
röðinni og því létum við Chelsea
bíða. En við urðum fyrir miklum
vonbrigðum með síðara tilboð Unit-
ed og hve mikið þeir héldu að þeir
gætu lækkað verðið á leikmannin-
um. Fyrst þá gáfum við Chelsea
færi á að koma að málinu,“ sagði
Harry van Raaij við hollenska fjöl-
miðla í gær.
„Robben er frábær viðbót við
okkar leikmannahóp. Hann er fljót-
ur og sterkur, skorar mörk og legg-
ur upp mörk. Hann kann þetta allt
og leikstíll hans hentar fullkomlega í
úrvalsdeildina. Ég er afar ánægður
með að hann skuli velja að ganga til
liðs við okkur,“ sagði Claudio Rani-
eri knattspyrnustjóri um nýjasta
liðsmann sinn.
Robben getur bæði leikið á vinstri
kantinum og í framlínunni en talið
er líklegast að hann eigi að slást við
Damien Duff um kantstöðuna. Hann
hefur skorað 7 mörk í 21 deildarleik
fyrir PSV í vetur og á síðasta tíma-
bili, hans fyrsta heila tímabili hjá fé-
laginu, skoraði hann 12 mörk í 33
leikjum.
Robben til Chelsea
fyrir 1.560 milljónir
ARJEN Robben, hinn bráð-
efnilegi sóknarmaður PSV
Eindhoven og hollenska lands-
liðsins í knattspyrnu, er á leið-
inni til Chelsea fyrir 12 milljónir
punda, eða 1.560 milljónir ís-
lenskra króna. Chelsea stað-
festi þetta í gær en Robben
gengur til liðs við enska félagið í
sumar og lýkur þessu tímabili
með PSV.
Reuters
Arjen Robben fagnar marki með PSV Eindhoven.