Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 47
JÓNAS Hlynur Hallgrímsson,
ungur frjálsíþróttamaður úr FH,
bætti persónulegan árangur sinn og
setti um leið Íslandsmet í flokki 21 til
22 ára í sjöþraut á háskólamóti í
Seattle í Bandaríkjunum um síðustu
helgi. Jónas hlaut 5.437 stig og bætti
sinn fyrri árangur um 700 stig. Hann
hljóp 60 m á 7,42 sek., stökk 7,02 m í
langstökki, varpaði kúlu 12,70 m,
stökk 1,96 m í hástökki, hljóp 60 m
grindahlaupi á 8,52 sek., stökk yfir
4,50 í stangarstökki og hljóp 1.000 m
á 2.42,50. Þess má til gamans geta að
Jónas Hlynur er bróðir Ásgeirs Arn-
ar landsliðsmanns í handknattleik úr
Haukum.
TINNA Mark Antonsdóttir,
knattspyrnukona frá Siglufirði, er
gengin til liðs við Stjörnuna. Tinna,
sem er 19 ára og dóttir Marks Duf-
fields, hins gamalkunna knatt-
spyrnumanns, hefur leikið 32 leiki
með Þór/KA/KS í úrvalsdeildinni
síðustu árin og á að baki fjóra leiki
með stúlknalandsliði Íslands.
HANNES Þ. Sigurðsson var í liði
Viking sem sigraði bandaríska liðið
San José Earthquakes, 5:3, í víta-
spyrnukeppni á móti á La Manga í
gær. Staðan eftir venjulegan leik-
tíma og framlenginu var jöfn, 1:1.
Viking leikur til úrslita á mótinu við
bandaríska liðið New York/New
Jersey MetroStars á föstudag.
PHILIP Cocu, hollenski knatt-
spyrnumaðurinn, er orðinn leikja-
hæsti útlendingurinn í sögu Barce-
lona. Hann lék sinn 193. leik fyrir
félagið á sunnudag þegar lið hans
vann Deportivo La Coruna í
spænsku 1. deildinni og sló metið
sem landi hans, Ronald Koeman,
átti. Cocu hefur leikið með Barce-
lona í sex ár.
JÁKUP á Borg, færeyski lands-
liðsmaðurinn í knattspyrnu, hefur
verið leigður frá B36 til danska úr-
valsdeildarliðsins OB til 31. maí.
LENNART Johansson, forseti
UEFA, hefur biðlað til Henriks
Larssons, leikmanns Celtic í Skot-
landi að hann gefi kost á sér í
sænska landsliði á EM í Portúgal í
sumar. Fleiri merkismenn hafa gert
slíkt hið sama, meðal annars sænski
forsætisráðherrann og 110.000 Svíar
í bænarskjali sem birtist í Afton-
bladet nýverið.
LARSSON hafði tilkynnt að hann
ætlaði að leggja landsliðsskóna á
hilluna en Johansson segir að
sænska þjóðin vilji hafa hann og að
þjálfarar liðsins vilji hafa hann og að
allt verði gert til að fá hann til að
leika með á EM.
CHRIS Ford, þjálfari NBA-liðsins
Philadelphia 76’ers, segir að þrátt
fyrir að hann hafi sektað aðalstjörnu
liðsins Allen Iverson tvívegis á und-
anförnum vikum sé samband þeirra
ágætt. Iverson lék ekki með 76’ers
gegn Minnesota Timberwolves á
sunnudaginn vegna magakveisu.
FÓLK
„VIÐ erum farnir að ræða
saman en það hefur ekki
leitt til neinnar niðurstöðu
ennþá. Vonandi kemur eitt-
hvað út úr því á næstunni,“
sagði Rúnar Sigtryggsson,
landsliðsmaður í hand-
knattleik og leikmaður
þýska liðsins Wallau Mass-
enheim, spurður hvort eitt-
hvað væri að gerast í mál-
um hans og félagsins
varðandi endurnýjun samning hans
við það. Núverandi samningur Rún-
ars rennur út í vor en hann gerði
aðeins ein árs samning við Wallau á
síðasta sumri eftir að hann losnaði
undan samningi við spænska liðið
Ciudad Real. Rúnar hefur
áhuga á að leika ytra í eitt
til tvö ár til viðbótar.
Wallau Massenheim hef-
ur átt í fjárhagserfið-
leikum en nú virðist eitt-
hvað hafa rofað til og á
dögunum framlengdi fé-
lagið samning sinn við tvo
leikmenn þess sem voru í
líkri stöðu og Rúnar er í.
Einar Örn Jónsson
hornamaður sem einnig leikur með
Wallau Massenheim á eitt ár eftir af
samningi sínum við félagið sem er í
10. sæti þýsku 1. deildarinnar og
leikur í kvöld á heimavelli gegn
Nordhorn.
Rúnar Sigtryggsson er í
viðræðum við Wallau
Rúnar
ÁRNI Gautur Arason, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, reiknar
með að setjast niður með for-
ráðamönnum enska úrvalsdeild-
arliðsins Manchester City á næst-
unni og ræða framtíð sína hjá
félaginu en samningur hans við
Manchester-liðið rennur út í lok
maí.
„Það er óljóst hvað tekur við hjá
mér. Mér hefur ekki verið boðinn
nýr samningur enn sem komið er
en það getur vel verið að svo verði.
Ég hef allavega fengið góð orð í
eyra og forráðamenn liðsins hafa
verið ánægðir með mig. Það er
samt ekkert gefið að ég verði áfram
hjá Manchester City þó svo að mér
verði boðið að vera áfram. Ég vil
eðlilega komast að sem að-
almarkvörður og ég mun því skoða
það vel ef einhverjir aðrir kostir
bjóðast,“ sagði Árni Gautur við
Morgunblaðið í gær. Árni Gautur
leysti landsliðsmarkvörðinn David
James tvívegis af hólmi á milli
stanganna hjá City í síðasta mán-
uði, bæði skiptin í bikarkeppninni. Í
fyrra skiptið í eftirminnilegum leik
á móti Tottenham á White Hart
Lane, þar sem hann átti stjörnuleik,
og síðan gegn meisturum Man-
chester United á Old Trafford.
Óvissa hjá Árna Gauti
Það er mjög skemmtilegt aðhorfa á þá leika með Arsenal,
sem leikur hraðan og skemmtilegan
sóknarleik og þá er keppnisskap
leikmanna liðsins mjög gott. Leik-
menn Arsenal hafa greinilega mikla
skemmtun af því sem þeir eru að
fást við. Það hefur hjálpað Henry,
Vieira og Pires mikið að leika með
Arsenal – þeir hafa orðið mjög góðir
leikmenn við að leika með liðinu í
hinni hörðu keppni sem er í Eng-
landi.
Vieira og Henry eru stórkostlegir
leikmenn og Pires hefur farið upp í
háan gæðaflokk síðan hann byrjaði
að leika með Arsenal,“ sagði Platini,
sem er stjórnarmaður í Alþjóða
knattspyrnusambandinu, FIFA.
Hann sagði að hann myndi reyna
hvað hann gæti til að aðstoða Arsen-
al, ef liðið leikur í bikarúrslitaleikn-
um í Englandi, sem fer fram aðeins
tveimur dögum eftir 100 ára afmæl-
isleik FIFA í París 20. maí, þar sem
Frakkland og Brasilía mætast.
Ef Arsenal leikur til úrslita í bik-
arkeppninni, þá gætu Vieira, Henry,
Pires og Sylvain Wiltord ekki tekið
þátt í undirbúningi liðsins og heldur
ekki Gilberto Silva, leikmaður Bras-
ilíu.
„FIFA hefur verið að undirbúa
afmælisleikinn í fjögur ár. Ég er
viss um að Arsenal og önnur lið í
Englandi, sem koma til með að leika
bikarúrslitaleikinn, geta unnið með
okkur til að finna lausn á vanda-
málum sem geta komið upp. Það er
stutt á milli Parísar og London,
þannig að það ætti að vera fljótlegt
að koma leikmönnum á milli staða,“
sagði Platini.
„Það væri gaman að
mæta Arsenal“
Brasilíumaðurinn Roberto Carlos
hjá Real Madrid tók undir með
Platini, er hann var spurður um
Arsenal. „Þegar þú sérð leikmenn
eins og Thierry Henry og Patrick
Vieira í sama liði, þá getur það ekki
verið nema gott – þeir eru tveir af
bestu knattspyrnumönnum heims.
En þeir tveir geta ekki borið uppi
heilt lið – Arsenal hefur frábæra
leikmenn í öllum stöðum, góða liðs-
heild og Arsene Wenger, sem er
snjall þjálfari. Leikmenn Arsenal
kunna svo sannarlega að leika
samba-knattspyrnu.
Það væri gaman ef Arsenal og
Real Madrid mættust. Við erum
einnig með frábæra leikmenn eins
og Luis Figo, Zinedine Zidane, Ron-
aldo, Cambiasso, Raul og Beckham.
Það væri gaman að sjá þá berjast
við leikmenn eins og Bergkamp,
Edu, Pires, Vieira og Henry. Báðar
fylkingarnar eru þekktari fyrir að
sækja en að verjast. Við erum með
sókndjarfa bakverði og það er Ars-
enal einnig, eins og enska landsliðs-
bakvörðinn Ashley Cole,“ sagði
Carlos, og bætti við að það væri
greinilega mikil stemning og metn-
aður hjá Arsenal, sem væri með frá-
bært lið, góðan framkvæmdastjóra
og væri að fara að byggja nýjan
keppnisvöll í London.
Reuters
Thierry Henry og samherjar hans fagna marki gegn Charlton á Highbury – Lauren, Pat-
rick Vieira, Fredrick Ljungberg, Dennis Bergkamp og Henry, sem skoraði.
Michael Platini hrifinn af löndum sínum hjá Arsenal og leik liðsins
Arsenal getur orðið
Evrópumeistari í vor
„ARSENAL leikur einna fallegustu knattspyrnuna í Evrópu um
þessar mundir og það getur hjálpað liðinu til að fagna sigri í Meist-
aradeild Evrópu – það hefur alla burði til þess,“ segir Michel Platini,
fyrrverandi fyrirliði franska landsliðsins og þjálfari Frakklands.
Platini, sem var útnefndur besti leikmaður Evrópu þrjú ár í röð er
hann lék með Juventus á árum áður, var á meðal áhorfenda er Ars-
enal lagði Charlton á Highbury. Hann var mjög hrifinn af leik landa
sinna Thierry Henry, Patricks Vieira og Roberts Pires – hefur trú á
að þeir verði lykilmenn með Arsenal í Evrópubaráttunni og einnig
með franska landsliðinu í Evrópukeppninni í Portúgal í sumar.
LAUGARDAGINN 27. mars kemur í ljós
hvaða fimm þjóðum Íslendingar verða í
riðli með í handknattleikskeppni Ólymp-
íuleikanna en þá verður dregið í riðla
fyrir leikana sem settir verða í Aþenu í
Grikklandi 13. ágúst. Dregið verður í
Aþenu í tengslum við mót sem þar fer
fram en í því taka þátt Grikkir, Þjóð-
verjar, Ungverjar og Egyptar og á mótið
að vera eins konar prufa fyrir Ólympíu-
leikana.
Tólf þjóðir taka þátt í handknattleik-
skeppni ÓL og verður þeim skipt í tvo
riðla. Þjóðirnar tólf eru
Íslendingar, Króatar, Þjóðverjar,
Frakkar, Spánverjar, Rússar, Ungverj-
ar, Slóvenar, Egyptar, Suður-Kór-
eumenn, Brasilíumenn og gestgjafarnir
Grikkir.
Stutt í
ÓL-dráttinn