Morgunblaðið - 03.03.2004, Page 48
ÍÞRÓTTIR
48 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
England
1. deild:
Bradford – Watford .......................... frestað
Burnley – West Ham ................................1:1
Cardiff – Coventry ....................................0:1
Gillingham – Wigan..........................Frestað
Norwich – WBA ........................................0:0
Preston – Reading.....................................2:1
Rotherham – Crystal Palace............ frestað
Sheffield United – Millwall.......................2:1
Stoke – Ipswich .........................................2:0
Walsall – Sunderland........................ frestað
Wimbledon – Nottingham F. ...................0:1
Staða efstu liða:
Norwich 34 18 11 5 50:27 65
WBA 34 17 10 7 46:30 61
Wigan 34 15 13 6 46:32 58
Sheff. Utd 34 16 7 11 50:41 55
West Ham 33 13 14 6 47:32 53
Ipswich 34 15 8 11 62:54 53
Millwall 34 14 11 9 41:33 53
Reading 34 15 7 12 42:45 52
Cr. Palace 35 14 9 12 53:48 51
Coventry 34 12 13 9 44:36 49
2. deild:
Barnsley – Peterborough .........................0:1
Brighton – Brentford................................1:0
Bristol City – Wycombe ...........................1:1
Colchester – Stockport .............................2:1
Hartlepool – Chesterfield.........................2:0
Luton – Bournemouth......................Frestað
Notts County – Grimsby ..........................3:1
Oldham – Wrexham..........................Frestað
Plymouth – Sheffield Wed........................2:0
QPR – Port Vale ........................................3:2
Rushden & Diamonds – Blackpool ..........0:0
Staða efstu liða:
Plymouth 34 20 9 5 70:31 69
Bristol City 33 18 10 5 47:24 64
QPR 33 17 11 5 59:32 62
Swindon 32 15 9 8 52:39 54
Brighton 34 15 8 11 48:36 53
Luton 33 14 11 8 53:44 53
Port Vale 33 15 6 12 55:48 51
Hartlepool 33 13 11 9 52:41 50
Bournem. 34 13 11 10 41:36 50
Wrexham 34 14 7 13 37:38 49
Barnsley 34 12 12 10 41:42 48
Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar
Dregið til fyrstu umferðanna í gær:
Meistaraflokkur karla:
Forkeppni: Boltafélag Norðfjarðar –
Leiknir F.
1. umferð: Neisti H. – GKS, Magni – Snört-
ur, Neisti D. – Sindri, Höttur – KE, Reynir
Á. – KS, Drangur – Hvíti riddarinn, Tinda-
stóll – Hvöt, Boltafélag Húsavíkur – Leift-
ur/Dalvík, Freyr – Tunglið, ÍH – Afríka,
Huginn – Boltafélag Norðfjarðar eða
Leiknir F., Fjarðabyggð – Einherji,
Hrunamenn – Hamar.
2. umferð: KFS – Freyr eða Tunglið, KE
eða Höttur – Neisti D. eða Sindri, Völsung-
ur – BH eða Leiftur/Dalvík, Tindastóll eða
Hvöt – Neisti eða GKS, Huginn, BN eða
Leiknir F. – Fjarðabyggð eða Einherji,
Grótta – Árborg, Selfoss – Númi, Breiða-
blik – Bolungarvík, Afturelding – Skalla-
grímur, Fjölnir – Leiknir R., Víkingur Ó. –
Víðir, HK – Deiglan, ÍH eða Afríka – ÍR,
Reynir Á. eða KS – Magni eða Snörtur,
Hrunamenn eða Hamar – Ægir, Reynir S.
– Drangur eða Hvíti riddarinn.
Meistaraflokkur kvenna:
1. umferð: UMF Bessastaðahrepps – HK/
Víkingur, Keflavík – ÍA, ÍR – Fjölnir,
Haukar – FH, Fylkir – Þróttur R., Tinda-
stóll – Hvöt.
2. umferð: Tindastóll eða Hvöt – Þór/KA/
KS, Fylkir eða Þróttur R. – UMFB eða
HK/Víkingur, Keflavík eða ÍA – Stjarnan,
ÍR eða Fjölnir – Haukar eða FH.
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
Magdeburg – Flensburg.......................32:26
Staða efstu liða:
Flensburg 23 18 2 3 739:603 38
Magdeburg 22 18 1 3 682:579 37
Lemgo 22 17 2 3 730:612 36
Kiel 22 16 2 4 696:586 34
Hamburg 23 17 0 6 646:578 34
BORÐTENNIS
Ísland sigraði Möltu, 3:2, í karlaflokki á
heimsmeistaramótinu í borðtennis í Katar í
gær. Guðmundur E. Stephensen vann tvo
leiki og Markús H. Árnason einn. Markús
tapaði einum og Matthías Stephensen tap-
aði sínum leik.
Konunum gekk ekki eins vel en þær töpuðu
fyrir Túnis, 3:0.
ÚRSLIT
MAGDEBURG lagði Flensburg að velli, 32:26, í toppslag
þýsku Bundesligunnar í handknattleik í Bördelandhalle-
íþróttahöllinni Magdeburg í gærkvöld. Í hálfleik höfðu læri-
sveinar Alfreðs Gíslasonar yfir, 17:13, en þegar danska stór-
skyttan Lars Krogh Jeppesen í liði Flensburg fékk að líta
rauða spjaldið í upphafi síðari hálfleiks stöppuðu gestirnir í
stálinu. Þeim tókst að komast yfir, 23:22. En þá sögu liðsmenn
Magdeburgar hingað og ekki lengra og lokakaflinn var í eigu
þeirra.
Johannes Bitter, risinn í marki Magdeburg, átti stórleik á
milli stanganna. Hann varði vel á þriðja tug skota, þar af fjög-
ur vítaköst, og var maðurinn á bakvið sigur sinna manna. Joel
Abati var markahæstur með 10 mörk, þar af 6 úr vítum, Stef-
an Kretszchmar skoraði 7 og Pólverjinn Gregorz Tkazcyk 6.
Sigfús Sigurðsson stóð fyrir sínu en var greinilega þjakaður
af meiðslum í hné og kálfa og var fótur hans vafinn umbúðum.
Sigfús skoraði 2 mörk, fiskaði tvö vítaköst og var eins og
klettur í vörn liðsins. Hjá Flensburg voru dönsku landsliðs-
mennirnir Lars Christiansen og Lars Krogh Jeppesen marka-
hæstir, Christiansen með 6 mörk og Jeppesen 5.
Flensburg hefur 38 stig í efsta sæti, Magdeburg 37 og
Lemgo 36 en Flensburg hefur leikið einum leik fleira.
Magdeburg skellti
toppliði Flensburg
Morgunblaðið/Sverrir
Sigfús Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir
Magdeburg í gærkvöld.
ÍSLENSKA landsliðið í handknatt-
leik leikur tvo leiki við Frakka í lok
þessa mánaðar, 29. og 31. mars, og
fara báðirnir leikirnir fram ytra.
„Það var mjög ánægjulegt að fá
þetta boð frá Frökkum og þetta
hentar okkur vel. Frakkar eru með
mjög gott lið og leikirnir gegn þeim
verða góður undirbúningur fyrir
leikina við Ítali í maí. Ítalir spila
mjög svipaða vörn og Frakkar
spila, það er framliggjandi vörn, og
því gott að geta æft sig gegn svona
vörn,“ sagði Guðmundur við Morg-
unblaðið.
Guðmundur sagðist reikna með
að geta teflt fram sínu sterkasta liði
að því undanskildu að Ólafur Stef-
ánsson er upptekinn með Ciudad
Real á Spáni, en síðustu vikuna í
mars spila átta efstu liðin um
spænska bikarinn.
Tveir leikir
við Frakka
Menn eru frekar rólegir í tíðinnihérna um þessar mundir en
vonandi verður hægt að loka þessu
máli á næstu dögum,“ sagði Gylfi í
samtali við Morgunblaðið í gær en
flest bendir til þess að hann taki
samningi félagsins og leiki með því
næstu tvö árin. Gylfi hefur verið í her-
búðum þess síðustu tvö ár.
Wilhelmshavener átti í tímabundn-
um fjárhagserfiðleikum í byrjun
þessa árs og fyrir nokkrum vikum
hótuðu nokkrir leikmenn liðsins að
taka ekki þátt leik sem framundan
var sökum þess að þeir höfðu ekki
fengið greidd laun. Úr því máli
greiddist í tíma og ekkert varð úr
verkfalli.
Í síðustu viku gengu forráðamenn
Wilhelmshavener frá stórum styrkt-
arsamningi til tveggja ára við Nord-
frost og þar með var skotið styrkum
rótum undir reksturinn. Um leið var
hægt að ganga frá samningum við
leikmenn er Gylfi einn þeirra sem
væntir þess að geta lokið sínum mál-
um á næstu dögum.
Wilhelmshavener er í 15. sæti af 18
liðum í deildinni og ljóst að framund-
an er hörð barátta við að komast hjá
falli. „Það var dýrt að ná aðeins jafn-
tefli heima við Eisenach um síðustu
helgi, við þurftum á sigri að halda til
að lyfta okkur aðeins frá neðstu lið-
unum, Einsenach, Göppingen og
Kronau/Östringen. Við verðum að
vinna Wetzlar um næstu helgi,“ sagði
Gylfi Gylfason, landsliðsmaður í
handknattleik hjá Wilhelmshavener.
Samningur í
burðarliðnum
GYLFI Gylfason, handknatt-
leiksmaður hjá Wilhelms-
havener í þýsku 1. deildinni,
hefur enn ekki gengið frá nýjum
samningi við félagið, en hann
hefur haft tilboð um nýjan
tveggja ára samning í hönd-
unum frá því að Evrópumeist-
aramótinu í handknattleik lauk í
Slóveníu fyrir einum mánuði.
Gylfi Gylfason í landsleik
gegn Pólverjum.
Gylfi Gylfason áfram hjá Wilhelmshavener
DÓMSTÓLL KKÍ felldi í gær
dóm í tveimur málum vegna kæra
sem bárust dómstólnum vegna
ólöglegra leikmanna. Annars vegar
var það Þróttur Vogum sem kærði
leik gegn Ármanni/Þrótti b í 2.
deild karla og hins vegar Haukar
sem kærðu leik sinn gegn Þór Ak.
í 7. flokki karla. Í báðum tilvikum
var dæmt kærendum í vil, Ár-
mann/Þróttur tapar leik sínum
gegn Þrótti V., 20:0, og er gert að
greiða 30.000 kr. sekt. Þór Ak.,
tapar einnig leik sínum gegn
Haukum í 7. flokki drengja, 20:0.
CATAWBA, háskólaliðið sem ís-
lenski landsliðsmaðurinn Helgi
Magnússon leikur með tapaði á úti-
velli gegn Carson-Newman um síð-
ustu helgi. Þar lék Helgi í 23 mín-
útur, skoraði 4 stig og tók 5
fráköst.
ÓLAFUR Ingi Skúlason átti góð-
an leik í vörn varaliðs Arsenal sem
sigraði Leicester í fyrrakvöld, 3:0.
ANDREAS Möller, fyrrum
landsliðsmaður Þjóðverja í knatt-
spyrnu, hefur ákveðið að leggja
knattspyrnuskóna í hilluna í kjölfar
þess að Eintracht Frankfurt ákvað
í gær að segja upp samningi hans
við félagið. Möller, sem er 36 ára
gamall og var áður liðsmaður Dort-
mund og Juventus, hefur aðeins
spilað 11 leiki með liðinu á yf-
irstandandi leiktíð.
KJETIL Rekdal, þjálfari og leik-
maður norska liðsins Vålerenga
sem leikur síðari leik sinn í UEFA-
keppninni gegn enska liðinu New-
castle á morgun, segir að úrvals-
deildarliðið sé ofmetið og telur að
norska liðið eigi eftir að vera á
allra vörum í leikslok. Fyrri leikn-
um lauk með 1:1 jafntefli í Ósló og
segir Rekdal að norskir knatt-
spyrnuáhugamenn ofmeti getu
enska liðsins. Um 3.000 norskir
stuðningsmenn verða í Newcastle
á síðari leiknum.
MIROSLAV Klose, framherji
Kaislerslautern og þýska landsliðs-
ins í knattspyrnu, gengur í raðir
Werder Bremen í sumar. Félögin
hafa náð samkomulagi um félaga-
skiptin og gerir Klose þriggja ára
samning við Bremen sem er met-
inn á um 370 milljónir króna.
FIBA, Alþjóðakörfuknattleiks-
sambandið, birtir styrkleikalista
með reglulegu millibili og þar vek-
ur athygli að bandaríska karla-
landsliðið er í öðru sæti á eftir
Júgóslavíu, (Serbíu/Svartfjalla-
landi). Litháen er í þriðja sæti,
Argentína í því fjórða. Í næstu
sætum þar á eftir eru Spánn, Rúss-
land, Ástralía, Púertó-Ríkó, Ítalía
og Brasilía.
FÓLK
Ronaldo samdi við
Real Madrid til 2008
REAL Madrid gekk í gær frá nýjum samningi við brasilísku knatt-
spyrnustjörnuna Ronaldo, sem þar með er samningsbundinn félag-
inu til sumarsins 2008. Fyrri samningur Ronaldos átti að renna út
tveimur árum fyrr, árið 2006.
„Ég er hæstánægður með þetta því mér líður mjög vel hjá félag-
inu og eins í borginni. Forráðamenn félagsins stungu upp á því að
við myndum gera nýjan samning og ég samþykkti það á stundinni
með mikilli ánægju,“ sagði Ronaldo á vef Real Madrid eftir undir-
skriftina í gær.
Ronaldo er markahæsti leikmaður spænsku 1. deildarinnar, hef-
ur skorað 21 mark fyrir Real Madrid á þeim vígstöðvum í vetur.
ÍSLANDSMEISTARAR KR og
bikarmeistarar ÍA mætast í
Meistarakeppni KSÍ í karla-
flokki á föstudaginn kemur í
Egilshöll kl. 19.
Á sunnudag mætast síðan
Íslandsmeistarar KR og bik-
armeistarar Vals í Meist-
arakeppni KSÍ í kvennaflokki
kl. 19. Meistarakeppnin var
endurvakin á síðasta ári eftir
fimm ára hlé en hún hafði þá
verið haldin samfleytt frá
árinu 1969. Frá árinu 1980
hefur verið keppt um Sigurð-
arbikarinn sem KR-ingar gáfu
þá til minningar um Sigurð
Halldórsson, einn forystu-
manna sinna um árabil.
KR og ÍA
mætast í
Egilshöll
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, RE/MAX-deild:
Ásvellir: Haukar - ÍBV .........................19.15
1. deild karla:
Vestmannaeyjar: ÍBV - FH..................19.15
Víkin: Víkingur - Selfoss.......................19.15
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Njarðvík: UMFN - KR .........................19.15
KNATTSPYRNA
Norðurlandsmót karla:
Boginn: Leiftur/Dalvík - KA ................20.15
Í KVÖLD
Í FRÉTT Nettavisen í Noregi í
gær var sagt frá því að Veigar
Páll Gunnarsson, leikmaður
KR, myndi halda til La Manga
á Spáni í dag og leika með Sta-
bæk á æfingamóti sem þar fer
fram. Jafnframt var sagt að
samningar hefðu tekist á milli
þeirra aðila sem hefðu með
mál Veigars að gera, en þar
koma að eignarhaldsfélög á
Íslandi og Noregi. Veigar Páll
sagði í gærkvöldi að hann
væri ekki á leið til Spánar og
hann vissi í raun ekkert um
málið. „Ég get lítið sagt um
þetta mál og tel að staðan sé
sú sama og fyrir helgi. Um-
boðsmenn mínir eru með þetta
mál á sinni könnu og ég bíð
eftir að þeir taki næstu skref í
þessu máli,“ sagði Veigar Páll
í gær.
Veigar Páll
enn á
Íslandi