Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 03.03.2004, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl tal. Kvikmyndir.is DV  ÓHT Rás 2 i i .i Tilnefningar til óskarsverðlauna Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents KRINGLAN kl. 8. Enskt tal. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5 og 8. b.i. 14 . HJ. MBL  ÓHT. Rás2 Sýnd kl. 9.10. B.i. 16. Heimur farfuglanna Sýnd kl. 6 og 8.Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 6 og 9. ÓHT Rás2  VG DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16. Sýnd kl. 8.05. SV MBL DV SV MBL HJ. MBL Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. „Yndislegt kraftaverk; sönn, djúp og fyndin kvikmynd!“ -Roger Ebert „Bráðfyndin“ HJ. MBL „Ótrúlega áhrifarík. Frumleg, fyndin og elskuleg.“ -BÖS, Fréttablaðið Sean Penn besti leikari í aðalhlutverki Tim Robbins besti leikari í aukahlutverki Renée Zellweger besta leikkona í aukahlutverki Skonrokk  HJ MBL „Fínasta skemmtun“ B.Ö.S. Fréttablaðið  Kvikmyndir.com SÍÐASTA haust fór leikhópur frá Íslandi, kenndur við Vesturport, til Lundúna og sýndi þar frumlega út- færslu sína á sígildu leikriti William Shakespeare, Rómeó og Júlía. Sýn- ingin féll einkar vel í kramið í heimalandi skáldsins og fékk lof- samlega dóma. Með í för var leikstjórinn Ragnar Bragason og fylgdi hann hópnum dag og nótt með myndavélar. Af- raksturinn verður svo forsýndur á morgun sem heimildarmyndin Love is in the Air. Þetta er fyrsta heimildarmynd Ragnars í fullri lengd en hann á að baki kvikmynd- ina Fíaskó, átti innslag í Villiljós og hefur gert mikið af efni fyrir sjón- varp svo og tónlistarmyndbönd. Mikið grenjað Hvert var nú upphaf þessa verk- efnis? „Síðasta sumar fékk hópurinn boð um að fá að fara út og setja upp leikritið. Á þessum tíma var ég að vinna með þeim í öðru verkefni sem datt upp fyrir út af þessu boði. Ég stakk upp á því í gríni hvort ég ætti ekki bara að skella mér með og gera heimildarmynd, svona svo ég hefði eitthvað að gera í millitíðinni. Tökur hófust svo í lok ágúst og stóðu fram í nóvember með ein- hverjum hléum. Þannig að ég fylgdi hópnum eftir frá fyrstu sek- úndu til þeirrar síðustu.“ Hvernig gekk eftirvinnslan svo? „Þetta eru búnir að vera átján tímar á dag síðan í október. Þetta voru um áttatíu klukkutímar af efni sem við þurftum að fara í gegnum og það var heilmikill höfuðverkur.“ Hvað miðaðir þú við þegar þú valdir úr efninu? „Það var eðlilega óljóst í byrjun hvernig niðurstaðan af þessu æv- intýri yrði. Hvort þetta yrði kómed- ía eða tragedía (hlær). Ég mótaðist eiginlega af grískum hetjusögum, um lítilmagnann sem er að fara að berjast við óvættinn og sigra hann.“ Og síðan varð þetta mjög farsæl ferð ... „Já, sem betur fer þá varð þetta að gleðimynd frekar en harmleik. En leiðin að þessum sigrum þeirra var þyrnum stráð og myndin fjallar að mestu leyti um þá ferð. Sigurinn kom svo í endann og er ekki þannig séð neitt stór hluti af myndinni. Ég reyndi að einblína á fólkið sjálft og hvernig þau voru að höndla þetta allt saman. Þannig að myndin er ekki eintómur hlátur, það er mikið grenjað í þessari mynd.“ Barstu vinnu þína undir leikhóp- inn? „Í rauninni ekki. Það var strax gert að skilyrði að ég hefði fullt vald yfir því efni sem tekið yrði – að þetta yrði engin glansmynd af fólk- inu. Ég var mjög spenntur þegar ég sýndi þeim myndina og bjóst við einhverjum mótbárum en þau voru bara glöð með þetta.“ Ný tækni Sem leikmanni finnst manni heimildarmyndir vera mikið í tísku um þessar mundir. Hvað segir þú um það? „Það er alveg rétt. Það hefur verið mikil bylgja af svona myndum síðustu fjögur, fimm árin. Ein skýr- ingin er sú að tæknin er orðin ódýr- ari, menn hafa tök á því að standa í heimildarmyndagerð án þess að það kosti hönd eða fótlegg.“ Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég er með tvö verkefni í gangi. Annars vegar mynd sem ber vinnu- heitið Hvísl- arinn og er nokkuð stór mynd; ég er búinn að vera með hana í vinnslu í um fjögur ár. Svo er ég búinn að vera með gæluverkefni í gangi ásamt þessum sama hóp og er í Love is in the Air. Það er lítil dramatísk kvikmynd á stafrænni tækni. Vinnutitillinn er Kvikindi.“ Hópurinn sem kemur fyrir í Love is in the Air eru þau Gísli Örn Garð- arsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Björnsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Egill Egilsson, Árni Pétur Guðjónsson, Ólafur Darri Ólafsson, Margrét Vilhjálms- dóttir, Víkingur Kristjánsson og Erlendur Eiríksson. Tökumaður var Börkur Sigþórsson og hljóð- maður var Harpa Þórsdóttir. Klipping var í höndum Sverris Kristjánssonar og Sigvalda Jóns Kárasonar. Framleiðendur eru Kristín Ólafs- dóttir og Árni Svanur Daníelsson fyrir Klikk Productions. Love is in the air forsýnd á morgun Þyrnum stráð sigurganga Ný heimildarmynd eftir Ragnar Bragason verður forsýnd á morgun í Háskólabíói. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við leikstjórann um tildrög myndarinnar. Morgunblaðið/Jim Smart Ragnar og félagar fylgdust með hópnum dag og nótt í um þrjá mánuði. Ragnar Bragason Love is in the air verður forsýnd í Háskólabíói á morgun klukkan 20.30 en verður svo tekin til almennra sýninga á föstudaginn. Verður hún þá sýnd í Háskólabíói og í Sambíóunum í Keflavík og á Akureyri. arnart@mbl.is PLATA Mínuss, Halldór Laxness, fær mjög góða dóma í nýjasta hefti Q (aprílheftið) eða fjórar stjörnur af fimm. Rýnirinn, Henry Day, fer mikinn í lýsingarorðunum. Segir hann tónlist Mínuss vera ferska vindhviðu, gítar- arnir séu sem glundroði og söngur- inn í senn valds- mannslegur og kvalafullur. Day bendir svo á að kvintettinn hafi greinilega metn- að umfram venju- legt hart rokk. Lög eins og „Romantic Exorcism“ og „Flophouse Nightmares“ búi yfir gotneskum áhrifum, „Last Leaf Upon The Tree“ minni á Portishead og í „The Long Face“ sé afskræmd- ur saxófónleikur. Í lokin segir að platan sé beitt sem grýlukerti og sveimi um einskismannslandið á milli Muse og Interpol (!?). „Beitt sem grýlukerti“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Mínus. Myndin er tekin eftir tónleika í Íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði, sem fram fóru á miðvikudaginn í síðustu viku. Halldór Laxness: Fjórar stjörnur í Q LÁRUS Gunnar Jónasson, mat- reiðslumaður á Sjávarkjallaranum, kom sá og sigraði í mjög jafnri og erfiðri keppni á milli 12 mat- reiðslumanna. Í öðru sæti var Gunnar Karl Gíslason, mat- reiðslumaður á Vox, Nordica Hótel og í því þriðja var Sigurður Gísla- son einnig frá Vox, Nordica Hótel. Undankeppnin fór fram föstu- daginn 27. febrúar þar sem þessir þrír komust áfram ásamt Alfreð Ómari Alfreðsyni, og Róberti Ólafssyni. Úrslitakeppnin var svo haldin sunnudaginn 29. febrúar og var keppnin jöfn og spennandi. Lárus Gunnar Jónasson hefur tekið þátt í keppninni um mat- reiðslumann ársins áður en árið 2002 lenti hann í þriðja sæti. Gunnar Karl Gíslason hefur einnig tekið þátt áður í keppninni en hann hafnaði í öðru sæti árið 2002. Lárus G. Jónasson með sigurlaunin. Matreiðslumaður ársins valinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.