Morgunblaðið - 03.03.2004, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
UNGUR bresk-íslenskur ökuþór, Viktor
Þór William Jensen, fetar nú svipaða leið
og margir af núverandi ökuþórum Form-
úlu-1. Eftir árangursríkan keppnisferil á
körtum undanfarin ár var hann valinn í
hóp efnilegra breskra ökuþóra sem boðið
var í sérstaka skólun á Spáni í vetur með
þeim árangri að hann hefur verið ráðinn
til að keppa í Formúlu-BMW í ár.
Viktor Þór er nýorðinn 16 ára, fæddur í
lok ársins 1987, sonur Guðrúnar Ágústu
Þórarinsdóttur og breska útvarpsmanns-
ins Kids Jensens. Hann hóf keppni á kört-
um árið 2000 og öðlaðist skjótan frama.
Gekk hratt upp í gegnum keppnisflokka
og vann m.a. tvisvar sigur í landskeppni
þar sem hann ók fyrir England.
Keppnisbílarnir í Formúlu-BMW eru
smækkuð útgáfa af Formúlu-1-bíl. Knúnir
áfram af 140 hestafla mótor og geta þeir
náð allt að 240 km hraða. Keppt verður tíu
helgar frá aprílbyrjun til septemberloka,
tveir kappakstrar um hverja, svo alls verð-
ur um tuttugu mót að ræða.
„Viktor ekur ætíð með íslenska fánann á
hjálmi sínum og keppnisgalla,“ segir faðir
hans við Morgunblaðið. Leitar hann nú að-
ila til að styrkja útgerð Viktors Þórs fjár-
hagslega en þátttaka í formúlum yngri
ökuþóra, og jafnvel í Formúlu-1, stendur
og fellur með slíkum styrkjum.
Viktor hefur vakið athygli með frammi-
stöðu sinni undanfarin ár því auk SWR
Omegaland sýndu sex önnur lið honum
áhuga.
Viktor Þór William Jensen hefur náð mjög
góðum árangri í kappakstrinum.
Bresk-íslenskur
ökuþór þykir
efnilegur
Með íslenska/B2
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
hefur þingflokkur Framsóknar-
flokksins samþykkt frumvörpin.
Einar K. Guðfinnsson, formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins,
sagðist í samtali við blaðið reikna
með að frumvarpið yrði afgreitt
frá sjálfstæðismönnum á þing-
flokksfundi í dag. Það hefði verið
kynnt í síðustu viku og efnisleg
umræða farið fram á mánudag.
Einar sagði að persónulega litist
sér vel á frumvarpið. Ljóst væri
að meint verðlagsáhrif á raforku
hefðu verið stórlega ofmetin.
Sátt um jöfnun raforkukostnaðar
væri orðin nokkuð mikil. Þannig
hefðu fjórir af fimm fulltrúum í
19 manna nefndinni svonefndu
skrifað undir álit meirihlutans.
Nefndin hefði unnið gott og þarft
verk.
Landsnet hf. stofnað
Iðnaðarráðherra hefur einnig
kynnt í ríkisstjórnarflokkunum
frumvarp um stofnun Landsnets
hf., fyrirtækis í eigu ríkisins sem
mun annast flutning á raforku
um landið og kerfisstjórnun,
samkvæmt ákvæðum raforku-
laga. Mun ráðherra skipa þrjá
menn í stjórn hlutafélagsins til
bráðabirgða, sem munu sitja þar
til endanleg niðurstaða fæst um
verðmæti flutningsvirkja og þar
með um eignarhlutföll orkufyr-
irtækja í félaginu síðar meir. Að
fenginni endanlegri niðurstöðu
um verðmæti flutningsvirkja, þ.e.
raflínanna, verður Landsnet selt
þeim aðilum sem kjósa að leggja
flutningsvirki sín inn í félagið
sem hlutafé. Reiknað er með að
félagið taki til starfa um næstu
áramót, nái lögin fram að ganga
á vorþinginu.
Frumvörp um breytt raforkulög
kynnt í stjórnarflokkunum
Niðurgreiðsla
raforku tekin
af fjárlögum
TVÖ frumvörp iðnaðarráðherra til breytinga á raforkulögum
hafa verið kynnt í ríkisstjórnarflokkunum og verða væntanlega
afgreidd í dag. Í tengslum við þau frumvörp þarf að leggja fram
eitt til viðbótar, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og á það
eftir að fara fyrir ríkisstjórn. Snýst það um niðurgreiðslu dreif-
ingarkostnaðar raforku í dreifbýli upp á 230 milljónir króna á ári
og er ætlunin að taka þær greiðslur af fjárlögum í stað þess að
leggja á sérstakt jöfnunargjald á raforkudreifingu.
Óróleiki á
mörkuðum
MIKILL órói skapaðist á gjald-
eyrismarkaði í gær og veiktist
gengi krónunnar um 0,57% í 11
milljarða króna viðskiptum dags-
ins. Mest varð veikingin 1% innan
dagsins en vísitalan endaði í 120,6
stigum. Ennfremur lækkaði úr-
valsvísitala Aðallista Kauphallar
Íslands um 2,38% og hefur hún
ekki lækkað svo mikið innan dags í
tvö og hálft ár eða síðan 24. ágúst
2001, samkvæmt upplýsingum sem
fengust frá greiningardeild Ís-
landsbanka. Vísitalan stendur nú í
2.512,9 stigum og hefur lækkað um
4,4% á tveimur dögum.
Í Vegvísi Landsbanka Íslands í
gær eru hræringarnar á gjaldeyr-
ismarkaði raktar til umfjöllunar
KB banka sem sagt var frá í Morg-
unblaðinu í gær. Þar kom fram að
staðan á hlutabréfamarkaði gefi
tilefni til að lækkanir á hlutabréfa-
verði og fall krónunnar sé fram-
undan. Greiningardeild Lands-
bankans er ósammála þessu og
telur að krónan haldist sterk í
bráð.
Birgir Ísleifur Gunnarsson
seðlabankastjóri segir að ekkert sé
hægt að sjá í spilunum sem bendi
til einhverslags hruns eins og KB
banki gefur í skyn að geti gerst,
hvorki í hlutabréfaverði né gengi.
Valgerður Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra tekur í sama streng
en tekur undir það með KB banka
að ef verð á hlutabréfum falli muni
það að óbreyttu leiða til lækkunar
á gengi krónunnar.
Í Vegvísi Landsbankans segir
jafnframt að svo virðist sem óró-
leiki á markaðnum hafi orðið til
þess að fjárfestar innleystu hagnað
á hlutabréfamarkaðnum. „Íslensk
hlutabréf hafa hækkað mikið það
sem af er ári og ekki er óeðlilegt að
fjárfestar innleysi hagnað á þess-
um tímapunkti.“
Ekki sammála/13
FLUTNINGASKIPIÐ Skaftafell til-
kynnti um ellefuleytið í gærkvöldi að það
hefði misst bát af dekki, en um var að
ræða Aron-björgunarskip sem fyrirhugað
var að staðsetja á Austurlandi. Bátinn tók
út af þilfarinu um þrettán sjómílur frá
Hópsnesi. Er sjófarendum bent á að sýna
fyllstu varúð þegar farið er um þetta
svæði.
Valgeir Elíasson, upplýsingafulltrúi
Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir
skipið smíðað til að fara út í verstu veður
en hins vegar sé ekki vitað hvort um mikl-
ar skemmdir hafi verið að ræða þegar það
fór fyrir borð. Gámaflet hafi farið með því
og sliskjur sem festu það. „Það myndi þola
svona veður sjósett undir öllum eðlilegum
kringumstæðum, en þegar það skolast af
dekkinu í brotsjó með alls kyns öðrum
hlutum er óljóst hvað verður um það og
því mikilvægt að sýna varúð á þessu haf-
svæði.“
Valgeir segir það mikinn skaða ef björg-
unarskipið er glatað enda sé brýn þörf á
öflugum flota björgunarskipa hringinn í
kringum landið.
Björgunar-
skip skolaðist
fyrir borð
VEÐUROFSINN náði hámarki í
gærkvöldi á suðvesturhorni
landsins og á Snæfellsnesi og fór
vindstyrkurinn allt upp í 30 metra
á sekúndu í hviðum á vindmæli
Veðurstofunnar við Bústaðaveg.
Á Skálafellstindi mældist vind-
urinn 48 metrar á sekúndu um kl.
10 í gærkvöldi en reiknað var
með að vind lægði með nóttinni.
Ekki er vitað um meiriháttar tjón
eða óhöpp vegna stormsins.
Björgunarsveitir á höfuðborg-
arsvæðinu voru kallaðar út um
sjöleytið eftir að tilkynningar
fóru að berast um að þakplötur
væru farnar að losna og eins um
að kerrur og aðrir lausir hlutir
fykju til og yllu tjóni. Fjórir
björgunarsveitarbílar voru að
störfum og sinntu tæpum tug að-
stoðarbeiðna.
Þá neyddist Boeing-flutninga-
flugvél Icelandair, sem var að
koma frá Svíþjóð, til að lenda á
Reykjavíkurflugvelli um hálfsjö-
leytið vegna of mikils hliðarvinds
á Keflavíkurflugvelli.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Stormur á Vesturlandi
Hópur björgunarsveitarmanna frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg
berst við að festa klæðningu utan á hús við Fellsmúla 5 í gærkvöldi.
KAFARAR Landhelgisgæslunnar
fundu hníf í sjónum nálægt neta-
bryggjunni í Neskaupstað í gær
eftir nær tveggja daga leit að hugs-
anlegum sönnunargögnum í
tengslum við rannsókn lögreglunn-
ar á líkfundinum í höfninni hinn 11.
febrúar sl. Þá tók efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra formlega
við rannsókninni í gær.
Arnar Jensson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn segir að hnífurinn sem
fannst í gær gæti verið það áhald
sem að var leitað. „Hann var um
það bil þrjátíu metra frá landi út
frá netabryggjunni. Það er óljóst
hve lengi hann hefur legið í sjón-
um, það er nokkuð ljóst að hann er
ekki búinn að liggja í mjög langan
tíma. Við fyrstu sýn lítur þetta út
eins og það áhald, sem við vorum
að leita að, en það er óstaðfest og
þarf að kanna betur,“ sagði Arnar.
Þau umskipti urðu við rannsókn
málsins í gær að efnahagsbrota-
deild ríkislögreglustjóra tók við
málinu af sýslumanninum á Eski-
firði. Arnar sagði sýslumann hafa
óskað þessa og hefði ríkislögreglu-
stjóri tekið við málinu í samráði við
ríkissaksóknara. Inn í rannsóknar-
hópinn bætast síðan við starfs-
menn fíkniefnadeildar lögreglunn-
ar í Reykjavík sem annast
fíkniefnaþátt málsins. Arnar segir
eðlilegt að ríkislögreglustjóri taki
við rannsókninni samkvæmt lög-
reglulögum, m.a. í ljósi þess að
meginþungi rannsóknarinnar hafi
nánast allur færst yfir til ríkislög-
reglustjóra. Auk þess þurfi að
tengja saman mörg lögregluemb-
ætti vegna rannsóknarinnar.
Ríkislögreglustjóri tekur við rannsókn líkfundarins
Hnífur sem fannst á hafs-
botni gæti tengst málinu
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Rannsókn á hnífnum sem fannst í Norðfjarðarhöfn í gær mun vænt-
anlega leiða í ljós hvort hann verður flokkaður sem sönnunargagn.