Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 9
HARALDUR Bendiktsson, ný- kjörinn formaður Bænda- samtaka Íslands, er kúa- og kornbóndi að Vestri-Reynum, fæddur þar og uppalinn. Hann lauk prófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1984 og hefur stundað búskap síð- an. Hann er í augnablikinu með um 30 kýr, og um 120.000 lítra mjólkurrétt, ásamt því að vera með korn á um 12 hekturum. Haraldur hefur verið í stjórn Búnaðarsamtaka Vest- urlands frá 1999 og formaður frá 2002, og sat í stjórn Bún- aðarsambands Borgarfjarðar á árunum 1995–2001. Hann hefur verið búnaðarþings- fulltrúi frá 2001. Haraldur er stjórnarformaður Búhöldurs ehf. og stjórnarmaður í Mjólk- urfélagi Reykjavíkur. Bærinn Vestri-Reynir er sennilega þekktastur vegna eins af fyrri ábúendum bæj- arins, Jóns Hreggviðssonar úr Íslandsklukku Halldórs Kilj- ans Laxness. Bærinn hét reyndar Rein í Íslandsklukk- unni, en það er afbökun Hall- dórs á Reynum, bærinn er sá sami, segir Haraldur. Haraldur segir að honum hafi svo sem ekki mikið verið líkt við Jón Hreggviðsson fyrr en hann stofnaði einkahluta- félagið Jón Hreggviðsson ehf., til að kaupa aðra jörð. „Svo ég vitni nú bara í Örnólf, útibússtjóra Búnaðarbankans á Akranesi, þegar ég bað um lán til að kaupa þessa jörð þá bað hann bara um snæri sem veð. Þannig að Jón Hregg- viðsson hefur miklu frekar verið okkur til framdráttar heldur en hitt. Enda lifa menn nú miklu lengur á misjöfnu orðspori en góðu,“ segir Har- aldur kíminn. Bærinn tengdur Jóni Hregg- viðssyni FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 9 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af DOMINIQUE vörum Afmælistilboð Höfðabakka 1, sími 587 5070 kr./kg Ýsuflök399 Skötuselur................................ 990 kr./kg Stórlúðusneiðar............................... 990 kr./kg Ótrúleg tilboð alla vikuna Laugavegi 63, sími 551-4422 Sumarkápur með eða án hettu. Verð frá kr. 14.900. Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. Fyrirtæki Erum að endurnýja söluskrána. Vantar mikið af góðum fyrirtækjum á skrá. Höfum sterka kaupendur sem geta keypt fyrirtæki upp í 3 milljarða. Hafið samband - fullur trúnaður. fyrirtaeki.is Öll fyrirtækjaskráin okkar er nú á netinu í mjög aðgengilegu formi. Skoðið síðurnar okkar og hafið samband. Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali. HARALDUR Benediktsson var kjör- inn formaður Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára á Búnaðarþingi í gær, og hlaut hann 30 atkvæði af 49. Mótframbjóðandi hans, Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, hlaut 19 atkvæði. Haraldur er 38 ára gamall, fæddur 23. janúar 1966. Hann er kvæntur Lilju Guðrúnu Eyþórsdóttur frá Kaldaðarnesi í Flóa og er tveggja barna faðir. Hann hefur stundað bú- skap frá 1984. Haraldur þakkaði mótframbjóð- anda sínum drengilega baráttu og sagðist vonast eftir góðu samstarfi við hann á komandi árum. Haraldur segir að með því að kjósa sig sem formann Bændasamtakanna hafi menn kannski verið að endurnýja forystu samtakanna almennilega og hleypa inn fersku blóði, en Þórólfur er hluti af gamalli forystu bænda. „Þórólfur hefur verið afskaplega farsæll félags- málamaður en víst að úr því að menn vildu endurnýja á annað borð ákváðu þeir að stíga stóra skrefið en ekki taka þetta stutta,“ segir Haraldur. Nokkuð hefur verið rætt um að kúabændur myndu kljúfa sig úr Bændasamtökunum ef Þórólfur yrði ekki kjörinn formaður Bændasam- takanna. Haraldur segist vissulega hafa áhyggjur af öllu tali um að kúa- bændur kljúfi sig úr samtökunum, en segir mikið velta á því sem eftir er af Búnaðarþinginu, enda stjórnarkjörið eftir. Hann segist ekki verða var við áhuga á klofningi hjá grasrótinni, bændunum sjálfum, heldur frekar hjá forystumönnum þeirra. Ekki æskilegur „Ég fékk sterk skilaboð um að ég væri ekki æskilegur í þeirra augum. Það hefur verið áherslumunur á því hvernig við sjáum framtíð atvinnu- greinarinnar. Ég gef mig út fyrir að vera forystumaður fyrir alla bændur, ekki bara eina búgrein, og við verðum að gæta þess að horfa vítt yfir sviðið og skoða hagsmuni heildarinnar. Þeir hafa verið með óþarfa áhyggjur af því að ég muni reynast mjólkurfram- leiðslunni illa, sem ég vona og veit að er mjög rangt hjá þeim,“ segir Har- aldur. Þórólfur segir að ekki standi til að kúabændur kljúfi sig frá Bændasam- tökunum. „Almennt séð er afar erfitt [fyrir Landssamband kúabænda] að standa utan heildarsamtakanna, landbúnaðarlöggjöfin gerir tæpast ráð fyrir því fyrir það fyrsta. Það er vandséð hvaða hag búgreinafélög eða búgreinasamtök hefðu af því að standa utan heildarsamtakanna. Ég sé ekki alveg til hvers það væri,“ segir Þórólfur. Hann segir Landssamband kúabænda hafa verið aðila að Bænda- samtökunum frá stofnun Landssam- bandsins. Hann segir samstarfið ágætt og sér ekki fyrir sér breytingu á því. Spurður um stefnubreytingar und- ir forystu hans segir Haraldur að ekki verði um stór stökk að ræða, heldur þurfi þetta að þróast áfram. „Ég hef áhuga á því að Bændasamtökin virki sem stéttarfélag bændanna, og að við snúum okkur meira að því að spá í umhverfið í kringum okkur, alþjóða- umhverfið. Einnig að við reynum meira að spá um framtíðina í stað þess að vera alltaf að bisast við að tak- ast á við fortíðarvandann,“ segir Har- aldur. Haraldur Benediktsson var kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands „Verð forystumaður fyrir alla bændur“ Morgunblaðið/Ásdís Atkvæði greidd: Haraldur Benediktsson fékk 30 atkvæði af 49 í formannskjörinu á Búnaðarþingi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.