Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.2004, Blaðsíða 23
listar og menningar, meðal annars í myndlist, arkitektúr og borgaskipu- lagi, frá 21. október til 31. desember. Heimsborgir Evrópu er vert að sækja heim, þá er skartað öllu því besta sem þær eiga og engu til spar- að, þjóðarstoltið í veði. Lille er engin lítil borg á okkar mælikvarða, íbú- arnir liðlega milljón. Hún er stjórn- unarborg héraðsins Nord-pas-de- Calais og hefur varðveitt mið- aldabrag sinn, kirkjur og virkismúra, þar er háskóli og mörg söfn. Lille var upprunalega rómverkst vígi, en frá fyrri miðöldum hluti af Flandri og þá mikill uppgangur sem tengdist versl- un og ullarvefnaði. Heyrði undir Búrgúnd frá 1384–1482, þar á eftir Austurríki og Spán, allt þar til Frakk- ar komu til skjalanna 1667, hernámu borgina og innlimuðu í ríki sitt. Hér þannig gullnámu af sögu að sækja heim líkt og var um Brügge, menn- ingarborg Evrópu 2002. Hin nafnkennda hafnarborg Genúa telur sjöhundruð þúsund íbúa, hún er höfuðborg héraðsins Lígúríu og stendur við Lígúrska hafið. Öðru fremur iðnaðarborg en á sér langa og litríka sögu og var þegar á tímum Rómverja mikilvæg hafnarborg. Á tólftu öld varð borgin sjálfstætt lýð- veldi og borgarmúrinn frá þeim tíma, dómkirkjan samanstendur af mörg- um stílbrögðum, meðal annars róm- verskum og gotneskum. Var í bygg- ingu frá tólftu til sextándu aldar en hin stóra höfn og hinn mikli og frægi viti, La Lantera, eru frá sextándu öld. Mikill og voldugur verslunarfloti gerði borginni kleift að taka þátt í krossferðunum og höndla með vörur frá austrinu. En verslun við Býs- anska ríkið leiddi til styrjaldar við Feneyjar sem tapaðist 1381. Á sex- tándu öld var verslun ásamt lánveit- ingum til Spánar og Niðurlanda und- irstaða og bakgrunnur uppgangs og velmegnunar, en 1797 missti borgin sjálfforræðið til Frakklands, seinna Sardíníu og loks Ítalíu. Þetta eru nokkrir punkar sem gefa vonandi einhverja hugmynd um hvað Evrópa hefur upp á að bjóða á þessu ári hvað varðar hámenningu, er þó einungis brotabrot af öllu framboð- inu. Ætti samt að gefa innsýn í við- burði sem veita birtu inn í heilahvel njótenda, lýsa upp sálarkirnuna og lætur þeim líða vel. Má nefna þetta sólarstrendur andans og gleymum ekki hinu forna orðtæki Decimusar Juniusar Juvenalis: hraust sál í hraustum líkama, sem ég vil útleggja á þann veg að heilbrigður líkami sæki mögn sín til heilbrigðrar sálar. Segja ekki vísindin, að flestir sjúkdómar byrji í sálinni og að ímyndunin sé sterkasta aflið? Hugvit og listir eru í öllu falli sá grunnur og þau grómögn sem eru undirstaða allra framfara í heimi hér. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 23 SÝNING á ljósmyndum eftir Ragn- ar Axelsson, ljósmyndara Morg- unblaðsins, betur þekktur sem RAX, var opnuð í Argus fotokunst- galleríinu í miðborg Berlínar sl. föstudag. Að sögn komust færri að en vildu við opnunina og var fullt út úr dyrum þessa fyrstu sýning- arhelgi, en sýningin var sér- staklega kynnt í menningarblaði Berliner Morgenpost. Á sýningunni gefur að líta tæp- lega 50 ljósmyndir sem Ragnar hef- ur tekið á Grænlandi, Íslandi og í Færeyjum á síðastliðnum 15 árum og eru myndirnar hluti af verkefni þar sem Ragnar hefur myndað lífs- hætti sem eru að hverfa í Norður- Atlantshafi, s.s. veiðimenn, trillu- karla og bændur. Verkefnið hefur á síðustu árum hlotið fjölda við- urkenninga, má þar nefna fyrstu verðlaun á ljósmyndasýningu um hafið sem haldin var í Vannes í Bre- tagne í fyrra og sérstök heið- ursverðlaun fyrir fyrsta flokks fréttaljósmyndun á Leica Oskar Barnak-verðlaunahátíðinni, sem haldin ver í Arles í Frakklandi sum- arið 2001. Á síðustu misseri hafa ljósmyndirnar úr verkefninu verið sýndar víða um heim, m.a. á Photo- work-hátíðinni á Val d’Orcia í Toskanahéraði á Ítalíu í fyrra, á ljósmyndahátíðinni í Arles í Frakk- landi sumarið 2001, í Vannes í Bret- agne sl. haust, í New York og Moskvu, en að sögn Ragnars sá Norbert Bunge, eigandi Argus fotokunst-gallerísins, myndirnar fyrst á sýningu í Frakklandi og sóttist í kjölfarið eftir að fá að sýna þær. Í maí næstkomandi opnar sýn- ing með ljósmyndum Ragnars í Hamborg og síðar á árinu munu þær verða sýndar víðar í Frakk- landi. Spurður hvernig megi skýra þennan mikla áhuga víða um lönd á hinum hverfandi lífsháttum á norð- urhjara segir Ragnar það fyrst og fremst helgast af því að þetta sé framandi heimur. „Hann er svo allt öðruvísi en það sem fólk hefur áður séð, enda hefur hann kannski ekki verið fólki sérstaklega aðgengileg- ur. Mögulega helgast það af því að ljósmyndarar hafa frekar haft áhuga á að mynda í heitum löndum og því fáir lagt á sig að mynda á köldum stöðum.“ Að mati Ragnars helgast áhugaleysi ljósmyndara á köldum löndum ekki hvað síst af því að það er að mörgu leyti mun erf- iðara að mynda í kulda en hita. „Allar vélar frjósa, auk þess sem filmur verða stökkar og brotna. Það er því margfalt erfiðara og reynir verulega mikið á mann, bæði andlega og líkamlega,“ segir Ragn- ar, en tekur fram að það hafi verið draumi líkast að mynda á Græn- landi. „Maður las um þennan menn- ingarheim sem lítill strákur og því var magnað að sjá hann með eigin augum. Þar sem allt er svo fram- andi verður fyrir vikið í raun afar auðvelt að taka myndir vegna þess að manni finnst allt sem fyrir augu ber svo flott og spennandi. Hér heima er maður að sama skapi jafn- vel hreinlega hættur að sjá og taka eftir hlutunum einmitt vegna þess að þeir eru alltaf beint fyrir framan nefið á manni og maður orðinn samdauna því,“ segir Ragnar. Allar nánari upplýsingar um galleríið má finna á vefslóðinni: www.argus-fotokunst.de, en þess má geta að sýningin stendur til 30. apríl nk. Ljósmyndir Ragnars Axelssonar sýndar í miðborg Berlínar Heimur á hverfanda hveli Ljósmynd/Haraldur Þór Ragnar Axelsson ásamt Norbert Bunge, eiganda Argus fotokunst-gallerísins, fyrir framan sýningarsalinn. HELGA Þórarinsdóttir lágfiðluleik- ari og Kristinn H. Árnason gít- arleikari flytja verk eftir Georg Philipp Telemann, Marin Marais og Manuel de Falla á Háskólatónleik- um í Norræna húsin kl. 12.30 á morgun. Georg Philipp Telemann (1681– 1767) var þýskur organisti en líka tónskáld. Hann skrifaði ógrynnin öll af verkum: óperum, forleikjum, messum, sónötum o.fl. Í allri þess- ari sköpun má finna talsverðan leir- burð en einnig glittir í perlur á borð við þá sónötu sem hér er flutt. Marin Marais (1656–1728) fædd- ist og starfaði í París. Hann var virtúós allra tíma á viola da gamba sem segja má að sé fyrirrennari sellósins. Bíómyndin fræga frá tí- unda áratug síðustu aldar, Allir heimsins morgnar, fjallar um einka- líf og ævistarf Marais. Manuel de Falla (1876–1946) var spænskur píanóleikari og tónskáld. Hann sótti efnivið sinn að mestu í spænsk þjóðlög. Lögin tvö sem leikin verða nú eru upphaflega sam- in fyrir háa söngrödd og píanó og eru úr flokki sjö laga sem nefnist Siete Canciones Populares Espan- olas. Morgunblaðið/Golli Helga Þórarinsdóttir og Kristinn H. Árnason. Lágfiðla og gítar Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frá- bærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 3–4 vikur á ótrúlegum kjör- um. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Við bjóðum þér okkar bestu íbúðarhótel með frá- bærri aðstöðu fyrir farþega. Munið Mastercard ferðaávísunina Vorferðir Heimsferða til Costa del Sol og Benidorm frá kr. 19.990 Costa del Sol 18. apríl – 31 nótt Verð frá kr. 29.890 Flugsæti með sköttum, netverð. Verð frá kr. 62.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Timor Sol, 31 nótt. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.000. Verð kr. 79.690 M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol, 18. apríl, flug, gisting, skattar, netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.000. Benidorm 25. apríl – 24 nætur Verð frá kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, netverð. Verð frá kr. 43.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, Vacanza, 25. apríl, 24 nætur. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Verð kr. 59.990 M.v. 2 í íbúð, Vacanza, 24 nætur. Flug, gisting, skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Tryggðu þér síðustu sætin FORSALA aðgöngumiða á við- burði Listahátíðar í Reykjavík, sem stendur yfir dagana 14.–31. maí, hefst á Netinu í dag kl. 9. Miðakaup fara fram á slóðinni www.artfest.is og þar má finna nákvæmar leiðbeiningar. Aðeins hluti miða á Listahátíð í Reykjavík 2004 verður seldur á Netinu en miðasalan í Bankastræti 2 hefst 2. apríl. Dagurinn er valinn í tilefni þess að í dag eru 35 ár liðin frá stofnun hátíðarinnar en 10. mars 1969 var Listahátíð í Reykjavík formlega stofnuð fyrir tilstuðlan núverandi heiðursforseta hátíðarinnar, Vlad- imirs Ashkenazy, ásamt mennta- málaráðherra og borgarstjóra. Miðaverð er frá 2.800 krónum upp í 4.800 krónur. Netsala á Listahátíð LJÓÐAKVARTETTAR hins þýska Jóhannesar Brahms eru á dagskrá ljóðatónleika í Salnum í kvöld kl. 20. Söngvarar eru Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran, Sigríður Aðalstein- dóttir alt, Gunnar Guðbjörnsson ten- ór og Davíð Ólafsson bassi. Pí- anóleikarar eru Daníel Þorsteinsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Á efnisskránni eru valin lög úr ást- arljóðavölsum Brahms op. 52 og 63. (1868–9, 1874) Sígaunaljóðin op. 103 (1887) en þau hafa ekki verið flutt fyrr í heild í þessu formi hér á landi. Davíð Ólafsson, Hulda Björk Garð- arsdóttir, Sigríður Aðalsteins- dóttir, Daníel Þorsteinsson, Gunnar Guðbjörnsson og Valgerður Andr- ésdóttir. Í hennar stað leikur Anna Guðný Guðmundsdóttir. Sígaunaljóð og ástarvalsar Gerðuberg kl. 20 Dixielandband Grundarfjarðar heldur tónleika. Á efnisskrá eru ýmis þekkt dixie- landlög og danstónlist. Í sveitinni eru 10 hljóðfæraleikarar, sem hafa æft og haldið tónleika reglulega í sex ár. Stjórnandi sveitarinnar er Frið- rik Vignir Stefánsson tónlistar- skólastjóri. Í Dixielandbandinu eru tíu hljóð- færaleikarar sem spila á trompet, klarinett, saxófón, básúnu, túbu, bassagítar, píanó og trommur. Hljóðfæraleikararnir koma úr hin- um ýmsu stéttum bæjarfélagsins, en hafa allir það sama áhugamál að spila dixie-tónlist. Bandið hefur haldið tónleika víða á Snæfellsnesi en þetta eru fyrstu tónleikar sveit- arinnar í Reykjavík. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.