Morgunblaðið - 10.03.2004, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 2004 41
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Heimsferðir kynna nú glæsilegar páskaferðir, þar sem þú getur
valið sól og strönd á Kanarí, Benidorm eða Costa del Sol,
heillandi menningarviku í Prag,
ferðast um fegurstu strendur
suður- Ítalíu eða notið pásk-
anna í glæsisiglingu um gríska
Eyjahafið. Í flestum tilfellum er
flogið beint til viðkomandi
áfangastaðar og þar taka
reyndir fararstjórar Heimsferða
á móti þér til að tryggja þér
ánægjulega dvöl í fríinu og
bjóða þér spennandi
kynnisferðir í fríinu.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Síðustu
sætin um
páskana
Costa del Sol
7. apríl – 11 nætur
Verð frá kr. 59.995
Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2
börn, 2–11 ára, Santa Clara. Innifalið í
verði: Flug, gisting, skattar. Netverð.
Verð kr. 74.850
M.v. 2 í stúdíó, Timor Sol. Innifalið í
verði: Flug, gisting, skattar.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.000.
Prag
8. apríl – vikuferð
Verð frá kr. 36.550
Flugsæti fyrir manninn með
flugvallarsköttum.
Verð frá kr. 63.040
Flug, skattar og hótel, m.v. 2 í herbergi,
ILF með morgunmat. Netverð.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Benidorm
7. apríl – 14 nætur
Verð frá kr. 52.495
Verð fyrir manninn m.v. hjón með 2
börn, 2–11 ára, Montecarlo/Vacanza,
íbúð með 2 svefnherbergjum. Innifalið í
verði: Flug, gisting, skattar. Netverð.
Verð kr. 67.990
M.v. 2 í íbúð, Montecarlo.
Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar.
Netverð.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
N
M
1
1
5
5
0
•
sia
.is
Flug
og m
ynd
á næ
stu le
igu
Skafmiði fylgir hverri mynd
100 stórborgarferðir!
100.000 vinningar!
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert blíðlynd/ur og tilfinn-
inganæm/ur. Þú hefur mikla
samúð með þeim sem minna
mega sín. Nýir og spennandi
hlutir munu einkenna næstu
mánuði í lífi þínu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þig langar til að komast til
botns í hlutunum í dag. Þú vilt
vita hvað er á seyði í kringum
þig og hikar ekki við að snuðra
dálítið til að komast að því.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú getur lært eitthvað mik-
ilvægt af einhverjum í dag.
Sýndu fólkinu í kringum þig
þolinmæði og samvinnu.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt auðvelt með að gera yf-
irmanni þínum til hæfis í dag.
Þú þarft í raun ekki að gera
annað en að mæta stundvís-
lega og sinna þínum daglegu
verkum til þess.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er einhver leikur í þér í
dag. Þig langar miklu meira til
að daðra og leika þér en að
vinna. Reyndu að gera sem
mest úr þeim tíma sem þú hef-
ur inni á milli skylduverkanna.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hikaðu ekki við að biðja for-
eldri þitt eða einhvern þér
eldri um að gera eitthvað fyrir
þig í dag. Það er ekki víst að
þú fáir þitt fram en möguleik-
arnir eru þó með mesta móti.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú nýtur þess að gleðja fjöl-
skyldu þína og nána vini í dag.
Þú vilt heldur sýna þeim
væntumþykju þína í verkum
en orðum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þetta er hentugur dagur til
hvers kyns innkaupa. Þú veist
hvað þú vilt og þó að þér hætti
til svolítillar eyðslusemi á það
sem þú kaupir eftir að koma
að góðum notum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Tunglið er í merkinu þínu í
dag. Þar að auki er afstaða
þess til plánetnanna í merkinu
þínu mjög hagstæð. Þetta
veitir þér kraft, jákvæðni og
bjartsýni.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Leggðu drög að framtíðinni.
Það er mikið til í því að hálfn-
að er verk þá hafið er.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vinkona þín, eða jafnvel
ókunnug kona, mun hugs-
anlega hjálpa þér á einhvern
hátt í dag. Taktu fagnandi á
móti góðvild annarra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hvort sem þér líkar betur eða
verr þá muntu sennilega vekja
athygli annarra með ein-
hverjum hætti í dag. Reyndu
að líta sem best út.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Láttu það eftir þér að gera
eitthvað óvenjulegt í dag.
Farðu á kaffihús, kauptu þér
bók eða tímarit eða jafnvel
tónlist sem er frábrugðin því
sem þú ert vön/vanur að
hlusta á. Þú þarft á tilbreyt-
ingunni að halda.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ÁLFTIRNAR KVAKA
Bráðum er brotinn
bærinn minn á heiði –
Hlýtt var þar stundum,
– hann er nú í eyði.
Man ég þá daga.
Margt var þá á seyði.
Ungur ég undi
úti í varpa grænum.
Horfði á reykinn
hverfa fyrir blænum.
– Þar heyrði ég forðum
þytinn yfir bænum.
Fuglar þar flugu, –
frjálsir vængir glóðu.
Lokkandi súgur
lyfti blárri móðu.
Það voru svanir,
– söngfuglarnir góðu.
Jóhannes úr Kötlum
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
90 ÁRA afmæli. Níræð-ur er í dag, miðviku-
daginn 10 mars, Magnús
Sigurjónsson, Hvammi
Vestur-Eyjafjöllum. Hann
verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 10.
mars, er Sveinn Svavar
Gústafsson fimmtugur. Af
þessu tilefni mun hann taka
á móti gestum laugardaginn
13. mars frá kl. 17 til 20 að
heimili sínu Vallholti 34, Sel-
fossi.
ENSKUMÆLANDI spil-
arar hafa sérstakt hugtak
yfir spilamennsku sem
miðar að því að halda öðr-
um mótherjanum úti í
kuldanum – „avoidance
play“. Íslenskir spilarar
hafa ekki komið sér upp
þjálu orði yfir fyrirbærið,
en augljósir kostir eru:
einangrun, sniðganga, úti-
lokun, lokun eða jafnvel
frysting. En einhvern veg-
inn hittir ekkert þessara
orða beint í mark og því
eru hugmyndir um þýð-
ingu eru vel þegnar. Spila-
tæknin sjálf er hins vegar
einhvern veginn þannig:
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠876542
♥74
♦83
♣762
Norður
Vestur Austur
♠G1093 ♠D
♥KD3 ♥G9852
♦KG9 ♦D107
♣KG9 ♣DG93
Suður
♠ÁK
♥Á106
♦Á6542
♣K54
Vestur Norður Austur Suður
1 lauf Pass 1 hjarta 1 grand
Dobl * 2 hjörtu *Pass 2 spaðar
Pass Pass Pass
Sagnir eru nútímalegar:
dobl vesturs er svokallað
stuðningsdobl, sýnir þrílit í
hjarta, og síðan yfirfærir
norður í spaðann.
Vestur byrjar á hjarta-
kóng og fær að eiga þann
slag. Hann spilar næst
hjartadrottningu, sem
virðist sjálfgefið að drepa,
en þegar spilið er skoðað í
heild er best að gefa slag-
inn. Hugmyndin er þá að
henda tígli niður í hjartaás
og fyrirbyggja þannig að
austur komist inn á tígul til
að spila laufi í gegnum
kónginn. Dæmigerð úti-
lokun!
Vestur er vís með að
spila trompi í þriðja slag.
Sagnhafi hendir þá tígli í
hjartaás, spilar tígulás og
stingur tígul. Fer heim á
spaða og trompar aftur
tígul. Nú er liturinn frír,
en leiðin heim er ekki leng-
ur greið. En það er lagi,
því sagnhafi sendir vestur
inn á tromp og neyðir hann
til að spila laufi. Þar með
fæst slagur á kónginn og
um leið innkoma á frítígul.
E.S. Það dugir vestri
ekki að spila laufi í þriðja
slag, því þá á sagnhafi
tvær innkomur heim á
tromp og það dugir til að
nýta tígulinn.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4
cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5
6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3
b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 Bg7
11. Bd3 Re7 12. Rxe7 Dxe7
13. 0-0 f5 14. c4 0-0 15. Df3
d5 16. cxd5 fxe4 17. Bxe4
Hb8 18. Hfd1 Dd7 19. d6
Hb6 20. Dd3 Hd8 21. Hac1
Bf8 22. Dg3+ Bg7 23. Dd3
Bf8 24. Dg3+ Bg7 25. Dh4
Hxd6 26. Bxh7+ Kf8 27.
Db4 Bb7 28. Rc2 De7 29.
Hxd6 Hxd6 30. Dg4 Hh6 31.
Bf5 Hh4 32. Dd1 Bh6 33.
Re3 Bxe3 34. fxe3
Teimour Radjabov
(2.656) tókst með
sigrum í tveim síð-
ustu umferðum of-
urskákmótsins í Lin-
ares á Spáni að ná
helmings vinnings-
hlutfalli. Í stöðunni
hafði hann svart
gegn Francisco
Pons Vallejo (2.663)
og nýtti sér samhæf-
ingu manna sinna til
að ná betra tafli.
34... Bxg2! 35. Hc8+
Kg7 36. De1! Með
þessu nær hvítur að
komast í endatafl
sem reynist engu að síður
lakara. 36... Dg5 37. Dg3
Kf6 38. Dxg5+ Kxg5 39.
Bd3 Bd5 40. Hg8+ Kf6 41.
a3 Hh3 42. Hg3 Hh8 43. e4
Be6 44. Kg2 Hd8 45. Hf3+
Ke7 46. b4 f5 47. Hh3 f4 48.
Hh7+ Bf7 49. Be2 Hd2 50.
Kf1 Kf6 51. h4 Bg6 52. Ha7
Bxe4 53. Bg4 f3 54. Hxa6+
Kg7 55. Ha7+ Kf8 56. Hd7
Bd3+ 57. Ke1 f2+ 58. Kxd2
f1=D 59. Hd8+ Ke7 60.
Hd7+ Ke8 61. Hxd3 Df4+
62. He3 Dd4+ og hvítur
gafst upp. 4. umferð
Reykjavíkurskákmótsins
hefst í Ráðhúsi Reykjavíkur
kl. 17 í dag. Skákskýringar
verða á hverjum degi á
mótsstað frá kl. 19.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa
:
Árnað heilla, Morg-
unblaðinu,Kringlunni 1,
103 Reykjavík
DAGBÓK