Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.03.2004, Qupperneq 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ DÓMARI í Virginíu í Banda- ríkjunum kvað í gær upp lífstíð- arfangelsisdóm yfir Lee Malvo, annarri af leyniskytt- unum sem urðu tíu manns að bana í Wash- ington-borg og nágrenni haustið 2002. Malvo var sautján ára þegar morðin voru framin. Daginn áður staðfesti dómari í Virginíu dauðadóm yfir John Muhammad, sem var einnig fundinn sekur um morðin, og ákvað að aftakan færi fram 14. október í haust. Abu Abbas látinn FRELSISFYLKING Palest- ínumanna sagði í gær að Bandaríkjamenn bæru ábyrgð á dauða leið- toga hennar, Abu Abbas, sem lést í Írak þar sem hann var í haldi Bandaríkja- hers. Abbas, sem var hálfsextug- ur, skipulagði rán á farþega- skipinu Achille Lauro á Mið- jarðarhafi 1985. „Honum var haldið í fangelsi í tæpt ár undir því yfirskini að hann tengdist hryðjuverka- starfsemi og það leiddi til versnandi heilsu og píslarvætt- isdauða hans,“ sagði í yfirlýs- ingu frá Frelsisfylkingu Palest- ínumanna. Aristide hyggst höfða mál FRANSKUR lögfræðingur Jean-Bertrands Aristide sagði hann í gær ætla að höfða mál í Bandaríkjunum og Frakklandi á hendur sendiherrum land- anna tveggja sem hann sakar um að hafa knúið sig til að láta af embætti forseta Haítís. Ráð, sem skipað var á Haíti að undirlagi Bandaríkja- manna, Frakka og Samtaka Ameríku- ríkja, til- nefndi nýj- an forsætisráðherra í gær. Ráðið valdi Gerard Latortue sem var eitt sinn æðsti embættismaður Haítí hjá Sameinuðu þjóðunum. Árás á hús frímúrara TVEIR menn á fertugsaldri réðust í gær inn í veitingahús í byggingu frímúrara í Istanbúl og sprengdu sprengjur sem urðu öðrum þeirra og þjóni að bana. Hinn tilræðismaðurinn særðist alvarlega. Yfirvöld sögðu ólíklegt að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hefðu staðið fyrir tilræðinu. STUTT Malvo í lífstíðar- fangelsi Lee Malvo Gerard Latortue Abu Abbas VERULEGA er farið að hitna undir í Evrópuumræðunni í Noregi. Eru Evrópuandstæðingar farnir að búa sig undir þá niðurstöðu, að aðild verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og hóta nú að hnekkja þeirri niður- stöðu með því að beita neitunarvaldi á þingi. Það vakti mikla athygli fyrir nokkrum dögum þegar það vitnaðist, að Jon Lilletun, þingflokksformaður Kristilega þjóðarflokksins, hefur átt leynilega fundi með leiðtogum Sósíal- íska vinstriflokksins og Miðflokksins þar sem rætt var um leiðir til að koma í veg fyrir ESB-aðild Noregs. Var ekki síst tekið eftir þessu í Hægri- flokknum, sem stendur að ríkis- stjórninni ásamt Kristilega þjóðar- flokknum en er eindregið fylgjandi aðild Noregs að ESB. Kom þetta fram í Aftenposten. Åslaug Haga, leiðtogi Miðflokks- ins, segir, að viðræðurnar séu hugs- aðar sem svar við nýrri ESB-atrennu Hægriflokksins og Verka- mannaflokksins og felist meðal ann- ars í því að afla fjár fyrir væntanlega baráttu, ekki síst frá landbúnaðar- samtökunum. Lilletun vildi hins vegar ekkert um viðræðurnar segja og sagði, að spyrja yrði Hægriflokkinn að því hve lengi Kristilegi þjóðarflokkurinn gæti ver- ið í stjórn og samtímis átt í leynileg- um viðræðum við stjórnarandstöð- una. Þá svaraði hann því heldur ekki hvort Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra og leiðtogi flokksins, hefði verið með í ráðum. Åslaug Haga lýsti því einnig yfir, að hún myndi ekki hika við að beita neitunarvaldi á þingi gegn ESB-aðild yrði hún samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það getur hún strangt til tekið þar sem 93. grein stjórnar- skrárinnar krefst samþykkis 75% þingmanna við aðild að alþjóðlegum samtökum á borð við ESB. Stjórn- arskráin segir hins vegar ekkert um þjóðaratkvæðagreiðslu. Sökuð um ólýðræðis- legan þankagang Ummæli Haga hafa vakið mjög hörð viðbrögð hjá Jens Stoltenberg, leiðtoga Verkamannaflokksins, og Ernu Solberg, leiðtoga Hægriflokks- ins, og saka þau hana bæði um ólýð- ræðislegan þankagang. Minna þau á, að ESB-andstæðingar hafi ekki fund- ið neitt athugavert við það er ESB- aðild var felld með 52% atkvæða og ESB-sinnar raunar ekki heldur. Segja þau, að það myndi hafa alvar- legar afleiðingar í för með sér ef rétt rúmlega fjórðungur þingmanna kæmi í veg fyrir vilja meirihluta þings og þjóðar og alvarlegastar yrðu þær fyrir þá flokka sem að því stæðu. Umræðan um aðild að Evrópu- sambandinu harðnar í Noregi ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA um það hvort taka eigi upp evr- una í Svíþjóð verður varla haldin fyrr en í fyrsta lagi árið 2010, sagði Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, á þriðjudag. Kom þetta fram í ræðu hans á ráðstefnu í Tókýó. Svíar höfnuðu upptöku evr- unnar í atkvæðagreiðslu í sept- ember í fyrra með drjúgum meirihluta, 56% gegn 42%. Sagði Persson að stjórnvöld ættu að virða niðurstöðuna. Hann bætti því þó við að Svíþjóð yrði aðili að myntbandalagi Evrópu í fyllingu tímans og hið sama myndu bæði Danir og Bretar gera. „Ef maður er í klúbbnum hefur maður áhrif. Utan hans, engin áhrif. En það sem klúbbfélag- arnir ákveða innbyrðis hefur samt bein áhrif á efnahag okk- ar,“ sagði Persson. Langt í þjóðaratkvæði Tókýó. AFP. STUÐNINGSMENN stjórnarandstöðuleiðtogans Liens Chans, fyrrverandi varaforseta Taívans, veifa fánum á kosningafundi í borginni Pingtung í gær. Lien er í framboði í forsetakosningum á Taívan 20. þessa mánaðar gegn Chen Shui-bian forseta og skoðanakannanir benda til þess að mjög lítill munur sé á fylgi þeirra. Lögreglan verður með mikinn viðbúnað á kjördag þar sem óttast er að óeirðir blossi upp. Sama dag verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi friðarviðræður við kínversk stjórnvöld og efla varnir Taívans gegn kínverskum eldflaugum. Reuters Stefnir í tvísýnar forsetakosningar á Taívan EKKERT hafði í gær heyrst frá finnsk-frönsku ævintýra- konunni Dominick Arduin sem hyggst verða fyrst kvenna til að ganga ein á skíðum á Norður- pólinn. Hún lagði upp á föstu- dag frá Norður-Rússlandi. Sjálfvirk miðunartæki sendu merki frá Arduin á laugardag en síðan er ekkert vitað um ferðir hennar. Þyrlur gátu ekki leitað að henni í gær vegna slæms veðurs. Arduin er 43 ára gömul. Hún reyndi að komast á Norðurpól- inn í fyrra en varð að gefast upp eftir að hafa dottið í vatn og kal- ið á fótum. Taka varð af henni allar tærnar. Ævintýra- konu leitað Helsinki. AFP. BANDARÍSK stjórnvöld hafa tjáð ráðamönnum í Líbýu að stjórnmála- samband milli landanna verði aftur tekið upp á næstu mánuðum, en það hefur legið niðri síðan árið 1981. Greindi Saif ul-Islam, sonur Gaddafís Líbýuleiðtoga, frá þessu í dagblaðs- viðtali sem birtist í gær. „Samkvæmt því sem Bandaríkja- menn hafa tjáð okkur verður af þessu á næstu mánuðum, og fyrir lok kosn- ingabaráttunnar fyrir forsetakosn- ingarnar,“ hefur blaðið Al-Hayat eftir Saif ul-Islam Gaddafí. „Við eigum von á því að William Burns, aðstoðarut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, komi fljótlega í heim- sókn til Líbýu, og í kjölfarið, innan tveggja mánaða, komi orkumála- ráðherrann, Spencer Abra- ham,“ bætir hann við. Samskipti Líb- ýu og Bandaríkj- anna hafa stórbatnað í kjölfar ákvörð- unar Gaddafís Líbýuleiðtoga í desember sl. að lýsa því yfir að stjórn hans væri hætt við að reyna að koma sér upp gereyðingarvopnum. Bandaríkjastjórn ákvað í síðasta mánuði að afnema ferðabann til Líb- ýu og heimilaði bandarískum olíufyr- irtækjum, sem áður áttu eignir í land- inu, að hefja samninga um endurheimt þeirra. Fyrirtækjunum hefur þó verið gert að leita heimildar stjórnvalda við hvers konar samningum við Líbýu- menn, þar sem viðskiptaþvinganirnar sem settar voru á landið árið 1986 verða enn um sinn ekki numdar form- lega úr gildi. Þær voru ákveðnar vegna ásakana um stuðning Líbýu- stjórnar við alþjóðlega hryðjuverka- starfsemi. Samskipti Líbýu og Bandaríkjanna hafa stórbatnað Stjórnmálasamband end- urnýjað innan skamms Saif ul-Islam Kaíró, Vínarborg. AFP. Hóta að beita neitunarvaldi á þingi gegn úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.