Morgunblaðið - 11.03.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 11.03.2004, Síða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALVARLEGUR klofningur er kominn upp í röðum tamíla á Sri Lanka og óttast menn að til átaka muni koma á eyjunni að nýju, frið- arferli sem þegar stóð tæpt er nú sagt við það að renna út í sandinn. Tiltölulega friðsamlegt hefur verið um að litast á Sri Lanka frá því að vopnahlé var gert í febrúar 2002 fyrir milligöngu Norðmanna. Átök höfðu þá staðið yfir í um tvo áratugi sem kostað höfðu meira en 60 þúsund manns lífið. Þar hafa borist á banaspjót liðsmenn stjórnarhersins í landinu og skæruliðasveita tamíl-tígra (LTTE) sem berjast fyrir sjálf- stæðu ríki tamíla í norðaustur- hluta Sri Lanka. Undanfarnar vikur hefur ósætti helstu ráðamanna í höfuðborginni Colombo – forsetans Chandriku Kumaratungu og forsætisráð- herrans Ranils Wickremesinghe – þótt stefna friðarferlinu á Sri Lanka í voða. Leysti Kumarat- unga nýverið stjórn Wickremes- inghes upp og boðaði til þingkosn- inga 2. apríl nk. Sakar hún Wickremesinghe um að hafa gefið of mikið eftir í viðræðunum við fulltrúa LTTE. Skæruliðar tamíla hafa ekki ver- ið ánægðir með þau áhrif sem þessi þróun mála í Colombo hefur haft á friðarumleitanir. Þeir hafa þó haldið að sér höndum til þessa. Nú þegar klofningur er kominn upp í þeirra röðum óttast hins veg- ar margir að til átaka muni koma. „Svo virðist sem teningunum hafi verið kastað, að átök og of- beldi muni skella á að nýju,“ segir stjórnmálaskýrandinn Jehan Per- era. „Núna standa skyndilega tvær fylkingar tamíla andspænis hvor annarri gráar fyrir járnum og staðan er því sérstaklega hættu- leg.“ Reynir „að réttlæta svik“ Helsti leiðtogi LTTE í austur- hluta Sri Lanka, Vinayagamo- orthy Muratlitharan, klauf sig í síðustu viku frá meginhluta sveit- anna og stjórn þeirra í norðri. Hann ræður yfir sex þúsund af um fimmtán þúsund manna herliði LTTE og því er óhætt að segja að um alvarlegan klofning sé að ræða. Muratlitharan, sem jafnan er kallaður Karuna ofursti, kveðst hafa ákveðið að segja skilið við LTTE í kjölfar þess að hann var beðinn um að senda 1.000 liðsmenn sveita, sem hann ræður yfir, til norðurhéraða Sri Lanka. Er Karuna sagður óánægður með þá staðreynd að flestir fótgönguliða LTTE séu úr austurhluta Sri Lanka á meðan forysta LTTE komi að mestu leyti úr norðurhér- uðunum. Karuna hefur aukinheldur látið hafa eftir sér að beiðni forystu LTTE væri vísbending um að hún hefði í hyggju að hefja aftur her- ferð gegn stjórnarhernum í land- inu í kjölfar þingkosninganna í apríl. Forysta LTTE neitar hins veg- ar þessum ásökunum. „Þetta er al- gerlega rangt. Leiðtogi okkar, Velupillai Prabhakaran, vill leysa deilur [á Sri Lanka] á lýðræðisleg- an hátt,“ sagði Daya Master, tals- maður Prabhakarans. Sagði Mast- er að LTTE hefði í hyggju að virða vopnahlé sitt, hér eftir sem hingað til, og að áfram yrði unnið að því að tryggja varanlegan frið á Sri Lanka. Bætti hann við að Karuna vildi einungis þyrla upp moldviðri til að „réttlæta svik sín“. Haft er eftir talsmanni norrænu eftirlitssveitanna á Sri Lanka, Agnesi Bragadóttur, í gær að ákveðið hafi verið að hætta tíma- bundið öllu eftirliti með fram- kvæmd vopnahlésins í landinu á yfirráðasvæði Karunas. Þess sé beðið að hann skýri betur afstöðu sína til vopnahlésins – en Karuna hefur krafist þess að stjórnvöld í Colombo semji sérstaklega við sveitir hans um vopnahlé. Andóf illa liðið Flestir af 3,2 milljónum tamíla – sem eru 18% íbúa landsins – búa í norður- og austurhéruðum Sri Lanka og hafa tamíl-tígrarnir bar- ist fyrir sjálfstæðu ríki tamíla þar. Tamílar í Norður-Sri Lanka eru betur menntaðir og lífsskilyrði þeirra eru almennt talað betri en lífsskilyrði tamíla í austurhluta landsins, þar búa einkum bændur sem hlotið hafa minni menntun og atvinnuástand er þar verra. Í gegnum tíðina hafa tamílar í Austur-Sri Lanka þó sem fyrr seg- ir séð LTTE fyrir mannskap í bar- áttu þeirra við stjórnarherinn í landinu. Hefur óánægju gætt með- al tamíla í austurhlutanum með að LTTE hafi engu að síður verið stjórnað frá Norður-Sri Lanka og er talið líklegt að Karuna hafi vilj- andi vísað til þessara hluta, er hann klauf sig frá LTTE í síðustu viku, í því skyni að styrkja stöðu sína meðal íbúa Austur-Sri Lanka. Engum blandast hugur um að Karuna tók umtalsverða áhættu er hann ákvað að storka leiðtoga LTTE, Vellupillai Prabhakaran, með þeim hætti sem hann hefur nú gert. Fá fordæmi eru fyrir því að Prabhakaran umberi óhollustu eða að spurningum sé varpað fram um ákvarðanir hans, allt innbyrðis andóf hefur í reynd verið litið hornauga. Prabhakaran bauð Karuna raunar sakaruppgjöf um helgina gegn því að hann drægi sig í hlé sem leiðtogi sveita LTTE í austur- hluta Sri Lanka. Karuna hafnaði hins vegar tilboðinu og sagði það „fáránlegt“ en bætti því þó við að hann væri tilbúinn til samstarfs við Prabhakaran til að koma í veg fyrir átök. „Þar yrði aðeins um vinsamlegt samstarf að ræða,“ sagði hann. „Við myndum ekki gangast undir yfirráð hans.“ Blóðbað í vændum? Ákvörðun Karunas um að hafna boði Prabhakarans um sakarupp- gjöf þykir í stuttu máli sagt hafa aukið líkurnar á því að til uppgjörs muni koma. „Sagan myndi gefa til kynna að blóðbað væri í vændum,“ segir fréttaskýrandinn Perera. „Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að fylkingarnar tvær fari út í átök,“ segir sömuleiðis Paikisothy Saravanamuttu, annar virtur fréttaskýrandi, en hann er tamíli. „Það verður afar erfitt fyrir LTTE að leyfa Karuna að ríkja áfram yfir klofningshópi. Innan LTTE er það litið mjög alvarlegum augum þeg- ar menn storka forystunni opin- berlega með þessum hætti.“ Peres segir á hinn bóginn að þátttaka alþjóðasamfélagsins í friðarferlinu á Sri Lanka gæti haft jákvæð áhrif og svo skipti máli hvernig brottfluttir tamílar bregð- ist við. Þeir hafi mikil áhrif sökum þess að þeir hafi í gegnum tíðina fjármagnað rekstur LTTE. Kemur til uppgjörs hjá tamílum? Óttast er að átök brjótist út á Sri Lanka að nýju eftir að klofn- ingur kom upp hjá skæruliða- sveitum tamíla AP Karuna ofursti (til hægri) hlýðir hér á einn undirmanna sinna. Karuna hefur klofið sig frá sveitum Tamíl-tígra sem berjast fyrir sjálfstæðu ríki. Colombo, Batticaloa. AP, AFP. ’Sagan myndigefa til kynna að blóðbað væri í vændum.‘                !          !"#!      "$!"$  !"#!   %&' " ()'  (' %' * + , -  . ,/      %01(2  - UNGAR, svartklæddar konur æfa kung fú- spörk á þjóðarleikvanginum í Kabúl; íþrótta- völlurinn komst í heimsfréttirnar í tíð talib- ana þegar þeir notuðu hann undir opinberar aftökur. Skammt frá er annar hópur stúlkna, í gallabuxum og með slæður á höfði, að spila körfubolta. Eftir margra ára blóðug átök í landinu og kúgun og þjáningar á valdatíma talibana eru ungar, afganskar konur aftur farnar að snúa sér að íþróttum. Í sumar mun að minnsta kosti ein kona lifa þann draum sem einungis hefði verið hlegið að fyrir fjórum árum – hún ætlar að keppa á Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst. Langt frá heimsmetinu Robina Muqimyar er 17 ára mennta- skólanemi. Hún mun þó varla vinna til verð- launa í 100 metra hlaupinu því besti tími hennar er rúmar þrjár sekúndur frá heims- metinu. En þátttakan ein á Ólympíuleikunum í ágúst verður sigur fyrir þjóð sem er enn að sleikja sárin eftir áratuga langa borg- arastyrjöld og þar sem margir íhaldsmenn í trúmálum eru enn andvígir allri íþróttaiðkun kvenna. Norðmaðurinn Stig Traavik, sem keppti fyrir þjóð sína í júdó árið 1992, er ráð- gjafi fyrir afganska ólympíuliðið. Áhuginn á íþróttum hvarf aldrei í landinu. „Ef konur taka þátt í Ólympíuleikunum sýnir það að framfarir eru að verða í landinu,“ sagði Neema Soratgar, íþróttakona sem búist er við að verði fánaberi Afgana við setningu leikanna. Hún spilar blak og körfubolta og í tíð talib- ana stóð hún fyrir leynilegum þjálf- unartímum fyrir konur – til að halda takt- inum var notuð tónlist sem talibanar bönnuðu einnig. Nokkrum vikum eftir fall talibana í árslok 2001 var hún farin að stjórna leikfimi fyrir húsmæður í sal eins framhaldsskólans. Fatnaðurinn til trafala Síðast sendu Afganar þátttakendur á Ól- ympíuleika árið 1996 en ekki er vitað til að afganskar konur hafi nokkurn tíma verið meðal keppenda. Þátttaka Lima Azimi í heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum í París í ágúst í fyrra markaði upphaf þess að afg- anskar konur færu aftur að taka þátt í íþrótt- um á alþjóðavettvangi. Azimi var klædd í síðbuxum með víðum skálmum þegar hún tók þátt í 100 metra hlaupi. Hún kunni ekki á startkubbana og hafnaði í neðsta sæti á tímanum 18,37 sek., sjö sekúndum á eftir sigurvegaranum. Enn eru margir bókstafstrúarmenn í Afg- anistan á móti nýjabruminu. Abdul Matin Mutasem Bilal, sem er múlla við Abu Bakar Sidiq-moskuna í Kabúl, segir að reglur ísl- ams mæli fyrir um að konur skuli hylja allt nema hendur, fætur og andlit. „Þegar ég segi að nágrannar konunnar eigi ekki að sjá allt andlitið, hvernig er þá hægt að leyfa mörg þúsund útlendingum, fólki sem ekki er múslímar, að sjá líkama hennar?“ spyr Mutasem Bilal. Og varaforseti afgönsku Ólympíunefndarinnar, Zia Dashti, reynir að taka tillit til þessara sjónarmiða. „Við höfum ekki svo miklar áhyggjur af höfuðslæðunni en það er gallinn sem er mik- ilvægur. Íþróttakona má ekki sýna á sér fót- leggina. Ef það gerist munu múllarnir kvarta yfir því að við sendum konur sem hlaupi klæðlausar,“ segir Dashti. Ólympíudraumar kvenna í Kabúl Kabúl. AP. AP Afganskar stúlkur við íþróttaæfingar á þjóðarleikvanginum í Kabúl. Ljóst er að minnst ein kona verður í Ólympíuliði Afganistans á leikunum sem haldnir verða í Aþenu í sumar. Konur mega nú stunda íþróttir í Afganistan ’ Þegar ég segi að ná-grannar konunnar eigi ekki að sjá allt andlitið, hvernig er þá hægt að leyfa mörg þúsund útlend- ingum, fólki sem ekki er múslímar, að sjá líkama hennar? ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.