Morgunblaðið - 11.03.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 11.03.2004, Síða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hvar er breiðbandið? | Sigurjón Þórð- arson, alþingismaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til sam- gönguráðherra um breiðbandið. „Hverjar eru helstu ástæður þess að breiðbandið er ekki komið á landsbyggðinni, t.d. á Ísafirði og Akureyri þar sem innanbæjarlagnir eru að mestu leyti tilbúnar?“ segir þar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Kostnaði mætt með gjaldtöku | Hafn- arstjórn Ísafjarðarbæjar vill að væntanleg lög um siglingavernd taki tillit til kostn- aðar við framkvæmd þeirra og að höfnunum verði heim- ilt að mæta þeim kostnaði með gjaldtöku. Þetta kemur fram í umsögn hafn- arstjórnar og frumvarp til laga um siglingavernd. Áætl- aður stofnkostnaður vegna skipaverndar í Ísfjarðarhöfn er fimm milljónir króna. Stefnt er að því að ný lög taki gildi 1. júlí. 17 bátar fá byggðakvóta | Bæjarráð Húsavíkur hefur úthlutað byggðakvóta sveitarfélagsins í samræmi við reglur og fyrirliggjandi umsóknir. Sjávarútvegsráðu- neytið hefur staðfest úthlutunina og mun Fiskistofa færa veiðiheimildir á einstaka báta þegar þeir hafa uppfyllt reglur Húsa- víkurbæjar um úthlutun. Í hlut Húsavík- urbæjar komu 37,3 þorskígildistonn og skiptast þau á milli sautján báta. Sá sem mest fær er með 4,2 þorskígildistonn en sá sem er með minnstu úthlun fær 1,1 þorsk- ígildistonn. Végarður | Þorrablót Fljótsdælinga verður haldið á Góu að þessu sinni, nk. laugardag, hinn 13. mars í nýjum og end- urbættum Végarði í Fljótsdal. Húsið hefur verið í endurnýjun í vet- ur, auk þess sem byggt var við það og annaðist Völvusteinn á Akureyri framkvæmdina. Végarður hefur verið félagsheimili Fljótsdæl- inga um áratugaskeið. Landsvirkjun leigði húsið til tíu ára undir kynning- arsýningu um Kára- hnjúkavirkjun og skrif- stofuaðstöðu, auk þess sem Fljótsdalshreppur er með skrifstofur sínar í húsinu. Kárahnjúkasýn- ingin hefur verið í Upp- lýsingamiðstöð ferða- manna á Egilsstöðum í vetur, en flytur aftur í Végarð í apríl nk. Végarður er í minni Norðurdals, miðja vegu milli Skriðuklausturs og kirkjustaðarins Valþjófs- staðar. Þorrablót Á fjórða hundrað hundar voru til sýnis á sýninguHundaræktarfélagsins í Reiðhöllinni í Kópa-vogi um síðustu helgi. Eins og venja er var besti hundur sýningarinnar valinn og í ár var það tíkin Kers- ins Katla, sem er af íslensku fjárhundakyni, sem hreppti hnossið. Eigandi hennar er Þorsteinn Thor- steinsson og ræktandi Helga Gústafsdóttir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Besti hundurinn Jón Ingvar Jónssonvar á sjó í febr-úarmánuði á Bjarna Sæmundssyni. Hann gerir sér hér upp sjóveiki í hringhendu: Upp ég spýti mat úr mér, mið eru hvít af ælu, þó er vítið verst hvað er vont að skíta í brælu. Ekki er úr vegi að rifja upp kveðskap skák- meistarans Benónýs Benediktssonar vegna þess að Reykjavík- urskákmótið fer fram um þessar mundir. Andagift fylgdi alla jafnan bæði skákum hans og vísum: Nú hallar tafli, því andans afli er illa beitt. Ei skal gráta en stæltur státa og standa gleitt og vekja hláturinn vítt og breitt. Að verða mát, það er ekki neitt. Helst ætti að ljúka hverjum vísnapistli með þessari vísu Benónýs: Tímans skeið er tæpt og bratt, torráð lífsins gáta. Nú eru allir orðnir patt því enginn kann að máta. Allir orðnir patt pebl@mbl.is Ísafjörður | Aurskriða féll úr hlíðinni fyrir ofan Urðarveg á Ísafirði í fyrrinótt, og rann aur og drulla niður brekkuna og alla leið inn á Sóltorg við hliðina á Kirkjunni. Lítið tjón varð af völdum skriðunnar, en þó fór aur inn í kjallara á húsi við Urðarveg. Flóðið reyndist ekki stórt, að sögn Þorbjörns Jóhann- essonar, bæjarverkstjóra Ísa- fjarðarbæjar, en skriðunni fylgdi töluvert vatn sem stífl- aði brunn ofan við Urð- arvegsbrekku og flæddi því vatn niður brekkuna. Vatnið bar talsvert af drullu með sér og hreinsuðu bæjarstarfs- menn niðurföllin í gærmorg- un. Leysingaveður hefur verið á Vestfjörðum að undanförnu, allmikill snjór var kominn í byggð og hefur hann tekið upp á undraskömmum tíma í hlýjum sunnanvindum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Aurskriðan reyndist minni en óttast var í fyrstu og lítið tjón varð vegna hennar. Lítið tjón í aurskriðu á Ísafirði Veðrið Reykjadalur | Sveitarstjórn Þingeyjar- sveitar hefur ákveðið að láta byggja 25 metra keppnissundlaug á Laugum í Reykjadal. Afhending tilboðsgagna hófst í gær, tilboð verða opnuð 31. mars nk. og á verkinu að vera lokið 15. júní á næsta ári. Á Laugum er nú elsta innilaug landsins, byggð 1925 um leið og Alþýðuskólinn, sem nú heitir Framhaldsskól- inn á Laugum. „Sundlaug hér er gríðarlega mikilvæg fyrir samfélagið allt; fyrir nemendur í skólanum, aðra íbúa staðarins og ekki síst þann mikla fjölda ferðamanna sem fer hér um. Og að sjálf- sögðu einnig fyrir fólk í nærsveitum sem kemur í svona laugar, sem eru sér- staklega hugsaðar sem fjölskylduvænir staðir,“ sagði Jóhann Guðni Reynisson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar í samtali við Morgunblaðið. Við nýju laugina verða heitir pottar og barnavaðlaug. „Pottarnir og laugin eru staðsett nálægt útgönguleiðum úr bún- ingsklefum og þaðan er gott útsýni yfir sundlaugina,“ sagði Jóhann Guðni. Á teikningum að mannvirkinu er gert ráð fyrir rennibrautum og þess háttar í framtíðinni en ekki verður ráðist í slíkt nú. Kostnaður við framkvæmdina skiptist á milli ríkis og sveitarfélags auk þess sem jöfnunarsjóður sveitarfélaga tekur þátt í kostnaði þar sem um kennslulaug fyrir grunnskólann er að ræða. „Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðhera, gerði samning við okkur í fyrra um þessa sundlaug og á miklar þakkir skilið. Hann sagði þá að verið væri að efna gamalt loforð en ráð hefur verið gert fyrir sundlaug þarna í áratugi,“ sagði Jóhann Guðni sveitar- stjóri. Gegnum árin hafi reyndar verið rætt um nýja innilaug en nú séu tímarnir breyttir og útilaug orðið fyrir valinu. Útilaug leysir elstu innilaugina af hólmi Jóhann Guðni Reynisson          Há meðalnyt | Eiríkur Egilsson og Elín Oddleifsdóttir á Seljavöllum fengu verð- laun fyrir afurðahæsta búið og afurðahæstu kúna í sýslunni á aðalfundi Nautgriparækt- arfélags Austur-Skaftafellssýslu sem hald- inn var 2. mars sl. Frá þessu er greint á vefnum horn.is og þar segir einnig að meðalnytin eftir hverja árskú hafi verið 6.147 kg. „Þegar talað er um árskú er átt við þær kýr sem eru í skýrsluhaldi á árinu en á Seljavöllum voru 35,3 árskýr. Kýrin Nóta á Seljavöllum er afurðahæsta kýrin og mjólkaði hún 8.471 kg með 697 kg mjólkurfitu og mjólk- urprótein á árinu 2003,“ segir á horn.is. Nýr ilmur frá Moschino Kynning í Debenhams föstudag, laugardag og sunnudag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.