Morgunblaðið - 11.03.2004, Page 22

Morgunblaðið - 11.03.2004, Page 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Leikskólinn Kiðagil óskar eftir að ráða leikskólasérkennara Um er að ræða 100% stöðu og er hún laus frá 1. apríl Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar www akureyri.is Skóladeild Akureyrar SUÐURNES Grindavík | Stefanía Ósk Margeirs- dóttir sigraði í Stóru upplestrar- keppninni sem fram fór meðal nem- enda sjöunda bekkjar Grunnskóla Grindavíkur. Börnin leggja á sig langar og strangar æfingar og taka miklum framförum í keppninni sem einnig er góð æfing í að koma fram. Stefanía Ósk fékk að launum fyrir sigurinn peningagjöf frá Sparisjóðnum. Það fengu einnig Viktor Brynjarsson sem varð í öðru sæti og Helena Ósk Davíðsdóttir sem varð í því þriðja. Tíu efstu krakkarnir fengu bókagjöf frá Eddu-miðlun. „Þetta er búin að vera mikil vinna hjá þessum krökkum og árangur þeirra eftir því,“ sagði Valdís Krist- insdóttir, deildarstjóri 5. til 7. bekkj- ar í Grunnskóla Grindavíkur. Hún sagði að ekki hefðu tónlistaratriðin á lokahátíðinni skemmt fyrir en það voru einmitt tveir af sigurvegurun- um, Helena og Stefanía, sem fluttu tónlistina. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Sigurvegarar: Stefanía Ósk Margeirsdóttir er hér á milli Helenu Óskar Davíðsdóttur og Viktors Brynjarssonar sem einnig unnu til verðlauna. Sigurvegararnir skemmtu gestum Grindavík | Páll Axel Vilbergsson var kjörinn Íþróttamaður Grinda- víkur fyrir árið 2003. Kjörinu var lýst við athöfn sem Grindavíkurbær bauð til í Saltfisksetri Íslands. Hver deild innan Ungmenna- félags Grindavíkur tilnefndi tvo til þrjá fulltrúa við kjör Íþróttamanns Grindavíkur og voru þeir mættir við athöfnina. Knattspyrnudeildin tilnefndi Paul McShane, Ólaf Örn Bjarnason og Sinisa Kekic. Körfu- knattleiksdeildin tilnefndi Helga Jónas Guðfinnsson og Sólveigu Gunnlaugsdóttir, auk Páls Axels Vilbergssonar sem síðan var kjör- inn Íþróttamaður Grindavíkur. Frá júdódeild voru það Einar Jón Sveinsson og Óskar Vignisson sem voru tilnefndir og frá Golfklúbbi Grindavíkur voru tilnefndir Sig- urgeir Guðjónsson og Davíð A. Friðriksson. Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri hafði orð á því í ávarpi sínu hvað þetta væri glæsilegur hópur. Hvatti hann íþróttafólk í Grindavík til frekari dáða. Íslandsmeisturum var veitt sér- stök viðurkenning. Að þessu sinni voru það stúlkurnar í 4. flokki sem urðu Íslandsmeistarar í knatt- spyrnu og stúlkurnar úr 7. flokki sem urðu Íslandsmeistarar í körfu- knattleik. Allmargar stúlkur fengu tvenn verðlaun því þær eru í báðum þessum liðum. Þá var einstakling- um veitt viðurkenning fyrir sína fyrstu landskeppni. 13,5 milljónir á ári Við athöfnina ritaði bæjarstjóri undir nýja samninga við íþrótta- deildir og félög í Grindavík um uppbyggingu barna- og unglinga- starfs. Eru samningarnir til fjög- urra ára og taka við af jafn löngum samningum sem eru að falla úr gildi. Í samningnum felst tæplega 13,5 milljóna árlegur stuðningur. Ólafur Örn sagði að hann skilaði sér í góði uppbyggingu íþrótta- starfs fyrir börn og unglinga, eins og sæist á þeim hópi íþróttafólks sem mættur væri við athöfnina. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Íþróttamaður Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson, leikmaður UMFG, tekur við verðlaunagripnum úr hendi Ólafs Arnar Ólafssonar bæjarstjóra. Páll Axel íþrótta- maður Grindavíkur STARFSFÓLK á leikskólanum Klöppum í Brekkugötu og foreldrar barna þar eru afar óánægðir með þá ákvörðun bæjaryfirvalda að flytja starfsemi leikskólans í leik- skólann í Tröllagili frá og með næsta hausti. Leikskólinn í Trölla- gili verður í nýju húsnæði Fé- lagsstofnunar stúdenta á Akureyri, sem er í byggingu. Alfa Björk Kristinsdóttir, aðstoðarleikskóla- stjóri á Klöppum, sagði að mikil óánægja væri með hversu fyrirvar- inn væri stuttur, auk þess sem allt- af hafi verið gert ráð fyrir að starf- semin yrði áfram á Brekkunni. Leikskólinn hefur verið í bráða- birgðahúsnæði í Brekkugötu sl. 11 ár. Alls er rými fyrir 37 börn á Klöppum en í Tröllagili verður rými fyrir 90 börn. Í samþykkt meiri- hluta skólanefndar varðandi flutn- inginn, kemur m.a. fram að for- eldrum, sem eiga börn í leikskólanum Klöppum, standi til boða pláss í þessum nýja leikskóla eða öðrum leikskólum bæjarins. Starfsfólki stendur einnig til boða að flytja sig í Tröllagil en þó hefur verið ákveðið að auglýsa eftir leik- skólastjóra. „Við vissum alltaf að það stæði til að flytja starfsemina, en á Brekk- una en ekki í Þorpið og þessi skammi fyrirvari er alveg fárán- legur. Foreldrar vilja leikskóla sem næst heimilum sínum og við erum að heyra að fæst börnin fari í Tröllagil. Menn hafa ekki getað komið sér saman um hvar eigi að byggja leikskóla á Brekkunni og því var leikskóli byggður í Nausta- hverfi. Það verður því enginn leik- skóli á Brekkuskólasvæðinu.“ Alfa Björk sagði að foreldrar stæðu fyr- ir undirskriftasöfnun þar sem þess- um vinnubrögðum væri mótmælt og auk þess stæði til að boða til fundar með bæjarfulltrúum. Tillaga um flutning leikskólans var samþykkt í skólanefnd með þremur atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum minnihlut- ans. Þorlákur Axel Jónsson bar fram frávísunartillögu og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir bar fram tillögu um að ákvörðun um flutning leikskólans yrði frestað og óskaði frekari gagna um málið. Báðar til- lögurnar voru felldar. Þorlákur og Marsbil lögðu fram sína bókunina hvort, þar sem þau m.a. mótmæla flutningi Klappa í Tröllagil. Einnig gera þau athugasemdir við þau vinnubrögð meirihlutans í málinu. Þorlákur og Marsibil óskuðu jafn- ramt eftir því að málinu yrði vísað til úrskurðar bæjarstjórnar. Starfsemi leikskólans Klappa flutt í Tröllagil Mikil óánægja meðal starfsfólks og foreldra Morgunblaðið/Kristján Nutu veðurblíðunnar: Börnin á leikskólanum Klöppum léku við hvern sinn fingur í sandkassanum á lóð skólans í gær. ÓLI G. Jóhannsson listmálari opnar sýningu í Skipagötu 2, þar sem áður var fataverslun, á morgun, föstudag- inn 12. mars, kl. 16. Sýningin verður einungis opin í þrjá daga. „Þetta er stuttsýning,“ segir Óli, en hún verð- ur einungis opin fram á sunnudag, 14. mars. Um helgina verður opið frá kl. 14 til 19. Á sýningunni verða nokkur verk sem Óli er á förum með til Hollands, en 1. apríl næstkomandi verður opn- uð sýning á verkum hans á Radisson SAS, Schiphol og stendur hún í þrjá mánuði. Óli er með samning við Rad- isson SAS og nú í lok mars lýkur sýningu á verkum hans á Radisson SAS Hótel Sögu í Reykjavík. „Síðan verður þessi sýning spunnin eitthvað upp til Skandinavíu,“ segir Óli og bætir við að í þeirri vegferð fylgi sér fyrirtækið Remy Martin. „Mig lang- ar að leyfa Akureyringum að sjá hvað ég er að gera, þetta er svolítið öðruvísi en það sem ég hef verið að fást við áður,“ sagði hann, en þó nokkur ár eru liðin frá því Óli sýndi síðast í heimabæ sínum. Hann hefur einkum sýnt í Danmörku og raunar víðar að undanförnu, bæði tekið þátt í samsýningum og efnt til einkasýn- inga. Hefur hann verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Velux, Kroman Reumert og Committments og segir mikilvægt fyrir listamenn að stórfyr- irtæki taki þá upp á arma sína. „Það fylgir þessu feiknaleg kynning og ég hef til að mynda náð dýrmætum samböndum til Bandaríkjanna í kjöl- far þeirra,“ segir hann. „Síðan þarf maður bara að vinna vinnuna sína, vera þolinmóður, þessi heimur er mjög hægur.“    Óli G. sýnir Morgunblaðið/Kristján Óli G. Jóhannsson myndlistar- maður við verk sín. Framkvæmdir | Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Timbur- smiðjuna ehf. um framkvæmdir í Ráðhúsinu en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið. Alls bárust sex tilboð í framkvæmdirnar og hljóðaði tilboð Timbursmiðjunnar upp á rúmar 32,6 milljónir króna, eða tæplega 86% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á um 38 milljónir króna. Ármann Ket- ilsson átti næstlægsta tilboð í verkið, rúmar 32,8 milljónir króna, eða um 86% af kostnaðaráætlun. Hæsta til- boðið kom frá Slippstöðinni, 42,3 milljónir króna, eða um 111% af kostnaðaráætlun. ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.