Morgunblaðið - 11.03.2004, Page 33

Morgunblaðið - 11.03.2004, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 33 Á STUTTUM og fáskrúðugum ferli mínum sem áhorfandi að barna- sýningum hef ég komist að þeirri niðurstöðu að börn koma ekki í leik- hús til að hlæja. Samt eru nánast öll barnaleikrit útötuð í bröndurum: orðaleikjum, farsakenndri atburða- rás og trúðskum uppátækjum af ölllu tagi. Alla jafnan sitja börnin bara og gapa, eða öskra og æpa þeg- ar spennan verður illbærileg. Stund- um gráta þau. En fullorðna fólkið hlær. Ég held reyndar að margir barnaleikritahöfundar séu búnir að átta sig á þessu og matreiða grínið fyrst og fremst með foreldrana í huga, skrifa þá til að hafa ofan af fyr- ir þeim eldri meðan börnin einbeita sér að því sem þau vita að skiptir mestu máli: sögunni. Þessi tilfinning var mjög sterk á frumsýningunni á Hatti, Fatti og Siggu sjoppuræningja. Prýðilegir orðaleikirnir sem Ólafur hefur útbú- ið handa þeim félögum skemmtu for- eldrunum meðan börnin fylgdust með framvindunni og lærðu um raunir þeirra sem ekkert éta nema sætindi. Ekkert í ólíkindalegum bú- skap hinna geimversku sígauna kom þeim þannig séð á óvart, allt er sam- þykkt um leið og það er borið fram. Þeir borða krókódílahala og engi- sprettur, hvað með það? Áfram með söguna! Það var helst þegar gos- þamb Siggu sjoppuræningja fór að valda henni alvarlegum vindverkjum að ungviðið skellti upp úr. Hvaða lærdóm má draga af því? Jú: enginn stenst kúk- og pisshúmor, ekki einu sinni börnin. Þetta leikrit um Hatt og Fatt er mun betra en en hitt sem ég hef séð og er að því ég best veit það eina annað sem Ólafur hefur skrifað fyrir svið um þessa ágætu menn. Þar var verkið lítið annað en afsökun fyrir því að syngja nokkur af þekktustu lögum félaganna. Hér er hins vegar bæði saga, ný lög og boðskapur. Þessir sjálfsþurftartrúðar fá nefni- lega í heimsókn Siggu nokkra sjopp- uræningja, sælgætisgrís á flótta undan réttvísinni. Löggan nær henni ekki, en fylgifiskar sætindaátsins grípa hana og Hattur og Fattur þurfa að leysa hana úr klóm þeirra, sem ekki er þrautalaust fyrir aum- ingja Siggu. Mórallinn: barnið lifir ekki á mæru einni saman. Ágætis boðskapur það þó honum sé kannski haldið á lofti af fullmiklu offorsi hér. Pétur og Valur Freyr eru ágæt- lega sniðnir í hlutverk Hatts og Fatts. Pétur sem stór og valds- mannslegur Hattur, Valur sem hlægilega einfaldur Fattur. Alda Arnardóttir fær ekki eins traustan efnivið sem hin einæðingslega Sigga, gaf okkur líka kannski of snemma upp að hún væri fremur lítil í sér. Best var hún í lokagervinu þegar Sigga er búin að dulbúa sig sem tröll, en verður að játa sig sigraða af tann- pínunni. Umgjörð, gervi og leikmunir eru falleg og hugvitsamleg og bættu miklu við upplifunina. Hattur og Fattur og Sigga sjopp- uræningi er snotur lítil sýning sem gleður augað, heldur börnunum, inn- prentar þeim góða siði og hlægir for- eldrana. Ágætis dagsverk hjá tveim- ur auðnuleysingjum og einum afbrotaunglingi. Hvað er best að borða? LEIKLIST Möguleikhúsið Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson, leikstjóri: Bjarni Ingvarsson, búningar: Helga Rún Pálsdóttir, leikmynd og leik- munir: Bjarni Ingvarsson og Helga Rún Pálsdóttir, leikarar: Alda Arnardóttir, Pét- ur Eggerz og Valur Freyr Einarsson. Frum- sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm fimmtudaginn 4. mars 2004. HATTUR OG FATTUR OG SIGGA SJOPPURÆNINGI Morgunblaðið/Ómar „Hattur og Fattur og Sigga sjoppuræningi er snotur lítil sýning sem gleður augað,“ segir m.a. í umsögninni. Þorgeir Tryggvason HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS ver›ur haldinn í Borgarleikhúsinu föstudaginn 19. mars 2004 og hefst hann kl. 14.00. Á dagskrá fundarins ver›a eftirtalin mál: 1. A›alfundarstörf skv. 14. gr. samflykkta félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samflykktum félagsins: a. Breyting á 1. gr.: Nafn félagsins ver›i Bur›arás hf. b. Breyting á 10. gr. um lánveitingar til samræmis vi› ákvæ›i hlutafélagalaga. c. Breyting á 21. gr.: Fækkun stjórnarmanna úr 7 í 5. d. Breyting á 14. og 27. grein. Lagt er til a› felld ver›i úr samflykktum ákvæ›i um sko›unarmenn. 3. Tillaga um heimild stjórnar félagsins til a› kaupa hluti í félaginu skv. 55. gr. hlutafjárlaga. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á a›alfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi sí›ar en sjö dögum fyrir a›alfund. Frambo› til stjórnar skulu vera komin skriflega í hendur stjórnar eigi sí›ar en fimm dögum fyrir a›alfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningar félagsins ásamt sk‡rslu endursko›enda munu liggja frammi á skrifstofu Eimskipafélagsins, Pósthússtræti 2 viku fyrir a›alfund. Ennfremur ver›ur hægt a› nálgast flær á vefsí›u félagsins www.ei.is frá sama tíma. Fundargögn ver›a afhent hluthöfum e›a umbo›smönnum fleirra á fundarsta› frá kl. 13.00 á fundardegi. Sérstök athygli er vakin á flví a› fundurinn ver›ur nú í fyrsta skipti í a›alsal Borgarleikhússins. Reykjavík, 3. mars 2004. Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands A ‹ A L F U N D U R ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 23 96 8 0 3/ 20 04 Innan tíðar verður nýr Prius kynntur. Prius uppfyllir í dag kröfur framtíðarinnar. Hann gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Þannig eyðir hann aðeins 4,3 lítrum á hundraði. Samt er hann einungis 11 sekúndur í 100 km/klst. Hann er eini umhverfisvæni bíll í heimi sem er f jöldaframleiddur. Auk þess býr hann yf ir óviðjafnanlegum aksturseiginleikum. Viltu kynnast honum betur? Nánari upplýsingar á www.toyota.is Sparaðu bensín með rafmagni!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.