Morgunblaðið - 11.03.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 11.03.2004, Síða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 35 Nuddbekkir Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 Laugavegi 32 sími 561 0075 Í FRAMHALDI af grein minni um sparisjóðina og framtíðina vil ég setja fram nokkrar staðreyndir og skoðanir. Nú hafa margir af stærri sparisjóðunum skilað ársreikn- ingum sínum. Niðurstöður þeirra eru mjög misjafnar og er það helst SPRON sem stendur þar upp úr með mjög góða afkomu. Arðsemi eigin fjár var 21% og staða hans sterk hvað varðar eigið fé eða 4.598 m.kr og CAD hlutfall 12,8%. Þar á eftir kemur SPV – Sparisjóður vél- sjóra með ágæta afkomu, eða arð- semi eiginfjár 16,01%, en eins og ég benti á í grein minni þá var afskrift- arreikningur útlána lækkaður um 38,1%, þar sem ekkert var lagt í hann vegna ársins 2003, eigið fé 4.220 m.kr og CAD hlutfall 26, 29%, sem er með því hæsta sem gerist í bankastarfsemi hér á landi, ef ekki það hæsta? Aðrir sparisjóðir sem hafa skilað ársreikningum eru með slaka arðsemi eiginfjár en þokka- lega eiginfjárstöðu. Í fyrrgreindri grein minni benti ég á að mögulegt væri að fjölga stofnfjáraðilum og gera stofnbréf að markaðsvöru, sem gæti gengið kaupum og sölum án afskipta stjórnar, en þó með tilkynning- arskyldu. Því varð ég hissa þegar inn um póstlúguna hjá mér þann 2. mars kom fundarboð um aðalfund SPV – Sparisjóðs vélstjóra – þann 12. mars og meðfylgjandi voru til- lögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Eru þær á þann veg að auka megi stofnfjárhluti um 3.196 eða um rúmar 110 m.kr., en þó þannig að hver og einn megi eiga 6 hluti hver í stað 2 og fjölga megi nýjum stofnfjáraðilum úr 686 í 700 eða um 14 nýja stofnfjáraðila! Með þessu á bersýnilega ekki að breyta núverandi valdajafnvægi. Stjórnin segir með tillögu sinni „Ástæða fyrir tillögu um aukningu stofnfjár er lögð fram fyrst og fremst til að styrkja enn frekar eig- infjárstöðu sparisjóðsins og fram- tíðar samkeppnisstöðu.“ Það má segja miðað við óbreyttan rekstur SPV, þá eigi hann við vandamál að stríða sem er of hátt eiginfjárhlut- fall og því á röksemd- arfærsla stjórnar að þessi gjörningur komi til með að auka sam- keppnisstöðu ekki við rök að styðjast. Aftur á móti ef nota á eigið fé SPV og auka það til þess að sameinast öðr- um sparisjóðum með kaupum eins og ég benti á í fyrrgreindri grein, þá er það gott mál að auka stofnfé bæði með aukningu á fjölda þeirra stofnbréfa sem núverandi eigendur geta bætt við sig og ekki má heldur gleyma því að opna aðgengi fyrir nýja stofnfjáraðila að ganga til liðs við sparisjóðinn og gera stofnbréf að markaðs- bréfum. Það er ljóst miðað við núverandi og framtíðar samkeppn- isumhverfi og þann lagaramma, sem sparisjóðirnir búa við þá verði þetta fyr- irkomulag ekki lang- líft. Sparisjóðunum þarf að fækka og þeir jafnframt að stækka og ekki gengur að vera með óhagstæðar ein- ingar í þessum rekstri. Sparisjóð- irnir geta ekki rekið einhverja óhag- kvæma byggðapólitík til langframa, heldur verða þeir að reka sig eins og önnur fyrirtæki í landinu með hagn- aði og góðri arðsemi. Enn um sparisjóðina Jón Ingi Benediktsson skrifar um sparisjóði ’Sparisjóðunum þarf aðfækka og þeir jafnframt að stækka…‘ Jón Ingi Benediktsson Höfundur er viðskiptafræðingur og stofnfjáreigandi í SPV – Sparisjóði vélstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.