Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 38

Morgunblaðið - 11.03.2004, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 11. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á þeim tæplega 30 árumsem liðin eru frá því aðeinræðisstjórn Franc-isco Franco leið undir lok hafa tveir menn sett mestan svip á spænsk stjórnmál. Á sunnudag verða þáttaskil í stjórnmálum á Spáni þegar gengið verður til þing- kosninga þar. José María Aznar, forsætisráðherra síðustu átta ára, dregur sig í hlé á besta aldri og líkur eru á að tímabili „leiðtoganna sterku“ ljúki að sinni. José María Aznar hefur notið yfirburðastöðu í spænskum stjórn- málum frá því hann tók við embætti forsætisráðherra árið 1996. Sigur Aznars í kosningum þá reyndist sögulegur. Valdaskeiði Felipe González, sem verið hafði forsætis- ráðherra frá 1982, lauk og við tók erfitt tímabil uppgjörs og endurnýj- unar innan spænska Sósíalista- flokksins (PSOE). Pólitískt afrek González hafði líkt og Aznar síð- ustu árin borið höfuð og herðar yfir aðra spænska stjórnmálamenn. Aznar þurfti á fyrra kjörtímabili sínu að reiða sig á stuðning stað- bundinna flokka þjóðernissinna en í kosningunum fyrir fjórum árum náði hann að tryggja Þjóðarflokkn- um (Partido Popular, PP) hreinan meirihluta á þingi. Í spænskum stjórnmálum taldist það einstakt af- rek. Aznar hefur að sönnu reynst frá- brugðinn mörgum stjórnmálaleið- togum. Mikla athygli vakti er hann lýsti yfir því að hann hygðist aðeins gegna embætti forsætisráðherra í tvö kjörtímabil. Alkunna er að held- ur fátítt má kallast að stjórnmála- leiðtogar hverfi frá völdum af fúsum og frjálsum vilja. Við þessa yfirlýs- ingu hefur Aznar nú staðið og dreg- ur sig í hlé rétt nýorðinn 51 árs. Maðurinn sem sakaður hefur verið um bæði valdhroka og -níðslu sýnist ekki sjá eftir völdunum. En starfs- ferli hans er vísast hvergi nærri lok- ið. Eftirmaðurinn valinn Og hann mun áfram reynast áhrifamikill innan spænska Þjóðar- flokksins. Aznar valdi eftirmann sinn, Galisíubúann Mariano Rajoy Brey, og kemur það því í hlut hans að reyna að tryggja „þrennuna“ í þingkosningunum á sunnudag. Og því verður ekki neitað að Rajoy minnir einna helst á, já einmitt, José María Aznar. Rajoy hefur að vísu mun meiri reynslu af stjórnmálum á landsvísu en Aznar þegar hann tók við for- sætisráðherraembættinu 1996 og margir halda því fram að hann sé öllu sveigjanlegri maður en fráfar- andi forsætisráðherra. En Rajoy þykir ekki sérlega „spennandi“ stjórnmálamaður fremur en Aznar, sem löngum hefur verið sagður „grár“ og lítt þjakaður af persónu- töfrum. Báðir eru fyrst og fremst atvinnumenn fram í fingurgóma. Al- þýðuhylli þeirra er takmörkuð. Sósíalísk endurnýjun Andstæðingur Rajoys í þessum þingkosningum er José Luis Rod- ríguez Zapatero, leiðtogi og for- sætisráðherraefni Sósíalistaflokks- ins. Þar fer yfirvegaður og heldur alþýðlegur maður sem skaut upp kollinum eftir ósigurinn mikla fyrir fjórum árum og hefur verið í hópi „endurnýjunar- og endurskoðunar- sinna“ innan flokksins. Stefnu Zap- ateros má um margt bera saman við „þriðju leiðina“ svonefndu sem nokkuð hefur verið til umræðu í röð- um evrópskra jafnaðarmanna á undanliðnum árum. Vinstra megin við Sósíalistaflokk- inn er síðan Sameinaða vinstri- hreyfingin („Izquierda Unida“), flokkur sem teljast má prýðilega róttækur. Þessi samtök hýsa eink- um sósíalista „af gamla skólanum“ ef svo má að orði komast, komm- únista og umhverfissinna, sem raunar starfrækja aukinheldur eig- in flokk. Izquierda Unida hefur löngum notið umtalsverðs fylgis á Spáni en flokkurinn varð fyrir miklu áfalli í síðustu kosningum þegar hann fékk aðeins átta menn kjörna og tapaði hvorki fleiri né færri en 13. Skoðanakannanir gefa til kynna að hagur flokksins sé heldur að vænk- ast og hann gæti bætt við sig þrem- ur til fimm mönnum. Ljóst má heita að sósíalistar þyrftu að ná sam- komulagi við Izquierda Unida kæm- ust þeir í aðstöðu til að freista þess að mynda ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan er margklofin á Spáni og vinstri menn telja margir hverjir að samvinna ef ekki beinlínis samruni þurfi að koma til eigi að vinnast sigur á íhaldsöflunum. Í kosningabaráttunni hefur Zapatero heitið því að hverfa frá skilyrðislausum stuðningi Aznars við Bandaríkjamenn og b nýja utanríkisstefnu. Han sérstaklega biðlað til kv freistað þess að höfða til þe umhugað er um hag ólögl flytjenda á Spáni. Hann b talsverða hækkun lágma og „mannúðlegra“ og „ samfélag en þau gildi telja sósíalistar að hafi orðið u láta í markaðsvæðingu und ára. „Við verðskuldum be félag“ („Merecemos una mejor“) er slagorð sósíal kosningar um næstu helgi. Áfram veginn Mariano Rajoy boðar fr stefnu Aznars og stendur þ í skugga hans í þeim efnum verði dregið úr ríkisafski kostir hins frjálsa markað til fullnustu. Skatta beri að eftirgjöf komi hvergi til gr ar eining ríkisins er anna Er þá vísað til krafna þ sinna um aukna sjálfsstjórn vel sjálfstæði en mest ber Katalóníu og Baskalandi heyrist að sönnu víðar. Raj hvergi ætla að bila í stuðnin arstjórnar við Bandaríkj Írak og á vettvangi „h Grái maðuri José María Aznar kveður spænsk stjórnmál; því er spáð að hann Tímamót verða í spænskum stjórn- málum á sunnudag en í kjölfar þingkosninga þá mun José María Aznar láta af embætti for- sætisráðherra. Ásgeir Sverrisson segir frá Aznar og hinni póli- tísku stöðu fyrir kosningarnar.  ’Eftir kosningarnará sunnudag bætist sá litlausi í sögu- legan þungavigtar- flokk spænskra stjórnmálamanna.‘ Alþýðan krefst aukinnar s landi. Þar hefur hinn hófs stjórnmálunum frá 1980. F Madrid og heldur þeim lík HAFNIR OG HEILDARSÝN Í SAMGÖNGUMÁLUM Sameining starfsemi fjögurrahafna í Reykjavík, á Akranesi,Grundartanga og í Borgarnesi, verður að veruleika frá og með næstu áramótum. Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð af tíu sveitarfélögum í fyrradag, en þau munu standa saman að fyrirtæki sem sér um rekstur hafnanna. Með viljayfirlýsingunni eru skapaðar ákjósanlegar forsendur fyrir aukinni hagræðingu og betri þjónustu við viðskiptavini hafnanna, því þær munu þjóna skilgreindum hlutverkum á sérhæfðari sviðum en áður. Um leið má gera ráð fyrir að sérhæfingin styrki atvinnulíf á hverj- um stað fyrir sig með markvissari hætti – á Akranesi verður lögð áhersla á að efla fiskihöfn, Reykja- víkurhöfn mun áfram verða inn- og útflutningshöfn auk þess sem áhersla verður lögð á að taka við skemmti- ferðaskipum, en höfnin á Grundar- tanga tekur við því hlutverki sem fyr- irhuguð hafnarstarfsemi í Geldinganesi átti að sinna; iðnaði og starfsemi við inn- og útflutning. Samningurinn leiðir því af sér þá grundvallarbreytingu á framtíðar- skipulagi Reykjavíkurborgar að fall- ið verður frá áformum um höfn og iðnaðarhverfi í Geldinganesi, svo hægt verður að nýta það undir íbúa- svæði og blandaða byggð. Sú breyt- ing felur óneitanlega í sér töluverðan ávinning fyrir Reykvíkinga, sem sátt ríkir um í borgarstjórn eftir langvar- andi deilur um framtíðarnýtingu þessa svæðis. Eins og sveitarfélögin tíu hafa beint sjónum manna að af þessu til- efni, er nauðsynlegt að huga að fram- kvæmdum við Sundabraut sem fyrst. Ekki einungis til að auðvelda sam- göngur og stytta leiðina á milli Reykjavíkur og hafnarinnar á Grund- artanga, heldur einnig vegna þess að ekki er æskilegt að sú umtalsverða umferð sem óhjákvæmilega fylgir stórum hafnarmannvirkjum fari í gegnum íbúahverfi, með tilheyrandi mengun, hávaða og áreiti. Þegar hef- ur verið rætt um þrjár hugsanlegar leiðir í þessu sambandi og ýmis álita- mál um kosti og galla þeirra allra ver- ið reifuð, en eins og fram kom í máli samgönguráðherra, Sturlu Böðvars- sonar, í Morgunblaðinu í gær mun umhverfismat á þessari framkvæmd liggja fyrir í haust, þegar samgöngu- áætlun verður endurskoðuð. Um- hverfismatið hlýtur að sjálfsögðu að vega þungt þegar kemur að því að taka ákvörðun um ákjósanlegasta kostinn, ekki síst í ljósi þess að þarna er um mjög mikilvæga stofnæð að ræða er setja mun svip sinn á þróun borgarinnar um langa framtíð. Í því sambandi ber að hafa í huga að Sundabraut tengist auðvitað Sæ- brautinni nálægt Sundahöfn, og Sæ- braut verður að Geirsgötu við höfnina í miðborginni. Ef framkvæmdum við Sundabraut verður hraðað vegna Grundartangahafnar er mikilvægt að horfa til heildarsamhengis þessarar miklu samgönguæðar er tengja mun atvinnusvæðið í Hvalfirði hafnar- svæðinu í miðborginni. Sundabraut mun án efa þyngja mjög umferð um Sæbraut inn í miðborgina og því verður enn mikilvægara en ella að koma Geirsgötu í stokk, að öðrum kosti mun hún hamla mjög eðlilegu innbyrðis flæði á því svæði sem nú stendur til að byggja upp í miðborg- inni og á hafnarsvæðinu. Í hugmynd- um sem kynntar voru í gær um fram- tíðarskipulag slippsvæðisins og Mýrargötunnar er lögð megináhersla á að Mýrargatan, sem tekur við af Geirsgötu í miðborginni, verði lögð í stokk til að tryggja eðlilegt flæði og aðgang fótgangandi um reitinn, en sú áhersla vekur nokkra eftirtekt í ljósi þess að borgaryfirvöld hafa hafnað því að setja Geirsgötuna í stokk, þrátt fyrir að hún sé í raun enn meiri hindrun í eðlilegu flæði gesta og gangandi innan miðborgarinnar en Mýrargatan. Það er löngu tímabært að borgar- yfirvöld sýni það og sanni að þau hafi nauðsynlega yfirsýn í þessum mikil- vægu málum er lúta að grundvall- arþróun borgarinnar, og jafnframt að ríki og borg sameinist um að taka nauðsynlegar ákvarðanir við heild- stæða uppbyggingu stofnæða, svo hægt sé að fleyta skipulagsmálum í höfuðborginni farsællega inn í fram- tíðina. EFLING SÉRSVEITAR LÖGREGLU Ákvarðanir Björns Bjarnasonardómsmálaráðherra varðandi efl- ingu sérsveitar lögreglunnar eru bæði eðlilegar og tímabærar. Dóms- málaráðherra hefur ákveðið að fjölga sérsveitarmönnum úr 21 í 50 á næstu árum og sýnist fullt tilefni til. Við Íslendingar búum nú í þjóð- félagi, þar sem meiri hætta er á ferð- um en áður. Fíkniefnaneyzla hefur aukizt og augljóst, að það hefur hér eins og annars staðar leitt til aukins ofbeldis, notkunar vopna, sem við fram á síðustu ár höfðum aðeins séð í bíómyndum, og manndrápa. Út um allan heim standa menn frammi fyrir nýrri ógn frá hryðju- verkamönnum. Ein af ástæðunum fyrir því, að stjórnvöld telja nauðsyn- legt að viðhalda varnarviðbúnaði á Keflavíkurflugvelli er sú staðreynd, að hryðjuverkamenn geta hvenær sem er látið sér detta í hug að taka varnarlausa smáþjóð herskildi. Það er full ástæða til að við höfum ein- hvern lágmarksviðbúnað í landinu á okkar eigin vegum í slíkum tilvikum. Hvort sem okkur líkar betur eða ver eigum við ekki annan kost en efla lögregluna og það á raunar við bæði um hina almennu lögreglu og sérsveit lögreglunnar. Ítrekuð bankarán, þar sem starfsmönnum banka er m.a. ógnað með vopnum sýna að við búum í gjörbreyttu þjóðfélagi að þessu leyti. Það er því meiri ástæða til að fagna þessu frumkvæði dómsmálaráðherra en hafa uppi aðfinnslur í hans garð af þessum sökum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.