Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 1
Stjörnum prýtt kvöld Stórsveitin Fantômas spilar á seinni Korn-tónleikunum | Fólkið Lesbók og Börn í dag Lesbók | Sjáið manninn!  Tilgangur lífsinsHver á að lýsa okkur nú? Börn | Hættið að stríða! Gaman að semja sögur og ljóð Sagan hennar Írisar MANNSKÆÐASTA umferðarslys í sögu Finnlands varð í fyrrinótt, er fullhlaðinn vörubíll með tengivagn og rútubifreið lentu í árekstri í hálku í Mið-Finnlandi. Tuttugu og fjórir létu lífið í slysinu, nær allt ungmenni frá Helsinki á leið í skíðaferðalag. Slysið varð á þjóðveginum nærri Konginkangas í Mið-Finnlandi um kl. tvö í fyrrinótt að ísl. tíma. Auk þeirra 24 sem dóu slösuðust 15 ung- menni, sum alvarlega. Þrennt er í hættulegu ástandi í gjörgæzlu. Far- þegarnir voru frá 14 ára til tvítugs. „Þetta er mesta umferðarslys í sögu okkar,“ sagði Mikko Norros, talsmaður ríkisstjórnarinnar. Þetta er reyndar mannskæðasta slys sem orðið hefur í Finnlandi síðan 1979, þegar 27 manns fórust í miklum hús- bruna á dvalarheimili aldraðra. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í gær; flaggað var alls staðar í hálfa stöng, ríkisstjórnin hélt þagnar- mínútu áður en hún hóf störf, og kirkjuklukkum var hringt í 24 mín- útur – eina fyrir hvern hinna látnu – í Äänokoskikirkju, sem er í grennd við slysstaðinn. Í dómkirkjunni í Hels- inki var haldin sérstök bænastund af þessu hörmulega tilefni. Slysið bar þannig að, að vörubíll- inn, sem var á suðurleið með full- fermi og tengivagn, rann til í hálku í aflíðandi beygju og lenti framan á rútunni sem var á norðurleið. Farm- urinn losnaði við áreksturinn og pappírsrúllurnar stóru köstuðust á rútuna í farþegahæð og lögðu fremri hluta hennar saman. Þjóðarsorg í Finnlandi 24 farast í mannskæðasta umferðarslysi í sögu landsins Helsinki. AFP. Reuters Hér sjást slökkviliðsmenn á vettvangi eftir slysið. Flutningabíllinn var hlaðinn risastórum pappírsrúllum sem vega um 700 kg hver, og eins og sjá má krömdu þær rútuna í árekstrinum. Talið er, að þær hafi verið óbundnar. „VIÐ vöknuðum upp við þessi voveiflegu tíðindi snemma morguns og fyrstu fréttir voru þá þegar að hópur ungs fólks sem var að fara í skíðaferð norður undir landamærin að Rússlandi hefði orðið fyrir þessu hörmulega slysi,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Íslands í Helsinki, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hér er enn vetrarríki og þegar komið er norður fyrir Helsinki er ís og hálka á vegum. Og hér eru miklir þungaflutningar því að Finnland er jú land mikilla skóga og pappírsframleiðslu. Þetta var stór flutn- ingabíll með ógnarlegar pappírsrúllur. Það vill svo til að við Bryndís vorum nýlega í heimsókn í Oulu og komum þar í stóra pappírsmyllu og sáum þennan óskapnað; þetta er svo risavaxið, því verður varla með orðum lýst. Það er stórhættulegt að flytja svona á vegum.“ Jón segir þessi hörmulegu tíðindi snerta finnsku þjóðina djúpt. „Viðbrögðin voru þau að hér var lýst yfir þjóðarsorg. Þetta hefur náttúrlega verið aðalfréttin í öllum fjölmiðlum og mikið um slysið fjallað. En sárs- aukinn var kannski hvað mestur sá að það var erfitt að ná í aðstandendur áður en fjölmiðlar birtu þessi tíðindi. Það er mikið viðkvæmnismál eins og gefur að skilja.“ „Stórhættulegir flutningar“ NAFNI Hf. Eimskipafélags Íslands var á aðalfundi félagsins í gær breytt í Burðarás hf. Þá fékk dótturfélagið Eimskip ehf. nafnið Eimskipafélag Íslands. Björgólfur Thor Björgólfsson var kjörinn stjórnarformaður Burðaráss á fyrsta fundi stjórnarinnar, sem haldinn var í kjölfar aðalfundar Eim- skipafélagsins í gær. Hann sagði á blaðamannafundi sem haldinn var eftir stjórnarfundinn að Burðarás myndi verða alþjóðlegt fjárfesting- arfélag. Vægi erlendra fjárfestinga yrði allt að 75% af starfsemi Burðar- áss. „Ég er búsettur í London og er ekki á leiðinni að flytjast heim,“ sagði Björgólfur Thor. „Burðarás er á leiðinni út. Flutningafélagið Eim- skipafélag Íslands verður eflt.“ Björgólfur Thor sagði að ekki yrði ráðist í neinar erlendar fjárfestingar á fyrsta degi. Til langs tíma litið myndi félagið breytast í þá veru að helstu fjárfestingarnar yrðu erlend- is. „Það eru margar ástæður fyrir því. Það er ekki búið að tilgreina svæði, ekki ákveðinn iðnað eða þess háttar, en það verður farið eftir helstu venjum og reglum við að velja fjárfestingartækifæri.“ Hann sagði að Burðarás gæti ekki vaxið óendanlega hér á landi frekar en flest önnur íslensk stórfyrirtæki. Hagkerfið væri það smátt. Magnús Gunnarsson, fráfarandi formaður stjórnar Hf. Eimskipa- félags Íslands, sagði á aðalfundi fé- lagsins í gær, að eftir þær breytingar sem stjórn félagsins, sem kjörin var í á hluthafafundi í október á síðasta ári, hefði unnið að, stæði félagið mjög sterkt. Friðrik Jóhannsson var í gær ráð- inn forstjóri Burðaráss hf. Morgunblaðið/Ásdís Erlendar fjárfesting- ar verði allt að 75%  Eimskipafélag/18 Hf. Eimskipafélag Íslands er orðið Burðarás hf. Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Gunnarsson á fundinum. FYRRVERANDI spunameistari Tonys Blairs, for- sætisráðherra Bretlands, réð því, að Alex Ferguson, knattspyrnustjóri hjá Manchester United, var sleginn til riddara árið 1999. Kat Hoey, áður íþróttaráðherra, sagði, að Alastair Campbell hefði séð um það hálfum mánuði eftir að United vann þrennuna, Meistarakeppni Evrópu, ensku meistarakeppnina og ensku bikarkeppnina, að Ferguson væri sleginn til riddara. Á ferlið að taka hálft ár og kvaðst Hoey ekki hafa verið spurð. Riddari á mettíma London. AFP. „VIÐ munum aldrei beygja okkur fyrir ofbeldi hinna fáu,“ sagði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er hann minntist þess í gær, að ár er liðið frá innrásinni í Írak. Skoraði hann á bandamenn Bandaríkjanna að setja niður ágreininginn um Íraksstríðið og sameinast í baráttunni við hryðju- verkamenn. Bush viðurkenndi í ræðunni, sem hann flutti í Hvíta húsinu, að ágrein- ingur væri með „gömlum og góðum vinum“ um Íraksstríðið en bætti við, að hann „tilheyrði fortíðinni“. „Það er ekkert hlutlaust svæði á milli góðs og ills, milli frelsis og ánauð- ar, milli lífs og dauða. Stríðið gegn hryðjuverkum er ekki orðin tóm, held- ur heilög skylda,“ sagði Bush. Ræða Bush hafði ekki mikil áhrif á þá, sem gagnrýnt hafa Íraksstríðið. Wesley Clark, fyrrverandi yfirmaður NATO og einn þeirra, sem þátt tóku í forkosningabaráttu demókrata, sagði, að Bush hefði aldrei átt að gera Írakstríðið hluta af baráttunni gegn hryðjuverkum. Í yfirlýsingu, sem 26 kunnir menn í Evrópu og Bandaríkjunum sendu frá sér í gær, segir, að samskipti Banda- ríkjanna og bandamanna þeirra í Evrópu séu verri en nokkru sinni fyrr. „Margir Evrópumenn treysta ekki fyrirætlunum Bandaríkjastjórn- ar og margir Bandaríkjamenn hneykslast á afstöðu Evrópumanna og skilningi þeirra á þeirri ógn, sem við blasir,“ segir í yfirlýsingunni. Bush Bandaríkjaforseti í tilefni af ársafmæli innrásarinnar í Írak „Munum aldrei beygja okkur fyrir ofbeldi“ Washington. AP, AFP.  Stríð/44 STOFNAÐ 1913 79. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.