Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 4

Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Opið í dag, laugardag, frá kl. 12.00-16.00 Netsalan ehf. „Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta! Knarrarvogi 4, 104 R, sími 517 0220, netsalan@itn.is McLouis húsbílasýning Knaus hjólhýsasýning SÝNING M. Benz Sprinter Eurostar Style BÚIÐ er að ákveða hverjir koma til með að skrifa um þá sem gegnt hafa embætti ráðherra Íslands eða forsætis- ráðherra frá upphafi í bókinni Forsætisráðherrar Ís- lands. Útgáfa bókarinnar er liður í að minnast 100 ára af- mælis heimastjórnar á Íslandi og er stefnt að því að hún komi út 15. september nk. Þá lætur Davíð Oddsson af embætti forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tekur við. Ráðherrarnir á þessu tímabili eru 24 talsins og verður einn kafli, u.þ.b. 10–16 bls. að lengd, um hvern þeirra auk fjölda mynda. Gert er ráð fyrir að bókin verði 350–400 bls. að lengd og er heildarkostnaður áætlaður átta millj- ónir króna. Í ritnefnd bókarinnar sitja: Júlíus Hafstein, formaður, Haraldur Ólafsson prófessor, Ingólfur Margeirsson blaðamaður, Jakob F. Ásgeirsson rithöfundur og Sig- urður Líndal prófessor. Ritstjóri er Ólafur Teitur Guðna- son blaðamaður og segir í fréttatilkynningu frá honum að kapp verði lagt á að bókin verði aðgengileg að allri gerð fremur en þungt fræðirit. Tilgangurinn sé að draga fram á einum stað heildstæða mynd af þessum forystumönn- um, bakgrunni þeirra og hugsjónum. Höfundar verða: Hannes Hafstein: Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Björn Jónsson: Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur. Kristján Jónsson: Dr. Jón Þ. Þór, sagnfræðingur. Sigurður Eggerz: Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor. Einar Arnórsson: Dr. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor. Jón Magnússon: Sigurður Líndal, prófessor emeritus. Jón Þorláksson: Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra. Tryggvi Þórhallsson: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor. Ásgeir Ásgeirsson: Anna Ólafsdóttir Björnsson, cand. mag. Hermann Jónasson: Tryggvi Gíslason, magister og fyrrverandi skólameistari. Ólafur Thors: Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur. Björn Þórðarson: Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur. Stefán Jóhann Stefánsson: Ingólfur Margeirsson, blaðamaður. Steingrímur Steinþórsson: Gerður Steinþórsdóttir, cand. mag. Emil Jónsson: Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur, dósent. Bjarni Benediktsson: Dr. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. Jóhann Hafstein: Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi ráðherra og alþingismaður. Ólafur Jóhannesson: Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor. Geir Hallgrímsson: Jónína Michaelsdóttir, blaðamaður. Benedikt Gröndal: Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður. Gunnar Thoroddsen: Dr. Jón Ormur Halldórsson, dósent. Steingrímur Hermannsson: Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri. Þorsteinn Pálsson: Steinar J. Lúðvíksson, ritstjóri. Davíð Oddsson: Styrmir Gunnarsson, ritstjóri. Ákveðið hverjir skrifa um forsætisráðherra Íslands ÞRÍR 19 ára piltar voru dæmdir í 18 mánaða fangelsi hver í Hér- aðsdómi Reykjaness í gær fyrir vopnað rán í versluninni Bónus við Smiðjuveg í Kópavogi að kvöldi mánudagsins 8. desember sl. Fjórði sakborningurinn, 18 ára drengur, var hins vegar sýknaður af ákæru fyrir að lána mönnunum afsagaðar hagla- byssur sem beitt var við ránið. Tveir piltanna komu inn í vöruafgreiðslu verslunarinnar eftir lokun með hulin andlit og hvor með sína afsöguðu hagla- byssuna að vopni sem þeir ógn- uðu fjórum starfsmönnum versl- unarinnar með, þeirra á meðal samverkamanni sínum sem dæmdur var með þeim. Skipuðu þeir starfsmönnunum þremur inn á kaffistofu og neyddu þá niður á hnén. Þar stóð annar ræningjanna vopnaður yf- ir þeim meðan hinn, ógnandi með byssu og líflátshótunum, neyddi fjórða starfsmanninn inn á skrif- stofu til að opna þar peningaskáp og afhenda sér peningapoka, sem í voru að minnsta kosti 621.102 krónur. Pokann höfðu ræningjarnir á brott með sér en ráðgert var að þriðji aðilinn fengi hluta ráns- fengsins. Ekkert varð úr því þar sem lögregla handtók ræn- ingjana skömmu síðar. Við mat á refsingu ræningj- anna tveggja var metið þeim til refsiþyngingar að þeir beittu skotvopnum og höfðu einbeittan ásetning til verksins. Dómari segir að þótt skotvopnin hafi ver- ið óhlaðin og ekki hafi staðið til að skaða neinn hafi þau verið sérstaklega útbúin til ofbeldis- verka og voru til þess fallin að vekja mikinn ótta hjá þeim sem fyrir urðu. Hins vegar bæri einnig að líta til þess að ákærðu ættu sér eng- an sakaferil. Var litið á refsi- næmi þáttar starfsmanns Bón- uss í ráninu með sama hætti og hinna þó að hann hafi ekki staðið að hinni beinu framkvæmd ráns- ins. Af hálfu Bónuss var krafist 120.000 króna bóta úr hendi ákærðu en þeirri kröfu hafnaði dómari. Mennirnir þrír voru hins vegar dæmdir til að borga allan kostnað sakarinnar að 3/4 hluta, þar með talin málsvarnarlaun verjenda sinna, samtals að upp hæð 690.000 krónur. Sakarkostnaður þess sem sýknaður var, þ.m.t. 140 þúsund króna laun verjanda hans, fellur á ríkissjóð. Til frádráttar refsingu tveggja mannanna af þremur kemur gæsluvarðhaldsvist þeirra frá 9.– 23. desember sl. og frá 9. janúar. Vopnað rán í Bónus í Kópavogi Dæmdir í 18 mánaða fangelsi hver RÚSSINN Anatoly Karpov er fallinn úr keppni á Reykjavík Rapid-skákmótinu sem fram fer í Nasa við Austurvöll þessa dagana. Karpov tapaði fyrir landa sínum Alexey Dreev í annarri umferð mótsins sem fram fór í gær. Í undanúrslitum í dag mætir Dreev Englendingnum Nigel Short. Hina und- anúrslitaskákina tefla þeir Garry Kasp- arov og Daninn Peter Heine Nielsen. Báðar skákirnar hefjast kl. 16.30. Sömu úrslit urðu í öllum skákum ann- arrar umferðar í gær. Engin þeirra fór í bráðabana heldur lauk þeim öllum með einum og hálfum vinningi gegn hálfum vinningi. Nigel Short sigraði Þjóðverj- ann Levon Aroian, Nielsen sigraði Emil Sutvosky frá Ísrael og Kasparov hafði betur gegn hinum hollenska Jan Timm- an. Undanúrslitin verða sýnd í beinni út- sendingu í Ríkissjónvarpinu. Karpov beið lægri hlut Morgunblaðið/Ómar Dreev, stórmeistari frá Rúss- landi, lagði landa sinn Karpov og mætir Short í undanúrslitum. FORSVARSMENN og stjórnendur Samherja buðu Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og yf- irmönnum hjá Gæslunni í gær til hádegisverðar um borð í togar- anum Vilhelmi Þorsteinssyn við Vogabakka í Reykjavík. Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, segir að tilefnið hafi verið að fagna björgun Bald- vins Þorsteinssonar af strandstað á Skálarfjöru á Meðallandsfjörum aðfaranótt fimmtudags. „Við vild- um bara þakka þeim fyrir. Fá tækifæri til að hitta þá undir öðr- um kringumstæðum og sjá þá í öðrum fötum en í þyrlugall- anum,“ segir Þorsteinn. Skoðun á skipinu hefst í Noregi í dag För Baldvins Þorsteinssonar til Noregs frá því skipið var dregið af strandstað í Meðallandsfjöru aðfaranótt miðvikudags hefur gengið vel. Skipið var í togi norska dráttarbátsins Normand Mariner og var búist við að skipin tvö kæmu til hafnar seint í gær- kvöldi. Þorsteinn Már Baldvinsson seg- ir að skipið verði skoðað í dag og í framhaldi af því verði ákveðið hvert farið veður með það til við- gerða. Morgunblaðið/Jim Smart Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, býður fulltrúa Landhelgisgæslunnar velkomna um borð. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skenkir fulltrúum Landhelgisgæsl- unnar eplasafa við hádegisverðinn um borð í Vilhelmi Þorsteinssyni. Við hlið Björns er Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra. Fögnuðu björgun Baldvins af strandstað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.