Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það fer að verða grundvöllur fyrir stofnun sérbanka fyrir þá sem sætta sig ekki við skepnu- skapinn í núverandi lánastofnunum. Kynningarstarf Háskólans í Reykjavík HR er persónu- legur skóli Háskólinn í Reykja-vík er í umfangs-miklu kynningar- starfi um þessar mundir. Kynningarstjóri þar á bæ er Ásdís Ýr Pétursdóttir, sem svaraði nokkrum spurningum Morgun- blaðsins. – Þið eruð að kynna námsleiðir ykkar sem stendur … hvernig fer sú kynning fram? „Hjá Háskólanum í Reykjavík fer fram öflugt kynningarstarf enda telj- um við okkur hafa margt spennandi fram að færa í lögfræði, tölvunarfræði og viðskiptafræði. Við gáfum m.a. út nýjan kynningar- bækling í vikunni sem stúdentsefni fá sendan heim á næstu dögum. Aðrir áhugasamir geta líka haft sam- band við skrifstofu HR og fengið bæklinginn sendan. Þá bjóðum við framhaldsskólanemum í heim- sókn til að kynna sér námið og skoða skólann. Einnig kynntum við starfsemi okkar í Norræna húsinu á sunnudaginn í tilefni Há- skóladagsins og erum að undir- búa sérstakan HR kynningardag. Svona mætti lengi telja.“ – Hvaða sérstöðu hefur Há- skólinn í Reykjavík, t.d. er varðar áherslur í námi? „HR er persónulegur skóli þar sem hver einasti nemandi skiptir máli. Við leggjum áherslu á gagn- virkar kennsluaðferðir og hvetj- um nemendur til að taka virkan þátt í náminu. Nemendur öðlast því traustan fræðilegan grunn en einnig þjálfun í að yfirfæra þá þekkingu á raunverulegar að- stæður, t.d. við úrvinnslu raun- hæfra verkefna í samstarfi við fyrirtæki. Þar njótum við góðs af sterkum tengslum HR við at- vinnulífið, en Verzlunarráð Ís- lands er bakhjarl skólans auk þess sem skólinn nýtur stuðnings fjölda íslenskra fyrirtækja. Ný- sköpun hefur verið eitt af leið- arljósum skólans frá upphafi og er fléttuð inn í námið. Við viljum að allir sem útskrifast frá HR kunni að skapa sér atvinnutæki- færi, stofna fyrirtæki og þróa ný störf. Samstarf okkar við alþjóð- lega háskóla er ómetanlegt þegar kemur að námsþróun, kennslu og tækifærum nemenda til að taka hluta af náminu erlendis. Þar að auki er öflugt rannsóknastarf við skólann, en rannsóknastofnanir HR eru sex talsins. Að lokum vil ég undirstrika þann einstaka metnað, kraft og skemmtilega anda sem ríkir í skólanum. Hér vilja allir standa sig vel.“ – Segðu okkur frá helstu nýj- ungunum sem þið eruð að bjóða… „Við bjóðum nám í lögfræði, tölvunarfræði og viðskiptum. Námið í lagadeild er spennandi og í stöðugri þróun og tekur mið af þeim breytingum sem orðið hafa í íslensku atvinnulífi undan- farin ár. Auk hinna hefðbundnu kjarna- greina er mikil áhersla lögð á þau fög sem vega þungt í starfi lög- fræðinga í dag, s.s. Evrópurétt, félagarétt, sam- keppnisrétt, o.s.frv. Meistaranám við lagadeildina er nú í undirbún- ingi og hefst haustið 2005. Helsta nýjungin í tölvunar- fræðideild er svokallað einstak- lingsmiðað nám sem mun hefjast í haust. Nemendur fá þar svigrúm til að sníða námið að eigin áhuga í samráði við leiðbeinanda. Það sem einkennir tölvunarfræði- menntun við HR eru verkefna- tengd námskeið að loknum skrif- legum prófum í lok námsanna. Umsjón með námskeiðunum er í höndum færustu sérfræðinga heims á ýmsum sviðum tölvunar- fræðinnar. Auk þess er nú í annað sinn í boði rannsóknatengt meist- aranám í tölvunarfræði. Í haust mun viðskiptadeild í fyrsta skipti á Íslandi bjóða tungumálatengt viðskiptanám. Þetta mun styrkja stöðu þeirra sem vilja starfa á alþjóðavett- vangi, enda getur tungumála- kunnátta og þekking á menningu ólíkra þjóða skipt sköpum í vel- gengni alþjóðaviðskipta. Einu ári er bætt við hefðbundið BS-nám í viðskiptafræði, þ.e. 30 einingum í ensku eða spænsku. Mögulegt er að ljúka náminu á þremur árum með því að sinna hluta tungu- málanámsins erlendis yfir sumar- tímann. Í haust mun einnig nýtt meistaranám í fjármálum hefja göngu sína – MSIM (Master of Investment Management).“ – Veitið þið nemendum og ný- stúdentum tilhlýðilega ráðgjöf er þeir sækja ykkur heim? „Já, við bjóðum opna viðtals- tíma mánudaga til fimmtudaga kl. 13–16 fyrir þá sem eru að íhuga háskólanám og vilja fá námsráð- gjöf eða kynningu á skólanum. Til viðtals eru námsráðgjafar og kennarar úr hverri deild. Einnig er hægt að panta viðtalstíma hjá námsráðgjafa í gegnum skrif- stofu skólans.“ – Eru færri að komast að en vilja hjá HR? „Þegar á heildina lit- ið eru u.þ.b. tveir um- sækjendur um hvert sæti. Í fyrra voru til dæmis umsóknir rúm- lega 800 en þar af hófu um 400 nám. Ég vil taka fram að við mat á umsóknum tökum við ekki ein- ungis tillit til einkunna á stúd- entsprófi, heldur einnig frekari menntunar, starfsreynslu, þátt- töku í félagsstörfum og áhuga- mála. Það er því mikilvægt að umsækjendur geri grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið um- sókn sinni til framdráttar.“ Ásdís Ýr Pétursdóttir  Ásdís Ýr Pétursdóttir er verk- efnastjóri á markaðs- og kynn- ingarsviði HR. Áður starfaði hún í London hjá tæknifyrirtækinu Matrox VITE og hjá Hotwire PR. Ásdís er með BA-próf í almanna- tengslum frá Mount Saint Vin- cent University í Kanada en stundaði einnig tungumálanám við Ruprecht-Karls-Universität Heidelberg í Þýsklandi og við Universidad de Salamanca á Spáni. Ásdís er stúdent frá VÍ og er fædd í Reykjavík, 17. mars 1976. Til að sníða námið að eigin áhuga Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 27. mars 2004 Tannlæknafélag Íslands efnir til málþings á Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 27. mars frá klukkan 10.00 – 12.30, undir yfirskriftinni „Er tannheilsa íslenskra barna í hættu?“ Er tannheilsa íslenskra barna í hættu? Tannlæknafélag Íslands Málþing Tannlæknafélags Íslands 09.30 Morgunverður. 10.00 Ávarp: Heimir Sindrason, formaður Tannlæknafélags Íslands. 10.05 Setning: Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. 10.15 „Tannheilsa íslenskra barna er í hættu!“ Reynir Jónsson, yfirtannlæknir Tryggingastofnunar ríkisins. 10.30 „Á Tryggingastofnun ríkisins að sinna vörnum gegn tannsjúkdómum eða aðeins viðgerðum?“ Sigurður Rúnar Sæmundsson, tannlæknir, MPH, PhD, sérfræðingur í samfélagstannlækningum. 10.45 „Heimtur barna til tannlækna og fyrirhuguð rannsókn á munnheilsu á Íslandi.“ Dr. Helga Ágústsdóttir, yfirtannlæknir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. 11.00 Kaffihlé. 11.15 „Tannskemmdir, glerungseyðing og meðferðarúrræði.“ Sigurður Örn Eiríksson tannlæknir, M.S., lektor við Háskóla Íslands. 11.30 „Tannheilsa unglinga - lífsstíll - áhætta – stuðningur.“ Inga B. Árnadóttir, dósent við Háskóla Íslands, sérfræðingur í samfélagstannlækningum. 11.45 „Er tannheilsa ómerkilegri en önnur heilsa?“ Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur. 12.00 Fyrirspurnir og umræður. 12.30 Fundarlok. Fundarstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Sætafjöldi er takmarkaður og því þarf að tilkynna þátttöku til Tannlæknafélags Íslands í síma 575-0500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið tannsi@tannsi.is. Dagskrá A P a lm an n at e n g sl / H A D A Y A d e si g n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.