Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
N
M
1
1
5
5
0
•
sia
.is
Flug
og m
ynd
á næ
stu le
igu
Skafmiði fylgir hverri mynd
100 stórborgarferðir!
100.000 vinningar!
SAMÞYKKT var að breyta nafni Hf.
Eimskipafélags Íslands í Burðarás
hf. á aðalfundi félagsins í gær. Fé-
lagið mun fyrst og fremst beina sjón-
um að fjárfestingum. Nafni flutn-
ingafélagsins Eimskips ehf., sem er
nú dótturfélag Burðaráss, hefur
jafnframt verið breytt í Eimskipa-
félag Íslands og mun það áfram
sinna alhliða flutningastarfsemi eins
og undanfarin 90 ár.
Einnig var samþykkt á aðalfund-
inum í gær að fækka stjórnarmönn-
um Burðaráss úr sjö í fimm. Í stjórn-
ina voru kjörnir fjórir nýir
stjórnarmenn en einn stjórnarmað-
ur var jafnframt í fráfarandi stjórn
Eimskipafélagsins.
Þá var í kjölfar aðalfundarins í
gær gengið frá skipun stjórnar flutn-
ingafélagsins Eimskips, en hana
skipa aðrir en eru í stjórn Burðaráss,
að einum stjórnarmanni undanskild-
um, sem er í báðum stjórnunum.
Sterkara félag
Magnús Gunnarsson, fráfarandi
stjórnarformaður Eimskipafélags-
ins, sagði í ræðu sinni á aðalfund-
inum, að fá fyrirtæki hefðu farið í
gegnum jafnmiklar breytingar á
undanförnum tveimur árum og Eim-
skipafélagið. Markmið nýrrar
stjórnar móðurfélagsins, Hf. Eim-
skipafélags Íslands, sem kosin hefði
verið á hluthafafundi í október á síð-
asta ári, hefði verið skýrt frá upp-
hafi. Í fyrsta lagi að bæta afkomu af
rekstri og jafnframt vinna að því að
auka verðmæti félagsins. Fráfarandi
stjórn félagsins var kosin í kjölfar
þeirra miklu breytinga sem urðu á
eignarhaldi félagsins í september.
„Þegar sú stefna hafði verið mörk-
uð að skilja fjárfestingarstarfsemina
og flutningastarfsemina að, var
ákveðið í desembermánuði að kanna
hvort hægt væri að selja Brim í hlut-
um eða heilu lagi,“ sagði Magnús.
„Það var ákveðið eftir vandlega um-
hugsun.“
Hann sagði að ákveðið hefði verið
að sameina Burðarás og þá fjármuni
sem voru í Brimi, inn í Hf. Eimskipa-
félag Íslands. Sú vinna hefði verið í
undirbúningi að undanförnu og verið
formlega gengið frá samruna félag-
anna í fyrradag.
Sagði Magnús að eftir þær breyt-
ingar sem stjórnin hefði unnið að
stæði félagið mjög sterkt. Búið væri
að selja Brim með góðum söluhagn-
aði og á árinu 2004 hefði verðmæti
hlutabréfa í eigu Burðaráss haldið
áfram að hækka. Rekstur Eimskips
væri að styrkjast og framundan væri
það verkefni að auka verðmæti þess
félags til frekari hagsbóta fyrir hlut-
hafa félagsins.
„Gagnstætt þeirri umræðu sem
fram hefur farið í fjölmiðlum síðustu
daga hafa þær breytingar sem gerð-
ar hafa verið á Eimskipafélaginu
ekki brotið það niður eða aukið
skuldsetningu þess, þvert á móti hef-
ur fyrirtækið eflst fjárhagslega og er
það nú betur í stakk búið til að hefja
nýja sókn en það var fyrir sex mán-
uðum.“
Eigið fé um 25 milljarðar
Magnús gerði grein fyrir þeim
helstu breytingum í rekstri Eim-
skipafélagsins sem stjórn þess hefur
staðið fyrir á umliðnum tæpu sex
mánuðum. Hann sagði að stjórnkerfi
fyrirtækisins hefði verið einfaldað.
Samhliða því að sjávarútvegsarmur
féalgsins, Brim, hefði verið seldur
hefði verið stuðlað að myndun
þriggja öflugra sjávarútvegsfyrir-
tækja í þremur landshlutum. Sam-
anlögð eignasala félagsins á fyrir-
tækjum og hlutabréfum hefði numið
um 38 milljörðum króna og skuldir
félagsins hefðu lækkað um rúma tíu
milljarða króna. Þá hefðu tvö skip
verið keypt til að efla skiparekstur
Eimskips ehf. auk þess sem fyrir-
tækið Coldstore and Transport
Group í Noregi hefði verið keypt, en
það rekur tíu skip og fjórar frysti-
geymslur. Þau kaup hefðu eflt stöðu
skipafélagsins á Norður-Atlants-
hafsmarkaði.
„Niðurstaða þessara fram-
kvæmda hefur verið jákvæð fyrir
rekstur félagsins. Þannig hefur
hagnaðurinn af sölu eigna verið rúm-
lega fimm milljarðar fyrir skatta frá
áramótum. Eigið fé fyrirtækisins í
dag er um 25 milljarðar. Eiginfjár-
hlutfall er rúmlega 50% og veltufjár-
hlutfall um það bil 3. Félagið er með
14,5 milljarða króna í handbæru fé
og hefur aldrei í sögunni verið jafn
sterkt. Hlutabréfamarkaðurinn hef-
ur gert sér grein fyrir breytingunum
því hlutabréfaverð hefur hækkað um
38% frá áramótum miðað við loka-
verð í gær [fimmtudag; innskot
Morgunblaðið] en þá var gengi bréf-
anna 9,8. Ekki er langt síðan grein-
ingardeildir bankanna voru að meta
félagið á gengi í kringum 5 og fyrir
um ári voru sumir að hafa áhyggjur
af því að félagið ætti ekki fyrir skuld-
um. Það hefur nú komið í ljós að slík-
ur málflutningur var marklaus og
átti aldrei við rök að styðjast,“ sagði
Magnús.
Mun meira fjárfest erlendis
Eftir að aðalfundur Eimskipa-
félagsins hafði samþykkt að breyta
nafni félagsins í Burðarás voru eft-
irtaldir aðilar kjörnir í stjórn félags-
ins: Björgólfur Thor Björgólfsson,
Eggert Magnússon, Sigurjón Þ.
Árnason, Þór Kristjánsson, sem var
stjórnarmaður í Eimskipafélaginu,
og Þórunn Guðmundsdóttir.
Eftir stjórnarkjörið tók Björgólf-
ur Thor til máls á aðalfundinum og
sagði að sjónum Burðaráss yrði fyrst
og fremst beint að fjárfestingum. Á
sama tíma yrði undirstrikað mikil-
vægi hinnar upprunalegu kjarna-
stafsemi félagsins með því að gefa
flutningafélaginu hið upprunalega
og söguríka nafn, Eimskipafélag Ís-
lands.
Björgólfur Thor sagði að flestum
Íslendingum væri nú orðið ljóst að
íslensk stórfyrirtæki næðu ekki að
halda stöðu sinni eða vaxa nema með
aukinni starfsemi erlendis.
„Til að geta verið burðarás og bak-
hjarl íslensks atvinnulífs verður
Burðarás að fjárfesta mun meira er-
lendis en verið hefur. Því er það mik-
ilvæg stefnubreyting sem nú verður
á starfsemi fjárfestingarfélagsins, að
gert sé ráð fyrir að vægi erlendra
fjárfestinga verður að minnsta kosti
til jafns við fjárfestingar innan-
lands.“
Hann sagði það vera nauðsynlegt
fyrir Ísland nú að eiga sterkan og
öflugan fulltrúa á sviði fjárfestinga í
heiminum, líkt og það var nauðsyn-
legt fyrir land og þjóð að eiga öflugt
flutningafélag fyrr á árum. „Burðar-
ás verður þessi fulltrúi Íslands og
mun félagið nýta sér það fé og þekk-
ingu, sem myndast hefur innan fé-
lagsins, við uppbyggingu nútíma-
legra og arðvænlegra fyrirtækja.
Eftir sem áður mun Burðarás
taka virkan þátt í atvinnuuppbygg-
ingu hér á landi,“ sagði Björgólfur
Thor.
Friðrik Jóhannsson
forstjóri Burðaráss
Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar
stjórnar Burðaráss, sem haldinn var
í kjölfar aðalfundar Hf. Eimskipa-
félags Íslands í gær, skipti stjórnin
með sér verkum. Björgólfur Thor
Björgólfsson var kjörinn formaður
stjórnar og Þórunn Guðmundsdóttir
var kjörin varaformaður.
Stjórnin gekk einnig frá ráðningu
Friðriks Jóhannssonar sem for-
stjóra félagsins, en hann hefur verið
framkvæmdastjóri Burðaráss, dótt-
urfélags Eimskipafélagsins.
Í kjölfarið var haldinn framhalds-
aðalfundur í Eimskip ehf., og var þar
samþykkt að breyta nafni félagsins í
Eimskipafélag Íslands ehf. Í stjórn
félagsins voru kjörnir Magnús Þor-
steinsson, formaður, Þór Kristjáns-
son, varaformaður, sem einnig er í
stjórn Burðaráss, og Sindri Sindra-
son, Tómas Ottó Hansson og Baldur
Örn Guðnason meðstjórnendur.
Eimskipa-
félag Íslands
heitir nú
Burðarás
Nafni dótturfélagsins Eimskips hefur
verið breytt í Eimskipafélag Íslands
Morgunblaðið/Ásdís
Í stakk búið fyrir nýja sókn Sindri Sindrason, fráfarandi varaformaður stjórnar Eimskipafélagsins, og Magnús
Gunnarsson, fráfarandi formaður, ásamt Jóhanni Þór Jónssyni, sem var fundarritari.