Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 26

Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 26
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Endurvakning | Tónlistarfélags Reykja- nesbæjar hefur verið mikil lyftistöng fyrir tónlistarlífið í bæjarfélaginu. Ekki það að það hafi ekki verið blómlegt fyrir, en miðað við þá góðu aðsókn sem tónlistarviðburðir á vegum félagsins hafa fengið, eru íbúar svæðisins greinilega mjög móttækilegir fyrir nýjum straumum. Fyrst var það Kammersveit Reykjavíkur, þá Tríó Reyka- víkur og síðast gafst tónlistarunnendum færi á súpu fyrir sálina í hádeginu með há- degistónleikum frá Íslensku óperunni, sem hafa slegið í gegn þar, og nú hér. Davíð Ólafsson heillaði gesti með negrasálmum og auk þess að hlusta á djúpu tóna Davíðs fannst blaðamanni ekki síður skemmtilegt að heyra í því unga og upprennandi tónlist- arfólki sem lék undir á hljóðfæri. Þrátt fyrir að tónleikaframboðið hafi ver- ið nægt er fyrsta eiginlega verkefni félags- ins nú í vinnslu, þ.e.a.s. tónleikar sem félag- ið sjálft skipuleggur frá upphafi: Bassarnir þrír! Áðurnefndur Davíð, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson, allir Suðurnesjamenn, ætla að syngja sam- an í fyrsta sinn. Tónleikarnir eru fyrirhug- aðir um miðjan apríl og munu eflaust fá mikla athygli.    Hið nýja | Listasafn Reykjanesbæjar hef- ur ekki síst skapað möguleika fyrir aukið tónleikahald. Þeir segja mér það kunnugir að gott sé að syngja þar. Svo er á framtíð- aráætlun bæjarfélagsins undirbúningur að tónlistar- og ráðstefnumiðstöð, þar sem m.a. er gert ráð fyrir tónleikasal og þá verða möguleikarnir enn fleiri. Þá þarf Sin- fóníuhljómsveit Íslands ekki að spila í Íþróttamiðstöðinni hér í bæ eins og forðum þegar vinsælustu verk Trúbrots voru flutt í blandi við klassískan undirleik. Tilkoma listasafnsins hefur ekki síður verið mikil lyftistöng fyrir listalífið í heild. Auk allra tónleikanna eru haldnar þar myndlistarsýningar og sögu- og bók- menntakynningar í samstarfi við bóka- og byggðasafn bæjarins. Gryfjan er nýjasta viðbótin við listasali Reykjanesbæjar. Eftir að sýningu Árna Johnsens lýkur verður endurbótum við húsnæðið haldið áfram en á 25 ára afmæli byggðasafnsins í sumar verður sett upp byggðasafnssýning, sem mun standa yfir í eitt ár. Úr bæjarlífinu REYKJANESBÆR EFTIR SVANHILDI EIRÍKSDÓTTUR Ákveðið hefur veriðað stofna samtökHólmara á höf- uðborgarsvæðinu. Til- gangurinn er að efla tengslin við gamla heimabæinn, Stykkishólm. Á undanförnum mán- uðum hefur verið rætt um að gagnlegt væri og gam- an, ef brottfluttir Hólm- arar ættu sér formlegan samstarfsvettvang og fé- lagsskap. Slíkt félag hefði að markmiði að tengja saman Hólmara um allt land og gefa þeim tæki- færi til þess að vera virkir í ýmsum verkefnum sem eru til heilla og eflingar þeirra gamla heimabæ. Nú hefur verið ákveðið að stofna samtök Hólm- ara. Stofnfundurinn verð- ur haldinn sunnudaginn 21, mars kl. 16.30 í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14 í Reykjavík Á fundinum verða kynnt drög að samþykktum, val- ið nafn og kosið í stjórn. Samtök Hólmara Húsavík | Hin árlega upplestrarhátíð var haldin á dögunum í Safnahúsinu á Húsavík. Þar öttu kappi tíu nem- ar úr sjöunda bekk grunnskólanna í Suður- Þingeyjarsýslu. Keppendur lásu upp í þrem umferðum og þeg- ar upp var staðið var sigurvegari Halldóra Kristín Bjarnadóttir, Hafralækjarskóla, sem er fyrir miðju á mynd- inni, annar var Hrólfur Hjörleifsson, Grunn- skóla Skútustaðahrepps, og þriðja Ásrún Ás- mundsdóttir, Borg- arhólsskóla. Fjölmenni var á Upp- lestrarhátíðinni og til skemmtunar á milli um- ferða voru tónlistar- atriði flutt af nemendum úr tónlistarskólunum á Húsavík og Hafralæk. Morgunblaðið/Hafþór Sigruðu í upplestri Íkvöld verður hagyrð-ingakvöld í Íþrótta-höllinni á Húsavík, þar sem aflað er fjár til kaupa á Hjartaþolpróf- unartæki fyrir Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga. Kveðandi, félag þing- eyskra hagyrðinga, kem- ur fram, og einnig Einar Georg Einarsson, Friðrik Steingrímsson, Hákon Aðalsteinsson og Hjálmar Freysteinsson. Undir stjórn Ólafs G. Einarssonar troða upp núverandi þingmenn og ráðherrar, Halldór Blön- dal, Hjálmar Jónsson, Jón Kristjánsson, Ólafur G. Einarsson og Stein- grímur J. Sigfússon. Eitt sinn voru þingmenn- irnir Ólafur G. Einarsson og Lárus Jónsson að veiðum í Sandá í Þist- ilfirði, en illa gekk. Þá bar að Halldór Blöndal og skrifaði hann limru í gestabókina þegar hann fór: Sandá er gruggug af surgi og sargi frá Ólafi durgi og líkast til var hann Lárus minn þar en laxarnir, – þeir voru hvurgi. Veisla hagyrðinga Keflavík | Ævintýri voru við- fangsefni nemenda sem fram komu á árshátíð Holtaskóla. Árshátíðin var haldin í Íþrótta- húsi Keflavíkur við Sunnubraut og var fjölmenni. Nemendur í bekkjum með slétta tölu, það er að segja í 2., 4., 6., 8. og 10. bekk sáu um árshátíðina. Dagskráin var æv- intýraleg enda höfðu nemend- urnir valið sér ævintýri sem þema hátíðarinnar. Mikið var leikið. Nemendur 4. bekkjar voru í skemmtilegum búningum þegar þeir léku Litlu gulu hæn- una, eins og sést á myndinni. Að árshátíð lokinni var opið kaffihús í Holtaskóla. Árshátíð- argestir komu þar við að skemmtiatriðum loknum og gæddu sér á veitingum sem nemendurnir höfðu með sér í skólann af þessu tilefni. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Litla gula hænan Ævintýri Akranes | Fritz H. Berndsen hefur verið fastráðinn yfirlæknir á handlækningadeild Sjúkrahúss Akraness, SHA. Tekur hann við starfi Magnúsar E. Kolbeinssonar en stað- an var auglýst laus til umsóknar í lok desem- ber s.l. Frá þessu er greint á vefsíðu SHA. Fritz er fæddur í Reykjavík 1965 og lauk cand. med. námi frá Há- skóla Íslands 1991. Hann lauk sérfræði- námi í almennum skurðlækningum frá Svíþjóð 1997 og starf- aði nokkur ár við Háskólasjúkrahúsið í Malmö þar sem hann sérhæfði sig í kvið- sjáraðgerðum. Hann lauk doktorsnámi sumarið 2003 og fjallaði doktorsverkefnið um nárakviðslitsaðgerðir með aðaláherslu á kviðsjáraðgerðir. Kona hans er Jóhanna Dagbjört Magn- úsdóttir garðyrkjufræðingur og nemi og eiga þau þrjú börn. Fritz var kandidat við SHA á árunum 1991 – 1992 og hefur starf- að sem settur yfirlæknir á SHA frá haust- inu 2002. Fritz nýr yfirlæknir á SHA Fritz H. Berndsen AÐGERÐIR til sparnaðar sem nú er unnið að á Veðurstofu Íslands hafa ekki áhrif á fyrirætlanir um að setja á fót miðstöð snjó- flóðarannsókna á Ísafirði. Þetta er haft eftir Magn- úsi Jónssyni veðurstofu- stjóra á fréttavef BB á Ísafirði. „Þessi starfsemi er með sérstaka fjárveitingu á fjárlögum og því verður engin breyting þar á. Við stefnum að því að starfsemi stöðvarinnar hefjist síðla sum- ars,“ sagði Magnús við BB. Starfsmaður- inn sem mun verða á stöðinni á Ísafirði er við nám og lýkur því í vor. Stofnun miðstöðvarinnar hefur lengi verið baráttumál bæjaryfirvalda í Ísafjarð- arbæ. Óbreytt áform um snjóflóða- miðstöð ♦♦♦ TILKYNNING FRÁ FÉLAGI FASTEIGNASALA Námskeið í fasteignaviðskiptum verður haldið á vegum Félags fasteignasala nú í mars. Námskeiðið er ætlað starfsfólki á fasteignasölum, bankastarfs- fólki, starfsfólki lífeyrissjóða og annarra lánastofnana sem á einn eða annan hátt koma að fasteignaviðskiptum, t.d. í formi lán- veitinga og greiðslumatsgerða. Öllum öðrum áhugasömum er að sjálfsögðu einnig velkomið að sækja þetta námskeið. Námskeiðið verður haldið dagana 22.-24. mars næstkomandi frá kl. 18:15-21:30. Þriðjudaginn 22. mars verður fjallað um fjöleignarhúsalögin og teknir fyrir þeir þættir, sem kunna þarf skil á við sölu íbúða í fjöleignarhúsum. Kennari er Guðfinna Jóhanna Guðmunds- dóttir hdl. Miðvikudag og fimmtudag, 24. og 25. mars, verður farið í skjalavinnslu í fasteignakaupum og mikilvægi réttra vinnubragða við skjalafrágang. Kennari er Björn Þorri Viktorsson, löggiltur fasteignasali og formaður Félags fasteignasala. Kennt verður í húsakynnum Lögbergs í Háskóla Íslands, stofu nr. 101. Verð námskeiðsins er 28.000 kr. Umsjónarmaður námskeiðsins er Ólafur B. Blöndal. Skráning á námskeiðið er á namskeid@torg.is . Skráningarfrestur er til 19. mars og um að gera að skrá sig sem fyrst. Í fyrra komust færri að en vildu. pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.