Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 26
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Endurvakning | Tónlistarfélags Reykja- nesbæjar hefur verið mikil lyftistöng fyrir tónlistarlífið í bæjarfélaginu. Ekki það að það hafi ekki verið blómlegt fyrir, en miðað við þá góðu aðsókn sem tónlistarviðburðir á vegum félagsins hafa fengið, eru íbúar svæðisins greinilega mjög móttækilegir fyrir nýjum straumum. Fyrst var það Kammersveit Reykjavíkur, þá Tríó Reyka- víkur og síðast gafst tónlistarunnendum færi á súpu fyrir sálina í hádeginu með há- degistónleikum frá Íslensku óperunni, sem hafa slegið í gegn þar, og nú hér. Davíð Ólafsson heillaði gesti með negrasálmum og auk þess að hlusta á djúpu tóna Davíðs fannst blaðamanni ekki síður skemmtilegt að heyra í því unga og upprennandi tónlist- arfólki sem lék undir á hljóðfæri. Þrátt fyrir að tónleikaframboðið hafi ver- ið nægt er fyrsta eiginlega verkefni félags- ins nú í vinnslu, þ.e.a.s. tónleikar sem félag- ið sjálft skipuleggur frá upphafi: Bassarnir þrír! Áðurnefndur Davíð, Bjarni Thor Kristinsson og Jóhann Smári Sævarsson, allir Suðurnesjamenn, ætla að syngja sam- an í fyrsta sinn. Tónleikarnir eru fyrirhug- aðir um miðjan apríl og munu eflaust fá mikla athygli.    Hið nýja | Listasafn Reykjanesbæjar hef- ur ekki síst skapað möguleika fyrir aukið tónleikahald. Þeir segja mér það kunnugir að gott sé að syngja þar. Svo er á framtíð- aráætlun bæjarfélagsins undirbúningur að tónlistar- og ráðstefnumiðstöð, þar sem m.a. er gert ráð fyrir tónleikasal og þá verða möguleikarnir enn fleiri. Þá þarf Sin- fóníuhljómsveit Íslands ekki að spila í Íþróttamiðstöðinni hér í bæ eins og forðum þegar vinsælustu verk Trúbrots voru flutt í blandi við klassískan undirleik. Tilkoma listasafnsins hefur ekki síður verið mikil lyftistöng fyrir listalífið í heild. Auk allra tónleikanna eru haldnar þar myndlistarsýningar og sögu- og bók- menntakynningar í samstarfi við bóka- og byggðasafn bæjarins. Gryfjan er nýjasta viðbótin við listasali Reykjanesbæjar. Eftir að sýningu Árna Johnsens lýkur verður endurbótum við húsnæðið haldið áfram en á 25 ára afmæli byggðasafnsins í sumar verður sett upp byggðasafnssýning, sem mun standa yfir í eitt ár. Úr bæjarlífinu REYKJANESBÆR EFTIR SVANHILDI EIRÍKSDÓTTUR Ákveðið hefur veriðað stofna samtökHólmara á höf- uðborgarsvæðinu. Til- gangurinn er að efla tengslin við gamla heimabæinn, Stykkishólm. Á undanförnum mán- uðum hefur verið rætt um að gagnlegt væri og gam- an, ef brottfluttir Hólm- arar ættu sér formlegan samstarfsvettvang og fé- lagsskap. Slíkt félag hefði að markmiði að tengja saman Hólmara um allt land og gefa þeim tæki- færi til þess að vera virkir í ýmsum verkefnum sem eru til heilla og eflingar þeirra gamla heimabæ. Nú hefur verið ákveðið að stofna samtök Hólm- ara. Stofnfundurinn verð- ur haldinn sunnudaginn 21, mars kl. 16.30 í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14 í Reykjavík Á fundinum verða kynnt drög að samþykktum, val- ið nafn og kosið í stjórn. Samtök Hólmara Húsavík | Hin árlega upplestrarhátíð var haldin á dögunum í Safnahúsinu á Húsavík. Þar öttu kappi tíu nem- ar úr sjöunda bekk grunnskólanna í Suður- Þingeyjarsýslu. Keppendur lásu upp í þrem umferðum og þeg- ar upp var staðið var sigurvegari Halldóra Kristín Bjarnadóttir, Hafralækjarskóla, sem er fyrir miðju á mynd- inni, annar var Hrólfur Hjörleifsson, Grunn- skóla Skútustaðahrepps, og þriðja Ásrún Ás- mundsdóttir, Borg- arhólsskóla. Fjölmenni var á Upp- lestrarhátíðinni og til skemmtunar á milli um- ferða voru tónlistar- atriði flutt af nemendum úr tónlistarskólunum á Húsavík og Hafralæk. Morgunblaðið/Hafþór Sigruðu í upplestri Íkvöld verður hagyrð-ingakvöld í Íþrótta-höllinni á Húsavík, þar sem aflað er fjár til kaupa á Hjartaþolpróf- unartæki fyrir Heilbrigð- isstofnun Þingeyinga. Kveðandi, félag þing- eyskra hagyrðinga, kem- ur fram, og einnig Einar Georg Einarsson, Friðrik Steingrímsson, Hákon Aðalsteinsson og Hjálmar Freysteinsson. Undir stjórn Ólafs G. Einarssonar troða upp núverandi þingmenn og ráðherrar, Halldór Blön- dal, Hjálmar Jónsson, Jón Kristjánsson, Ólafur G. Einarsson og Stein- grímur J. Sigfússon. Eitt sinn voru þingmenn- irnir Ólafur G. Einarsson og Lárus Jónsson að veiðum í Sandá í Þist- ilfirði, en illa gekk. Þá bar að Halldór Blöndal og skrifaði hann limru í gestabókina þegar hann fór: Sandá er gruggug af surgi og sargi frá Ólafi durgi og líkast til var hann Lárus minn þar en laxarnir, – þeir voru hvurgi. Veisla hagyrðinga Keflavík | Ævintýri voru við- fangsefni nemenda sem fram komu á árshátíð Holtaskóla. Árshátíðin var haldin í Íþrótta- húsi Keflavíkur við Sunnubraut og var fjölmenni. Nemendur í bekkjum með slétta tölu, það er að segja í 2., 4., 6., 8. og 10. bekk sáu um árshátíðina. Dagskráin var æv- intýraleg enda höfðu nemend- urnir valið sér ævintýri sem þema hátíðarinnar. Mikið var leikið. Nemendur 4. bekkjar voru í skemmtilegum búningum þegar þeir léku Litlu gulu hæn- una, eins og sést á myndinni. Að árshátíð lokinni var opið kaffihús í Holtaskóla. Árshátíð- argestir komu þar við að skemmtiatriðum loknum og gæddu sér á veitingum sem nemendurnir höfðu með sér í skólann af þessu tilefni. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Litla gula hænan Ævintýri Akranes | Fritz H. Berndsen hefur verið fastráðinn yfirlæknir á handlækningadeild Sjúkrahúss Akraness, SHA. Tekur hann við starfi Magnúsar E. Kolbeinssonar en stað- an var auglýst laus til umsóknar í lok desem- ber s.l. Frá þessu er greint á vefsíðu SHA. Fritz er fæddur í Reykjavík 1965 og lauk cand. med. námi frá Há- skóla Íslands 1991. Hann lauk sérfræði- námi í almennum skurðlækningum frá Svíþjóð 1997 og starf- aði nokkur ár við Háskólasjúkrahúsið í Malmö þar sem hann sérhæfði sig í kvið- sjáraðgerðum. Hann lauk doktorsnámi sumarið 2003 og fjallaði doktorsverkefnið um nárakviðslitsaðgerðir með aðaláherslu á kviðsjáraðgerðir. Kona hans er Jóhanna Dagbjört Magn- úsdóttir garðyrkjufræðingur og nemi og eiga þau þrjú börn. Fritz var kandidat við SHA á árunum 1991 – 1992 og hefur starf- að sem settur yfirlæknir á SHA frá haust- inu 2002. Fritz nýr yfirlæknir á SHA Fritz H. Berndsen AÐGERÐIR til sparnaðar sem nú er unnið að á Veðurstofu Íslands hafa ekki áhrif á fyrirætlanir um að setja á fót miðstöð snjó- flóðarannsókna á Ísafirði. Þetta er haft eftir Magn- úsi Jónssyni veðurstofu- stjóra á fréttavef BB á Ísafirði. „Þessi starfsemi er með sérstaka fjárveitingu á fjárlögum og því verður engin breyting þar á. Við stefnum að því að starfsemi stöðvarinnar hefjist síðla sum- ars,“ sagði Magnús við BB. Starfsmaður- inn sem mun verða á stöðinni á Ísafirði er við nám og lýkur því í vor. Stofnun miðstöðvarinnar hefur lengi verið baráttumál bæjaryfirvalda í Ísafjarð- arbæ. Óbreytt áform um snjóflóða- miðstöð ♦♦♦ TILKYNNING FRÁ FÉLAGI FASTEIGNASALA Námskeið í fasteignaviðskiptum verður haldið á vegum Félags fasteignasala nú í mars. Námskeiðið er ætlað starfsfólki á fasteignasölum, bankastarfs- fólki, starfsfólki lífeyrissjóða og annarra lánastofnana sem á einn eða annan hátt koma að fasteignaviðskiptum, t.d. í formi lán- veitinga og greiðslumatsgerða. Öllum öðrum áhugasömum er að sjálfsögðu einnig velkomið að sækja þetta námskeið. Námskeiðið verður haldið dagana 22.-24. mars næstkomandi frá kl. 18:15-21:30. Þriðjudaginn 22. mars verður fjallað um fjöleignarhúsalögin og teknir fyrir þeir þættir, sem kunna þarf skil á við sölu íbúða í fjöleignarhúsum. Kennari er Guðfinna Jóhanna Guðmunds- dóttir hdl. Miðvikudag og fimmtudag, 24. og 25. mars, verður farið í skjalavinnslu í fasteignakaupum og mikilvægi réttra vinnubragða við skjalafrágang. Kennari er Björn Þorri Viktorsson, löggiltur fasteignasali og formaður Félags fasteignasala. Kennt verður í húsakynnum Lögbergs í Háskóla Íslands, stofu nr. 101. Verð námskeiðsins er 28.000 kr. Umsjónarmaður námskeiðsins er Ólafur B. Blöndal. Skráning á námskeiðið er á namskeid@torg.is . Skráningarfrestur er til 19. mars og um að gera að skrá sig sem fyrst. Í fyrra komust færri að en vildu. pebl@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.