Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 28
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 28 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavík | Alþjóðlegu sjálfboðaliða- og fræðslusamtökin AFS standa nú fyrir menn- ingarhelgi skiptinema sem dvelja hér á landi á vegum samtakanna. Um er að ræða fjörutíu ungmenni á aldrinum fimmtán til átján ára, frá fimmtán löndum, en þau stunda nám í grunn- og framhaldsskólum víða um land. Nemend- urnir búa hjá íslenskum fjölskyldum og stunda nám í grunn- og framhaldsskólum. Menningarferð skiptinemanna hófst á heim- sókn í Þjóðmenningarhúsið, þar sem unga fólkið fræddist um íslenska menningarsögu og hlutverk menningarinnar í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Síðan var haldið á Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu þar sem skoðuð var íslensk nútímalist. Í kjölfarið var svo hald- ið á Snæfellsnes í skemmtiferð, þar sem unga fólkið verður fram á sunnudag. Á mánudag fer hópurinn síðan í heimsókn til forseta Íslands. Vildu kynnast Norðurlöndum Skiptinemarnir Simone Frei, frá Sviss, og Ivan Alfredo Valarezo Calle, frá Ekvador, komu hingað til lands í ágúst á síðasta ári. Þau komu á ólíkum forsendum en þó með svipaðar væntingar. Þau hafa bæði náð mjög góðum tökum á íslenskunni. Simone segist hafa viljað fara á norður- slóðir. „Ég vissi ekki áður að það væri hægt að fara til Íslands og ég var forvitin,“ segir Sim- one. Ivan segist hafa viljað fara til Norður- landanna og kynnast hinni ólíku menningu norrænna þjóða. „Ég kom til Íslands af því mig langaði að sjá snjó,“ segir Ivan og brosir létt, hann hefur gert sér grein fyrir því að Ís- land ber ekki alltaf nafn með rentu. Ivan stundar nám í MA, og segir sér hafa létt við það að uppgötva að höfuðstaður Norðurlands hefur þó fleiri snjódaga en Reykjavík. Simone gengur í FÁ og segir mjög gaman að læra hér. „Þetta er allt öðruvísi en heima. Samband nemenda og kennara er mun betra hér en í Sviss, persónulegra. Skólinn er eins og fjöl- skylda miðað við formlegheitin í Sviss. Hjá fósturfjölskyldu minni ríkir líka mikil hlýja.“ Ivan segir mikinn mun á Íslandi og Equador. „Allt sem ég þekki er öðruvísi hér, veðrið er mildara, tilfinningin er allt önnur.“ Sigrast á feimninni Sá orðstír hefur lengi loðað við Íslendinga að þeir séu kuldalegir og feimnir gagnvart er- lendum skiptinemum. Simone segir þennan orðstír því miður eiga rétt á sér. „Mér þykir leitt að það vantar dálítið upp á forvitnina, fólk spurði sjaldan opinna spurninga og því gafst mér ekki alltaf tækifæri til að æfa íslenskuna mína. Eftir jól var ég þó komin með þokkalegt vald á íslenskunni og var farin að geta spjallað við samnemendur mína, þá varð þetta auðveld- ara, ekki bara farið sjálfkrafa yfir í ensku. Við vorum líka kannski sjálf svolítið feimin, en maður má ekki búast við að fólk komi að fyrra bragði, það er alltaf maður sjálfur sem þarf að hafa frumkvæðið.“ Þetta tekur Ivan undir, hann segir samnemendur sína ekki lengur eins feimna við hann og þeir voru fyrst.“ Simone og Ivan segjast hafa lært margt með dvöl sinni hér á landi. „Kannski ekki beinlínis í skólanum,“ segir Simone, „en að vera með fólki, að tala við fólk, gleyma að vera feimin og hitta fólk alls staðar að úr heiminum. Það var mjög skemmtilegt.“ Ivan segist hafa komið til Íslands til að vita meira um heiminn. „Mig langaði bæði til að kynnast framandi löndum og stuðla að friði, vera með fólki af ólíku þjóð- erni að gera skemmtilega hluti saman, ekki í stríði,“ segir Ivan og Simone samsinnir. Skemmtilegasta hluta skiptinemareynsl- unnar segir Simone hafa verið að upplifa nýtt hlutverk í nýju samfélagi. Ivan segist hið fram- andi land og þjóðfélag hafa verið afar gefandi reynslu. „Veðrið og fólkið er allt öðruvísi. Hér skiptist á frost og milt veður, en á veturna er rúmlega tuttugu stiga hiti í Ekvador. Í Suður- Ameríku er fólk líka miklu opnara og talar meira saman á afslappaðan máta. Íslendingar og Norður-Evrópubúar eru allt öðruvísi í sam- skiptum, þau eru miklu skornari og skarpari,“ segir Ivan að lokum. Fjörutíu skiptinemar frá fimmtán löndum á vegum AFS leggja í menningarferð á Snæfellsnes Ný og framandi upplifun Morgunblaðið/Jim Smart Frítt föruneyti: Fjörutíu skiptinemar AFS ásamt sjálfboðaliðum úr röðum samtakanna í Þjóðmenningarhúsinu. Skemmtileg reynsla: Simone og Ivan eru afar ánægð með reynslu sína af dvölinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.