Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 29

Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 29
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 29 VALGERÐUR H. Bjarnadóttir fyrrverandi framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu er að vinna í því að fá greiddan út sinn ráðningarsamning sem framkvæmdastýra en hún telur sig eiga inni 18 mánaða laun. Val- gerður sagði af sér sem jafnréttis- stýra og formaður Leikfélags Akur- eyrar í kjölfar þess að LA tapaði dómsmáli í Héraðsdómi Norður- lands eystra en dómurinn taldi að Valgerður hefði brotið jafnréttislög við ráðningu í starf leikshússtjóra Leikfélags Akureyrar. Hæstiréttur sneri dómi héraðsdóms við í janúar sl. „Ég vil eðlilega fá greiddan út þann samningstíma sem ég var með. Ég var ráðin til fimm ára, var búin með þrjú ár og er búin að fá sex mán- aða laun til viðbótar. Þá stendur eftir eitt og hálft ár sem mér finnst liggja beint við að ég eigi rétt á, þegar í ljós kemur að málið var allt á misskiln- ingi byggt. Þetta eru þær kröfur sem ég hafði sett fram strax. Ég var líka svo hógvær að setja aðeins fram þær kröfur að ef Hæstiréttur sneri dómnum, þá fengi ég samninginn greiddan út. Ég var tilbúin að taka það á mig ef Hæstiréttur hefði stað- fest niðurstöðu héraðsdóms, jafnvel þótt þetta mál hefði ekki komið starfi mínu við. Þetta eru þær kröfur sem ég setti fram í ágúst á síðasta ári, þegar farið var í að ræða starfsloka- samninginn af einhverju viti. Félags- málaráðherra hafnaði þessum kröf- um þá en eftir að Hæstiéttur sneri dómnum vonaðist ég til að ráðherra skipti um skoðun og hefði samband við mig af fyrra bragði. Það hefur hann ekki gert og ég sé því ekki ann- að í stöðunni en að ítreka fyrri kröfu með formlegum hætti.“ Aðspurð um hvort hún gerði kröfu um að fá starf framkvæmdastýru Jafnréttisstofu aftur sagði Valgerð- ur að þannig gengju hlutirnir ekki fyrir sig. „Það er búið að ráða aðra manneskju í stöðuna.“ Fyrrverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu Telur sig eiga inni 18 mánaða laun Morgunblaðið/Kristján Valgerður H. Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Jafnréttistofu, í ræðustóli á fundi bæjarstjórnar Akureyrar. HAMINGJUÓSKUM hefur rignt inn á skrifstofu Samherja síðustu daga, blómakörfur berast, skeyti, tölvupóstur og þá hafa margir hringt til fyrirtækisins og lýsa menn ánægju sinni með gifturíka björgun Baldvins Þorsteinssonar EA, sem strandaði á Skálarfjöru fyrr í þessum mánuði, en hann náð- ist á flot nú í vikunni. „Þið hafið sannað að björgun stórra skipa við suðurströnd lands- ins er möguleiki. Þekking ykkar og hugrekki getur ekki annað en vald- ið aðdáun,“ segir í tölvubréfi sem og að árangurinn sé stórsigur. „Þetta ríkir greinilega mikil gleði, það er mjög skemmtilegt að fá allar þessar heillaóskir,“ sagði Margrét Ólafsdóttir ritari forstjór- ans, Þorsteins Más Baldvinssonar. Kolbrún Júlíusdóttir á símanum sagði að fólk hvaðanæva af landinu hefði hringt síðustu daga og lýst yf- ir gleði sinni með björgun skipsins. „Það hringja margir sem tengjast sjó eða sjómennsku á einhvern hátt, margir hafa upplifað svipaða reynslu, lent í lífsháska vegna strands,“ sagði Kolbrún. Þær stöll- ur, Margrét og Kolbrún voru sam- mála um að þessir síðustu dagar hefðu verið starfsfólki Samherja ánægjulegir. „Það er ómetanlegt að finna þennan mikla hlýhug og með- byr,“ sögðu þær. Skeyti hafa borist frá fólki víðs vegar um land og einnig Íslend- ingum í útlöndum sem greinilega hafa fylgst grannt með gangi mála. Þær sögðu að Samherjamenn hefðu ekki fyllilega áttað sig strax á hversu vel fólk hefði fylgst með strandinu og björgun skipsins. „En okkur þykir öllum afar vænt um þessar kveðjur sem borist hafa síð- ustu daga,“ sögðu þær Margrét og Kolbrún. Morgunblaðið/Kristján Í blómahafi: Margrét Ólafsdóttir og Kolbrún Júlíusdóttir með skeyti og kveðjur innan um blómakörfur sem bárust Samherja eftir björgun Bald- vins Þorsteinssonar EA af strandstað í Skálarfjöru. Hamingjuóskum rign- ir yfir Samherjamenn Yngismannadagur | Stjórn Lauf- áshópsins hefur ákveðið að gera Yngismannadaginn, fyrsta dag ein- mánaðar að hátíðisdegi sínum, en hann er nú 23. mars. Af þessu til- efni verður samkoma í Laxdalshúsi og hefst hún kl. 20.30. Saga hússins verður sögð, leikið á lágfiðlu og sungið. Til siðs var að baka vöfflur í Mývatnssveit á Yng- ismannadaginn og verður það gert nú í tilefni dagsins. Þá munu fé- lagar í Laufáshópnum koma með heimagert skyr, mysing og smjör og bakað verður brauðmótabrauð og gerð kæfa. Kvæði verða kveðin og húslestur lesinn. Loks má geta þess að félagar mæta í landnáms-, miðalda- og þjóðbúningum til sam- komunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.